Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Morgunblaðið/KGA Strax í flugstöðinni í Keflavík voru þeir Datner og Kushnir farnir að gefa eiginhandaráritanir á báða bóga. Hér eru þeir að skrifa nöfn sín fyrir systurnar Ingu Dröfn og Guðbjörgu Dögg á Hótel Loftleiðum. „Komum til að hitta vini okkar“ „EFTIR kynni okkar af íslend- ingunum í Brussel vorum við staðráðnir í að fara einhvern tíma til íslands, þótt við œttum ekki von á að það yrði svona fljótt. Við hugsuðum okkur því ekki tvisvar um þegar tækifær- ið kom upp í hendurnar á okkur," sögðu þeir Datner og Kushnir, ísrölsku háðfulgarnir sem slógu svo eftirminnilega í gegn í Eurovisionkeppninni nýverið, við komuna til landsins í gær. Þeir koma hingað á veg- um veitingahússins Evrópu og Rásar 2, en „þó aðallega til að hitta vini sína,“ eins og þeir sögðu sjálfir. Þeir félagar voru hressir, eins og þeirra var von og vísa, og kváðust hlakka til að skoða sig um hér á landi. „í alvöru talað, þá er sjaldgæft að svo náin og einlæg vinátta takist með þáttakendum í svona keppni, eins og varð með okkur og Islendingunum, sem bjuggu á sama hóteli og við í Brussel. Það var fastmælum bundið milli okkar og þeirra að halda vinskapnum - sögðu ísrölsku háðfulgarnir Datner og Kus- hnir, sem komu til landsins í gær við og koma okkar hingað er liður í því,“ sögðu þeir ennfremur. vAuk þess höfum við heyrt að Islendingar almennt hafí orðið mjög hrifnir af framlagi okkar í Eurovisinkeppninni og að bömin hér syngi lagið okkar daginn út og inn. Það yljar okkur um hjarta- rætumar," sögðu þeir og brostu. Þeir kváðust hafa orðið varir við að athygli manna hefði mjög beinst að þeim síðan þeir komu fram í keppninni. „Heima í Israel emm við stórstjömur. Meira að segja ráðherrann, sem vildi banna okkur að taka þátt í keppninni, sendi okkur heillaóskaskeyti eftir keppnina þar sem hann baðst af- sökunar á frumhlaupi sínu. Það hafa margir komið að máli við okkur og þakkað okkur fyrir að brjóta upp hið hefðbundna form keppninnar og vonandi á þetta eftir að hafa varanleg áhrif í framtíðinni. Fyrir okkur hefði það engu máli skipt þó við hefðum lent í neðsta sæti. Við em fyrst og fremast leikarar en ekki söngv- arar. Upphaflega fómm við heldur ekki út í að taka þetta lag með keppnina í huga. Þetta var hlutur sem okkur hafði lengi langað að gera og svo slysuðumst við til að vinna forkeppnina í ísrael, öllum að óvömm og ekki síst okkur sjálf- um. En við vomm einlægir í því sem við vomm að gera og okkur fannst þetta gaman, og sennilega er það það sem fólk hefur fundið og þess vegna tekið okkur eins og við emm.“ Þeir félagar kváðust um þessar mundir vera að ieika í grafalvar- legu Shakespeare-verki heima í ísrael en ættu nú tveggja vikna frí. „Það var því tilvalið að skella sér til íslands úr því að tækifærið bauðst." Bretar fá svar vegna Rockallrannsókna: Islendingar munu ekki sækja um leyfi til rannsókna þar BRESKA utanríkisráðuneytinu var í gaer afhent svar ísiendinga við orðsendingu þar sem sagði að breska rikisstjómin gæti ekki samþykkt að vísindarannsóknir íslendinga, Dana og Færeyinga fæm fram á Hatton-Rockallsvæðinu i sumar. í svarinu er vísað til þess að 9. maí 1985 hafí utanríkisráðuneytið gefíð út reglugerð um afmörkun landgmnns íslands til vesturs, suðurs og austurs. Samkvæmt henni sé fyr- irhugað rannsóknasvæði_ á land- gmnni íslands og því hafí íslendingar hvorki sótt né muni þeir sækja um leyfí til að framkvæma rannsóknir þar. íslendingum sé kunnugt um að Bretar telji sig eiga réttindi á hluta þess svæðis sem rannsóknir íslend- inga, Dana og Færeyinga eigi að ná til. Ríkisstjóm íslands ítreki mót- mæli sín gegn kröfum til svæða sem séu á landgrunni íslands samkvæmt reglugerðinni frá 1985 og í samræmi við þjóðarrétt. Minnt er á að íslendingar hafí staðfest Hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna og í samræmi við 83. grein hans séu Islendingar reiðubún- ir að leita leiða til að samræma sínar rannsóknir og bresku rannsóknimar sem íslendingum hafí ekki verið skýrt frá fyrr en 21. maí. Náist fljót- lega samkomulag um slíka samræm- ingu sé ríkisstjóm íslands fyrir sitt leyti tilbúin að heimila rannsóknar- verkefni Breta, enda verði henni skilað skýrslu um niðurstöður þess innan 12 mánaða. Morgunblaðið leitaði í gær til breska utanríkisráðuneytisins og spurði hvort Bretar væru tilbúnir til viðræðna við íslendinga um sam- ræmingu þessara rannsóknarverk- efna þjóðanna, og ef svo væri ekki til hvaða aðgerða yrði gripið ef ís- lendingar og Danir færu eigi að síður í vísindaleiðangur á Hatton-Rockall- svæðið í sumar, eins og fyrirhugað er. Svar hafði ekki borist í gær- kvöldi, og í samtali við Mark Chapman sendiherra Breta á íslandi kom fram að ólíklegt væri að við- brögð fengjust í bráð við þessu svari íslendinga. Chapman sagði þó að þessar bandalagsþjóðir hlytu að geta gert út um þetta deilumál með samn- ingum. Tap Steinullar- verksmiðjunnar 35 milljónir króna REKSTRARTAP Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðárkróki varð 34,9 milljónir króna á liðnu ári. Velta verksmiðjunnar var 86,8 milljónir króna, en rekstrargjöld námu rúmum 75 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- Framsóknarflokkurinn: Mikil andstaða við sam- starf við Alþýðuflokk Hafa enga trú á að samstarf við Kvennalista geti gengið FARI svo að Þorsteinn Pálsson slíti formlegnm viðræðum við Kvennalsita og Alþýðuflokk og bjóði Framsóknarflokki og Al- þýðuflokki til þríhliða stjórnarmyndunarviðræðna, munu fram- sóknarmenn reynast mjög þungir í taum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr röðum forystumanna Framsóknarflokksins. Er það einkum andúð við hugsanlegt stjórnarsamstarf við Jón Baldvin sem ræður þessari afstöðu framsóknarmanna. Steingrímur Hermannsson hef- ur fullt umboð þingflokksins til þess að leiða þátttöku Framsókn- arflokksins í stjómarmyndunar- viðræðum, en hann myndi samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins boða til þingflokksfundar, bærist honum formlegt boð um Égdansaviðþig í síðasta sinn SÍÐASTA sýning Islenska dans- flokksins á „Ég dansa við þig“ verður í kvöld, 28. maí. Fleiri sýningar geta ekki verið á dansinum vegna anna gestadansar- anna, þeirra Athol Farmer og Phillipe Talard við Kölnaróperuna. viðræður við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Talið er líklegt að hann sjálfur, með stuðningi Hall- dórs Asgrímssonar myndi vilja þekkjast boðið, að minnsta kosti til málamynda, þar sem annað væri ekki við hæfí. Fjölmargir framsóknarmenn, landsbyggðar- þingmenn, bændur, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og fleiri munu á hinn bóginn vera hug- myndinni með öllu öndverðir. Framsóknarmenn sem eru þessu andvígir segja að linnu- lausar framsóknarárásir Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi gert það með öllu útilokað að gott sam- starf þessara flokka geti tekist í ríkisstjóm. Aðrir telja það ekki með öllu útilokað, en mjög hæpið þó. Þá hefur Morgunblaðið heimild- ir fyrir því að framsóknarmenn séu ekki ýkja trúaðir á að samstarf geti tekist við Kvennalista. Full- trúar Kvennalista ræddu óform- lega við þá Guðmund Bjamason og Halldór Ásgrímsson, eftir að Þorsteinn Pálsson fékk umboðið til stjómarmyndunar, en áður en kvennalistakonur gerðu upp hug sinn þess efnis að þær vildu ganga til formlegra viðræðna við Sjálf- stæðisflokk og Alþýðuflokk. Á þessum viðræðufundi, kom fram, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að Kvennalisti myndi setja það sem ófrávíkjanleg skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjóm, að ákveðin lágmarkslaun yrðu lög- bundin þegar í stað, að öllum framkvæmdum á vegum vamar- liðsins yrði þegar í stað hætt, þar með talið framkvæmdum við Helguvík, ratsjárstöðva og stjórn- stöð og að frekari samningar um stóriðju hér á landi yrðu alls ekki gerðir. Herma heimildir Morgunblaðs- ins að þeir Halldór og Guðmundur að fengnum þessum upplýsingum hafí talið að samstarf við Kvenna- lista í ríkisstjóm væri næsta útilokað. magnskostnað var því 11,8 millj- ónir króna. í ársreikningi 1986 eru heildar- eignir fyrirtækisins bókfærðar á 564,5 milljónir króna. Skuldir við lok ársins 1986 námu 447,1 milljón króna og eigið fé 114,4 milljónum, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá verksmiðjunni. Ársreikning- ur fyrirtækisins er færður samkvæmt annari reglu en hefð- bundnu skattauppgjöri. Samkvæmt skattalegu uppgjöri var tapið 13 milljónum lægra eða alls 22 milljón- ir. Aðalfundur Steinullarverksmiðj- unnar var haldinn í gær og þar samþykktu hluthafar tillögu þess efnis að taka þátt í endurskipulagn- ingu fjárhags og rekstrar, sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið. Fjármögnun á stofnkostnaði verk- smiðrjunnar er hvergi nærri lokið, eins og bent er á í tilkynningu og þar segir orðrétt: „Greiðsluvandinn jókst til muna á árinu. Þá varð einn- ig ljóst, að arðsemisforsendur hefðu brostið að verulegu leyti, þar sem verðþróun á vörum verksmiðjunnar, sölumagn og gengisþróun voru á annan veg en ráð hafði verið fyrir gert.“ Ólafur Laufdal stofn- ar ferðaskrifstofu NÝ ferðaskrifstofa í eigu Ól- afs Laufdal veitingamanns tekur til starfa í byrjun júní. Hún heitir Ferðaskrifstofa Reykjavíkur og verður til húsa í Aðalstræti 16. Fram- kvæmdastjóri hennar verður Halla Pálsdóttir, sem áður starfaði hjá Flugleiðum i Stokkhólmi. Ólafur Laufdal sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hin nýja ferðaskrifstofa annaðist alla almenna farmiðasölu, hótel- bókanir, miðasölu á skemmtanir og þess háttar. Fyrst um sinn yrðu ekki skipulagðar leiguflug- ferðir á hennar vegum hvað sem síðar yrði. Ólafur sagði að með stofnun ferðaskrifstofunnar væri hann einnig að markaðs- setja þau hótel og veitingahús sem hann ræki, en þau eru Bro- adway, Hollywood og Hótel Borg í Reykjavík og Sjallinn og Hótel Akureyri á Akureyri. Þá er Ólafur að reisa stórt hótel í Ármúla 9, sem væntanlega verð- ur opnað næsta vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.