Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 41 t Myndir úr sýningarhöll Kanadamanna, sem er stærsta höllin i EXPO (200.000 þverfet). Alþýðuflokkurinn gagnrýnir skattastefnu ríkisstj ómarinnar svæðum, bflum, flutningi fatlaðra, orku sem hægt er að nota til sam- gangna o.fl., o.fl. Nokkur stór listaverk voru sett upp á sýningarsvæðinu, en stærst þeirra er 217 metra löng fjögurra akreina hraðbraut, þar sem gefur að líta öll möguleg flutningafarar- tæki, allt frá skóm, skíðum, þrúgum, hjólum og seglbrettum upp í flutningabíla, kafbáta og þyrlur. Allt er þetta málað grátt. Eitt það fyrsta sem ég sá af lista- verkinu var splunkunýr Bens 260 — allur grár. En þó tók steininn fyrst úr þegar ég frétti að þyrlunni sem er þama, hefði verið flogið á staðinn, en hún er talin ónýt eftir málninguna. Eins og alltaf á sýningum sem þessum eru sett nokkur heimsmet með því að byggja einhveija stóra hluti. Þessi sýning er engin undan- tekning, því hún státar af stærstu flaggstöng í heimi, en hún er 71 metri á hæð. Veitingastaðir á svæðinu eru 60 talsins og eru það allt frá hamborg- arastöðum og upp í fín veitingahús. Reiknað hefur verið út, að á meðan á sýningunni stendur verði fram- leiddar 300 lestir af frönskum kartöflum, 2 milljónir hamborgara, 15 milljónir gosdrykkja og 2,3 millj- ónir íspinna. Hveijum degi lýkur síðan með 15 mínútna flugelda- og leysigeisla- sýningu. Þetta er ekki stærsta né besta flugeldasýning sem ég hef séð, en þegar það er tekið með í reikninginn að það verða 165 svona sýningar, þá hækka þær talsvert í áliti. En þó svo að sýningarhöllunum sé lokað klukkan 22 á kvöldin, er ennþá líf og fjör á svæðinu fram eftir nóttu. Fjöldi smárra skemmti- staða hefur opið til 1.00 á nætumar og til 2.00 um helgar. Þar er oft líf og fjör og eins er mikið af fólki, sem aðeins gengur um og nýtur allrar litadýrðarinnar, en hún er mikil á strætum sýningarsvæðisins á fögrum sumarkvöldum. Höfundur ervið nám í líffræði við Háskóla íslands. ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks- ins hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi samþykkt til birting- ar: „Þingflokkur Alþýðuflokksins vekur athygli á að með skattastefnu sinni hefur ríkisstjómin brotið gegn samþykktum Alþingis og forsend- um kjarasamninga. í fyrsta lagi leggur ríkisstjómin nú á tekjuskatt sem er 800 milljón- um króna hærri en ákveðið er í fjárlögum yfírstandandi árs. Þetta er ekki óvænt uppákoma eins og fjártnálaráðherra hefur látið liggja að. Ríkisstjómin vissi hvert stefndi í apríl sl. Þá var ráðrúm til að leið- rétta skattvísitölu. Það var hins vegar ekki gert. í öðm lagi hefur ríkisstjómin með þessari skattlagningu brotið gegn samþykkt Alþingis frá 22. maí 1984 um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum. Stórhækkun tekjuskattsins nú gengur þvert á þessa samþykkt svo og margítrekuð loforð og yfirlýsing- ar um lækkun tekjuskatts. í þriðja lagi gengur þessi skatta- hækkun ( berhögg við samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjómarinnar frá 28. febrúar þar sem samið var um hóflegar launa- hækkanir gegn fyrirheitum um skattalækkanir. Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess, að skattvísitala verði endurskoðuð þannig að skattbyrði aukist ekki milli ára. Þingflokkurinn lýsir furðu á við- brögðum fjármálaráðherra sem fyrst lætur sem þessi skattlagning hafi komið mjög á óvart, en segir þjóðinni síðan að búið sé að veija henni til launahækkana nokkurra starfsstétta og niðurgreiðslna á lambakjöti. Þingflokkurinn ítrekar þá skoðun Alþýðuflokksins að núverandi skattkerfi sé svo gloppótt og hrip- lekt að það þurfí gagngerrar endurskoðunar við. Vitað er og við- urkennt að tekjuskattur er fyrst og fremst launamannaskattur, sölu- skattur skilar sér illa í ríkissjóð og kerfíð hefur alið af sér skattleys- myndin hér í Stykkishólmi að okkar ágæta félagsheimili eign- aðist hljóðfæri sem því hæfði og er nú þessi draumur í augsýn. Forráðamenn heimilisins hafa nú samþykkt kaup á fyrsta flokks vönduðum og góðum þýskum flygli af Steinway-gerð og verður hann settur upp í haust. Með þessari framkvæmd verður hægt að bjóða hingað úrvals listamönnum á tón- listarsviðinu. Auk þess að verða aðnjótandi fullkominnar tónlistar, verður þetta átak í tonlistarmálum Hólmara meiri hvatning til að gera betur á sviði tónmenntar og listar. ingja, sem safna stóreignum meðal almenningur er að kikna undan vaxandi skattpíningu. í stað þess að ráðast gegn skattsvikum eru sífellt lagðar auknar byrðar á launa- fólk í landinu. Þingflokkurinn minnir á róttæk- ar tillögur Alþýðuflokksins um uppstokkun skattakerfísins, sem brýnt er að nái fram að ganga." Formanni þingflokksins var falið að koma þessari samþykkt á fram- færi við fjármálaráðherra. Þetta átak hefír verið lengi í framkvæmd og meðal annars hafa menn ekki viljað flana að neinu en fá það besta sem nú er völ á i tón- listarheiminum. Þetta er því fagnaðarefni fyrir okkur sem byggjum þennan bæ. — Arni diskótek - unglingastaður Skemmuvegi 34, Kópavogl, s. 74240. Opnað í kvöld. Opið frá kl. 10-3 Stykkishólmur: Vandaður flygill í félagsheimilið Stykkifthólmi. ÞAÐ hefur lengi verið hug- SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GL/ESIBÆ SÍMI 3 43 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.