Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Mál Arne Treholt: Vilja reka verjandann Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. SÆKJENDUR í máli norska njósnarans Ames Treholt hafa krafist þess að Ame Haugestad, veijanda hans, verði vikið úr starfi. Þeir segjast hafa undir höndum sannanir fyrir því að Haugested hafi komið leynilegum upplýsingum á framfæri við utanaðkomandi aðila. Treholt hefur krafíst þess að mál máls. hans verði tekið fyrir að nýju og verður brátt tekin ákvörðun þar að lútandi. Sækjendumir tveir í máli hans hafa sent dómurunum bréf þar sem þeir krefjast þess að veij- anda hans verði vikið úr starfí og verður tekin afstaða til þeirrar kröfu í haust. Svo sem kunnugt er af fréttum var Treholt dæmdur í 20 ára fangelsi í undirrétti. Haugestad viðurkennir að hafa sýnt endurskoðanda nokkrum skjöl varðandi eignir Treholts og segist hafa viljað fá atvinnumann til að fara yfír mat ákæruvaldsins á þeim. Haugestad telur að með bréfínu séu sækjendumir að veitast að sér og sinni persónu. Ame Treholt er sagð- ur vera hinn reiðasti vegna þessa Treholt rak Alf Nordhus, annan veijanda sinn, úr starfí fyrr í sum- ar. Nordhus hafði ætlað sér að halda uppi vömum í máli Egils Ulateig en hann gerði yfírvöldum kunnugt um flóttaáform Treholts. Treholt gat engan veginn fellt sig við það. Alf Nordhus skrifaði þá Treholt bréf þar sem hann hvatti Trehoit til að leita sér geðhjálpar. Hann segir Treholt vera uppfullan af ranghugmyndum um sjálfan sig og hlutverk sitt. Treholt hefur einnig látið í ljós óánægju með störf Ame Hauge- stads og telur hann ekki hafa fært sér alla möguleika til málsvamar í nyt. Khomeini: * Iranar berjast til síðasta blóðdropa Sijörnur íhjónaband Kvikmyndaleikkonan Tatum O’Neal og tennisstjarnan John McEnroe koma út á kirkjutröppurnar eftir að hafa verið gefin saman í hjónaband sl. föstudag. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 17 skýjað Amsterdam 20 24 heiðskfrt Aþena 23 34 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Berlin 14 28 heiðskírt Brussel 12 25 skýjað Chicago 19 22 rigning Dublin 10 16 skýjað Feneyjar 30 heiðskfrt Frankfurt 13 28 heiðskírt Genf 1S 30 heiðskfrt Helslnki 16 24 heiðskfrt Hong Kong 28 32 heiðskírt Jerúsalem 19 27 heiðskfrt Kaupmannah. 15 21 heiðskírt Las Palmas 25 léttskýjað Lissabon vantar London 18 skúrir Los Angeles vantar Lúxemborg 19 skýjað Malaga 22 þoka Mallorca 29 léttskýjað Miami 27 30 skýjað Montreal 15 25 rigning Moskva vantar NewYork 22 29 skýjað Osló 8 20 rigning París 15 29 heiðskírt Peklng 21 31 heiðskfrt Reykjavík 13 skýjað Ríóde Janeiro 14 34 heiðskfrt Rómaborg 20 36 skýjað Stokkhólmur 12 20 heiðskírt Sydney 11 16 rigning Tókýó 25 32 skýjað Nikósía, AP. Hussein og Mubarak: KHOMEINI, leiðtogi Iran, lýsti því yfir í gær að Iranar myndu beijast til síðasta blóðdropa, fremur en að gefast upp fyrir Irökum í stríði þjóðanna er geysað hefur í 6 ár. Aukin harka hefur færst í átök- in undanfamar vikur og saka báðir aðilar hinn um að gera árásir á íbúðarhverfi. íranar segja að all- margir almennir borgarar hafí særst í árás á borgina Isfahan í gær og að ein herþota íraka hafi verið skotin niður. Útvarpið í Bagdad sagði að 74 almennir borg- arar, þar af 21 bam, hafí látist og 140 særst í árás er Iranar gerðu á miðvikudag á íbúðarhús í Sulay- maniyah héraði. Litið er á yfírlýsingu Khomeinis um baráttugleði írana sem svar við friðaráætlun þeirri er Saddam Hussein, forseti írak, birti sl. sunnudag, þar sem hvatt var til þess að endir yrði bundinn á stríðið. íranar samþykkí friðaráætlun Iraka Kairó, AP. TVEGGJA daga viðræðum Mubaraks Egyptalandsforseta legri yfirlýsingu hvöttu þeir Husseins Jórdaníukonungs og lauk í Kariró í gær. I sameigin- írani til að ganga að friðartil- Ný bók um þriðju heimsstyijöldina: Úrslitin ráðast í átökum við ísland FYRIR SKÖMMU kom út ný skáldsaga eftir bandaríska höfund- inn Tom Clancy, en hann skrifaði metsölubókina The Hunt for Red October. I hinni nýju bók, sem Clancy nefnir Red Storm Rising (Rautt óveður i aðsigi), er fjallað töluvert um ísland, hern- aðarmikiivægi þess og afdrif þess í ófriði. í síðasta hefti banda- ríska vikublaðsins Time birtist umfjöllun um bókina eftir Walter Isaacson. Hann hælir höfundi á hvert reipi fyrir áreiðanleika í hernaðarmálefnum, þrátt fyrir að hann telji að hinum mannlega þætti hefði mátt gera hærra undir höfði. Þessi grein er lauslega byggð á gagnrýni Isaacson. Tom Clancey, sem er trygg- ingasölumaður frá Maryland, hefur alla tíð verið mikill áhuga- maður um hermál, sérstaklega þau sem lúta að flotanum. Þegar hann skrifaði bókina The Hunt for Red October, sem fjallar um leit að sovéskum strokukafbáti, þótti hún svo raunsönn að Bandaríkja- floti gaf hana út, en til þessa hefur hann aðeins gefið út tækni- og sérfræðirít um flotamálefni. Bókin seldist svo vel að hún var á skrá yfir metsölubækur í sjö mánuði samfleytt. I Red Storm Rising nægir Clancy ekki að fjalla um leit að einum kafbáti; í þetta skipti er viðfangsefnið þriðja heimsstyij- öldin. Strangtrúaðir múslímar eyði- leggja mikilvæga olíuhreinsunar- stöð í Sovétríkjunum, og leggja Kremlarbændur þá á ráðin um kaldrifjaða áætlun til þess að forða ríkinu frá efnahagshruni. KGB-menn drepa hóp sovéskra skólabama í sprengjutilræði, sem þeir kenna vestur-þýskum hryðja- verkamönnum um. I framhaldi af því ráðast þeir svo inn í Vestur- Evrópu, hertaka ísland og senda allan tiltækan flota sinn frá Mur- mansk, í því skyni að hafa sigl- ingaleiðir á Norður-Atlantshafi á sínu valdi. Þetta gera þeir til þess að geta hemumið olíusvæðin við Persaflóa, í von um að geta hald- ið þeim eftir að ófriði lýkur í Evrópu. Þegar almenningur veltir fyrir sér þriðju heimsstyijöldinni, telur hann gjaman að um óumflýjan- legt gereyðingarstríð sé að ræða. í þá gildru fellur Clancy ekki. Styijöld hans er „hefðbundin", í þeim skilningi að kjamorkuvopn- um er ekki beitt, en í raun byggist hemaðurinn meira á örtölvutækni en sprengikrafti. Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á hermálum, er bókin hreinasta gullnáma. T.d. mikið sagt frá hinni leyndardómsfullu flugvél F-19, sem bandaríski flug- herinn vill ekki einu sinni viður- kenna að sé til, þrátt fyrir að talið sé að vél þeirrar gerðar hafí far- ist í Kalifomíu í síðasta mánuði. Fyrir Islendinga er þó líklega mest að græða á nákvæmri um- fjöllun bókarinnar um mikilvægi Islands í vamarkeðju NATO. Fer enda svo að úrslit stríðsins ráðast af stöðu mála hér á landi. Skáldsaga Clancys hefur verið gagnrýnd af sumum, fyrir að vera of nákvæm, of trúverðug. Þykir gagnrýnendum hann einbeita sér um of að tækni og bardagalýsing- um. En þrátt fyrir að Clancy velti sér upp úr nýjustu tækni og Tom Clancy vísindum, bendir hann samt sem áður á mikilvægi hins mannlega þáttar. Á hinu hernumda íslandi fylgjast fjórir Bandaríkjamenn með athöfnum Rauða hersins og tekst þeim að senda upplýsingar um þær til herstjórnar NATO. í fyrstu vefengja herforingjar bandalagsins upplýsingamar, en að lokum fer svo að úrslit stríðsins velta á sannleiksgildi þeirra. Af bókinni má ráða að margir íslendingar geri sér e.t.v. ekki næga grein fyrir hemaðarmikil- vægi landsins, en Clancy telur ísland greinilega einn mikilvæg- asta hlekkinn í vamarkeðju vestrænna þjóða. Er því óhætt að ráðleggja öllum áhugamönnum um utanríkismálefni Islands að lesa hana, þó svo að hernaðarfrá- sagnir freisti þeirra ekki. boði íraka og mæltust til þess óbeinlínis, að Sýrlendingar og Líbýumenn hættu að styðja írani i stríðinu. Leiðtogamir hvöttu til þess að Iranir og Irakar drægju heri sína til baka að landamærum ríkjanna, semdu um frið, skiptust á föngum og skuldbindu sig til þess að hafa ekki afskipti af inn- anlandsmálum annarra ríkja. Þeir vöruðu við áhrifunum er þetta stríð, er staðið hefur í sex ár hefur haft á samband Araba- ríkja innbyrðis og létu í ljósi þá skoðun að Arabaríkin ættu að standa við samninga er þau hefðu gert sín í milli. Sérstaklega var tilgreindur vamarsamningur er gerður var árið 1950, þar sem segir að árás á eitt ríki skoðist sem árás á þau öll og skuld- bindur aðila til að koma þeim til aðstoðar er fyrir árásinni verður. í yfírlýsingunni kom fram að leiðtogamir álíta að friður í Mið- Austurlöndum og réttindi Palestínuaraba verði best tryggð, ef samkomulag náist á ráðstefnu er deiluaðilar og ríkin er sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna taki þátt í. Hussein og Mubarak ræddu einnig um árangur ferðar Bush varaforseta Bandaríkjanna og ágreining þann er risið hefur milli Husseins og Yasser Arafats, leiðtoga PLO-samtakanna. Sögðu egypskir embættismenn að Egyptar myndu halda áfram að reyna að miðla málum milli Jórdaníukonungs og Arafats.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.