Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Minning: Valdimar Sigurjóns- son frá Hreiðri Fæddur 9. ágúst 1900 Dáinn 31. júií 1986 Hinn 31. júlí sl. lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum, Selfossi, Valdimar Sigurjónsson fyrrum bóndi í Hreiðri í Holtum. Valdimar var fæddur 9. ágúst árið 1900 í Hreiðri. Hann var sonur hjónanna Siguijóns Jónssonar og Margrétar Ámadóttur. Sigutjón var sonur Jóns í Hreiðri en Margrét var frá Skammbeinsstöðum í Holtum. Valdimar var því Rangæingur í ættir fram og hann unni Rangár- vallasýslu mjög. Þe.;s sáust ávallt glögg merki í hvert sinn er farið var austur fyrir Þjórsá, þá lyftist brúnin og Holtin tóku hug hans allan og vel sást að hér átti hann heima. Hreiður í Holtum var að mörgu leyti góð bújörð, landmikil og gras- gefin, enda bjuggu foreldrar Valdi- mars góðu búi. Þau eignuðust 12 böm, en 9 þeirra komust til fullorð- insára, tvö eru á lífí, Kristinn bóndi í Brautarhóli í Biskupstungum og Guðrún búsett við Ægissíðu í Reykjavík. Það leiddi af sjálfu sér að bömin þurftu snemma að fara að heiman og vinna fyrir sér. Eftir fermingu fer Valdimar að Hjallanesi til Lýðs móðurbróður síns og 18 ára ræðst hann vinnumaður að Herru til Helga Skúlasonar og er þar í nokk- ur ár. Ræddi hann oft um veru sína á þessum ágætu heimilum og mat ávallt mikils vináttu fólksins er hann var samvistum með. Hann var vertíðarmaður á vetr- um á ýmsum stöðum, lengst af í Vestmannaeyjum. Þar taldi hann sig hafa verið heppinn með vinnu- veitanda, sem var Gísli Johnsen. Bóndinn átti hug hans allan og árið 1928 ákveða Valdimar og Kristinn bróðir hans að kaupa Hreiðrið og he§a búskap. Báðir voru þeir ókvæntir og höfðu ráðs- konur fyrstu árin. Ein af þeim var Kristrún Sæmundsdóttir úr Bisk- upstungum og felldu þau Kristinn hugi saman og giftust og hófu bú- skap á Brautarhóli í Biskupstung- um. Valdimar bjó þá einn í Hreiðri í nokkur ár, en þá kom til hans ráðskona, Guðrún M. Albertsdóttir frá Neðstabæ í Norðurárdal, Húna- vatnssýslu. Hún var dóttir Alberts Björnssonar bónda þar og konu hans, Hólmfríðar Guðjónsdóttur. Guðrún réð sig sumarlangt þama austur í sveitir, en forlögin ætluðu henni annað. Þau Valdimar giftust 21. september 1936. Þau eignuðust 5 böm. Elstur er Siguijón bóndi á Glitstöðum, kvæntur Auði Eiríks- dóttur frá Glitstöðum í Borgarfirði; Albert menntaskólakennari í Hafn- arfirði, kvæntur Ingibjörgu Sig- mundsdóttur frá Hraungerði í Hraungerðishreppi; Laufey gift Hafsteini Kristinssyni og búa þau í Hveragerði; Jóna gift Hjalta Sig- uijónssyni og búa þau í Raftholti, í Holtahreppi; og Valgerður gift Einari Orra Hrafnkelssyni og búa þau á Egilsstöðum. Valdimar og Guðrún bjuggu síðan í Hreiðri til ársins 1964 er þau ákveða að bregða búi og flytja tii Hafnarfjarðar. Þar keyptu þau lítið notalegt hús við Reykjavík- urveginn. Þar rétt hjá bjuggu þá bræður Valdimars, þeir Ami og Guðmundur og í næsta húsi við þau bjó náfrændi Valdimars, Krist- mundur Guðmundsson. Þetta góða nábýli gerði það að verkum að búferlaflutningurinn til Hafnarijarðar varð ekki eins þung- bær eins og við mátti búast. Valdimar fór strax að vinna hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn, en síðustu árin í Hafnarfirði vann hann hjá fiskverkunarstöð Venusar, sem Vilhjálmur Ámason átti ásamt fleir- um. Þar fannst Valdimar gott að vera og hann dáði Magnús Þórðar- son verkstjóra mjög. Þar fann hann aftur sama andann og hjá Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum forðum, sem hann kunni svo vel að meta. Þarna satvinnusemi í fyrirrúmi og gerðar kröfur til starfsfólks um að það skilaði sinni vinnu af trú- mennsku, en héngi ekki í vinnu sinni og hirti kaup fyrir lítið. Vitnaði hann oft í stjómsemi hjá þeim Ven- usarmönnum þegar hann sá fólk hanga í vinnu hjá öðmm og gera lítið. Valdimar missti konu sína árið 1970. Hann flutti austur í Hvera- gerði árið 1974 og bjó hjá okkur Laufeyju þar til hann fékk heila- blóðfall fyrir rúmum 2 árum og varð eftir það að dveljast í sjúkra- húsum. Hann lá nær alveg lamaður og gat ekki mælt orð þessi ár, en hugurinn var skýr. Þetta voru vafa- laust mjög þungbær ár fyrir hann og þegar svona er ástatt er dauðinn líkn. En við sem eftir lifum eigum góðar og ánægjulegar minningar um liðnar samverustundir. Þegar Valdimar kom á heimili okkar í Hveragerði vom börnin ung, en þau hændust strax að hon- um og afinn varð eðlilegur meðlim- ur fjölskyldunnar, sem bamfóstra, fræðari eða bara sem félagi. Ágæt- ur heimilisvinur okkar sagði einu sinni við börnin: „Mikið eigið þið gott að hafa afa á heimilinu, þið skiljið það ef til vill ekki núna, en þið munið skilja það betur seinna." Valdimar var vel meðalmaður á hæð, vel vaxinn og samsvaraði sér vel. Hann hafði á yngri ámm ótrú- Fædd 19. nóvember 1903 Dáin31.júlí 1986 Fimmtudaginn 31. júlí sl. lézt Ingibjörg Jónsdóttir Kaldal 82 ára að aldri. Ingibjörg var eiginkona Magnús- ar heitins Þorgeirssonar fyrmrn verzlunarstjóra og aðaleiganda verzlunarinnar Pfaff í Reykjavík. Ingibjörg fæddist árið 1903 í Stóradal í Svínavatnshreppi, Aust- ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar vom Jón Jónsson bóndi þar og kona hans, Ingibjörg Gísladóttir. Hún átti því ættir að rekja til þekktra alþingismanna úr Húna- þingi. Árið 1930 giftist hún Magnúsi Þorgeirssyni í Pfaff og átti síðan alla sína starfsæfi heima í Reykjavík. Ingibjörg var því ein af mörgum Reykvíkingum, sem fædd var úti á landi og alin upp í sveit, en fluttist síðan til höfuðborgarinnar til að taka þátt í þeim stórfelldu breyting- um, sem gerðu miðlungskaupstað á gelgjuskeiði að þeirri borg, sem hún er nú í dag. Fljótlega eftir að ég fór að vera um lengri tíma í senn hér í Reykjavík vegna starfa minna á alþingi, kynntist ég Magnúsi Þor- geirssyni í Pfaff. Með okkur tókst góð og einlæg vinátta. Brátt kynnt- ist ég einnig Ingibjörgu konu Magnúsar, enda kom ég oft á heim- ili þeirra. Ingibjörg kom mér fyrir sjónir sem hæglát kona sem ekki vildi láta bera meira á sér en þörf var á. Hún tók mér fljótlega mjög vel og ég fann að hún var að eðlis- fari einlægur vinur vina sinna. Nú við þessi leiðarlok verður mér hugsað til nokkurra samvemstunda með þeim Ingibjörgu og Magnúsi. Ég minnist dýrlegra daga sem ég legt vinnuþrek og mjög góða líkamlega burði. Hann var mjög fylginn sér við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Til marks um þetta sagði Guð- mundur Daníelsson frá Guttorms- haga þá sögu um Valdimar, að er þeir vom eitt sinn í Eyjum var þar annálaður og frægur kraftamaður, sem óspart egndi menn í glímu á móti sér. Valdimar lét tilleiðast að reyna við kappann þama í ver- búðinni og áflogin enduðu með því að Valdimar var búinn að hálftroða aflraunakappanum undir rúm. Guð- mundur sagði að þama hefði Valdimar unnið á snerpunni og kappseminni. Valdimar var einyrki allan sinn búskap. Þegar verkin hrönnuðust upp lagði hann einfald- lega meira á sig og tvíefldist við verkefnin. Um sláttinn fór hann oftast á fætur um miðja nótt til að slá. Hann lagði ávallt mikla áherslu á að eiga næg hey að hausti, vissi sem var að undir því átti bóndinn allt sitt. Hann bjó í Hreiðri ákaflega snyrtilegu og notalegu búi. Valdi- mar náði því takmarki að verða vel efnahagslega sjálfstæður. Hann vildi sjá sér og sínum farboða af eigin rammleik og dugnaði, og vera sem mest öðrum óháður í lífinu. Leti og sjálfsaumingjahátt mat hann ekki mikils og var alla ævi trúr þeirri lífsskoðun sinni að menn ættu að vinna störf sín af sam- viskusemi og trúnaði. í fjölda ára fór Valdimar á fjall og smalaði þá Holta- og Land- mannaafrétt. Hann fór oftast í erfiðustu leitirnar inn í Jökulgilið og þegar hann sagði okkur sögur frá þessum ferðum þá leyndi það sér ekki að hann hefur haft unun af þessum ferðum þó svo að æði oft hafi verið slarksamt þarna sök- um ófærðar og veðurs. Að nokkru leyti má segja að þessar ferðir væru hans sólarlandaferðir. og kona mín áttum með þeim hjón- um í sumarhúsi þeirra uppi í Borgarfirði. Þar leið okkur öllum vel og þar var stundum glatt á hjalla. Þá kynntist ég nýrri hlið á Ingibjörgu og fann hve grunnt var á glaðværð og gamansemi í skapi hennar. Það var mér sérstakt gleði- efni að finna hve vel þær áttu saman kona mín og Ingibjörg, enda urðu þær góðar vinkonur þegar fram liðu stundir. Ég átti margar ferðir á heimili þeirra Ingibjargar og Magnúsar. Þar minnist ég ferða með þeim Lárusi Blöndal og Pétri Snæland, þegar við vorum að mæla okkur mót í eitthvert ferðalagið um ná- grennið hér suðvestanlands. Alltaf tók Ingibjörg okkur félögunum með hlýhug og gestrisni og sá um að við færum ekki hungraðir f ferða- lagið. Þeir Lárus og Pétur voru augljós- lega eins og gamlir heimilisvinir og við þá talaði Ingibjörg á þann hátt sem við átti. Ég hafði komið síðar inní kaffiklúbbinn og þennan vina- hóp. Ingibjörg tók mig þó inn í vinahópinn á þann elskulega hátt, sem mér er minnisstæður. Hún skildi og fann hveijir voru vinir og hveijir áttu, samleið. Nú þegar Ingibjörg er öll, vottum við félagamir henni virðingu okkar og þakklæti fyrir liðnar samveru- stundir. Það var mér mikils virði að kynnast þeim Ingibjörgu og Magnúsi og svo komu kynnin við syni þeirra, Leif og Kristmann, eins og af sjálfú sér. Nú eru þau Ingi- björg og Magnús bæði fallin frá. Synimir tveir og ættingjamir halda uppi merkjum þeirra. Ég þakka þeim hjónunum Ingibjörgu og Magnúsi samfylgdina og vináttuna við mig og konu mína. Um leið og Nú þegar við kveðjum Valdimar þá eru í huga okkar hugljúfar minn- ingar um samveruna og við erum þess fullviss að slíkir menn sem yaldimar eigi sér góða heimkomu. Ég bið algóðan Guð að blessa minn- ingu Valdimars frá Hreiðri. Hafsteinn Kristinsson Nú þegar elsku afi okkar er dá- inn streyma upp í hugann ótal minningar um góðar stundir og skemmtileg atvik sem hann átti með okkur. Við elstu systkinin munum eftir mörgum dögum sem við eyddum í Hafnarfirði hjá afa og ömmu. Það var sérstök upplifun að fá að vera hjá þeim, enda ýmislegt spennandi þar, sem ekki fannst heima hjá okkur. Litla húsið þeirra var fullt af spennandi og dularfullum skot- ég votta þeim virðingu mína vil ég og kona mín votta öllum ættingjum þeirra samúð okkar. Lúðvík Jósepsson Elskuleg kona er fallin frá. Hún var hugprúð eiginkona, móðir og amma sem gat verið stolt af starfi sínu. En hún barst ekki á. Meðfædd hlédrægni og lífsreynsla mótuðu þá hógværð og manngæsku sem voru einkenni hennar. Glaðværðina vantaði vissulega ekki og einkum var glaðst yfir vel- gengni annarra. Ég er einn af þeim mörgu sem nutu gestrisni hennar og hjartahlýju. Viðtökur hennar falla ekki í gleymsku og af innilegu þakklæti eru þessi fáu orð rituð. Sonum hennar og fjölskyldum þeirra er vottuð dýpsta samúð. Arngrímur Sigurðsson í dag kveðjum við hana ömmu mína er loksins fékk hvfldina eilífu, sem hún hafði beðið eftir um skeið. Hún var orðin þreytt og lasburða eftir nokkurra ára veikindi. Það er dapurlegt að horfa upp á hvemig iífskraftur og orka hennar dofnaði _____________________________33 um sem heilluðu ungar bamssálir á óttablandinn hátt. Alltaf var afi óþreytandi við það að slást við litla krakkarollinga. Það vom heldur ekki ófáar gönguferðimar sem farnar vom niður að höfn, í Hellis- gerði eða bara rölt um bæinn. Þetta vom yndislegar stundir sem aldrei gleymast. Þegar amma dó breyttist margt. Fáum ámm síðar flutti afí alkominn til okkar í Hveragerði. Þetta hefur sjálfsagt verið erfiður tími fyrir hann, en við börnin skynjuðum það ekki, gleðin yfir því að afi skyldi ætla að búa hjá okkur var mikil. Hann varð strax vel kunnugur öll- um í okkar kunningjahópi og kunni vel að meta ærslin og leikina í krökkunum. Við gleymum því.seint þegar afi var í eltingaleik við okkur úti á túni og hljóp eins og ungling- ur, á harðaspretti á eftir okkur. Eða þegar honum fannst ærslin orðin helst til mikil inni við og tók hann þá oft í eyrun á strákunum til að stilla til friðar, eða hvolfdi úr okkur óþægðinni ef allt annað brást. Það var alltaf líflegt og gaman í kring- um afa og þolinmæði hans við okkur einstök. Alltaf var hann reiðubúinn að spila við okkur, ylja kaldar tær, lesa eða segja okkur sögur af því þegar hann var ungur. I 10 ár var afí sjálfsagður hluti af tilvem okkar. Við leituðum til hans með stór og smá vandamál og alltaf var hann til staðar, að hlusta og ráðleggja. Er afí veiktist var það okkur öllum reiðarslag og líf okkar breyttist mikið. En núna þjáist hann ekki lengur og við vitum að honum líður vel. Við mælum fyrir hönd allra hinna bamabarnanna er við þökkum afa fyrir ógleymanlegar stundir og allt það góða veganesti sem hann hefur gefið okkur út í lífið. Barnabörnin, Hveragerði á síðustu ámnum, hún sem alltaf var svo iðin og myndarleg og unni sér sjaldan hvfldar. Þegar hún amma mín ákvað að taka sér eitthvað fyrir hendur þá var gengið strax til verks og unnið hratt. Þá nýtti hún sér sinn lausa tíma til að sinna því sem hún hafði gaman af, útsauminum. Þau em ófá sporin sem hún tók með saum- nálinni, og bjó til fallegar myndir í púða, dúka, stólsessur, veggteppi og ótal margt fleira. Þessi listaverk prýða mörg heimili ættingja og vina. Sterkasta minningin um ömmu er þar sem ég sé hana sitj- andi með handavinnuna sína og saumagamið í ótal litum, öllu raðað skipuiega við hlið sér. En það var fleira en saumagam- inu sem var skipulega raðað. Allt á heimili hennar var í stökustu röð og reglu, allt frá kjallara upp á háaloft, og ýmiss konar minnisat- riði, dagsetningar o.fl., var haldið utan um af hinni mestu natni. Hún amma mín var félagslynd og góðhjörtuð kona. Hún var um árabil virkur félagi í Hringnum í Reykjavik, sem starfað hefur að líknarmálum. Þau em ófá hand- tökin, sem hún lagði fram í þágu þess félagsskapar. Þegar vel lá á henni ömmu minni, þá hló hún dátt sinum sér- staka hlátri, sem smitaði alla með sér i gleði og gamni. Þrátt fyrir að læknar hafi til- kynnt Qölskyldunni fyrir tæpu ári hvert stefndi var maður samt sem áður svo óundirbúinn þear að and- láti hennar ömmu kom. Ég hafði setið hjá henni og rætt við hana sólríkan eftirmiðdag aðeins tveim dögum fyrir andlátið og það hvarfl- aði ekki að mér þá að hún ætti svona stutt eftir. Sem betur fer leið hún ekki nein- ar kvalir sína síðustu daga hér á jörð, en kvartaði helst yfir því að hafa ekki sömu orkuna og áður fyrr. En svona gengur víst lífið fyr- ir sig, fólk heldur ekki ævilangt í æskuna, og þetta er leiðin okkar allra. Megi elsku amma mín nú njóta hvíldarinnar eilífu. Dagný Leifsdóttir Minning: Ingibjörg Jóns- dóttir Kaldal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.