Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 8. ÁGÖST 1986 7 Ólafi Tómassyni veitt embætti póst- og símamálastjóra Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri FORSETI íslands, frú Vigdís Fiimbogadóttir, veitti í gær Ólafi Tómassyni, framkvæmdastjóra tæknideildar Póst- og símamála- stofnunar, embætti póst- og símamálastjóra, samkvæmt tillögu samgönguráðherra. Þá var Guðmundur Björnsson, framkvæmda- stjóri fjármáladeildar Póst- og símamálastofnunar, skipaður í starf aðstoðarpóst- og símamálastjóra, sem er ný staða. Ólafur Tómasson, nýskipaður póst- og símamálastjóri. Póst- og símamálastjóri, Jón A. Skúlason, hefur gegnt embætt- inu sl. 15 ár, en lætur af störfum 31. ágúst fyrir aldurs sakir og tekur Ólafur við embættinu 1. september. Ólafur Tómasson fæddist á Akureyri 26. maí 1928 og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Hann nam raf- magnsverkfræði við háskólann í Edinborg og lauk þaðan prófi 1956. Hann var verkfræðingur hjá Landssíma Islands 1956 til 1961, en rak síðan eigin verk- fræðistofu í Kópavogi 1961 til 1963. Þá var hann deildarverk- fræðingur í símatæknideild Landssímans 1961 og frá 1963 yfirverkfræðingur sömu deildar. Hann var yfirverkfræðingur sam- bandadeildar frá 1978 til 1984, þegar hann var skipaður fram- kvæmdastjóri tæknideildar Póst- og símamálastofnunar. Ólafur er kvæntur Stefaníu Maríu Péturs- dóttur og eiga þau fjögur böm. Þá ákvað samgönguráðherra ennfremur að einn af fram- kvæmdastjórum Póst- og síma- málastofnunar skyldi jafnframt gegna stöðu aðstoðarpóst- og símamálastjóra og hefur Guð- mundur Bjömsson, framkvæmda- stjóri fjármáladeildar stofnunar- innar verið skipaður í það starf frá og með 1. september 1986. Guðmundur Björnsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1942 og lauk hann stúdentsprófi frá MA 1963. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1968 og var síðan í framhaldsnámi í stjórnsýslu- störfum í Noregi 1970 til 1971. Guðmundur var fulltrúi í hagdeild Póst- og símamálastofnunarinnar frá júní 1968 og deildarstjóri frá nóvember 1971. Hann var svo skipaður framkvæmdastóri §ár- máladeildar Pósts og síma í janúar 1981. Guðmundur er kvæntur Þorbjörgu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn. Guðmundur Björnsson, aðstoðar- póst- og símamálastjóri. Ráðherrar munu ræða lánskjörin „MÁLIÐ er ekki komið formlega inn á borðið hjá okkur, en ég reikna með því, að það verði í fyrramálið,“ sagði Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, um lánakjör þau er í boði verða í samningum lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofn- unar um lán hinna fyrrnefndu til byggingarsjóðs ríkisins og bygging- arsjóðs verkamanna. „Stjórn Húsnæðisstofnunar vill að ráðuneytin komi inn í málið og taki ákvörðun um hvaða vaxtakjör verði í boði, en lögin gerðu ráð fyr- ir að Húsnæðisstofnun semdi um lánakjör. Við töldum að þetta mál ætti að vera auðvelt í framkvæmd, þar eð það voru aðilar vinnumark- aðarins, sem eiga lífeyrissjóðina, sem settu þetta ákvæði í samninga sína og sem hélst í lögunum um Húsnæðisstofnun svo og í uppkasti því að samningi, sem Húsnæðis- stofnun sendi lífeyrissjóðunum. Þess vegna ætti það ekki að vera neitt vandamál að túlka ákvæðið." Aðspurður um það, hvort lífeyris- sjóðunum stæði til boða að velja á milli þeirra fimm tegunda spariskír- teina ríkissjóðs, sem til boða standi á almennum markaði, sagði Alex- ander að ekki væri víst að svo yrði, enda væru þessi spariskírteini ekki svo stöðug fyrirbæri. „Húsnæðis- stofnun verður að hafa eitthvað ákveðið form til að miða við, þar eð ekki er hægt að vera að rokka með þetta fram og aftur." Alexand- er tjáði Morgunblaðinu, að hann og fjármálaráðherra myndu í samein- ingu ákveða samningsflöt fyrir Húsnæðisstofnun í þessum samn- ingum. Sjá einnig frétt um þessi mál á bls. 18. Vinnuveitendasamband íslands: Fyrirtækin ráða hvort lokað verður 18. ágúst STJORN Vinnuveitendasam- bands Islands mun ekki taka ákvörðun um hvort fyrirtæki innan sambandsins skuli gefa starfsmönnum frí eftir hádegi á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, 18. ágúst. Sagði Kristján Þor- bergson hjá VSÍ, að fyrirtækjun- um væri það í sjálfsvald sett hvort þau lokuðu skrifstofum sínum þann dag eða ekki. Kristján sagði að Eimskipafélag Islands hefði tekið ákvörðun um að loka sínum skrifstofum eftir hádegi 18. ágúst og þannig myndu fyrir- tækin sjálf ákveða hvemig þau haga starfseminni þennan dag. Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um lokun skrifstofa innan SÍS á afmælis- deginum, en sagðist búast við að málið yrði tekið til athugunar á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.