Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Morgunblaðiaö/Valdimar Kristinsson Verðlaunahafar í fjórgangi frá vinstri talið: Páll Bjarki á Frekju, Ágúst á Hausta, Ingimar á Dropa, Anna Þóra á Brynhildi og Símon á Mollý. Júlíus Jóhannsson sigraði í yngri flokki unglinga á Sokka frá Starrastöðum. Honum á hægri hönd er Þórarinn Arnarsson sem varð annar á Sval frá Ysta-Móa og í þriðja sæti og lengst til vinstri en Alma Ágústsdóttir sem varð þriðja á Djákna frá Hólum. Hestamót Skagfirðinga: Gæðingarnir íB-flokki áberandi góðir Hestar Valdimar Kristinsson Þrátt fyrir að mörg góð hross komi úr Skagafirði hefur það nú verið svo að gæðingar sem sýnd- ir hafa verið á Vindheimamelum í gegnum tíðina hafa ekki verið sérlega spennandi í heildina séð. Á þessu hafa að sjálfsögðu verið góðar undantekningar og á nýaf- stöðnu móti voru gæðingamir í betra lagi og voru menn almennt sammála um að aldrei hafi klár- hestarnir verið jafngóðir og nú. Hæst ber sigur Lissýjar frá Vatnsleysu sem er með afbrigð- um glæsileg klárhryssa og hefði hún án efa sómt sér vel á lands- mótinu i sumar og gildir þar einu hvort um er að ræða gæðinga- keppni eða kynbótasýningu. Reyndar átti hún að vera í ungl- ingakeppninni en hún heltist á síðustu stundu og kom því ekki fram. Knapi á hryssunni var Björn Jónsson frá Vatnsleysu en hann er aðeins 15 ára og gerði hann gott betur en að ríða Lissý til sigurs í B-flokknum því hann vann einnig í eldri flokki ungl- inga og á íþróttamótinu sem íþróttadeildirnar í Skagafirði héldu samhliða mótinu vann hann i tölti, fjór- og fimmgangi unglinga. Er hér á ferðinni knapi sem vert er að gefa gaum á kom- andi árum. í A-flokki sigraði Seifur frá Keldudal en hann er albróðir Djörf- ungar 5483 frá Keldudal sem gerði garðinn frægan á landsmótinu ’82. Var sigur Seifs öruggur en hann bar höfuð og herðar yfír keppinauta sína. A-flokkshestarnir voru svona þokkalegir en B-flokkshestamir hafa sennilega aldrei verið jafngóð- ir í gæðingasýningu á Vindheima- melum. Nú sem áður stóð hestamót Skagfirðinga yfir í tvo daga og var talið að um eitt þúsund manns hefðu sótt mótið sem er heldur færra en verið hefur á undanfömum ámm. Má vafalaust um kenna hafískuld- anum sem ríkt hefur á Norðurlandi undanfamar vikur. Að öðru leyti var veður skaplegt, frekar lygnt og glampandi sól á sunnudeginum. Ekki var þátttaka mikil á íþrótta- mótinu að þessu sinni og ekki í samræmi við þann mikla áhuga fyrir hestum og hrossarækt sem ríkir í þessu annálaða hrossarækt- arhéraði. Kappreiðamar á Vindheimamel- um sem hafa verið þær vinsælustu um árabil vom svona í meðallagi góðar að þessu sinni. Brautinni hefur hrakað undanfarin ár og stendur til að skipta um efsta iag i henni því menn telja að hún sé orðin of gróin til að gefa góða tíma. Una Skagfirðingar því ekki að vera með annars flokks hlaupabraut og gera nú bragarbót á. Þátttaka var ágæt í skeiðinu en sennilega hafa aldrei verið jafn fá hross í stökk- greinum sem nú. Má rekja ástæð- una til þess að flestir fremstu stökkhestaeigendur em nú að hætta keppni á þessum vettvangi og mun vera mikið framboð af góð- um stökkhrossum til sölu nú. En úrslit í mótinu urðu á þessa leið: A-flokkur gæðinga Björn Jónsson á Lissý 6270 með sigurlaunin, en þau unnu örugglega í B-flokki gæðinga. Auk þess sigraði Björn í unglingakeppninni. 1. Seifur frá Keldudal, F.: Þáttur 722, M.: Nös 3794, Stokkhólma, eigandi Leifur Þór- arinsson, knapi Ingimar Ingimarsson, 8,42. 2. Goði frá Fjalli, F.: Rauður 618, M.: Gljá, Fjalli, eigandi og knapi Þórólfur Pétursson, 8,06. 3. Kola frá Sigríðarstöðum, F.: Júpíter 851, M.: Grána, eigandi Lúðvík Ásmunds- son, knapi Egill Þórarinsson, 8,00. 4. Þytur frá Veðramóti, F.: Júpíter 851, M.: frá Veðramóti, eigandi Ingibjörg Sigfús- dóttir, knapi Gísli Pétursson, 7,94. 5. Dynjandi, F.: Baldur 790, M.: Grána, Sleitust., eigandi Ámi Gunnarsson, knapi Jóhann Magnússon, 7,93. 6. Garpur, F.: Dreyri 834, M.: Frekja, eig- andi Jón Geirmundsson, knapi Jóhann Þorsteinsson, 7,89. B-flokkur gæðinga 1. Lissý 6270 frá Vatnsleysu, F.: Hörður 591, M.: Breiskja, Kolkuósi, eigandi og knapi Bjöm Jónsson, 8,47. 2. Frekja 6291 frá Vallanesi, F.: Sindri 889, M.: Stjama, Vallan., eigandi Valdimar Eiríksson, knapi Páll Bjarki Pálsson, 8,38. 3. Bárður frá Hólum, F.: Þáttur 722, M.: Brynja 3224, Hólum, eigandi og knapi Anna Sigurðardóttir, 8,24. 4. Hjalti frá Hjaltastöðum, F.: Hreggnasi, Hjaltastöðum, M.: Hekla, Hjaltastöðum, eigandi og knapi Bjöm Sveinsson, 8,35. 5. Hausti frá Hofstaðaseli, F.: Víkingur, Hofstöðum, M.: Jörð, Hofsst.seli, eigandi Elínborg Bessadóttir, knapi Ágúst Jónsson, 8,25. Unglingar 13—15 ára 1. Bjöm Jónsson á Lissý 6270, Vatnsleysu, 8,53. 2. Helgi Ingimarsson á Létti, 8,17. 3. Elvar Einarsson á Teistu, S-Skörðugili, 8,00. Unglingar 12 ára og yngri 1. Júlíus Jóhannsson á Sokka, Starrastöð- um, 7,96. i—...... Ingimar á Seifi frá Keldudal en þeir sigruðu í A-flokki gæðinga, fimmgangi og gæðingaskeiði. Veglegur bikar er veittur sigurvegaranum í 800 metra stökki og hér hefur Sigurlaug Anna, knapinn á Létti, sem sigraði, tekið við verðlaununum. Þar kom að því að Erling Sigurðsson bar sigurorð af Sigurbirni í skeiðinu en Erling var með fyrsta hest í bæði 250 og 150 metrunum og hér er hann í sigursprettinum í 250 metrunum á Vana sinum. Páll Bjarki sigraði í fjórgangi á Frekju 6291 frá Vallarnesi, varð þriðji í tölti og annar í B-fíokki gæðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.