Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 5 . r an ES CRavj SpEClAI, ÍSLENSKUB iStfNSHUH TtXTl VIDEO VIDEO LADYHAWKE VIDEO sloinorhf AMERICAN DREAMER COCOON IF TOMORROW COMES SILENCE OF THE HEART Tilboð okkar Myndbandstæki í handhægum töskum og 3 spólur, aðeins kr. 600. Erum ávallt fyrstir með nýjustu myndböndin. Reynið viðskipt- in. Erum á horni Hofsvalla- og Sólvallagötu. VESTURBÆJAR-VIDEÓ S. 28277 NESVIDEÓ MELABRAUT 57 S. 621135 VIDEO fteinorhf CHRISTOPHER REEVE MONSÍGNOR slainorhf VESTURBÆJAR VIDEÓ s. 28277 TWDLIGHT ZONE1OG 2 (í LJÓSASKIPTUNUM) Twilight Zone er einn allra vinsæl- asti sjónvarpsmyndaflokkur í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er spánýtt sjón varpsefni sem hlotið hefur góða dóma alls staðar, enda standa toppleikstjór- ar og kvikmyndagerðarmenn að gerð þáttanna. í Bretlandi eru þessir þættir nú að koma út á myndböndum og verða þeir því ekki seldir til sjónvarpssýninga þar á næstu árum, frekar en hér- lendis. Twilight Zone verður því eingöngu til á myndböndum í ná- inni framtíð. Hvert myndband af Twilight Zone inniheldur nokkrar sjálfstæðar sögursem eru hverannarri betri THE BUDDY SYSTEM Richard Dreyfuss (Down and Out in Beverly Hills. Who’s Life is it Anyway) leikur Joe Denniston veröandi rithöfund og uppfinn- ingamann, sem hefur ofan í sig og á með gæslustarfi i barnaskóla. Susan Sarandon (The Other Side of Midnight. Pretty Baby) leikur Emily, einstæöa móður sem starfar við hraðritun hluta úr degi. Sonur hennar er nemandi i skólanum sem Joe er gæslumaður í og þeir verða góðir vinir. Strákurinn reyn- ir að koma móður sinni og Joe saman með ýmsum ráðum. Þau eru ekki ginnkeypt fyrir hug- myndinni, enda er Joe á föstu og Emily ekki á þvi að stofna til ná- inna kynna við Joe. En þrátt fyrir þetta myndast skemmtilegt vin- áttusamband milli þeirra sem á eftir að breyta öllum fyrri áformum þeirra. Áhrifamikil og falleg mynd þar sem húmorinn ræður ríkjum. ISlfNSKUR TEXTI 1 MONSIGNOR Christopher Reeve (Superman sjálfur) leikur kaþólskan prest í Vatikaninu i Róm, sem leikur tveimur skjöldum. Siðari heims- styrjöldinni er nýlokið og kaþólska kirkjan á i gifurlegum fjárhagserf- iðleikum. Santoni kardínáli felur séra John Flaherty (C. Reeve) að bjarga fjármálunum. Séra John notar sér samband sitt við mafiuna kirkjunni til framdráttar og notast að sjálfsögðu við falskt nafn. Þegar séra John verður síðan ástfanginn af nunnunni Clöru í ofanálag, flækjast málin enn frekar. Ekki bætir úr skák að mafían vill þenn- an laumuprest dauðan. Hörkuspennandi mynd. EYEWITNESS Þetta er hættulega áhrifarik spennumynd um dularfulla at- burði með þeim William Hurt (Kiss of the Spider Woman), Sigourney Weaver (Ghostbusters) og Christo- pher Plummer (Desperate Voyage) i aðalhlutverkum. Sigourney Wea- ver leikur sjónvarpsfréttakonu sem tekur viðtal við húsvörð, sem líklega hefur orðið vitni að morðt. Húsvörðurinn notar sér aðstöðu sína tíl að komast í nánari kynni við fréttakonuna og það eru ýmsir sem vilja þau feig. ítltnikor Irxtí 3. ÓsKxmerfthran KATHARINK IIEPRURN • HEKRY IONDA ON GOLDEN POND Þreföld Óskarsverðlaunamynd með Henry Fonda, Katherine Hep- burn og Jane Fonda. On Golden Pond lýsir á ótrúlega sannfærandi hátt stirðu sambandi aldraðs föður og uppkominnar dóttur hans. Henry Fonda og Katherine Hepburn eru ótrúleg i hlutverkum sinum sem gömlu Thayer-hjónin og þá svíkur Jane Fonda ekki fremur en fyrri daginn. Strákurinn Dough McKeon (Mischief) er einnig óborganlegur. Þetta er ein þeirra gæðamynda sem maður hreinlega verður að sjá með íslenskum texta. MUPPETS TAKE MANHATTAN Prúðuleikararnir halda til Man- hattan í leit að frægð og frama, en er þangað kemur finna þau fljót- lega að leiðin á toppinn er bæði grýtt og hál. Allt fer að sjálfsögðu vel að lokum eins og í öllum sönn- um ævintýrum. Frábærlega vel gerð kvikmynd með þessum ein- staklega skemmtilegu brúðum. Þetta er mynd sem krakkarnir hafa gaman af að horfa á aftur og aftur og svo einu sinni enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.