Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 31 Afvopnunar- viðræður í nýjan farveg Genf, 21. man. AP. Samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem reyna að ná samkomulagi um takmörkun víg- búnaðar, ákváðu á fundi í dag að skipta nefndunum í þrennt og að hver viðræðuhópur fengi afmarkað viðfangsefni. Fundur viðræðunefndanna í dag var þriðji fundur þeirra frá því 12. marz, er viðræður hófust eftir langt hlé. Ein undirnefndin fjallar um meðaldrægar kjarna- flaugar, önnur um langdrægar kjarnaflaugar og sú þriðja um geimvopn. Verkaskiptingin er í samræmi við samkomulag Bandaríkjanna og Sovétrikjanna frá í janúar, sem kom viðræðun- um af stað á ný. Undirnefndirnar hefja störf 26. marz næstkomandi. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um innnihald viðræðna á fund- um aðalsamninganefndarinnar og hefur heldur ekkert lekið út um viðræðurnar. Er það í sam- ræmi við samkomulag stórveld- anna um viðræðurnar. Stjórnmálanefnd sovézka kommúnistaflokksins kom sam- an til síns fyrsta fundar í dag eftir að Mikhail Gorbachev tók við flokksformennsku. Kvatti ráðið til þess að sett verði bann við geimvopnum og einnig sagð- ist það tilbúið til að taka afslök- unarstefnuna upp að nýju. Uppþot í fangelsi brotið á bak aftur Sk Puta, 21. mare. AP. HUNDRUÐ lögreglumanna, allir gráir fyrir járnum, þustu inn í ríkisfangelsið í Sao Paulo í dag og brutu á bak aftur uppreisn sem 3.500 fangar stóðu fyrir. Sjö manns létu lífið er fang- arnir hrifsuðu völdin, allt fang- ar, og 10 manns særðust, en fangarnir slepptu 5 gislum óskrámuðum er lögreglan lét til skarar skríða. Lögreglan full- yrti að enginn fanganna hefði failið fyrir hendi lögreglu. Alls var umsátursástand i 9 klukku- stundir. Uppreisnin hófst er fresta varð frelsun spastisks fanga vegna seinagangs í fang- elsisskrifræðinu. Varð hann reiður mjög og þar eð hann er vinsæll mjög meðal samfanga sinna hlýddu þeir kalli hans er hann hvatti til mótmæla. Að- gerðirnar munu hins vegar hafa farið nokkuð úr böndun- um. Átta sovéskum gervihnöttum skotið á loft Moskvn, 21. mare. AP. Sovétmenn skutu í dag á loft átta gervihnöttum, Cosmos 1635—42, með sömu eldflauginni, að sögn hinnar opinberu fréttastofu, TASS. Fréttastofan sagði, að gervi- hnettirnir færu allir á braut í 1.482 og 1.526 km fjarlægð frá yf- irborði jarðar og tæki hringferðin 116 mínútur. TASS gaf engar frekari upplýs- ingar frekar en vant er við sams konar tækifæri. Sovétmenn skutu sex Cosmos- hnöttum í einu á loft 15. janúar sl. Kínverjar skjóta á Víetnama Peking, 21. mara. AP. KÍNVERSKUR talsmaður í utanríkis- ráðuneytinu i Peking sagði í dag, að landamærasveitir heföu svarað „síend- urteknum árásura" Víetnama á kín- versk þorp nærri landamerunum með mikilli sókn og fallbyssuskothríð i stöðvar Víetnama. „Það þarf að veita Víetnömum ráðningu og við munum taka það að okkur," sagði talsmaður- Embættismaðurinn sagði, að dag- anna 8. og 18. mars hefðu Kinverjar skotið alls 80.000 fallbyssukúlum á þrjár stöðvar Vietnama, hvaðan þeir réðust á „saklausa bændur" síðustu vikumar, eins og talsmaðurinn orð- aði það. Engum fregnum fór um mannfall síðustu vikurnar, en það mun þó hafa verið nokkuð. Langur fundur í Genfarvið- ræðunum tienf, 19. marx AP. í DAG var haldinn lengsti fundur samninganefnda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til þessa í afvopnun- arviðræðunum í Genf, en viðræður þessar hófust í síðustu viku. Stóð fundur þessi í tvær klukkustundir og 40 mínútur. Ekki var greint frá efni viðræðnanna, sem fara fram alger- lega fyrir luktum dyrum. í tilkynningu, sem bandaríska sendinefndin gaf út, var aðeins sagt hve langur fundurinn hefði verið en jafnframt tekið fram, að samkomulag væri um að næsti fundur samninganefndanna full- skipaðra yrði haldinn á fimmtu- dag. Blöð í Sovétríkjunum sökuðu í dag Bandaríkjamenn á ný um að reyna að spilla fyrir þessum við- ræðum í þeim tilgangi að koma sér upp geimvopnum. Gaiösto -skemrutileg framlenging á stofunm. BlómuiTi víðaverotd ESÖToott úrvalvotoka, pálma, stofutriáa og garörosa. _ Pessar plöntur í qróöurskála, garöstofur og garðgróðurhús. Uffe Balslev M kynnir „Trópiskar plöntur og meðferö þeirra. Þaer henta vel í garðstofu. Lára Jónsdóttir verður til skrafs og ráðagerða um lauka, garðrósir og aðra ræktun í gróðurskála og garðgróðurhús. Túíipanaútsölunni haldii álram me&an birgöir endast 10 stk. kr. 195- aldio arram mw ai Gróðurhúsinu við ið Sigtún: Simar 36770-686340

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.