Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 31
Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekingur. Getur þú sagt mér eitthvað um stjömukort mitt (í sam- bandi við hæfileika, starfsval og ástir). Ég fæddist 26.08. 1971 kl. 05.40 að morgni í Reykjavík. Einnig langar mig að vita hvemig þeir eiga við mig sem em fæddir 05.04. 1971 og 29.03. 1971. Með fyrirfram þökk.“ Svan Þú hefur Sól, Merkúr og Venus saman í Meyju, Tungl í Sporðdreka, Mars í Vatns- bera, Ljón Rísandi (ú mörkum Ljóns og Meyju) og Naut á Miðhimni. Hœfileikar Vegna sterks Satúmusar og Neptúnusar hefur þú um tvo möguleika að velja í sam- bandi við þroskun hæfileika þinna. Annars vegar getur þú eflt með þér skipulags- hæfileika og hins vegar listræna og andlega hæfí- leika sem hægt er t.d. að nota á mannúðarsviðum. Þar sem þú ert Meyja verða síðamefndir hæfileikar þó að beinast inn á hagnýt og jarð- bundin svið. Síarfsval Ef þú þroskar Meyjuna og Satúrnus getur þú beitt þér að verslun eða viðskiptum eða að fögum eins og arki- tektúr eða verkfræði. Ef þú þroskar frekar Meyjuna og Neptúnus koma til greina annars vegar fegrunarstörf eins og hárgreiðsla eða snyrting eða hins vegar hjúkrun, lækningar og störf að líknarmálum. Greiðvikin Þú ert hjálpsöm og greiðvik- in en getur átt til að vera smámunasöm og gagnrýnin. Þú hefur gott auga fyrir smáatriðum, ert dugleg, samviskusöm og orkumikil. Tilfinningar þínar em sterk- ar og ákafar, en misjafnar. Þú ert stundum dul og lok- uð, stundum opin. Sjálfsgagnrýni Þér hættir til að bæla tilfínn- ingar þínar niður. Þú þarft t.d. að varast að þegja þegar aðrir særa þig og safna upp innibyrgðri reiði. Þú þarft einnig að varast tvö önnur atriði. í fyrsta lagi það að vera of sjálfsgagnrýnin og halda það að þú þurfír alltaf að vera fullkomin. Slíkt get- ur leitt til minnimáttar- kenndar og þess að þú gerir of lítið úr sjálfri þér og efast um hæfileika þína. Ef þú gerir þér grein fyrir því að það er aðallega þú sjálf sem gerir þessar kröfur og lærir að slappa af gengur þér bet- ur. í öðru lagi átt þú til að vera draumlynd og óviss, bæði í tilfinningamálum og hvað varðar sjálfa þig. Þér hættir því til að vera utan við þig. Það getur dregið eitt- hvað úr nákvæmni og skipulagshæfileikum þínum. Ástamál Þú þarft öryggi, bæði í til- finningamálum, daglegu lífi og starfí. Hvað varðar ásta- mál bendir Venus í Meyju til þess að þú iaðist að jarð- bundnu fólki, að þeim sem geta byggt með þér heimili og stuðlað að ömggri af- komu. Báðir þeir aðilar sem þú nefndir em Hrútar og hafa Sól, Mars og Úranus í afstöðu. Sá sem er fæddur 29.03. hefur Tungl (tilfínn- ingar) í Nauti og á það betur við Meyjuna en hinn hefúr Tungl í Ljóni. Því miður vantar fæðingartímann og þvf get ég ekki svarað því fullkomlega hvemig þeir eiga við þig. Af kortum þeirra má þó sjá að þeir eru sjálfstæðir og kraftmiklir menn sem alls ekki vilja láta binda sig niður eða festa í t of þröngu fari. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGUST 1986 31 X-9 ÍHlL.. þiTTA , temqsxK/! £KJ</ /JÚ//A GRETTIR NÖ, STUNPUM VERPÉG.AOÐt/lTAÐ^ HUAUPA HRATT ME& PAÞ (01985 Únited Feature Syndicate.lnc. TOMMIOG JENNI LJÓSKA v— V-“ hær léf l LOfcA, PE6SO VI PÓifKAiS/ FERDINAND ?f!!i!!!iH!!!!!i!i!!!l!!!!n?!{!!!nUtH!!!!!!i!!!!!!l!!ii!!!H!iHi!!Hi!SS!?S!{H!!HlíilH!!il!!!!!!!i!SHH!{!i!li!!{fí!i!!!!H!iH!U!i!H!- SMÁFÓLK 25 WHEKI CHILPREN ARF PRESENT 25 þegar börn eru viðstödd Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að við hefðum svona mikil áhrif ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvemig viltu spila sex spaða með litlum tígli út? Norður ♦ D1095 ♦ K1095 ♦ ÁD7 ♦ Á10 Suður ♦ ÁKG84 « ♦ ÁG7 ♦ 42 ♦ D98 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 6 spadar Pass Pass Pass Skoðum fyrst hvemig spilið gekk fyrir sig þegar það kom upp í rúbertubrids. Sagnhafí tók trompin af andstæðingunum í þremur slögum og fann svo réttu íferðina f hjartað, tók ásinn og lét gosann rúlla yfír. En það kom svo sem að litlu haldi, því hann komst ekki hjá því að gefa slag á laufkóng í lokin: ^ Norður ♦ D1095 ♦ K1095 ♦ ÁD7 ♦ Á10 Vestur ♦ 6 *D863 ♦ 10865 ♦ KG52 Austur ♦ 732 ♦ 42 ♦ KG93 ♦ 7643 Suður ♦ ÁKG84 ♦ ÁG7 ♦ 42 * ♦ D98 Þú hefur auðvitað komið auga á villu sagnhafa. Að taka tígulsvíninguna í fyrsta slag. Hún var í raun óþörf, því hann er engu bættari þótt hún gangi. Samningurinn byggist á því einu að fínna hjartadrottninguna. Þá skapast niðurkast fyrir tigul- hundinn heima og svo er hægt að fá tólfta slaginn með því að trompa lauf í borðinu. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti á Spáni í vor kom þessi staða upp f skák kúbanska stórmeistarans Silvino Garcia,^|g) sem hafði hvítt og átti leik, og Spánveijans Gallego. ■ A !■ [II m&m m mm&m m a a ■ d « < <j h 35. Rf6! — Hxb8 (Svartur fær ekki varist máti eftir 35. — gxf6, 36. Df4 og verður því að fara út í vonlaust endatafl). 36. Rxd7 - Hc8, 37. Rxb6 - Hc2, 38. Kf2 - Hxb2, 39. Rc4 — Hxa2, 40. Hxa5 og hvftur vann auðveldlega á umframpeðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.