Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 VÍSINDI / SVERRIR ÓLAFSSON Fer hitastig vax- andi á jörðinni? Talið er að meðalhitastig á jörð- inni hafi verið að hækka á undanfömum árum og áratugum. Ástæðumar fyrir þessu em ekki þekktar með vissu, en ýmsir telja að ein meginorsök þess sé aukið magn koltvísýrings (C02) í loft- hjúp jarðarinnar. Koltvísýringur hleypri styttri bylgjulengdum sól- arljóssins í gegnum lofthjúpinn og niður að yfírborði jarðarinnar, en gleypir mikið magn af orku- minni innrauðri geislun sem (upphitað) yfirborð jarðarinnar sendir frá sér. Þetta leiðir til auk- innar upphitunar lofthjúpsins og yfirborðs jarðarinnar. Mælingar sem framkvæmdar hafa verið á undanfömum áratugum sýna að C02-magn lofthjúpsins hefur auk- ist og því er líklegt að það eigi ákveðna sök á hærra hitastigi á jörðinni. Að undanfömu hafa vísinda- menn við háskólann í East Anglia unnið að söfnun sögulegra gagna um hitastig á meginlöndum jarð- arinnar. Þeir telja niðurstöður sínar þær nákvæmustu sem völ er á í dag og þá sér í lagi þær sem ná til landsvæða sunnan mið- baugs. Þrátt fyrir vemlegar hitasveiflur frá ári til árs sýnir samantekt þeirra áberandi aukn- ingu meðalhita á síðastliðnum 130 ámm. Það sem merkilegt er við niðurstöðumar er að greinileg hitaaukning hefur átt sér stað bæði á norður- og suðurhveli jarð- arinnar. Vísindamennimir telja þetta greinilega vísbendingu um það að meðalhitastig jarðarinnar í heild sé stöðugt að hækka. Niðurstöð- umar sýna að mesta hitaaukning- in hefur átt sér stað á tveimur tímabilum sem em frá 1915 til 1940 og á ámnum eftir 1970. í hvom tilfelli var hitaaukningin um eða rétt undir 0,5°C. Hlýjast var sitthvom megin miðbaugs á fyrstu ámm þessa áratugs, en nokkur kólnun átti sér stað árin 1984 og 1985 á norðurhveli jarðar. Talið er að rekja megi orsakir þessarar kóln- unar til gossins í eldfjallinu el Chichon í Mexico árið 1982. Við eldogs þyrlast mikið magn ryks og ösku upp í lofthjúpinn en slíkt leiðir til minnkunar þess sólarljóss sem nær yfirborði jarðarinnar. Agnir sem berast upp í heiðhvolf- ið geta dvalið þar mánuðum eða jafnvel ámm saman og því haft áhrif á veðurfar löngu eftir að gosið á sér stað. Þann 17. apríl síðastliðinn birti J. Oerlemans sem starfar við há- Eldgosið { E1 Chichon leiddi til mælan- Línuritið sýnir breytingu á lengd nokkurra skriðjökla í legrar kólnunar á norðurhveli jarðarinn- Evrópu (í Noregi og í Alpafjöllunum) á undanförnum ar. fjórum öldum. 1850 1870 1890 1910 1930 1950 1970 1990 n n n.ftn fS Wl - \l\í 11 1 1 Sunnan miðbaugs -J 1 1 1 1 1 l JL L-X-l 1850 1870 1890 1910 1930 1950 1970 1990 Hitasveiflur meginlandssvæða fyrir norðan og sunnan við mið- baug. Gætir þeirra sem þurrka í Afríku? skólann í Utrecht grein í vísinda- tímaritinu Nature þar sem hann skýrir frá niðurstöðum athugana sinna á áhrifum innrauðrar geisl- unar á stærð skriðjökla. Hann sýnir fram á að örlítil aukning á innrauðri geislun í dal, sem ein- ungis að hluta til er þakinn með skriðjökli, getur haft mikil áhrif á lengd jökultungunnar. Þetta kemur til af því að sá hluti dals- ins sem er ekki þakinn jökli hitnar og leiðir til lárétts hitaflæðis í dalnum, sem veldur minnkun jök- ulsins. Hrifa þessara gætir ekki ef dalurinn er alþakinn jökli, en hugsanlegt er að þau skýri á hvem hátt jöklar geta verið ná- kvæmur mælikvarði á innrautt geislamagn við yfirborð jarðarinn- ar, sem vissulega er nátengt C02-magni lofthjúpsins. Áð undanfömu hefur sú skoðun verið látin í ljós að þurrkatímabil á Sahel-svæðinu í Afríku séu ná- tengd langtíma veðurfarsbreyt- ingum sem eiga sér stað á jörðinni. Þegar árið 1974 komu fram hugmyndir um það að óvenjulega mikill sjávarkuldi að sumarlagi í hitabeltishluta Atl- antshafsins ætti sök á minni úrkomu á Sahel-svæðinu. Árið 1978 vom rök að því leidd að frá- vik í yfirborðshita Atlantshafsins við miðbaug hefðu haft áhrif á úrkomu Sahel-svæðisins á nokkr- um undanfömum ámm, en engin tengsl fundust þar á milli á ámn- um fyrir 1940. Með því að notast við áreiðan- legri og víðtækari gögn hafa Folland og samstarfsmenn hans við „Metrologlical Offíce" í Lon- don sýnt fram á að núverandi þurrkatímabil í Sahel er nátengt sjávarhitasveiflum á mjög stóm svæði. Folland og félagar sem einnig birta grein um niðurstöður sínar þann 17. apríl í Nature finna náin tengsl milli þurrka á Sahel- svæðinu og hitastigs suðrænna hafsvæða sem og Norður-Ind- landshafs. Á þurrkatímum er hitastig þessara hafa tiltölulega hærra en hitastig norrænna haf- svæða. Veðurfræðingamir telja að meðalgildisfrávik sjávarhita orsaki breytingar á vindum hita- beltissvæðisins sem hafa veruleg áhrif á úrkomu á Sahel-svæðinu. Þessar nýju niðurstöður munu vissulega hafa áhrif á þær rann- sóknir er varða athuganir á langtíma breytingum veðurfars á jörðinni. Áðurnefndir vísinda- menn við háskólann í East Anglia sem hingað til hafa takmarkað athuganir sínar við meginlands- svæði jarðarinnar hafa lýst því yfir að næsta skref þeirra sé að taka niður hitamælingar skipa og bæta þeim við þær upplýsingai- sem þeir þegar hafa. Metsölublaó á hverjum degi! Öryggislykill * sparífjáreigenda VÍRZLUNRRBfiNKINN -vúuuvnneðþén,!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.