Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÖST 1986 9 — er hiö mesta hnossgæti og ÍSFUGL er fyrstur til aö kynna þetta Ijúfmeti á íslenskum matvæla- markaöi. Kjúklingurinn er gufusoöinn og léttreyktur, tilbúinn til neyslu kaldur eöa upphitaður. Sérlega bragögóöur og frábær í ferðalagið ísfugl Sími: 666103 G0TT-H0LLT OG ÓDÝRT Sumarglens eða stórpólitík? Fyrirhuguð sumarferð Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins og Sambands ungra jafnaðarmanna til Þingvalla hefur vakið upp deilur í Alþýðuflokknum, ef marka má frétt í Þjóðviljanum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, ætlaði í sumarferðina ásamt Svavari Gestssyni, formanni Al- þýðubandalagsins, en hún hefur nú hætt við þau áform. í auglýsingu um ferðina í Þjóðviljanum í gær er nafn hennar ekki lengur nefnt, en hins vegar segir að ónafngreindir „forystumenn flokkanna" muni „halda uppi glensi'* íValhöll að lokinni skoðunar- ferð um Þingvallasvæðið. Hver er for- ystumað- urinn? Áformin um sameigin- lega sumarferð Æsku- lýðsfylkingarinnar og Sambands ungra jafnað- armanna voru til umfjöll- unar hér í Staksteinum i gær. Þar kom fram að samkvæmt auglýsingu í Þjóðviljanum ætlaðu þau Svavar Gestsson og Jó- hanna Sigurðardóttir með í ferðina. Einnig var vitnað í viðtal sem DV átti við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, en þar sagðist hann ekki leggja neina pólitiska merkingu í Þingvallaferðina. „Eg læt mér það í léttu rúmi liggja þótt einhveijir krakkar fari í ferðalag. Þarna myndast engin tengsl . . .“ í Þjóðviljanum i gær er upplýst að Jóhanna Sigurðardóttir sé hætt við að fara í ferðina, en engar skýringar eru gefnar á því hvers vegna. Blaðið segir að Jón Bald- vin hafi gefið samþykki sitt fyrir ferðimii upp- haflega og reynt hafi verið að fá hann með, en af þvi ekki getað orðið. í augiýsingu um ferðina í blaðinu í gær segir, að eftir skoðunarferð um Þingvallasvæðið verði snæddur kvöldverður í Valhöll „þar sem forystu- menn flokkanna munu halda uppi glcnsi með öðrum ferðalöngum". Þessir forystumenn eru ekki nafngreindir og nu er það stóra spurningin, um hvaða forystumann úr Alþýðuflokknum er að ræða. Likur hafa ver- ið leiddar að því, að Jón Baldin sé lítt hrifinn af Þingvallaferðinni og setja má fram þá tUgátu, að hann hafi beinlínis bannað Jóhönnu Sigurð- ardóttur að slást í hópinn. Ef sú tilgáta er rétt hlýtur hinn ónafn- greindi forystumaður Alþýðuflokksins, sem nefndur er i Þjóðvilja- auglýsingunni, að vera i hópi þeirra alþýðuflokks- manna, er þora að bjóða formanninum birginn. Verður sannarlega fróð- legt að komast að því, hver þessi hugrakki leynigestur er. Ekkistór- pólitík? Eftir stendur sú spurn- ing, hvort leggja beri pólitiska merkingu i hina sameiginlegu Þingvalla- ferð ungra alþýðuflokks- og alþýðubandalags- manna. í Staksteinum i gær var bent á, að ferðin væri forvitnileg í Ijósi umræðna upp á síðkastið um nauðsyn á nánari samstarfi flokkanna. í DV í fyrradag segir Jón Baldvin, að hann leggi ekki neina pólitiska merkingu í ferðina, en talar í þcim tón að aug- Ijóst er að honum er ekkert um þessa ferð gefið. Davið Björnsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, segir i Timanum i gæn „Eg held að Jón Baldvin hljóti að hafa misskilið um hvað þessi ferð snýst, og haldið að þania væri einhver stórpólitík á ferð. Það er hins vegar alls ekki . . .“ Hvað er formaður SUJ að fara með þessum orðum? Var það ekki einmitt þetta sem Jón Baldvin sagði við DV? Eða er Davíð Bjömsson að visa til einkasamtals við Jón, þar sem fram koma aðrar skoðanir á ferðinni? Annars er athyglisvert að bera saman ummæli formanns SUJ í Tíman- um annars vegar og Þjóðviljanum hins vegar. í fyrmefnda blaðinu seg- ir hann að Þingvallaferð- in hafi „ekki stórvægi- lega pólitíska þýðingu" og sé „fyrst og fremst hugsuð sem skemmti- ferð“. í síðamefnda blaðinu segir hann: „Ég legg enga pólitiska merkingu í þetta sum- arglens okkar og frá minni hálfu er þama ekki um nein pólitisk vinahót að ræða." Ef for- manni SUJ finnst ástæða til að segja, að Þingvalla- ferðin hafi ekki „stór- vægilegn pólitíska þýðingu“ hlýtur hún að hafa einhverja pólitiska þýðingu. Og það er vænt- anlega ástæðan fyrir því, að Jón Baldvin og menn ' sem em honum hand- gengnir (Ámundi Amundason, aðstoðar- maður Jóns, hefur einkum verið nefndur sem gagnrýnandi ferðar- innar) em andsnúnir fyrirtækinu. Vísir að sam- starfi í viðtali við Tímann í gær segir Gísli Þór Guð- mundsson, starfsmaður Æskulýðsfy lkingar Al- þýðubandalagsins, að Þingvallaferðin geti „orðið vísir að viðtækara samstarfi A-flokkanna“. í þvi sambandi bendir hann á að gamlar etjur og fortið flokkanna spilli síður fyrir samstarfi hjá ungtiðahreyfingunum, en hjá flokksforystunni. Þetta sýnir að ungir al- þýðubandalagsmenn hafa skýrar hugmyndir um póiitískan tilgang ferðarinnar. í þeirra augum er ferðin stór- pólitisk. Það er til marks um næsta ótrúlega ein- feldni, ef satt reynist, að ungir jafnaðarmenn hafi ekki áttað sig á þessu. Jón Baldvin Hannibals- son á þá ærinn starfa fyrir höndum að upp- fræða ungheija flokksins um veruleika stjómmál- anna! — t— I--T_Ll__-- - T I Nú er tilvalið að kíkja inn hjá kaupmanninum og ► krœkja sér í bita aí ljúffengu f jallalambi — eða kaupa þaö í heilum og hálfum skrokkum á ótrúlega hagstœöu verði. VeiOlaBkkunin glldir I takmarkaðan tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.