Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 30
 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 0 Trú og líf Við minnum á samkomuna í kvöld kl. 20.30 i Bústaðakirkju. Ræðumaður Ulf Ekmann. Trú og lif. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgaferðir 8.—10. ágúst: 1. Þórsmörk — gist I Skag- fjörðsskála. Gönguferðir um Mörkina með fararstjóra. 2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.l. i Laugum. 3. Hveravellir — Þjófadalir. Gist í sæluhúsi F.í. á Hveravöllum. 4. Nýidalur/Jökuldalur — Vonar- skarð — Tungufellsjökull. Gist í sæluhúsi F.j. við Nýjadal. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Óldugötu 3. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 8.-13. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. 2) 9.-13. ágúst (5 dagar): Eyja- fjarðardalir og víðar. Ekið um Sprengisand og Bárðardal til Akureyrar. Skoðunarferðir um byggðir Eyjafjarðar fyrir framan Akureyri, Öxnadal, Hörgárdal, Svarfaðardal og Ólafsfjörð. Næsti áningarstaður er Siglu- fjörður, þaðan er ekið um Skagafjörð austanverðan. Til baka er ekið um Laugafell og Nýjadal til Reykjavíkur. Farar- stjóri: Baldur Sveinsson. 3) 14.-19. ágúst (6 dagar): Fjörður — Hvalvarnsfjörður — Þorgeirsfjörður. Flugleiðis til og frá Akureyri. Gist í svefnpoka- plássi á Grenivík, dagsferðir þaðan i Fjörðu. 4) 15.-19. ágúst (5 dagar): Fjallabaksieiðir og Lakagigar. Ekið um Fjallabaksleið nyrðri, gist i Landmannalaugum, næst er gist á Kirkjubæjarklaustri og farin dagsferð um Lakagíga- svæðið. Frá Kirkjubæjarklaustri er ekið um Fjallabaksleið syðri til Reykjavikur. 5) 15.-20. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa F.l. Far- arstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 6) 21.-24. ágúst (4 dagar): Núpsstaðarskógur. Ekið austur fyrir Lómagnúp i tjaldstað við fossinn Þorleif míganda. Göngu- ferðir um nágrennið, Súlutinda — Núpsstaðarskóg og viðar. 7) 22.-27. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa F.í. Far- arstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Ferðafélagið býður upp á ódýrar og öruggar sumarleyfisferðir. Farmiöasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Kynn- ist ykkar eigin landi og ferðist með Feröafélagi fslands. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag 10. ágúst 1) kl. 08 Þórsmörk — dagsferð á kr. 800. Ath.: Sumarleyfi í Þórsmörk er góð hvíld og að- staöan í Skagfjörösskála sú besta sem völ er á i óbyggöum. 2) kl. 10 Brúarárskörð — Högn- höfði (1030 m). Ekið að Laugar- vatni og gengið um Brúarár- skörð og á Högnhöfða. Verð kr. 750. 3) kl. 13 Glymur — Botnsdalur. Glymur er i Botnsá og er hæsti foss Islands, 198 m á hæð. Verð kr. 500. Miðvikudagur 13. ágúst. 1) kl. 08 Þórsmörk — dagsferð á kr. 800. 2) kl. 20 Óttarstaðir — Lónakot (kvöldferð). Brottför frá Umferö- armiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Ferðafélag Islands. UTIVISTARFERÐIR Sumarleyfisferðir 1. Núpsstaðarskógur — Djúp- árdalur 15. -20 ágúst (6 dagar). Bakpokaferð. 2. Austfirðir 17.-24. ágúst (8 dagar). Fyrst farið í Mjóafjörð en síðan höfð tjaldbæíeistöð í Viðifirði með dagsferðum t.d. á Barðsnes og Gerpi. Hægt að tengja ferð nr. 1. Tilvalin fjöl- skylduferð. Berjatínsla, veiði, hestaferðir. Fararstjóri: Jón J. Eliasson. 3. Lakagigar — Leiðólfsfell — Holtsdalur 21.-24. ágúst. Sumarleyfi í Básum Þórsmörk. Flestum ber saman um aö Básar í Þórsmörk séu friðsæll og fal- legur staður. Þar er Útivistar- skálinn með frábærri gistiaö- stöðu. I ágúst mun Útivist bjóöa kynningarverð á sumardvöl. Far- ið er á föstudagskvöldum, sunnudagsmorgnum og mið- vikudagsmorgnum. Ath. að í Básum er góð eldunaraöstaöa, vatnssalerni, grill, sturtur og fleiri þægindi. Kynningarverð í ágúst. Miðvikudagsferð kl. 8 13. ágúst. Dagsferð og sumardvöl. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. UTIVISTARFERÐIR Fjölskylduhelgi í Þórs- mörk 8.-10. ágúst Brottför föstudag kl. 20 og laugardag kl. 08. Gist i Útivistar- skálanum Básum meöan pláss leyfir. Annars tjöld. Fjölbreytt dagskrá, m.a. ratleikur, pylsu- og kakóveisla, varðeldur, boö- hlaup, kvöldvaka meö hæfileika- keppni. Ferð jafnt fyrir unga sem aldna sem enginn ætti að missa af. Góður fjölskylduafsláttur. Frítt fyrir börn yngri en 10 ára. Hálft gjald fyrir 10-15 ára. Helgarferð 8.-10. ágúst Emstrur — Fjallabaksleið syðrl — Laugar — Strútslaug. Gist i húsi. Upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. Vegurinn — Kristið samfélag I kvöld verður almenn lofgjörðar- og vakningarsamkoma í Bústaða- kirkju kl. 20.30. Gestur okkar Ulf Ekman frá Sviþjóð mun predika. Allir velkomnir. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Raflagnir—Viðgerðir Dyrasimaþjónusta. s: 75299-687199-74006 radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Skóverslun við Laugaveg til sölu Verslunin er vel staðsett með góðan lager. Mjög gott atvinnutækifæri fyrir fjölskyldu. Upplýsingar veitir: Fasteignasalan Garður, Skipholti 5, sími 621200 (Kári). Einnig Elías Guðjónsson í síma 93-1165. húsnæöi óskast Stór íbúð eða raðhús Óska eftir stórri íbúð eða raðhúsi í Selja- hverfi. Upplýsingar í símum 72040 og 32642. Deiliskipulag í Kópavogi Samkvæmt skipulagsreglugerð auglýsist deiliskipulag á lóð Ríkisspítalanna í Kópa- vogi, nánar tiltekið á reit, sem afmarkast af Hafnarfjarðarvegi að austan, Kópavogsbraut að norðan, Urðarbraut að vestan og strand- lengju Kópavogsins að sunnan. Breyting er frá áður samþykktu skipulagi vegna væntanlegrar byggingar verndaðra íbúða fyrir aldraða á lóð hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Skipulagsuppdráttur ásamt tillöguuppdrátt- um að II. áfanga Sunnuhlíðar liggur frammi á tæknideild Kópavogs í félagsheimilinu Fannborg 2, 3. hæð frá 8. ágúst til 8. sept- ember 1986. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist bæjarverkfræðingi Kópavogs skriflega fyrir hádegi mánudaginn 15. september nk. Bæjarverkfræðingur. Auglýsing Samkvæmt ákvörðun stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 8. ágúst nk. kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir fulltrúaráðiö eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af meðlimum fulltrúaráösins. Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt, ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltnjum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um framboð berist stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik. Vestfjarðakjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Vestfjaröakjördæmi veröur haldinn í félagsheimilinu Hnifsdal laugardaginn 16. ágúst nk. Dagskrá: 1. Kl. 9.30 Aðalfundarstörf. 2. Ræður þingmanna kjör- dæmisins — almennar umræður. 3. Kl. 16.00 Ályktun fundarins. 4. Kosning til trúnaðarstarfa. 5. Fundarslit áætluð kl. 18.00. Stjórn kjördæmisráðs. Sambandið styður Stúdenta- leikhúsið I I I STJÓRN Menningarsjóðs Sambands íslenskra sam- vinnufélaga ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að veita Stúdentaleikhúsinu styrk að upphæð eitthundrað og fimmtíu þúsund krónur. Nokkrir starfsmenn Sam- bandsins í Reykjavík afhentu Erling Jóhannessyni, gjaldkera leikhússins styrkinn fyrir hönd sjóðsins. Erling sagði að styrkurinn yrði notaður til þess að grynna á skuldum Stúdentaleikhússins og til að styrkja leikhúsið til þátttöku í Norrænu menning- arhátíðinni. Halldóra Ragnarsdóttir, tölvuritari afhendir Erling Jóhanns- syni, gjaldkera Stúdentaleikhússins ávísun að upphæð 150.000 kr. Aðrir á myndinni eru: Sólveig Jónsdóttir, tölvuritari, Kjartan Ólafsson frá Búvörudeild, Hörður Einarsson frá Aðalbókhaldi og Helgi Pétursson, blaðafulltrúi. Þingflokkur Kvennalistans: Aukin skatt- heimta harð- lega fordæmd Skattgreiðendum verði endurgreiddur oftekinn skattur ÞINGFLOKKUR Kvennalistans sendi nýverið frá sér eftirfar- andi ályktun: Þingflokkur Kvennalistans átel- ur harðlega þá auknu skattheimtu af almennum launatekjum, sem fjármálaráðherra stendur nú fyrir. Ráðherrann gengur í berhögg við ályktun Alþingis frá 1984 um af- nám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum og þvert á síðustu kjarasamninga. Að auki hyggst ráðherra nota þessa pen- inga til þess að niðurgreiða landbúnaðarafurðir, sem munu halda framfærsluvísitölunni niðri og þar með einnig kaupinu. Þing- flokkur Kvennalistans bendir á, að núverandi tekjuskattur er í raun launamannaskattur og að nú er svo komið, að einstæðar mæður á kennaralaunum eru komnar í efsta skattþrep. Við þetta óréttlæti verður ekki unað og því krefst þingflokkur Kvennalistans þess, að skattvísitalan verði þegar í stað leiðrétt og launafólki skilað aftur þeim krónum, sem umfram eru teknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.