Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 3 Morgunblaðið/Júlíus Riðið íBankastræti Félagar í Hestamannafélaginu Fáki riðu Laugaveg og Banka- stræti síðdegis í gaer. Tilgangurinn var sá að vekja athygli á móti í hestaíþróttum, sem verður á svæði félagsins í Víðidal um helgina. Herferð gegn hraðakstri: Um eitt þúsund ökumenn hafa ver- ið kærðir til þessa NÆRRI eitt þúsund ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur síðan herferð lögreglunn- ar og Umferðarráðs hófst skömmu fyrir verslunarmanna- helgina. Frá fyrsta degi ágústmánaðar og til 6. ágúst voru 406 ökumenn um allt land kærðir fyrir of hraðan akstur og 2160 fengu áminningu um að fara sér hægar. Þá hafa alls um 1000 ökumenn verið kærðir á landinu öllu og á fimmta þúsund hafa verið áminntir síðan átakið hófst. í Reykjavík einni voru 910 ökumenn kærðir í júlímánuði. Hjá Umferðarráði fengust þær upplýsingar að áróðurinn undan- farið virtist vera farinn að hafa áhrif og hraðakstur um verslunar- mannahelgina hefði verið mun minni en búist hafði verið við. Núna ætlar lögreglan að fara að einbeita sér að því að koma í veg fyrir akst- ur undir áhrifum áfengis, en átak í því hófst að vísu um síðustu helgi. Eftirlit verður þó hert til muna á næstunni. Herjólfur: Bilun á Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjaferjan Herjólf- ur stöðvaðist vegna vélarbilunar þegar skipið var í áætlunarferð til Þorlákshafnar á fimmtudag- inn. Viðgerð tók um fjórar klukkustundir. Veður var hið besta þegar þetta átti sér stað og væsti ekki um farþega, sem þó þótti biðin um borð Iöng. Herjólfur var staddur um tvær rúmsjó og hálfa sjómílu frá Þorlákshöfn þegar stimpilkollur í aðalvél gaf sig og varð skipið þegar vélarvana. Varahlutir voru til um borð og tókst skipverjum að gera við vélina svo skipið gat haldið áfram ferð sinni til Þórlákshafnar. Herjólfur kom ekki aftur til Eyja fyrr en klukkan 21 um kvöldið í stað klukkan 16 eins og venjulega. - hkj. Rok og rigning um helgina BÍJAST má við rigrtitrgu sunn- á Suðurlandi, en heldur hlýrra og an- og vestanlands um helgina úrkomuminna á Norður- og Aust- samkvæmt spá Veðurstofunn- urlandi. AU hvöss sunnan- og ar. suð-austan átt verður ríkjandi um Hiti verður á bilinu 12—14 stig allt land. Campari bráðlega á markaðinn á ný EFTIRLÆTISDRYKKUR margra landsmanna, Campari, verður væntanlega á boðstólum í útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, þegar almennar verðhækkanir á áfengi og tóbaki koma næst til framkvæmda. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að Campari kæmi aftur á markaðinn á útsölustöðun- um á nýju verði, en gaf hvorki upp hvað verðhækkunin yrði mikil, né hvenær hún kæmi til framkvæmda. Þær birgðir af Campari, sem eft- ir urðu þegar innflutningur þess var stöðvaður í byijun júlí, verða einnig seldar á nýju verði. Ekkert hefur verið selt af Campari síðan í júlí- byijun, nema til veitingahúsa. „Eftir að Campari hækkaði verð- ið, þá hef ég að sjálfsögðu ekki selt neitt Campari, nema til þeirra aðila, þar sem ég gat velt verð- hækkuninni út í verðlagið og gat því selt veitingahúsunum það á sér- stöku verði. En ég gat ekki breytt verðskránum sem voru í gildi í verslununum," sagði Höskuldur. Innflutningur á Campari var stöðvaður vegna einhliða hækkunar framleiðanda Camparis á Ítalíu, Davide Campari, en hækkunin nam 28,33%. Höskuldur vildi ekki slá því föstu að almennar verðhækkanir yrðu á áfengi og tóbaki með haustinu, en sagði það koma til greina. Hann sagði að næsta sending af Campari kæmi hvort sem er ekki fyrr en eftir næstu mánaðamót, þar sem verksmiðjur Campari opnuðu vænt- anlega ekki fyrr en 25. ágúst. ——Bil Laxaævintýri í Víði: Allar stærðir AÐEINS akkar taka með ser heim ÚTSALA á íslensku BLÓMKALI Grænmetis laxasalat m/laxasósu. AÐEIHS FZ 'f;V ' Besta verðið I borginni: / ~~~ Salat úr N Jm laxi ialat úr im laxi s. nýji s Ireykti [Graflax ) fReyktur Lax á grillið í sneiðum og flökum. 20% AFSLÁTTUR Á Lambakjöt ÖLLU LAMBAKJÖTI. ^biðursagað >™ggsg'm\ opiðdi ki. 21 í Mjóddinni en til kl. 19 í og Austurstræti. AUSTURSTRÆTI 17 - MJÓDDINNI í í 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.