Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 32
32__________________________ Skólaslit Bændaskólans á Hólum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Sigríður Bjarnadóttir o g Þórarinn Leifsson hlutu sérstakar viðurkenningar Hólum í Hjaltadal. BÆNDASKÓLANUM á Hólum í Hjaltadal var slitið fyrir skömmu. Sérstakar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur hlutu Sigríð- ur Bjarnadóttir, Eyhildarholti, Skagafirði og Þórarinn Leifsson, Keldudal, Skagafirði. Við skóla- slitin kom fram að í sumar verður byggð 250 fermetra viðbygging við skólahúsið og mun aðstaða til kennslu og fyrir móttöku batna til mun þegar hún kemst í gagnið. Við skólaslitin, sem fram fóru í Hóladómkirkju, flutti séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup hug- vekju. Kirkjukór Hóladómkirkju söng við undirleik Rögnvaldar Valbergs- sonar. Landbúnaðarráðherra Jón Helgasson flutti ávarp og ámaði nýbúfræðingum heilla. Mikið fjöl- menni var við athöfnina. í vetur stunduðu 52 nemendur nám við skólann. 25 luku burtfarar- prófi nú í vor, 14 piltar og 11 stúlkur, 9 á fiskeldisbraut og 16 á almennri braut. Tekið var inn í skólann í tvennu lagi á fyrra námsári. Nemar á fískeldisbraut komu í september og fóru í verknám á fískeldisstöðvar í janúar. Nemendur á almennri bú- fræðibraut komu í janúar og fóru í verknám í apríllok. Á fyrra námsári eru nú 15 á fískeldisbraut og 11 á almennri búfræðíbraut. Kennslan og skólastarfíð var með hefðbundnum hætti og gekk vel. Fræðsla í fískeldi og fískrækt er nú orðin fastari í formi starfsnáms og er venjulegt sjálfstætt nám innan skólans. Gott samstarf er við fískeld- isstöðvamar um verkþjálfun og nemendur virtir starfskraftar að námi loknu. Á almennri búfræðibraut hefur valgreinin hrossarækt verið aukin til muna. Er nú veitt ítarleg bókleg kennsla og verkleg í tamningum, hrossadómum, jámingum og hrið- ingu hrossa. I loðdýrarækt er nemendum auk bóklegu kennslunnar kenndir allir helstu verkþættir í hirðingu loðdýra ásamt skinnaverkun. Kennslan í nautgriparækt og sauðfjárrækt er með hefðbundnum hætti. Þá var kennd valgrein í skógrækt og til nýbreytni var boðið upp á áfanga í ensku, landbúnaðar- og fískeldis- ensku. Talsvert var um námskeiðahald á vegum skólans einkum í loðdýrarækt og varðandi hross og hestamennsku. í sumar verða námskeið fyrir ungl- inga í íþróttum, sveitabúskap og hestamennsku. Einnig verður sér- stakt reiðnámskeið. Boðin verða stutt námskeið í hirðingu loðdýra fyrir byijendur. Námsárangur nemenda sem út- skrifast nú var góður. Af þessum 25 nýbúfræðingum hlutu 17 fyrstu einkunn. Hæstu einkunn hlutu Sigríður Bjamadóttir, Eyhildarholti og Þórarinn Leifsson, Keldudal, Skagafírði 1. ág. einkunn 9,3. Hlutu þau bókaverðlaun frá Búnaðarfélagi Islands. Þeir sem hlutu yfir 8,0 í aðalein- kunn eru: Efemía Fanney Valgeirs- dóttir Daufá, Skagafírði 8,9. Bima Magnea Sigurbjömsdóttir, Lang- húsum, Skagafírði 8,8. Eyrún Anna Sigurðardóttir, Flugumýri, Skaga- fírði 8,8. Brynjar Skúlason, Lynghóli, Skriðudal 8,8. Guðmundur Gylfi Halldórsson, Stóru-Seylu, Skagafirði 8,7. Elínborg Lilja Ólafsdóttir, Reykjavík 8,5. Stéttarsamband bænda veitti við- urkenningu fyrir bestan námsárang- ur í bústjómargreinum og hlaut þau Eyrún Anna Sigurðardóttir, Flugu- mýri. Einnig hlaut hún viðurkenn- ingu frá Hrossaræktarsambandi Skagfírðinga fyrir bestan árangur í hrossarækt. Viðurkenningu frá Sam- bandi íslenskra loðdýraræktenda fyrir bestan árangur í loðdýrarækt hlaut Brynjar Skúlason,_ Lynghóli, Skriðdal. Elínborg Lilja Ólafsdóttir, Reykjavík hlaut viðurkenningu frá Landsambandi Veiðifélaga fyrir bestan árangur í fískræktargreinum og ennfremur frá Hólalax hf. fyrir árangur í fiskeldisgreinum. Friðborg María Elísdóttir, Egilsstöðum hlaut viðurkenningu Skógræktar ríkisins fyrir bestan árangur í skógrækt. Ice- land Review veitti viðurkenningu fyrir bestan árangur í ensku og hlaut þau Jóhann H. Hafsteinsson Akra- nesi. Umgengnisviðurkenningu hlaut Ingibjörg Reynisdóttir, Hríshóli, A- Barðastrandasýslu. Að lokinni skólaslitaathöfninni í kirkjunni þágu gestir veitingar í boði skólans. Skólastjóri Hólaskóla er Jón Bjamason. Björn í Bæ MÚRARAR - FLÍSALAGNINGAMENN KYNNUM RUBIFLÍSALAGNINGAVERKFÆRI FLÍSALAGNINGAVERKFÆRAKYNNING: Föstudaginn 29. maíkl. 14:00-16:00 Laugardaginn 30. maíki. 10:00-16:00 Flfsar KÁRSNESBRAUT 106 Sími 46044 - 651222 Flísar Faith Copeland með málverk á silki og keramikmuni. Kaupmannahöf n: Bandarísk kona Qíilhcl sýnir vatnslita- myndir frá Islandi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. BANDARÍSKI málakennarinn Faith Copeland sýnir nú 40 vatnslitamyndir frá íslandi í fé- lagslieimilinu í Jónshúsi. Hún hefur átt heima víða í Evrópu um áratugaskeið, lengst þó á Spáni og I Lundi í Svíþjóð, þar sem hún lagði stund á listasögu. Nú hefur hún vinnustofu sína í Nyboder, rétt við elztu raðhúsin, sem Kristján konungur 4. lét byggja fyrir sjóliðsforingja sína. Og hún tengist einmitt sjónum í list sinni og eru mörg viðfangs- efni hennar landslag á eyjum, bátar og jafnvel neðansjávar- gróður. Faith Copeland hefur haldið ijöl- margar sýningar í Danmörku, en eina á íslandi. Það var á Hótel Varðborg á Akureyri og sýnt hefur hún líka á Suðurey í Færeyjum, enda á hún margar vatnslitamyndir þaðan. Faith hefur komið nokkrum sinnum til íslands á leið siiiiii til foreldra sinna í Bandaríkjunum og málað þar úti í náttúrunni. Segir hún það hafa verið ævintýri líkast að sjá og upplifa ísland. Listakonan vinnur líka keramik, grafík og mál- ar á silki og er afkastamikil með eindæmum. Nú heldur hún t.d. 7 sýningar í einu víðsvegar um Sjá- land, þ.á.m. í Valby Medborgerhus, þar sem hún sýnir eingöngu silki- málverk og á Strandhótelinu í Dragör mun sýning hennar standa í allt sumar. — G.L. Ásg. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Lokatónleikar í Háskólabíói LOKATÓNLEIKAR Tónlistar- skólans í Reykjavík á þessum vetri verða fimmtudaginn 28. maí í Háskólabíói og hefjast kl. 14.00. Á tónleikunum koma fram sin- fóníuhljómsveit ásamt fjórum nemendum sem ljúka einleikara- og einsöngvaraprófum frá skólan- um í vor. Þeir eru píanóleikararnir Þórarinn Stefánsson og Þórhildur Björnsdóttir og söngkonurnar Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Kolbrún Arngrímsdóttir. Á efnisskránni eru píanókonsert- ar eftir Katsjatúrían og Mozart og óperuaríur eftir Donizetti, Gluck, Mozart, Rossini, Verdi og Wagner. Stjómandi er Mark Reedman. Nú stendur yfir fjáröflun til styrktar bókasafni skólans og mun ágóði af miðasölunni renna til bóka- safnsins. Safnaðarferð Grensássóknar FARIÐ verður í safnaðarferð um Borgarfjörð sunnudaginn 31. maí nk. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 9.30. Um há- degi verður nesti borðað í Logalandi og síðan tekið þátt í messu kl. 14.00 í Reykholts- kirkju. Sr. Geir Waage mun þjóna fyrir altari og sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Eftir messu verður Reyk- holtsstaður skoðaður. Með í ferðinni verða leiðsögu- menn. Kostnaður er kr. 700 og innifalið fargjald og nesti. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 18.00. Innilegar þakkir til barna, tengdabarna, ann- arra cettingja og vina fyrir gjafir, blóm, skeyti og hlýjan hug á 75 ára afmœli mínu þann 25. apríl síÖastliÖinn. Agnes Matthíasdóttir frá Grimsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.