Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Afmæliskveðja: Dr. Gunnar Böðvars son verkfræðingnr Góðvinur minn dr. Gunnar Böðv- arsson, fyrrverandi prófessor, er sjötugur í dag, 8. ágúst. Ég hygg að á engan sé hallað með því að telja Gunnar einn af rherkustu félögum íslenzkrar verkfræðingastéttar og meðal víðkunnustu forystumanna í jarðhitafræðum hvarvetna. Atvikin höguðu því svo að fyrri hluta starfs- ævinnar, 1947-1964, vann Gunnar heima á íslandi, en síðari hlutann var hann prófessor í stærðfræði og jarðeðlisfræði við Oregon State Uni- versity, merkan háskóla í Banda- ríkjunum. Það fykur fljótt í sporin og er því við hæfi að rifja upp æfíferil Gunn- ars í stórum dráttum og drepa á brautryðjendastörf hans og þýðingu þeirra hér heima og erlendis. Gunnar hlaut menntun í stærð- fræði og öðrum undirstöðugreinum verkfræðinnar aðallega í Berlín ná- lægt upphafi síðari heimsstyijaldar- innar, en bætti síðar við doktorsprófí í jarðeðlisfræði við California Insti- tute of Technology í Eandaríkjunum. Þetta reyndist mjög gagnleg undir- staða fyrir þau störf sem biðu hans heima á sviði jarðhitamála. Snorralaug í Reykholti er líklega elsta sýnileg virkjun jarðhita á Is- landi en gegnum aldimar voru heitar laugar víða í notkun til baða. Það drógst þó fram á þessa öld að nýta jarðhitann sem orkulind til híbýlahit- unar og annarra þarfa. Fregnir um notkun ítala á jarðgufu til orku- vinnslu munu hafa borist hingað á þriðja áratugnum og komið mönnum eins og Jóni Þorlákssyni forsætisráð- herra og Steingrími Jónssyni raf- magnsstjóra til að hugleiða virkjun og nýtingu jarðhita hérlendis, hug- myndin um hitaveitu Reykjavíkur varð til seint á þessum áratug. Til var í landinu lítill jarðbor, og var hann reyndur til að bora eftir heitu vatni við þvottalaugamar. Gaf þetta það góðan árangur að ráðist var í byggingu tilrauna hitaveitu til bæjar- ins sem náði til Landspítalans og nokkurra annarra húsa um 1930. Þar með var sýnt að jarðhitaveita fyrir Reykjavík var tæknilegur möguleiki. Tilraunimar sýndu að hægt var að stórauka vinnslu á heitu vatni með borunum og leiða vatnið alltanga leið án þess að það kólnaði verulega. Þetta var tæknibylting eins og síðar hefur sannast. Mitt í heimskreppunni tók Reykjavíkurbær þá djarflegu ákvörðun að stefna að hitaveitu fyrir allan bæinn. ■En hvað var grundvöilurinn örugg- ur hvað snerti sjálfa orkulindina, jarðhitann? Því gat enginn svarað með vissu, því þekking á eðli jarð- hitans var algjörlega í molum, nánast engin. Augljóslega urðu íslendingar að he§a sjálfstæðar rannsóknir á þessum fyrirbærum, því þekkingin sem skorti var hvergi fáanleg. Það var mikið heillaspor að Gunn- ar Böðvarsson var ráðinn til þessa verks strax að stríðinu loknu 1945, fyrst hjá Rafmagnseftirliti ríkisins en skömmu síðar sem yfirverkfræð- ingur hjá Jarðborunum ríkisins og jarðhitadeild raforkumálaskrifstof- unnar (nú Orkustofnunar) frá 1947-1961. Gunnar gekk rösklega til verks þótt starfsaðstaða og tækjakostur væri bágborinn í fyrstu. Hann stjóm- aði leit og borunum eftir heitu vatni, gufu og neyzluvatni víðsvegar um land, en hóf jafnframt skipulegar vísindalegar rannsóknir jarðhita- svæða til þess að afla undirstöðu- þekkingar á eðli þeirra, áætla afl þeirra og orkuforða, þróa rannsókn- araðferðir og tækni og öðlast skiln- ing á uppruna heits vatns og gufu jarðhitasvæðanna, en um þau mál voru þá skiptar skoðanir meðai fræðimanna. Hér var um brautryðj- andastarf að ræða í flestum efnum. Þurfti að grípa til margra greina vísinda sem hjálpartækja, svo sem jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefna- fræði, hydrólógiu, auk verkfræði o.s. frv., en ekki sízt þurfti að meta hin fijálslegu og hagrænu vandamál er tengjast virkjun og nýtingu þessara orkulinda. Gunnar reyndist fádæma jafnvígur á öllum þessum sviðum. Segja má að um þessar mundir hafi nær algjörlega skort sérhæfðar tæknilegar bókmenntir um jarðhita- mál svo og aðferðafræði til að styðjast við í rannsókn þeirra. Hengil-rannsóknimar sem Gunnar skipulagði og stýrði á árunum 1948- 1950 vom einstakar á sinni tíð, en þar var markvisst beitt tiltækilegri þekkingu í fyrmefndum fræðigrein- um, og marka þær því tímamót í jarðhitarannsóknum á alþjóðlegan mælikvarða. Gunnar var þá þegar eins og æ síðan afkastamikill við að rita fræði- legar greinar um rannsóknir sínar, t.d. í tímarit VFÍ, Jökul o.fl. hér heima og síðar í Qölda sérhæfðra fagtímarita erlendis, og má í raun- inni segja að hann hafi lagt fram verulegan skerf til nýrra alþjóðlegra fræðibókmennta um jarðhitamál. Einn af forystumönnum jarðhita- mála í Nýja-Sjálandi sagði mér að þegar þeir hófiist handa um þessar rannsóknir upp úr 1950, hafi þeir byijað á að leita upplýsinga í fræði- ritum en fátt nýtilegt fundið, þar til þeir rákust á grein eftir Gunnar í TVFÍ um Hengil-rannsóknimar. Eft- ir að hafa fengið henni snúið á ensku með nokkurri fyrirhöfn, hafi hún orðið biblía þeirra fyrsta árið. a Nú eru jarðhitarit orðin það mik- il að vöxtum og vaxandi að ærið starf er að fylgjast með þeim sem skyldi. Stofnaðir hafa verið 3 jarðhitaskólar með fyrirgreiðslu frá SÞ á Ítalíu, Nýja-Sjálandi og síðast hér á ís- landi, og er sá síðasttaldi almennt álitinn þar í fremstu röð. Undir stjóm Gunnars voru margar nýjungar reyndar og eru sumar þeirra nú sígildar í leit jarðhita und- ir yfirborði jarðar, svo sem við- námsmælingar og áætlun hitastigs útfrá bættum tækjakosti. Fræðilegar athuganir hans á varmageymum (reservoirs) jarðhitasvæðanna og eðli þeirra í mismunandi jarðfræðilegu umhverfi hafa stóraukið skilning manna á þessum fyrirbærum og bent á aðferðir til að meta afl þeirra og orkuforða, en þessi fræði liggja til grundvallar öllum meiriháttar virkj- unaráformum. Á Gunnar hlóðust óhjákvæmilega margvísleg ráðgjafar- og nefndar- störf bæði hér á landi og erlendis, m.a. var hann í Hitaveitunefnd Reykjavíkur frá 1954, kjamfræða- nefnd, stjóm raunvísindadeildar Vísindasjóðs o.fl. Hann var aðal- hvatamaður þess að keyptur var fyrsti stórvirki jarðbor ríkisins og Reykjavíkurborgar til landsins, erjók borunarafköst og gerði kleift að bora meira en 2 km djúpar holur, en það leiddi til stórfelldrar aukningar á vatnsvinnslu undir borgarlandinu sjálfu og á Reykjum í Mosfellssveit, auk þess sem borað var eftir jarð- gufu bæði ofan Hveragerðis og í Krýsuvík. Munaði minnstu að raf- orkuvinnsla með jarðgufu væri hafin við Hveragerði áður en ráðist var í Búrfellsvirkjun. Áhugi fyrir rannsóknum á og nýt- ingu jarðhita hérlendis óx ár frá ári og laðaði jarðhitadeildin að sér margra efnismenn er þá voru í há- skóla en urðu síðar burðarás þessarar starfsemi. Gunnar varð því örlaga- valdur fyrir marga góða vísinda- og tæknimenn. Framlag Gunnars til jarðhitamála meðan hann dvaldi hér á landi grein- ist í nokkra meginþætti. Ber þar hæst brautiyðjendastörf hans á vísinda- og taeknisviðinu og rit hans um þessi efni bæði í islenzkum og erlendum vísindaritum, mörg sígild, og fleiri en ég kem tölu á. í öðru lagi mótun hans og áhrif á stofnanir eins og jarðhitadeild, jarðboranir ríkisins, Hitaveitu Reykjavíkur og undirbúning hitaveitna í öðrum byggðarlögum. Loks má ekki gleyma uppeidisáhrifum hans og dæmi og þjálfun næstu kynslóðar jarðhita- manna, sem síðar hafa haldið merkinu á loft og gert ísland að for- ystulandi í jarðhitamálum á heims- vísu. Árið 1982 er talið að jarðhitinn hafi lagt fram rúmlega 40% af vergri heildarorkunotkun íslendinga. Sam- bærileg tala hvað jarðhita snertir þekkist hvergi, hún er einstök. Þjóð- hagsleg þýðing og áhrif þessa á lífskjör þjóðarinnar eru augljós, um 80% íbúa landins búa í húsum hituð- um með jarðvarma, auk annarra nota hans í sundlaugum, gróður- húsum, margvíslegum iðnaði, o.s.frv. Störf Gunnars vöktu athygli ekki sízt hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sáu fyrir orkukreppu í framtíðinni, og hófu á sjötta áratug aldarinnar að kanna nýjar og helzt endumýjan- legar orkulindir er hentuðu þróunar- löndunum, er þá voru óðum að öðlast sjálfstæði fátæk að fé, þekkingu og reynslu. Beindist athyglin í fyrstu að orku sólar, vinds og jarðhita. Þegar árið 1951 sendu SÞ Gunnar til Vestur-Indía til að gera vettvangs- athuganir, og var það fyrsta sendi- ferð þeirra í jarðhitaleit. Á næstu árum var hann sendur í samskonar erindum til Mexíkó, Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala, Chile og víðar og var þetta liður í undirbúningi að alþjóðlegri ráðstefnu SÞ í Rómaborg 1961 um nýjar orkulindir, sem átti eftir að marka djúp spor og skipta sköpum. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu að jarðhiti væri hin ákjós- anlegasta orkulind, og þá þegar nægilega þróuð tæknilega til notkun- ar í þróunarlöndunum. Til þess að sýna fram á þetta og jafnframt vekja áhuga á málinu, kostuðu SÞ í samvinnu við viðkom- andi ríkisstjómir jarðhitarannsóknir í 3 löndum, Chile, E1 Salvador og Tyrklandi, og síðar Nicaragua og Kenya. Öll þessi verkefni skiluðu til- ætluðum árangri og hafa síðan verið reistar jarðgufuaflstöðvar í öllum löndunum nema einu, er spara þeim árlega milljónir dollara í olíuinnflutn- ingi. Þar með varð jarðhitinn viður- kenndur sem hagkvæm og ömgg orkulind af fjárfestingarstofnunum eins og Alþjóðabankanum o.fl., en Qöldi annarra þjóða hefur keppst við að virkja jarðvarma svo sem Banda- ríkin, Filippseyjar, Mexfkó, Japan, Indónesfa, auk margra annarra sem skemmra em á veg komnar. Telja margir að þetta sé eitthvert bezt heppnaða tækniaðstoðar verkefni SÞ fyrr og síðar. íslendingar tóku stóran þátt í þessum verkum með því að leggja til sérfræðinga, líklega 3-4 mannár að mannafla. Það var von margra og mun hafa verið rætt á sínum tíma að Gunnari yrði sköpuð starfsaðstaða við Há- skóla íslands. Þegar hann tók boði 1962 um að starfa sem gistiprófess- or í stærðfræði og jarðeðlisfræði við Oregon State University í USA 1962, hygg ég að von hans hafi verið að snúa heim aftur innan skamms. Það var mikið slys að þær vonir bragð- ust, mál drógust á langinn og Gunnar festist við hinn ameríska háskóla, þar til hann fékk lausn frá störfum fyrir um tveimur ámm. Hófst hér síðari hluti starfsæfi Gunnars, þar sem hann gat helgað sig vísindastörfum sínum við stómm betri atstæður en hann hafði átt kost á hér heima. Eins og drepið hefur verið á jókst áhugi fyrir jarð- hitamálum mjög á sjöunda áratugn- um og þeim næsta m.a. sökum olíukreppunnar. Gunnar var þvf oft kallaður til ráðuneytis fyrir ýmsar vísindastofnanir, háskóla, stjómvöld, olíufélög f Bandaríkjunum og vfðar, svo og fyrir SÞ. Hafði undirritaður ósjaldan þá ánægju að hafa Gunanr með í ráðum við þau verkefni sem ég hafði umsjón með fyrir SÞ í Mið- Ameríku, New York og víðar 1969- 1984. Auk kennslu og einkum umsjónar með doktorsefnum vann Gunnar að ýmsum rannsóknarverkefnum í sér- greinum sínum, en ég hef ekki verið í aðstöðu til að fylgjast með þeim að öðm en því að sjá að sífellt leng- ist ritaskrá hans. Það væri mikill fengur ef Gunnari ynnist tími til að draga saman reynslu sína og fræði- legar niðurstöður í formi bókar, einnar eða fleiri, eftir því sem honum hentaði en honum er öðmm fremur lagið að tjá hin flóknustu efni á ljósu og aðgengilegu máli. Á þessum tímamótum sendum við Aðalheiður ykkur, Gunnar og Tove, og ykkar mannvænlegu bömum, Guðrúnu, Kristjönu og Erni, hjartan- legar hamingjuóskir í tilefni afmælis- ins. Sveinn S. Einarsson í dag verður dr. Gunnar Böðv- arsson prófessor við Oregonháskóla í Bandaríkjunum sjötugur. Gunnar er sá maður sem öðmm fremur má kalla föður íslenskra jarðhita- rannsókna og helsta fmmkvöðul að nýtingu jarðvarmans hér á landi. Nær ógerlegt er að gera sér grein fyrir því hvemig lifnaðarhættir, þróun byggðar í landinu og afkoma Islendinga hefði orðið án hinnar ódým jarðhitaorku, en fullyrða má að án nýtingar jarðhita hefði þróast hér allnokkuð annað og fátæklegra þjóðfélag en það sem við nú þekkj- um. Gunnar hóf störf við jarðhita- rannsóknir og jarðboranir hér á landi strax að heimsstyijöldinni lok- inni. Hann var yfirverkfræðingur Jarðborana rikisins og Jarðhita- deildar Raforkumálaskrifstofunnar 1947—1961. Á þessum ámm vann hann brautryðjandastarf á mörgum ólíkum sviðum jarðhitafræða og skrifaði fjölmargar greinar í blöð og tímarit um rannsóknir sínar. Meðal annars gerði hann sér einna fyrstur manna grein fyrir eðli og innri gerð jarðhitakerfa. Hann þró- aði og reyndi nýjar aðferðir í jarðeðlisfræðilegri könnun og setti fram hugmyndir um að nýta efna- innihald heita vatnsins til þess að meta hitastig þess djúpt i jörðu. Hann var með þeim fyrstu sem tengdu myndun og jarðsögu íslands við landrekskenninguna er hún var endurvakin á sjöunda áratugnum. Auk þessa vann hann margvísleg verkfræðistörf jafnt við jarðboranir og jarðhitanýtingu sem á öðmm sviðum þjóðlífsins. Hugmyndaauðgi Gunnars er óvenjumikil og er sjaldgæft að vísinda- og tæknimenn nú á dögum séu eins fijóir og afkastamiklir og Gunnar er á jafnmörgum og óskyld- um sviðum. Árið 1962 hættu flestir verk- fræðingar hjá hinu opinbera störf- um vegna landlægs skilningsleysis íslenskra ráðamanna á mikilvægi tæknilegrar vinnu og sérfræðiþekk- ingar og bágra kjara sem var afleiðing þessarar afstöðu. Gunnar stofnaði þá verkfræðifyrirtækið Vermi sf. ásamt öðram og starfaði við það í tvö ár. Árið 1964 fluttist Gunnar ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og gerðist prófessor í jarðeðlisfræði og stærðfræði við ríicisháskólann í Corvallis í Oregon- fylki. Upphaflega mun hann ekki hafa hugað á langa dvöl í útlöndum, en smám saman teygðist á henni, íjöl- skyldan festi þar rætur og hug- myndir um nýjan starfsvettvang á íslandi urðu að engu. Það verður að telja hina mestu ógæfu fyrir jarðvísindi á íslandi að ekki skuli hafa tekist að skapa hér á landi þá starfsaðstöðu sem dugði til að halda í einn okkar bestu vísinda- manna. Þrátt fyrir dvöl í Oregon hefur Gunnar unnið áfram að jarðhita- rannsóknum bæði hér á landi og vítt og breitt um heiminn þar sem þekking hans og löng reynsla koma að notum. Hann hefur haldið tengslum við íslenska starfsbræður sína eins vel og fjarlægðin leyfir og oft er leitað til hans þegar leysa þarf flókin vandamál heima á Fróni. Sjálfur kynntist ég Gunnari fyrst sumarið 1962 er ég hóf störf á Jarðhitadeild sem sumarstúdent við jarðeðlisfræðilegar mælingar. Leið- ir okkar hafa oft legið saman síðan. í því sambandi minnist ég einkum langra gönguferða og ýtarlegra umræðna á ráðstefnum hér á landi og erlendis þar sem ég hef notið handleiðslu hans og hugmynda- auðgi jafnt á sviði jarðhitamála sem á öðmm sviðum mannlífsins. Um leið og ég þakka Gunnari fyrir margar ánægjulegar sam- vemstundir vil ég óska honum og fjölskyldu hans gæfu og gengis á þessum tímamótum. Axel Björnsson Gunnar Böðvarsson er einn fjöl- hæfasti og hugmyndaríkasti jarð- vísindamaður, sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Þetta hljómar kannski einkennilega, vegna þess að hann er menntaður sem stærðfræðingur og eðlisfræðingur, en ekki á mínum áhugasviðum, sem em jarðfræði og jarðefnafræði. Hins vegar virðist Gunnar hafa „sjötta skilningarvit- ið“ í jarðfræði (lagskipt gijót sem er margbrotið af misgengjum, þar sem sum lögin leiða vatn en önnur ekki). Hann er að sjálfsögðu miklu fróðari um jarðeðlisfræði en ég — miklu fróðari öðmm um hvaða að- ferðir jarðeðlisfræðinnar henta best til að skilja þriðju víddina (dýpi) í jarðhitakerfum. Hann var einn fyrstur jarðeðlisfræðinga, ef ekki sá allra fyrsti, að gera sér grein fyrir því að viðnámsmælingar henta hvað best allra aðferða við yfír- borðskönnun á jarðhita. Ástæðan er sú að hátt hitastig eykur raf- leiðni vatnsgæfra jarðlaga, og minnkar um leið viðnámið. Þess vegna og að öðm jöfnu (dýpi á jarð- lög, bergtegundir, poruhluti, seltu- stig vatns), þá geta viðnámsmæl- ingar sýnt hvort hærra hitastig sé á dýpi. Reynsla og menntun Gunnars á sviði jarðefnafræði er ennþá minni en á sviði jarðfræði. En einhvem veginn (með sínu háþróaða „sjötta skilningarviti") gerði hann sér grein fyrir því að kísilmagn á jarðhita- vatni er ágætur mælikvarði á hitastig á dýpi. Það má vel vera að hann hafi fyrstur manna áttað sig á því að kísilmagnið gæti verið notað til nákvæmra útreikninga á hitastigi á jarðhitasvæðum. Um svipað leyti var ég að byija ábend- ingar mínar um að kísill væri mælikvarði á hitastig neðanjarðar, ef hitastig vatnsins væri nógu hátt til að hverahrúður félli út á yfir- borði - tilvist goshvera og hvera- hrúðurs (sinter) gefa til kynna hitastig 180° C eða hærra. Gunnar er líka einn fyrsti vísindamaðurinn, að ég best veit, sem benti á að líparít og háhita- svæði fæm saman. Við höfðum áttað okkur á sambandi basalts og jarðhitasvæða, en ekki að líparítið byði upp á betri líkur á góðum jarð- hita, að öðm jöfnu, jafnvel þó bræðslumark basalts sé hærra en bræðslumark Iíparíts. Við teljum núna að ástæða þessa mismunar felist í því að basaltið streymi greið- ar til yfírborðsins og kólni örar. Líparítið, hins vegar, er miklu seig- ara og nær ekki eins langt til yfirborðs, svo það situr neðanjarðar og getur því hitað vatn - þ.e. mynd- að jarðhitakerfi. Eg ber gífurlega virðingu fyrir margbreytileika áhugamála Gunn- ars. Ég minnist þess til dæmis að hann vildi endilega nota jarðeðlis- fræðilega aðferð til að finna á hvaða dýpi best væri að veiða þorsk, og þar með styðja við íslenska útgerð. Að mínu mati hefur Gunnar alla tíð verið tryggur uppmna sínum á íslandi. Eins er víst að hann hefur alltaf óskað þess að snúa aftur til Islands, frekar en að búa áfram í Bandaríkjunum. Við höfum alltaf haldið sambandi og á stundum hef- ur hann haft orð á að flytjast heim. Ég veit að hann hefur þráð að snúa heim, en ég veit ekki hvað hefur staðið í veginum. Við töluðum saman í síma í síðustu viku, þegar ég sagði honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.