Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAJDIÐ, FÖSTUÐAGUR 8. ÁGÚST 1986 27 AKUREYRI Fimmtíu manns í Flatey um verslunar- mannahelgina Verslunarmannahelgi er víðar haldin hátíðleg en á skipulögðum útihátíðum og hafa gamlir Fla- teyingar og afkomendur þeirra oft fjölmennt í eynna — þá er stendur á Skjálfanda — um versl- unarmannahelgar jafnt sem um aðrar helgar, burtu frá liávaða, ryki og umferð. Að þessu sinni voru u.þ.b. 50 manns í eynni, sem flestir bjuggu í húsum þeim sem verið er að endur- bæta og jafnvel endurreisa þar, en þau tæplega 20 hús sem byggð voru í eynni, eru vel flest mjög illa á sig komin enda lítið sem ekkert eftirlit haft með þeim síðan íbúarn- ir fluttu sig þaðan. Ohætt er að segja að eyjan sé friðsæl, ef frá eru talin hljóð frá náttúrunnar hendi, fuglakvak og flugnaþytur, og drátt- arvél ein sem ábúandinn í Sigtúni notar sem samgöngutæki og raf- stöð. Flatey er íjórtán og hálfa sjómílu frá Húsavík og settust flestir Flat- eyingar þar að þegar þeir yfirgáfu bú sín í eynni verðlaus. Flatey fór í eyði árið 1967 þegar fimm síðustu fjölskyldurnar fluttu burtu, en íbúar þar voru rúmlega 100 þegar flest var og atvinnulíf í blóma. í eynni var barnaskóli, en þegar því námi Iauk þurftu börnin að halda annað til frekara náms og í eynni unnu allir sem vettlingi gátu valdið og Börnin kunnu vel að meta útiveruna í eynni yfir verslunarmannahelgina enda þarf aldrei að passa sig á bilunum þar. Spjallað yfir kaffisopa. fór margur smápollinn snemma til sjós með þeim fullorðnu. Byggt var ágætt samkomuhús þar sem efnt var til dansleikja og annarra uppá- koma þeirra Flateyinga. Samkomu- húsið er ennþá uppistandandi og í tiltölulega góðu ásigkomulagi. Enn- þá eru haldnir þar dansleikir þegar fjölmenni þykir nægilegt til að efna til slíkra samkoma og er þá gjaman stiginn dans við undirleik harmon- ikku eins og vant var þar í sveit. Mikill áhugi er nú á viðhaldi gömlu húsanna í eynni og hafa sjö þeirra nú verið löguð til og eru notuð til sumardvalar. Á vorin hafa grásleppukarlar aðsetur í eynni og salta þar afla sinn enda miðin allt í kring og því stutt að sækja sjóinn. Góð höfn er Góð höfn er í Flatey á Skjálfanda og halda grásleppukarlar til þar á vorin í bátum sínum. Höfnin var ekki útbúin fyrr en um það leyti sem fólk flutti úr eyjunni, 1967. Myndir/Jóhanna Ingvarsdóttir. Harmonikkuleikur er hluti af Flateyjamienningunni og mkkan ómiss- andi í ferðalagið þangað. Hér er Heiða, 8 ára, að skemmta með pabba sinum. í Flatey sem grafin var inn í tjörn í gegnum sjávarbakka og halda sjó- mennimir til þar í bátum sínum. Flateyingar stunduðu sjó- mennsku og hefðbundin landbúnað- arstörf á meðan byggð var þar, en rafmagnsleysið olli mönnum hvað mestum trafala. Æðarvarp er þó nokkuð í eynni og kríuvarj) töluvert einnig. Fugla- líf er fjölskrúðugt og að sögn þeirra sem til þekkja hefur fuglategundum farið fjölgandi í eynni á síðustu ámm og það sama á við um gróður- inn og er hann nú mun fjölskrúðugri en áður. sögðust hafa sungið sig saman í skólakór Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á árunum. Einar lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1982, en hafði alið með sér poppdrauma áður en hann sneri sér að klassíkinni. Jó- hanna sagðist hafa komið víða við, m.a. hefði hún sungið í Hamrahlíðarkórnum og í Diabolus in Musica, sem var hópur nokk- urra MH-inga. Sú þljómsveit starfaði í nokkur ár og gaf út tvær hljómplötur. Þau Einar og Jóhanna sögðust eiga eftir tveggja ára nám úti í Manchester, en vildu engu spá um hvað við tæki að því loknu. „Ef atvinnutækifæri bjóðast úti myndi maður örugglega freista gæfunnar. Okkur langar auðvitað til að starfa á Islandi og eiga þar heima, en það er staðreynd að tónlistarmenn á íslandi eiga erfítt uppdráttar og lifa ekki á tónleika- haldi einu saman. Þeir verða að hafa kennslu sem aðalatvinnu yfírleitt," sagði Jóhanna. „Maður rennir algjörlega blint í sjóinn með því að leggja fyrir sig tónlistarnám, en ég geri ráð fyrir að maður verði að vinna þrotlaust fyrir tilvist sinni sem tónlistarmaður á íslandi. Lista- fólkið þarf sjálft að skipuleggja allt í kringum tónleikahald, jafn- vel raða upp stólunum," sagði Einar. í byijun árs söng Jóhanna með íslensku hljómsveitinni og karla- kórnum Fóstbræðrum undir stjóm Ragnars Bjömssonar altrapsódíu eftir Brahms og verk Hróðmars Sigurbjömssonar, „Eins og skepnan deyr“, úr samnefndri kvikmynd Hilmars Oddssonar. Jóhanna sagði að tiltölulega fá verk væm til fyrir gítar og alt- rödd en þeim mun fleiri fyndust fyrir gítar og sópran. „Ámi Harð- arson, tónskáld og stjómandi Háskólakórsins, ætlar hins vegar að bæta úr því og ætlar að semja fyrir okkur verk. Okkur finnst nefnilega mjög gaman að fást við íslenska tónlist, en aðaluppistaðan hjá okkur hafa verið ensk lög til þessa." Gaman að fást við íslenska tónlist — segja Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Jóhanna V. Þórhalls- dóttir söngkona EINAR Kristján Einarsson gitarleikari og Jóhanna V. Þór- hallsdóttir alt-söngkona, hafa undanfarin kvöld skemmt á veitingastaðnum Fiðlaranum á Akureyri, en þessa dagana eru þau í sumarfríi frá Royal Northem College of Music í Manchester í Englandi þar sem þau hafa dvalið undanfarin þijú ár ásamt þriggja ára gam- alli dóttur. Einar er Akureyringur og Jó- Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Einar Kristján Einarsson hafa und- hanna Reykvíkingur, en þau anfarin kvöld skemmt á Fiðlaranum á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.