Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 21 Viðræður hafnar milli Kínverja og Mongóla Gorbachev tvisvar boðað Deng til leiðtogafundar Peking, AP. LIU Shuqing, aðstoðarforsætisráðherra Kina, er farinn til Mongólíu til viðræðna við ráðamenn í Ulan Bator, að því er haft er eftir kinverskum embættismanni. Mongólíubúar eru bandamenn Sovét- manna, en Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétrikjanna, sagði í ræðu í Vladivostock fyrir skömmu að hann væri reiðubúinn til að fækka um 50 til 60 þúsund þeim sovésku hermönnum, sem nú eru í Mong- ólíu, til að bæta samskipti Sovétmanna og Kínveija. Liu er æðsti embættismaður sambúð, sem einkennst hefur af er Kínvetja, sem heimsótt hefur Mongólíu síðan 1960. Þá versnaði sambúð ríkjanna vegna ágreinings Sovétmanna og Kínverja. Mongólíu- menn hafa sakað Kínveija um and-sovéska stefnu. Gorbachev hvatti einnig til þess í ræðu sinni að Sovétmenn og Kínveijar semdu um gagnkvæma fækkun í heijum sínum við landa- mæri Mongólíu og Kína og bætta hugmyndafræðilegum og hemaðar- legum ágreiningi, milli ríkjanna. Kínverski embættismaðurinn, sem áður er greint frá, vildi ekki segja hvort Liu hefði farið til Mong- ólíu að ræða ummæli Gorbachevs í ræðunni. Greint var frá því í dagblaðinu South China Moming Post í gær að Gorbachev hefði tvisvar lagt til að haldinn yrði leiðtogafundur með Deng Xiaoping, leiðtoga Kína, en Kínveijar hefðu í bæði skiptin hafn- að. Sagði í blaðinu að Kínveijum þætti Sovétmenn full bráðir vegna þess að þeir vildu að leiðtogafundur yrði haldinn innan tveggja mánaða frá því að lagt var til að þeir færu fram. Stjóm Kína vill að þijú mál verði leyst áður en sambúðin við Sovétmenn verður bætt. Fyrst ber að telja að sovéskt herlið verði flutt frá landamærum Mongólíu að Kína, í öðm lagi vilja Kínveijar að Sovét- menn kveði heri sína brott frá Afganistan og í þriðja lagi að stjóm- in í Kreml láti- af stuðningi við vem Víetnama í Kambódíu. Horfur á vöruskorti í Zambíu og Zimbabwe — vegna viðbragða S-Afríkustj órnar við efnahagsþvingunum Jóhannesarborgp, Sydney, AP. SUÐUR-AFRISKIR tollverðir töfðu í gær umferð vöruflutn- ingabifreiða frá Zambíu og Zimbabwe en í fyrradag ákváðu stjórnir þessara landa að gangast fyrir mjög hörðum efna- hagsþvingunum gegn Suður-Afríku. Ríkin tvö eru landlukt og fer mestallur út- og innflutningur þeirra um Suður- Afríku. Suður-afrísku tollverðimir létu í veðri vaka, að aðgerðirnar stöf- uðu af auknu eftirliti með vöm- flutningum um landið en áður höfðu stjómvöld ákveðið að leggja innflutningsgjald á allar vömr, sem koma til Suður-Afríku og eiga að fara áfram til Zambíu. Nemur það 125% af innflutningstolli og verður að staðgreiðast. Er það að vísu ERLENT endurgreitt þegar vömrnar em fluttar yfir landamærin frá Suður- Afríku en talið er ólíklegt, að Zambía, eða önnur framvarðarríkj- anna svokölluðu, hafi ráð á að binda mikinn erlendan gjaldeyri í þessum flutningum einum. Hætt er því við, að fljótlega verði mikill skortur á ýmsum nauðsynjum í þessum löndum, einkum olíu- og hveitiskortur. Dawie de Villers, viðskiptaráð- herra Suður-Afríku, sagði í ræðu í fyrrakvöld, að kaupsýslumenn og opinberir embættismenn ættu að fara að með gát þegar þeir tjéðu sig um viðbrögð stjórnvalda við efnahagsþvingununum. „Ef til stendur að lýsa yfir efna- hagslegu stríði á hendur okkur þá verðum við, eins og í hverri ann- arri styijöld, að gæta þess að tefla ekki stöðu okkar í enn meiri tvísýnu með ótímabæmm yfirlýs- ingum," sagði de Villers. Helstu samtök iðnaðarins í Suður-Afríku hafa lýst yfír fullum stuðningi við stjórnvöld og jafnframt sakað Samveldislöndin bresku, einkum Kanada og Ástralíu, um að hafa stutt efnahagsþvinganirnar í eigin- hagsmunaskyni. Þessar tvær þjóðir keppa við Suður-Afríku- menn á ýmsum mörkuðum. Ástralskir starfsmenn suður- afríska flugfélagsins ákváðu í gær að höfða mál á hendur áströlsku ríkisstjóminni ef suður-afrískum flugvélum yrði bannað að lenda í landinu. Em þeir raunar ekki nema innan við 30 en þeir sögðu allt að 1.500 manns í ýmissi þjónustu mundu missa vinnuna ef af bann- inu yrði. Auk þess myndu stjórn- völd sjálf tapa um 35 milljónum Bandaríkjadala á ári vegna minni ferðamannastraums. NYR JAMES BOND Bevcrly Hills, Kaliforníu, AP. TILKYNNT hefur verið að leikaranum Timothy Dalton hafi verið úthlutað leyfi til að drepa i hlutverki James Bond, njósnara 007, í næstu kvikmynd um útsendara hennar hátignar Bretadrottning- ar. Dalton hefur leikið klassísk hlutverk hjá The Royal Shakespeare Company og tekur við að Sean Connery og Roger Moore í hlutverki hins þrautseiga njósnara. Framleiðandi James Bond-myndanna, Albert R. Broccoli, sagði að næsta Bond-mynd hefði þegar hlotið nafn, The Living Dayiights, og hæfust tökur á myndinni í september. Myndin verður tekin í kvikmyndaveri og í Austurríki, Marokkó og Gíbraltar. Svalbarði: Enn deilt um fiskveiðirétt Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. TALSMENN Evrópubandalagsins í Brussel hafa sagt að deila Norð- manna og EB varðandi veiðar við Svalbarða sé í þann mund að leys- ast. Þessar yfirlýsingar hafa þó í engu breytt afstöðu norsku ríkis- stjórnarinnar til veiða Spánveija. Fjárhirslan er undir- staða valda Arafats ÁRIÐ 1959 þegar Yasser Ara- fat stofnaði A1 Fatah, sem síðar myndaði kjarnann í Frelsis- hreyfingu Palestínuaraba, (PLO), var hann fremur vel- megandi byggingarverktaki í Kuwait. Viðskiptavit liefur hann ennþá til að bera í ríkum mæli og raunar er það ein aðal ástæðan fyrir þvi að hann held- ur enn um stjórnartaumana í hreyfingunni. Það eru ekki bara Israelsmenn, sem vilja sjá á bak honum, Hussein konung- ur Jórdaníu og Assad forseti Sýrlands eru honum andsnúnir. En Arafat ræður yfir fjármun- um, miklum fjármunum, og meðan svo er verður erfitt að losna við hann. Vissulega kemur olíuverðs- lækkunin illa við fjárhag PLO og hann því verri nú en áður og Saudi-Arabar gætu gert honum lífið erfítt, ef þeir kærðu sig um. En Arafat hefur staðið sig vel og sjóðir samtakanna nema milljörð- um Bandaríkjadala. Það sem meira er, hann er sá eini sem hefur raunveruleg yfirráð yfír þessum fjármunum, sem eru í tveimur sjóðum. Annar sjóðurinn er Þjóðarsjóður Palestínu, sem opinberlega fjármagnar útgjöld samtakanna, en hinn sjóðurinn og sá sem er áberandi stærri er í eigu A1 Fatah, en sá hópur er langstærstur þeirra átta hópa, sem í sameiningu mynda PLO. E Um Þjóðarsjóðinn er talsvert vitað, enda samtökunum ekki launung á fjárhagsstöðu hans. Tekjur sjóðsins eru sennilega um 250 milljónir dala á ári og stærsti hluti þeirra eða um 125-150 millj- ónir dala eru tekjur af 1,6 millj- arða höfuðstól. Saudi-Arabar veita 87 milljónum dala á ári til PLO, auk smærri fjárveitinga frá öðrum Arabaríkjum. Reikna má með að árleg útgjöld hreyfíngar- innar séu um 300 milljónir dala og um Va þessarar fjárhæðar fer til hermála. Afgangurinn fer til stjómunar, heilsugæslu, mennt- unar og velferðarmála. Sem dæmi má nefna að PLO er með fleiri sendifulltrúa á sínum vegum en ísrael. tærri og miklu meiri leynd hvílir yfir honum, en hinum sjóðnum. Arafat hóf strax að safna í þennan sjóð og hann hafði eitthvert fé afgangs og nú er hann talinn hafa að geyma 7-8 milljarði Bandaríkjadala. Araba- ríkin veita fé til þessa sjóðs eins og til hins sjóðsins. Sjóðurinn er nú orðinn að alþjóðlegu fjárfest- ingafyrirtæki, sem á hagsmuna að gæta í þriðja heiminum, allt frá Afríku til Thailands. Sennilega á hann um 40 stór fyrirtæki, sem eiga hagsmuna að gæta í land- búnaði, sjávarútvegi, skógar- höggi, flugfélögum og þó einkum í siglingum. Þá er talið að sjóður- inn hafi hagnast vel á vopnasölu og orðrómur hermir að hann eigi aðild að eiturlyfjasölu. Þegar andrúmsloftið í stjóm- málum og verðlag á olíu er hvort tveggja Arafat andsnúið, kann svo að virðast að fjárhagur Þjóð- arsjóðsins sé valtur. Sjóður A1 Fatah-hreyfíngarinnar er hins vegar það sterkur og á hagsmuna að gæta svo víða, að hann á auð- velt með að standa af sér flestar efnahagssveiflur og er því ein aðalstoð valda Arafats og A1 Fatah hreyfíngarinnar. Þegar því Arabar, innan eða utan PLO, íhuga að velta honum úr sessi, hljóta þeir að þurfa að taka tillit til þess að refurinn hefur lykla- völdin að fjárhirslunni, auk þess sem hann er ástsæll meðal margra Palestínumanna. (Þýtt og endursagt úr The Economist.) Ágreiningur Norðmanna og Spán- verja varðandi stjórn þorskveiða við Svalbarða er því enn óleystur. Norðmenn og Evrópubandalagið hafa komist að samkomulagi um að fá sérfræðinga til að leggja mat á hvort ákvörðun Norðmanna um að setja veiðikvóta standist með tilliti til hagsmuna sjávarútvegsins. Per Paust, talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins, leggur áherslu á að Spánveijar verði að láta af veiðum í nágrenni Svalbarða. Norska strand- gæslan hefur fengið fyrirmæli um að stöðva veiðar spænskra togara á þessum slóðum. Norsk stjórnvöld hafa skrifað yfír- völdum á Spáni bréf þar sem segir að réttur Norðmanna til að setja regl- ur um takmörkun veiða við Svalbarða helgist af yfirráðum þeirra yfir þessu svæði og rétti strandríkja til yfirráða yfír náttúruauðlindum innan 200 mílna landhelgi. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. Bandaríkjadollar lækkaði i gær gagnvart flestum helztu gjald- miðlum heims, nema breska pundinu. Síðdegis kostaði sterlingspundið 1,4765 dollara (1,4775), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust: 2,0660 vestur-þýzk mörk (2,0897) 1,6695 svissneskir frankar (1,6755) 6,7175 franskir frankar (6,7500) 2,3340 hollenzk gyllini (2,3435) 1.424,00 ítalskar lírur (1.430,00) 1,3809 kanadískir dollarar (1,3820) 153,95 jen (154,35) Gull hækkaði og var verð þess 362,75 dollarar únsan (361,60).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.