Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP í tjaldi Það er greinilegt að ákveðnir starfsmenn sjónvarps hafa farið í útilegu um helgina og þar með álíta þeir náttúrulega að allir aðrir hafi líka lagst í tjald eða fannst ykkur dagskrá sjónvarps ýkja merkileg um verslunarmanna- helgina? Að loknum 25 mínútna barnatíma á sunnudag var endur- sýnd mynd sem sjónvarpið gerði árið 1980 um fuglalíf í votmýri og síðar um kveldið að afloknu sjón- varpi næstu viku voru sinfóníutón- leikar er ég vík nánar að hér á eftir, þá lokaþáttur hinnar ágætu myndar um Jesse Owens, en svo voru enn á ný tónleikar — mikið er hugmyndaríki þeirra sjónvarps- manna — nú og á mánudagskveld var fyrst á dagskrá endursýndur þáttur úr myndabókinni og síðar um kveldið að afloknu poppkorni endursýndur skemmtiþáttur frá 1983 og að lokum þokkalegasta gamanmynd frá ’79, Porridge. Ég gæti ekki legið í tjaldi með slíka dagskrá á samviskunni. En fer ekki þannig fyrir andvaralaus- um ríkisstarfsmönnum er hafa alltof lengi vanist hinu vemdaða umhverfi einokunarinnar að þeir blygðast sín jafnvel ekki fyrir að endursýna skemmtiþætti á besta helgartíma væntanlega í fullvissu þess að verslunarmannahelgin hef- ur hingað til verið auglýst sem ... mesta ferðamannahelgi ársins. En hvað um þá sem heima sitja? Á að bera í þá hrat frá fyrri árum vegna þess að slagorðið . .. mesta ferðamannahelgi ársins hljómar á hverri rás? Að mínu mati er það ekki starfsmanna sjónvarpsins að geta sér til um hveijir horfa á dag- skrána og byggja hana síðan á óljósum spádómum. I fomum sögn- um er þess getið að galdramenn áttu hrafna er flugu um sveitir og hlýddu á mál manna og fluttu síðan eigendunum fregnir af gangi mála. Ekki fæ ég séð að slíkir fuglar séu „galdramönnum" sjónvarps innan handar, því væri þeim nær að hlýða á orð spakviturra manna til dæmis Paul Fabricius, eins helsta iðn- rekanda Danmerkur til margra ára, er hér var á ferð fyrir skömmu að halda fyrirlestra um markaðssetn: ingu í boði viðskiptadeildar HÍ. í viðskiptablaði Moggans fimmtu- daginn 31. júlí var ráett við Fabrie- ius og þar segir hann meðal annars: Við skulum gera okkur grein fyrir því að markaðssetning grundvallast á frelsinu til að velja og hafna, þar sem þess nýtur ekki er engin mark- aðssetning . . . og ennfremur segir Fabricius: Það er ekki hlutverk framleiðenda að dæma hvað neyt- endur ættu að vilja heldur að komast að því hvað þeir vilja og verða við þeim óskurn." Stjómendur sjónvarpsins verða að gera sér grein fyrir því að tími ríkiseinokunarinnar er senn á enda og þá verður lög- mál Fabriciusar — allsráðandi. Klassíkin Ég gat þess áðan að ég myndi minnast nánar á tónleika sinfóní- unnar er voru á dagskrá sjónvarps- ins síðastliðinn sunnudag. Persónulega álít ég að slíkir tónleik- ar njóti sín mun betur í útvarpi en sjónvarpi enda er það tónlistin sem skiptir hér máli en ekki ásýnd flytj- endanna. Á hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar að sjónvarpið geti greitt götu klassískrar tónlistar til dæmis með því að kynna í vönduð- um fræðsluþáttur einstök hljóðfæri sinfóníunnar. Þá gætu sjónvarpsmenn heimsótt tónmenntaskóla landsins og fylgst þar með gróanda hinnar æðri tón- iistar. Slíka þætti væri upplagt að sýna á síðkveldi að aflokinni skemmtidagskrá því þá gefst mönn- um færi á að njóta töfranna í draumaheimi. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 8. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „í afahúsi" eftir Guðrúnu Helgadóttur. Steinunn Jóhannesdóttir les (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Katrín", saga frá Álands- éyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Sigurðardóttir les (29). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir kynnir lög af nýútkomnum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Norðurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stef- án Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Strauss-hljómsveitin í Vinarborg leikur tónlist eftir Johann Strauss. Willi Boskovsky, Max Schönherr og HeinzSandauerstjórna. b. Sinfóníuhljómsveit norska útvarpsins leikur „Söknuð", svítu eftir Jan Wölner í hljómsveitarútsetn- ingu Carstens Klouman; Öivind Bergh stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.45 i loftinu — Hallgrimur Thorsteinsson og Guölaug Maria Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.15 Á döfinni. Umsjónar- maður Maríanna Friðjóns- dóttir. 19.25 Litlu prúðuleikarnir. (Muppet Babies). Þriðji þátt- ur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi: Guöni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Þáttur með Dúkku- lísunum. Umsjón: Jón Gústafsson. Stjórn upp- töku: Björn Emilsson. 21.10 Kastljós 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Náttúruskoðun. Haukur Ágústsson jarðfræðingur flytur þáttinn. 20.00 Frá islandsmótinu í knattspyrnu. Ingólfur Hann- esson og Samúel Örn Erlingsson lýsa tveimur leikjum í 1. deild karla og segja fréttir af þeim þriðja. Einnig er sagt frá leik (A og Þórs i 1. deild kvenna. 20.40 Sumarvaka. a. Þrekraun Bensa. Margrét Guömundsdóttir les fyrri hluta frásagnar eftir Erling Sveinsson. b. Kórsöngur. Sunnukórinn og Karlakór isafjarðar syngja undir stjórn Ragnars H. Ragnar. c. Háafell. Jórunn Ólafs- dóttir frá Sörlastööum les úr bókinni „Á ferð" eftir séra Ásmund Gíslason 21.30 Frá tónskáldum. Her- FÖSTUDAGUR 8. ágúst Þáttur um innlend málefni. 21.46 Bergerac — Þriðji þátt- ur. Breskur sakamálamynda- flokkur í tíu þáttum. Aðal- hlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.40 Seinni fréttir 22.45 Nafnalistinn (The List of Adrian Mess- enger) Bandarísk bíómynd frá árinu 1963 bert H. Agústsson 60 ára. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visnakvöld. Guðrún Gunnarsdóttir og Hrafnhild- ur Halldórsdóttir sjá um þáttinn. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur UT FOSTUDAGUR 8. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og Páls Þorsteinssonar. 12.00 Hlé Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk: George Scott, Clive Brook og Dana Wynt- er. f aukahlutverkum eru Robert Mitchum, Frank Sin- atra, Burt Lancaster, Tony Curtis og Kirk Douglas. Fyrr- verandi rannsóknarlög- reglumaður fær í hendur nafnalista og kemst að því að margir sem á honum eru hafa farist voveiflega. Hann grunar að þar sé aö verki kaldrifjaður morðingi. Þýð- andi: Björn Baldursson. 00.25 Dagskrárlok í umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. Spilað og spjallað um tónlist. Edda Þórarinsdóttir ræðir við Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara. 1.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til kl. 3.00. 14.00 Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynniróskalög þeirra. 16.00 Frítíminn Tónlistarþáttur með ferða- málaívafi í umsjá Ásgerðar Flosadóttur. 17.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. 21.00 Rokkrásin Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 22.00 Kvöldsýn Valdís Gunnarsdóttir kynnir tónlist af rólegra taginu. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þor- geiri Ástvaldssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP Big Country kynnt í Rokkrásinni Lágnætti Eddu Þórarinsdóttur ■■■■ Gestur Eddu í 0/1 05 kvöld verður Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeist- ari Sinfóníuhljómsveitar Islands. Hún er fyrsta kon- an hér á landi sem skipar þá stöðu í hljómsveitinni, en víðast hvar eru það karl- menn sem gegna henni. Guðný segir frá þessu og fræðir hlustendur um hljóðfærið sitt, fiðluna. Ennfremur verður leikin tónlist sem Guðný velur sjálf. Umsjónarmaður er Édda Þórarinsdóttir. í þættinum Lágnætti verður rætt við Guðnýju Guðmundsdóttur kon- sertmeistara. Nafnalistmn ■■■ Bíómynd sjón- 00 45 varpsins í kvöld er bandarísk frá árinu 1963 og nefnist Nafnalistinn, The List of Adrian Messenger. Glæpamaður nokkur hefur ásett sér að myrða 11 menn sem standa í vegi hans. Með lagni tekst hon- um ætíð að haga morðun- um þannig að líti út fyrir að fómarlömbin hafi látist af slysförum. Engan grunar því neitt fyrr en Adrian Messenger fínnst eitthvað undarlegt við dauðsföllin og lætur fyrrverandi leynilögreglu- mann, Anthony Gethryn, sem leikinn er af George C. Scott, fá lista með nöfn- um manna. Gethryn skoðar listann og kemst að því sér til skelfíngar að margir mannanna á listanum eru nýlátnir af slysförum. Hann tekur því að rann- saka málið en það gengur erfiðlega vegna þess að morðinginn er enginn au- kvisi. Með aðalhlutverk fara George C. Scott, Clive Brook og Dana Wynter en margir frægir leikarar eru í aukahlutverkum, þeir Robert Mitchum, Frank Sinatra, Burt Lancaster, Tony Curtis og Kirk Dougl- as. Leikstjóri er John Huston, þýðandi Bjöm Baldursson. ■■■i í kvöld ætla þeir 0"| 00 Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason að kynna skosku hljómsveitina Big Country í þætti sínum Rokkrásinni á rás 2. Hljómsveitin hefur sent frá sér þtjár plötur, þá nýjustu í síðasta mánuði, og ætla þeir félagamir að leika lög af þeim öllum. Auk þess er ætlunin að rekja feril hljómsveitarinnar. I þætt- inum verður einnig leikið viðtal við Stuart Adamsson söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar. Frjálsar hendur ■■■■ Að þessu sinni O Q 00 verður einkum fjallað um skáld og skáldadrauma í þættin- um Ftjálsar hendur. Meðal annars verður sagt frá til- raunum Guðmundar Haga- líns og Halldórs Kiljans Laxness til skáldskapar- gerðar og lesið í því sambandi úr Grikklandsári þess síðarnefnda. Fluttur verður pistill um Svein Jónsson „framtíðarskáld" og að síðustu rætt við Gyrði Elíasson sem les eigin Ijóð. Umsjón Illugi Jökulsson. Már Skúlason og Skúli Helgason umsjón- armenn Rokkrásarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.