Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aóstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Akureyri — Hafnarfjörður Málefni sveitarfélaga sem skipuðu verðugan sess í fjölmiðlum fyrr á þessu ári meðan aðdragandi og úrslit sveitar- stjómarkosninga vóru efst á baugi, eru löngu fallin í skugga annars fréttaefnis. Framvinda sveitarstjómarmála, sem varða flest staðbundin mál og eru í raun ramminn utan um daglegt líf borgaranna, skipta þó jafn miklu máli á líðandi stund og þegar talið var upp úr kjörköss- unum. I mörgum sveitarfélögum kemur eftirmáli kosninganna fram í breyttum sveitar- eða bæjarstjómarmeirihluta með ólík viðhorf og aðra starfshætti. Sú var meðal annars raunin í tveim- ur gamalgrónum kaupstöðum, Akureyri og Hafnarfírði. Á Akur- eyri hvarf vinstri meirihluti frá völdum eftir áralangan valdafer- il. í Hafnarfirði gerðizt hið gagnstæða. Þar tók við meiri- hluti Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. í grein sem Ámi Grétar Finns- son, bæjarfulltrúi, skrifar í Morgunblaðið sl. miðvikudag kemur m.a. fram, að Qárhags- staða Hafnarfjarðarkaupstaðar var mjög traust um sl. áramót, þrátt fyrir það að bæjarsjóður þurfti að axla verulegar skuldir vegna bæjarútgerðar. „Er mér ekki kunnugt um,“ segir bæjar- fulltrúinn, „að nokkurt annað bæjarfélag af hliðstæðri stærð hafí staðið ^árhagslega betur en Hafnaríjörður. Þannig hefur það og verið í mörg undanfarin ár og á sama tíma hafa átt sér stað miklar framkvæmdir á vegum bæjarins, sem yfírleitt hafa verið greiddar jafnóðum. Hinn nýi meirihluti tók því ekki við neinum skuldahala, heldur settist í blóm- legt bú.“ í nýútkomnu Alþýðublaði Hafnarfjarðar er hinsvegar skýrt frá því að komið sé „tómahljóð" í bæjarkassann. í því sambandi rifjar bæjarfulltrúinn upp að fyrir u.þ.b. einum og hálfum mánuði hafí bæjarstjóm Hafnaifyarðar hækkað laun starfsmanna um 8,6%. Nýr bæjarstjóri hafí þá staðhæft, að þessi ákvörðun myndi hvorki bitna á fram- kvæmdum né þjónustu bæjarins, þar eð nægir fjármunir væru fyr- ir hendi til að mæta þessum kostnaðarauka. Aðeins nokkrum vikum síðan sér hinn nýi meiri- hluti Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sig neyddan til að skýra frá því, að lausafjárstaða bæjarins hafí „sjaldan verið jafn slæm og nú“. Á skömmum tíma skipast veður í lofti. Ákureyri, höfuðstaður Norður- lands, á djúpar rætur, bæði menningarlega og atvinnu- og efnahagslega. En staða kaup- staðarins hefur ekki styrkzt þau kjörtímabil, sem vinstri meirihluti hefur farið þar með völd. Þrátt fyrir það að Akureyringar hafí þegar fyrir áratugum skotið fleiri stoðum undir atvinnulíf sitt en flest önnur byggðarlög, það er byggt jöfnum höndum á um- fangsmiklum sjávarútvegi, fjöl- þættri landbúnaðarþjónustu, margs konar iðnaði, verzlun og þjónustu, ekki sízt ferðaþjónustu, hafa verið blikur á lofti í atvinnu- málum þeirra á gengnum árum, ekki sízt í byggingariðnaði. Þannig leggur nýr bæjarstjóri á Akureyri, Sigfús Jónsson, meg- ináherzlu á það í viðtali við Morgunblaðið, að „rífa þurfí upp atvinnulífíð" og að „brýnast sé að efla viðskipti og þjónustu", svo byggðarlagið geti staðið undir nafni sem höfuðstaður og mið- stöð Norðurlands. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu bæjarmála - dómi reynslunnar - á þessum tveimur stöðum, Akureyri og Hafnarfírði, þar sem kjósendur skiptu um meirihluta; hvað á eftir að fylgja í kjölfar hægri sveiflu nyrðra og vinstri sveiflu í fírðinum. Skermar og dagsektir Morgunblaðið greinir frá því í fréttum gærdagsins að tíu sjónvarpsskermar hafí verið reistir í óleyfi í Reykjavík, en leyfí byggingamefndar þarf til upp- setningar. Einn af þeim skermum, sem risið hafa án formlegs leyfís réttra yfírvalda, er á húsi sovézka sendiherrans í Reykjavík. Það em nokkur ár síðan að sá skermur var settur upp. „Við höfum rætt þetta mál við þá Sovétmenn," sagði skrifstofustjóri hjá bygg- ingarfulltrúanum í Reykjavík í viðtali við Morgunblaðið í gær, „og þeir lofuðu að færa skerm- inn, en þeir hafa ekki staðið við það“. Skrifstofustjórinn segir enn- fremur að þeir sem sett hafí upp slíka skerma, án leyfís, megi búast við því að þeim verði gert að fjarlægja þá að viðlögðum „dagsektum". Hinsvegar séu lög- fræðingar ekki á einu máli um „hvort hægt sé að beita sendi- ráðsmenn dagsektum, en það telst hæpið“, segir skrifstofu- stjórinn. Furðulegt er ef erlend sendiráð geta brotið íslenzkar bygginga- reglugerðir, ámm saman, sem og eigin loforð, án þess að sæta sömu viðurlögum og landsmenn sjálfír. Morgunblaðið/Óli Gísli Sveinbjörnsson Meðal efnis á skemmtidagskrá sem var flutt á túninu hjá Hótel Höfn var að meðlimir leikfélags Homa- fjarðar fluttu revíuþætti. Hér syngur Ásgeir Gunnarsson revíu-vísur af miklum móð. Haf narhreppur: Frá 40 ára afmæli Hafnarhrepps HÖFN í Homafirði átti fjöratíu ára afmæli i sumar. Kauptúnið er þó eldra, en það á rætur sínar að rekja til þess er verslunarstað- ur var fluttur til Hafnar frá Papósi 1892. Homfirðingar héldu upp á afmæiið með ýmsu móti síðustu vikuna í júlí. M.a. var haldið upp á afmælið með útihátíð á túninu hjá Hótel Höfn laugardaginn 26. júlí. Þar flutti Sturlaugur Þorsteinsson odd- viti Hafnarhrepps ávarp, leikfélag Hornafjarðar flutti revíuþætti, og Benedikt Þorsteinsson flutti annál Hafnarhrepps. Þá voru íjórir aldr- aðir borgarar heiðraðir, þrír með- limir fyrstu hreppsnefndarinnar 1946 og elsti innfæddi Hafnar- búinn. Þá var haldin sögusýning í Heppuskóla, þar sem m.a. voru sýndar gamlar myndir frá Höfn. Stóð sú sýning frá 26 júlí til 1. ágúst og á sama stað og tíma hélt Jóna Imsland vefnaðarlistamaður sölusýningu á verkum sínum. Einn- ig var starfrækt svæðisútvarp í þijá daga, 24. til 26. júlí, í Sjálf- stæðishúsinu, og sá Albert Eymundsson skólastjóri um það. Laugardaginn 26. júlí var svo öllum hreppsbúum boðið til veislu í íþróttahúsinu. Kvöldið eftir var svo dansleikur. Heimir Þór Gíslason var formaður undirbúningsnefndar, en megnið af vinnunni við afmælis- haldið var sjálfboðavinna. Meðal þess sem Hafnarbúar gerðu i tilefni af 40 ára afmælinu var að reka svæðisútvarp. Var það starfrækt i Sjálfstæðishúsinu i þijá daga i umsjá Alberts Eymundssonar skólastjóra, en m.a. efnis fengu unglingar nokkrum sinnum að ráða dagskránni. í tilefni af afmælinu var sögusýning í Heppuskóla þar sem m.a. vora til sýnis þessar gömlu myndir. S\\\\\UI/ Jóna Imsland vefnaðarlistamaður hélt sýningu á verkum sinum i Heppuskóla og var sýningin sett upp í tilefni af afmælinu. Coldwater og Iceland Seafood — til góðs eða ills eftir Þorstein Gíslason í greinaflokki Ásgeirs Jakobs- sonar undanfarið eru „fískrétta- verksmiðjur" Islendinga í USA taldar til tjóns fyrir íslenzkan sjáv- arútveg og Bandaríkjamarkaðurinn óhagstæður, betra að selja allan fisk ferskan til Evrópu. Höfundur- inn setur fram forsendur fyrir þessu, sem eru rangar og sumar þeirra skulu leiðréttar hér. Verksmiðjur Coldwater og Ice- land Seafood í USA kaupa físk- blokkir sem hráefni, sumpart frá íslandi og sumpart frá öðrum lönd- um. Frystihúsin fá ávallt fullt verð fyrir blokkimar og borga engan sölukostnað þótt þær séu endurseld- ar til óskyldra aðila. Frystihúsin ráða sjálf hvort þau framleiða blokkir fyrir verksmiðjumar og kjósa ævinlega að gera það. Verk- smiðjumar skapa þannig stöðuga sölumöguleika á blokkum fyrir fullt verð. Erfítt er að koma því heim hvemig þetta gerir verksmiðjumar að „grundvallarskekkju í sjávarút- vegsdæminu". Það er einnig hæpin kenning að verksmiðjumar standi í vegi fyrir að fiystihúsin selji beint til verzlana erlendis. Sáralítill hluti af framleiðslu verksmiðjanna í USA er seldur til verzlana, vegna þess að það borgar sig ekki. Það eina sem verksmiðjumár sjálfar fá frá íslandi eru blokkir, og ég hef aldrei heyrt talað um að nein verzlun hafi keypt fískblokkir. Þótt blokk- imar séu framleiddar úr flökum eða flakapörtum, þá er það nú svo, að í þær fara aðeins flök sem ekki eru nothæf í annað, eins og flestir vita, og þannig varð til orðið „blokka- matur“. Það er ekki rétt að íslenzku verk- smiðjumar í USA _ hafí verið byggðar fyrir fé frá íslandi. Þær voru byggðar fyrir lánsfé, sem þær hafa sjálfar staðið undir að endur- greiða. Það er einnig rangt að sjávarútvegurinn á íslandi standi undir árlegum rekstrarkostnaði verksmiðjanna með lágu fískverði, því að þær borga fullt verð fyrir allt sem þær fá frá íslandi. Skipt- ingin á því verði milli íslenzkra aðila er svo allt annað mál, og sé hún ekki rétt, þá dugar ekki að draga neinn rekstur erlendis inn í það atriði. Höfundurinn setti fram fróðlega kenningu um að íslenzkur sjávarút- vegur ætti að fá greiddan einhvem ákveðinn hluta af heildarveltu Cold- water og Iceland Seafood, burtséð frá því að þau fyrirtæki borga fullt verð fyrir allt sem þau kaupa frá íslandi. Þessi kenning mun alveg „Það er ekki rétt að íslenzku verksmiðjurn- ar í USA hafi verið byggðar fyrir fé frá Islandi. Þær voru byggðar fyrir lánsfé, sem þær hafa sjálfar staðið undir að endur- greiða. Það er einnig rangtað sjávarútvegur- inn á Islandi standi undir árlegum rekstr- arkostnaði verksmiðj- anna með lágu f iskverði, því að þær borga fullt verð fyrir allt sem þær fá frá ís- landi.“ óþekkt í viðskiptum og ég held ekki að hún muni verða almennt tekin upp af neinum, þótt freistandi væri að selja stórum kaupendum sem gætu fallizt á slíka reglu. Margir átta sig ekki á því að verðmæti fiskblokkanna er aðeins brot af heildarverðmæti framleiðslu frystihúsanna, en þar skiptir verð- mæti flakapakkninga langmestu máli. íslenzku sölufélögin í USA hafa aukið notkun fískblokkanna, en hafa ekki veruleg áhrif á mark- aðsverð þeirra að öðru leyti. Hins vegar er hlutdeild félaganna í flaka- sölunni þannig, að þau hafa getað haft afgerandi áhrif á verðlagið. Þessi tæp 22 ár sem ég var for- stjóri Coldwater, var verð þorsk- flaka meira en fimmfaldað, og íslenzka verðið alltaf langhæst mið- að við alla aðra. Þess konar þróun var niðurstaða þeirrar sölustefnu sem var rekin fyrir SH og SÍS í USA. Þótt íslendingum hafi aldrei dugað þessar verðhækkanir, þá er hitt víst, að án sölufélaganna hefðu þær orðið miklu minni, og þeim mun minna hefði komið til skipt- anna á íslenzka þjóðarbúinu. Hugleiðingar um hvort nú þurfí að losa sig við Coldwater, og þá væntanlega einnig Iceland Seafood, varða auðvitað mest frystihúsin sem eiga þessi félög, og þekkja þau bezt. Ekki tel ég líklegt að þeir líti svo á, að það bæti hag þeirra að loka þeim sölumöguleikum sem í áratugi hafa reynzt þeim vel. Höfuadur er verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. AF ERLENDUM VETTVANGI Kúvending í skattamál- um í Bandaríkjunum SAMEIGINLEG nefnd beggja deilda Bandaríkjaþings kemur saman í þrúgandi hitanum í Washington í þessum mánuði til að samþykkja frumvarp til breytinga á skattalögum. Frumvarp þetta mun að lyktum hafa áhrif á hvern einasta borgara á hnattkúlunni. Svo virðist' sem Bandaríkjamenn undir forystu Reagans séu i þann mund að taka forystuna í skattamálum og leiða hinar ríku þjóðir brott frá skattkerf- um, sem þrýstihópar hafa komið á og felast í því að gera fé upptækt. Þessi skattheimtukerfí hafa undanfarin fímmtíu ár litlu áorkað öðru en að leiða alþjóðleg- an iðnað á villigötur. Kjarni kerfanna, sem brugðust, var sá að eigendum velmegandi fyrir- tækja var sagt að þeir ættu yfír höfði sér slíka skattheimtu að helmingur hagnaðar fyrirtækj- anna yrði gerður upptækur. En þessir aðiljar þyrftu ekki að greiða umræddan skatt ef þeir gerðu vissa hluti, sem ríkisstjómin vildi fá framgengt. Skattbylting er yfirvofandi á Vesturlöndum vegna þess að bandarískir stjórnmálamenn hafa allt í einu komist að því að veija má fénu, sem fer í súginn vegna skattheimtukerfísins, bæði á vin- sælli hátt og með meiri árangri. 46 prósent skattur er nú lagður á hvert það fyrirtæki í Banda- ríkjunum, sem sýnir meiri hagnað en 100 þúsund dollara. En ýmis fyrirtæki sem árlega velta allt að fímm hundruð þúsund sinnum hærri upphæð en þetta greiða sama sem enga skatta. Ástæðan er sú að stjómendur bandarískra fyrirtækja geta farið fram á fjár- festingarívilnanir eða aðrar skattaívilnanir ef rekstrarfénu er varið til hluta, sem þingmönnum eitt sinn vom að skapi. Þrýstihóp- ar iðngreina á fallanda fæti hafa kreist þessar ívilnanir út úr Bandaríkjaþingi. Þiýstihópamir kváðu viðskiptavini sína ekki hafa efni á einu og öðm nema þeir fengju skattafrádrátt til að gera hvort tveggja. Það er augljóst að ráðamenn velmegandi fyrirtækja em ekki reiðubúnir til að ráðast í framkvæmdir eftir áætlun skatt- heimtumannsins. En þar sem skattheimtan borgar reikninginn gera þeir það engu að síður. Með því að skera niður þennan skattafrádrátt gætu bandarískir stjómmálamenn á næsta ári lækk- að hagnaðarskatt á fyrirtæki úr 46 prósentum í 33 eða 36 prósent og haldið því fram að skatttekjur af fyrirtækjum aukist um 100 til 150 milljarða dollara á næstu fímm ámm. Þetta er hin villandi aðferð stjómmálamannsins til að segja að skattheimta af fyrirtækj- um verði 1990-91 25 til 40 millj- ónum dollara hærri en ella. Þessi upphasð verður síðan not- uð til að lækka tekjuskatt á einstaklinga um einn ellefta hluta. Bandarískur tekjuskattur er um þessar mundir í fjórtán mismun- andi þrepum. Hinir fátækustu greiða 11 prósent tekjuskatt og þeir hinna ríkustu, sem ekki ráða sér endurskoðanda til að fylla út skattseðilinn, greiða 50 prósent. Breytingar þessar á skattalögum verða lögfræðingum vissulega þyrnir í augum vegna þess að þeir verða sviptir ýmsum uppá- haldsaðferðum sínum til að komast undan skatti. Mikið fé sparast við að loka þessum undan- komuleiðum undan skattheimtu og gæti skattheimtukerfi Banda- ríkjamanna breyst á þann veg að Reagan hyggst nú beita öxinni til að draga úr skattheimtu aðeins verði tvö skattþrep; 15 prósent og 27 prósent. Að vísu gætu ýmsar flækjur leitt til þess að efri mörk tekjuskatts verði í raun við 32 prósent. Hvað sem gerist þá verður auðugasta þjóð í heimi með lægsta tekjuskatt (af hátekjum) af iðnríkjum heims. Evrópa siglir í kjölfarið Víst er að aðrar auðugar þjóðir verða að þoka sér í átt að þessu kerfi, ef þær ætla að halda í auð- inn. Þjóðir, sem á áttunda ára- tugnum bjuggu við hæstu skattheimtu yfír 60 prósentum, urðu fyrir því að fólkið með bestu menntunina flutti úr landi og skortur varð á hugviti. Nú verða þau ríki, sem heimta hæsta há- tekjuskattinn, fyrir öðrum og alvarlegri skorti. Fyrirtæki í nú- tímaiðnaði, sem fást aðallega við að koma upplýsingum áleiðis (við- skiptaþjónusta, tölvur, rannsóknir o.s.frv.), hverfa. Upplýsingar eru þyngdarlaus verslunarvara og þeir, sem versla með upplýsingar, setjast að þar sem helstu starfs- menn búa við sem minnsta skattheimtu. Og þetta á reyndar ekki aðeins við um mikilvægustu starfsmennina. Öll sú atvinna, sem sköpuð hefur verið í framsæknustu iðn- ríkjum heims, hefur verið við lítil fyrirtæki. Þau fyrirtæki, sem mestum árangri hafa náð, hafa verið stofnuð af litlum hópum fólks með hugmyndir og þor til að hrinda nýjungum í fram- kvæmd. Og oft eru þessar nýjung- ar skammlífar og verða undir þegar aðrar nýjungar koma fram. Hingað til hafa menn auðgast á þessum nýju fyrirtækjum með því að eiga hlutabréf. En hluta- bréf eru fyrirbæri, sem búið var til á vorum tímum þegar þyngri skattur hefur verið lagður á tekjur en arð, sem fékkst af að selja pappírssnifsi. Eftir að skattalaga- breytingamar verða um garð gengnar 1 Bandaríkjunum virðist ljóst að hlutabréfabrask mun lúta í lægra haldi fyrir öðru fyrirkomu- lagi: skiptingu gróðans. Og þetta fyrirkomulag mun ganga gegnum raðir verkamanna og samstarf kemst á í áhættufyrirtækjum um nýjungar. Nauðsynlegt er að Evr- ópuríki geri breytingar á skatta- lögum til að efla slík áhættufyrir- tæki. Þessar breytingar verða komnar á í Bandaríkjunum á næsta ári. Æskilegast er fyrir Bandaríkja- menn að nefndin samþykki að strangar tillögur fulltrúadeildar þingsins um að loka undankomu- leiðum fyrirtækja undan skatti og tillögur öldungadeildarinnar um að leggja niður aðferðir til að komast undan tekjuskatti verði teknar inn í frumvarpið. Aftur á móti væri verra ef nefndin léti undan þrýstihópum, sem vilja fara ívilnanaleiðina. Líkast til verður styrr um fyrsta frumvarpið, sem mun fela í sér að helstu sérrétt- indi vopnaframleiðenda, olíufyrir- tækja og nokkurra banka verða afnumin. En í frumvarpinu verða skattaívilnanir fyrirtækja í málm- frekum iðnaði lagðar niður og flýtir það fyrir því að þessi fyrir- tæki flytji starfsemi sína til Asíu með aðsetur í Taiwan. Japönsk iðnfyrirtæki verða að leita sömu leið vegna þess hversu gengi jap- anska jensins er hátt. Ýmsir Evrópumenn munu halda fram að þær skattaívilnan- ir, sem Bandaríkjamenn ætla að leggja niður, eigi að setja í skatta- lög Evrópuríkja og laða þannig japönsk og bandarísk fyrirtæki í málmiðnaði frekar en að reita jafnréttissinna til reiði með því að draga úr skattheimtu af auðkýfíngum í orði kveðnu. Eng- inn heldur því fram að Evrópuríki neyðist til að leggja niður velferð- arríkið ef þeir lækka tekjuskatt af hátekjum vegna þess að í öllum Evrópuríkjum eru dæmi um und- ankomuleiðir undan skattheimtu, sem þyrfti að afnema. Það er heldur ekki nauðsynlegt að Evrópuríki lækki skatt af há- tekjumönnum jafn mikið og Bandaríkjamenn gera á næsta ári, sérstaklega þar sem fylkis- stjórnir í Bandaríkjunum heimta allt frá núll upp í tíu prósent skatt í Kalifomíu ofan á skattheimtu ríkisins. Auðugar Evrópuþjóðir, sem ná árangri, verða þess um- komnar að bæta tíu prósentum ofan á þessi 27 prósent banda- ríska ríkisins. En sú verður ekki raunin með ríki, sem ekki ná árangri og þykjast málsvarar jafnréttis, nema ráðamenn þeirra vilji að æðstu dyggðir ibúanna verði framtaksleysi og heimska. Þegar Reagan hóf herferð sína til að láta stór fyrirtæki borga skattinn sinn og afnema skattaív- ilnanir, sem komið hafa ríkum vinum forsetans til góða, ætlaði hann að færa Bandaríkjamönnum einfalda skattalöggjöf. Sú varð ekki raunin vegna þess að frum- varpið er 2.800 síður að lengd. í frumvarpinu eru því örugglega villur og mistök og þegar fram í sækir verður að leggja fram frum- vörp á stærð við símaskrá Manhattan til að leiðrétta þau. En enginn skyldi efast um þá stefnu, sem Bandaríkjamenn hafa tekið í skattamálum. Stjómmála- menn ættu að taka það til athugunar og fjárfestendur einn- >g- Greín þessi var leidari f breska vikuritinu Economist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.