Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Reuter Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi í hópi aðdáenda sinna í Búkarest. Ráðist á Bandaríkjamenn í Kairó: Sýrlendingar lofa árásarmennina Damascus, Reuter. DAGBLAÐ sýrlensku stjórnarínn- ar, Tishrin fór f gser lofsamlegum orðum um árás byssumanna á bandaríska embættísmenn í Kairó og sagði að þeir væru „hetjur araba í Egyptalandi". í blaðinu sagði að árás „hetjanna" hefði beinst gegn veru Bandaríkja- manna í Egyptalandi og bæri hún „óánægju heiðarlegra sona Egypta- lands vegna veldisins, sem styður [ísraela] óvini araba" vitni. Sagði að árásin væri þáttur í „upp- reisn egypsku þjóðarinnar gegn ragri stjóm, sem opnað hefði dymar að Egyptalandi hveijum, sem koma vildi, og veðsett örlðg þjóðarinnar heimsvaldastefnu". Þrír menn skutu í gær á starfs- menn bandaríska sendiráðsins í Kairó. Tveir þeirra hlutu minniháttar skotsár á höfði. Samtök, sem nefnast „Bylting Egyptalands", lýstu ábyrgð á árá- sinni á hendur sér. Samtökin segjast bera ábyrgð á tveimur árásum á ísra- elska sendierindreka síðan árið 1985. Sovétríkin: Sjónvarpsiðnað í Mikhail Gorbachev í Austur-Þýskalandi: Ritskoðaðar fréttir af Rúmeníuför leiðtogans Kommúnistaleiðtogar funda í Austur-Berlín Austur-Bcrlín, Reuter. AUSTUR-þýsk dagblöð birtu í gær rítskoðaðar fréttir af heim- sókn Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga til Rúmeníu. Gorbachev kom til Austur- Þýskalands í gær en hann hafði áður hvatt yfirvöld í Rúmeníu til að fylgja fordæmi Sovétstjórnar- innar varðandi frjálsari miðlun upplýsinga og efnahagslegar umbætur. Um þetta fengu Ies- endur Neues Deutschland, málgangs austur-þýska kom- múnistaflokksins, ekki að lesa en blaðið lagði áherslu á tillögur Sovétstjórnarinnar varðandi fækkun kjarnorkuvopna. Dagblöð í Austur-Þýskalandi hafa áður brugðið á það ráð að sleppa köflum úr ræðum Sovétleið- togans þar sem hann minnist á „glasnost-stefnuna“ en vitað er að austur-þýskir kommúnistar hræð- ast afleiðingar hennar. Á hinn bóginn segja þeir er gleggst þekkja til að Gorbachev sé hæstánægður með traustan efnahag Austur- Þýskalands og honum þyki stjóm- unaraðferðir Erichs Honecker, leiðtoga austur-þýska kommúnista- flokksins, ólíkt geðslegri en per- sónudýrkun sú sem einkennir stjóm Ceausescus Rúmeníuforseta. „Gorbachev mun líklega leyfa Honecker að fara sínu fram svo lengi sem stöðugleika er viðhaldið innanlands og efnahagur landsins er traustur," sagði ónefndur stjóm- arerindreki í viðtali við Reuters- fréttastofuna. Gorbachev var ómyrkur í máli er hann hélt ræðu á útifundi í Búk- arest, höfuðborg Rúmeníu, á þriðju- dag. Sagði hann að opinskáar umræður og frumkvæði einstakl- inga væru nauðsynleg skilyrði þess að kommúnískt þjóðskipulag fengi þrifist. Skömmu áður hafði Ceau- sescu haldið mikla lofræðu um eigin stjóm og gættu tilkvaddir áheyr- endur þess að klappa á réttum stöðum. Gorbachev kvaðst á hinn bóginn vita fullvel að ýmsir erfið- leikar settu svip sinn á daglegt líf almennings. Þóttu áheyrendum þetta nokkur tíðindi því stjómvöld viðurkenna sjaldnast að við nokk- um vanda sé að etja. Auðsveipir áheyrendumir brugðust af sömu kurteisi við ræðu Sovétleiðtogans en hann skipaði þeim að hætta fagnaðarlátunum með handabend- ingum. Sovéska fréttastofan Tass sagði að þá Ceausescu og Gorbach- ev hefði greint á um ýmis atriði. „Ég gagnrýndi sjónarmið Rúmeníu- stjómar og félagi Ceausescu gagmýndi sjónarmið okkar,“ var haft eftir Gorbachev. Sagði hann jafnframt að ýmsir örðugleikar væru samfara efnahagssamvinnu ríkjanna tveggja en þá væri unnt að yfirstíga. Var þetta í fyrsta skipti frá árinu 1976 sem leiðtogi Sovétríkjanna heiðrar Rúmeníubúa með nærveru sinni. Vom fréttaský- rendur almennt þeirrar skoðunar að Gorbachev hefði ekki rejmt að þröngva Ceausescu til fylgis við umbótastefnu sína. „Hann hefur komið sjónarmiðum sínum til skila á afdráttarlausan hátt en hann veit að hann getur beðið því tími Ceau- sescus er senn útrunninn," sagði einn þeirra. í dag, fímmtudag, hefst leið- togafundur Varsjárbandalagsríkja í Austur-Berlín. Búist er við því að þar verði samþykktar ályktanir varðandi yfirlýsingar hemaðarsér- fræðinga Atlantshafsbandalagsins um að ríki Vestur-Evrópu þurfi að efla hefðbundnar vamir sínar semji stórveldin um stórfellda fækkun kjamorkuvopna. Sovétmenn neita því að þeir njóti yfírburða á sviði hefðbundins vopnabúnaðar. Telja þeir að semja beri sérstaklega um jafnvægi á þessu sviði en viðræður stórveldanna um jafna og gagn- kvæma fækkun heija í Evrópu hafa staðið í 13 ár án árangurs. Valentin Falin, yfírmaður Novosti- fréttaþjónustunnar sagði á frétta- mannafundi á þriðjudag að samningamemn risaveldanna í Genf væru nærri samkomulagi um upprætingu meðaldrægra kjam- orkuflauga f Evrópu og að beðið væri samþykkis aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins. Maðurinn flaug eins hreyfíls áburðardreifíngarvél af gerðinni Antonov-2 og kom hún fram á rat- sjá á leið yfír Eystrasalt. Tvær herþotur voru sendar á loft en flug- vélin var lent í hafínu skammt undan Östergam en svo nefnist austasti tangi Gotlands áður en þær komu á vettvang. Flugmaðurinn, sem var borgaralega klæddur, synti í land og braust inn í hús eitt til að ná sér í þurr klæði. Eyjarskeggjar urðu hans varir og gerðu lögreglu viðvart. Mað- urinn var fluttur með þyrlu til Visby sem er stærsti bær eyjarinnar þar nútímalegt horf -segir Pravda Moskvu. Reuter. SJÓNVARPSIÐNAÐI Sovétrílg- anna hefur ekki tekist að fram- leiða vandaðan búnað og er brýnt að koma honum í nútímalegt horf, sagði Pravda, málgagn sovéska koinmúnistaflokksins í gær. Blaðið segir, að um 20 milljón manns, aðallega í stijálbýlinu, nái ekki útsendingum Moskvusjónvarps- ins og sjöundi hver sjónvarpsáhorf- andi nái aðeins annarri rás stöðvarinnar. Þá kvarti fólk yfír tíðum bilunum f litsjónvarpstækjum. Pravda segir, að ástæðan fyrir þessu sé gamaldags framleiðslutæki. Nefnir það sem dæmi verksmiðju eina í Leningrad, þar sem ekkert nýtt hafí komið fram á sviði hljóð- tækni í heilan áratug. Önnur verk- smiðja notist enn við tæki, sem komið hafí verið upp á fjórða áratug aldar- innar. sem hann var yfirheyrður. Kvaðst hann vera frá bænum Magadan og eiga þar konu og tvö ung böm. Að sögn sjónarvotta kom flugvélin inn yfír Gotland og virtist sem flug- maðurinn væri að leita að hentugum lendingarstað. Það virðist ekki hafa tekist. Olía lekur úr flakinu og hefur sænska strandgæslan og herinn þeg- ar gert ráðstafanir til að ná flugvél- inni á land. Yfirvöld skýrðu sendimönnum Sovétríkjanna í Stokk- hólmi frá atburði þessum og hyggjast þeir ná tali af manninum. Sri Lanka: Uppreisnarmenn hverfa er her- inn sækir fram Colombo, Sri Lanka, Reuter. SKÆRULIÐAR tamíla á Srí Lanka virðast einfaldlega hverfa jafnóðum og her stjórn- arinnar sækir fram, að þvi er talsmaður stjómarinnar sagði í gær. Herinn er að reyna að losa tak uppreisnarmanna á Jaffna-skaga á norðurhluta Srí Lanka. „Hryðjuverkamennimir hverfa. Okkur hefur ekki verið veitt and- spyma frá því að aðgerð hersins hófst," sagði Tilak Ratnakara, talsmaður yfírvalda. Að hans sögn misstu skærulið- ar tuttugu menn á fyrsta degi sóknarinnar. Ellefu hermenn létu lífíð og flöratíu særðust er jarð- sprengjur sprangu. Sfðan hafa ekki borist fréttir um mannfall eða átök. Rúmlega þijú þúsund hermenn taka þátt í áhlaupinu á uppreisn- armennina, sem hafa nánast stjómað Jaffna-skaga og 800 þúsund íbúum, sem flestir era tamílar, í tvö ár. Ratnakara sagði að hermenn- imir væru nú að reyna að sölsa undir sig Vadamaradchchi svæð- ið, sem er á norðaustur homi skagans og einangrað frá hinum hluta jafna með söltu lóni. Hann kvað hermenn starfa beggja vegna lónsins: „Þegar stjómin hefur náð svæðinu á sitt vald verða herbúðir á skaganum tengdar saman. Það er fyrsta skrefíð, sem tekið verður til að tryggja yfírráð stjómarinnar." Stjómvöld banna fréttamönn- um að fara til skagans og er því ógemingur að fá óháðar fréttir af gangi mála þar. Sjóher, landher og flugher held- ur til í tíu herstöðvum á skaganum og hafa þær hingað til verið ein- angraðar hver frá annarri og umkringdar skæruliðum. Reuter Sænskar herþotur á sveimi yfir flaki sovésku flugvélarinnar skammt undan Gotlandi. Sovésk flugvél hrapar undan Gotlandi: Flugmaðurinn óskar eftir pólitísku hæli Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉSK flugvél hrapaði í hafið skammt undan Gotlandi í gærmorg- un. Flugmaðurinn, sem er 24 ára gamall bóndi tók flugvélina traustataki á flugvelli í Lettlandi og hefur hann óskað eftir pólitisku hæli í Sviþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.