Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Setti upp stúdents- húfuna á 30 ára landsprófs- afmælinu fuflrðL SVERRIR Hestnes vararæðis- maður Noregs á ísafirði og framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Vestfjarða setti upp stúdentshúfuna á laugardag- inn, við útskrift stúdepta frá Menntaskólanum á ísafirði. Næsta föstudag fagnar hann 30 ára landsprófsafmæli sínu ásamt skólafélögum sinum við skólauppsögn í Grunnskólanum sem þá hét Gagnfræðaskóli. í tilefni tímamótanna átti fréttaritari Morgunblaðsins stutt rabb við Sverri um menntaskóla- námið og tildrög þess. Hann sagði að af afloknu lands- prófi vorið 1957 hafi hann verið Morgunblaðið/ÚIfar Ágúatsson Sverrir Hestnes var orðinn hundleiður á skólanámi þegar hann útskrifaðist frá Gagn- fræðaskólanum á ísafirði 1957. Nú fagnar hann stúdentsprófi, orðinn hundleiður á skólum og ákveðinn í að fara ekki í fram- haldsnám. Um sumarið fór hann til Reykjavíkur og hóf prentnám hjá Hólum hf. Að loknu sveins- prófi flórum árum síðar kom hann heim aftur og hóf störf hjá Prent- stofunni ísrún hf. Þar sem hann var til 1973. Næstu 12 árin var hann framkvæmdastjóri og versl- unarstjóri hjá tveim raftækja- verslunum á Isafirði, en frá 1985 framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Vestfjarða. Á þeim árum sem hann starf- aði við raftækjasöluna, var það honum til nokkurra vandræða, að hann hafði ekki nógu góð tök á þýsku og ensku. Með það í huga frekar en stúdentsprófíð settist hann í öldungadeild MÍ 1981. Fyrstu tvö árin voru auðveld og þakkar Sverrir það góðu lands- prófsnámi, en þar sem hálft stúdentsnámið var nú að baki, fannst honum eðlilegast að halda áfram. Seinni hlutinn varð þó mikið erfíðari, en taka verður til- lit til þess að Sverrir stundaði fulla vinnu með skólanum allan tímann og á árinu 1985 skiptir hann um atvinnu og hefur störf sem framkvæmdastjóri á nýju sviði. Hann sagðist vera mjög ánægð- ur með að hafa lokið náminu og sagði að það hefði mikla hagnýta þýðingu auk þess að vera þro- skandi og ánægjulegt. Að öld- ungadeiid sé á ísafírði taldi hann ómetanlegt fyrir staðinn, þvi margir hættu námi að grunnskóla loknum, en hæfu nám aftur síðar þegar aðstæður væru aðrar. Sverrir sagði að lokum að hann hyggði ekki á frekara nám. En aðstæður geta samt breyst á stuttum tíma og alls óvíst hvað framtíðin bæri í skauti sér. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Nýstúdentar frá Menntaskólanum á ísafirði, ásamt Birni Teitssyni rektor. Myndin var tekin á Austurvelli á Iaugardaginn. Menntaskólinn á ísaf irði: Umburðarlyndi og mannkær- leikur ávöxtur þekkingar Hjörleifur Valsson nemandi í Menntaskólanum og Sigríður Ragn- arsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans léku saman við skólaslitin. - sagði Björn Teitsson, skóla- meistari við skólaslitin ísafirði. MENNTASKÓLANUM á ísafirði var sagt upp í 17. sinn síðastliðinn laugardag. Heild- arfjöldi nemenda við skólann í vetur var 182 og er það mesti fjöldi sem numið hefur við skól- ann til þessa. Þar af útskrifað- ist 21 stúdent og hlaut Indriði Óskarsson úr Hnífsdal hæstu einkunn, 7,1, en hann var á náttúrufræðibraut. Næsthæst varð Jóhanna Sturludóttir frá Sauðárkróki með einkunnina 7,0. Þá útskrifuðust 12 nemendur af tveggja eða þriggja ára versl- unar- og viðskiptabraut. Hæstu einkunn hlaut Halldóra Þórðar- dóttir, ísafirði, með 8,2. í skólaslitaræðu sinni gat rekt- or skólans, Bjöm Teitsson, þess að kjaradeildur kennara undan- farin ár hefðu haft óæskileg áhrif á skólastarfíð og taldi hann að námsárangur þeirra sem nú væm að útskrifast væri slakari vegna þess en stúdentamir í ár hafa þrisvar á námstímanum orðið illa úti í röskun á skólastarfí vegna verkfallsaðgerða kennara. Þá gat Bjöm þess að nú stæði yfír lokaáfangi við kennsluhús- næði skólans og gert væri ráð fyrir að Iðnskólinn flytti inn á neðri hæð hússins á næsta hausti. Hann taldi að þá myndi fjótt reka að því að þessir tveir skólar rynnu saman í eina skólastofnun. ítrek- aði hann tillögur sínar frá fyrra ári um að nafn hins sameinaða framhaldsskóla yrði Skóli Jóns Sigurðssonar forseta, en Jón var þingmaður ísfírðinga á endur- reistu Alþingi. í niðurlagsorðum sínum sagði hann, að aðalsmerki hins mennt- aða manns væri að tileinka sér glögga þekkingu á heiminum. Skerping dómgreindar væri nauð- synleg í öllum ábyrgðarstörfum til þess að menn gætu sett niður deilur. „Umburðarlyndi og mann- kærleikur eru ávöxtur víðtækrar þekkingar og skilnings á lífi manna. Menntaður maður er ekki fordóma- eða hrokafullur, eða heldur því fram að hann sé öðrum æðri eða fremri. Helstu aðals- merki hins menntaða manns er dugnaður, ábyrgðartilfínning, umburðarlyndi og víðsýni," sagði Bjöm Teitsson að lokum er hann kvaddi þessa nemendur sína og hvatti þá um leið til frekara náms. „Háskólanámið krefst mikillar vinnu og ástundunar, en þjóð- félagið á slíkt framlag inni hjá ykkur.“ Að lokum léku Hjörleifur Vals- son á fíðlu og Sigríður Ragnars- dóttir á píanó tvö lög. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson „Hann var fljótur úr múnderingnnni þegar hann kom heim,“ sagði Óskar Friðbjarnarson fiskverkandi í Hnífsdal um næst- yngsta soninn, Indriða, sem varð dúx frá Menntaskólanum á Isafirði. Allir stúdentamir vom klæddir kjólfötum við athöfnina, en Indriði kann betur við sig í vinnugallanum, að sögn föður hans. Hann klæddi sig þó í hefðbundin spariföt og setti upp húf- una fyrir fréttaritara Morgunblaðsins í tilefni dagsins. Dúxinn fer beint í hákarlsverkun ísafirði. INDRIÐI Óskarsson, dúxinn i Menntaskólanum á ísafirði, lét lítið yfir dúx-heitinu. Sagði að prófið hefði ekki verið mjög hátt. Hann var þó ánægður með árangurinn, sagði að sér hefði líkað vel í skólanum. Ágætir kennarar og skemmti- Ieg skólasystkin. Hann var strax í upphafí ákveðinn í að fara í raungreinar Og valdi þess vegna náttúru- fræðibrautina. En um framhald- ið sagðist hann jafn óráðinn og í upphafí skólagöngunnar. Það var þó að heyra á honum að hann hyggði á framhaldsnám og virtist hugur hans standa til náms í Noregi. Hann sagði að þar væri gott að eiga við málið og þjóðfélagsgerðin þannig að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af málunum. Það sem hann taldi eftirminni- legast við menntaskólanámið, væru fámennir og persónulegir bekkir og verkföll kennara sem lamað hefði skólastarfíð þrisvar sinnum á skólatímanum. Hann sagði þó að mestu erfið- leikamir hefðu orðið þegar flestir kennarar skólans hættu samtím- is. Þótt ágætis kennarar hefðu komið í staðinn fylgdi þessu mik- il röskun sem ylli óánægju og spennu. En í sumar tekur slorið við. Hann hyggst starfa hjá föð- ur sínum, Oskari Friðbjamar- syni, þekktum fisk- og hákarlaverkanda í Hnífsdal, í sumar eins og undanfarin sum- ur. Líklega lærir hann þar, það sem enn er ekki kennt úr bókum. Það er að verka hákarl til mann- eldis og ylmandi rikling á matborð íslendinga. - Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.