Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 42
V8CI IAM .82 HUOAaiJTMim .aiaAJtaVRJOHOM 42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 kröfur sem gerðar væru. „Það eru sífellt að bætast við námsgreinar í grunnskólanum og Íiað er aukið álag á nemendur. slenskutímum hefur frekar fækk- að en hitt, jafnframt því sem kröfumar hafa ekki minnkað, þannig að það er ef til vill eðlilegt að einhvers staðar láti undan. Það er algjör nauðsyn að auka íslensku- kennslu vilji menn halda þeirri málstefnu áfram, sem fylgt hefur verið, að spoma við of miklum áhrifum erlendra tungumála. Þetta er menningarpólitísk ákvörðun," sagði Ragnhildur. Hún benti á að íslenskukennarar í grunnskólum stæðu frammi fyrir því að vera með hóp af nemendum, sem varla væru læsir og skrifandi. „Við emm að reyna að kenna þeim alltof flókin atriði í stað þess að vera að kenna þeim það sem helst þyrfti. Ég er fylgjandi því að sam- ræmd próf í þessari mynd verði lögð niður. Mér fínnst þau ekki eiga neinn rétt á sér. Það þurfa að vera samræmd próf eða könn- unarpróf, sem skólum em send, svo bæði hver kennari og skóli geti fylgst með því hver staða hans er gagnvart öðmm, en þau eiga ekki rétt á sér í þessu formi. Kenn- arar leika sér að því að sleppa - þáttum íslensks máls, sem em mjög mikilsverðir, vegna þess að þeir koma ekki á samræmdum prófum og margir skólar sem setja sinn metnað hátt og vilja ná háum samræmdum einkunnum byija strax í 7. bekk að búa undir sam- ræmdu prófín. Til dæmis hefur ritun farið mjög halloka vegna þess hversu lítið hefur verið um hana á samræmdum prófum fram að þessu," sagði Ragnhildur að lokum. Sverrir Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri: „Hver er fallegasti fuglinn?“ „Ég hef skoðað þetta próf og séð þar augljósar hugsunarvillur og afar illa orðuð fyrirmæli til próftaka um það hveiju þeir ættu að svara. Sum fyrirmælin í prófverkefninu stóðust alls ekki. Meginat- riðið er þetta: Menn, sem eru ekki færir um að orða hugsun sína svo að hún komist til skila, eins og til er ætlast, þeir eru ef til vill held- ur ekki færir um að dæma úrlausnir nemenda á viðunandi hátt,“ sagði Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri. Sverrir nefndi sem dæmi það verkefni að mynda lýsingarorð af nafnorðum. Um tvö þeirra gilti það að ekki væri nokkur leið að mynda lýsingarorð af þeim, þ.e.a.s. nafn- orðin þögn og Svíi. „Vitanlega eiga höfundar verkefnisins við allt aðra hluti. Þeir eiga ekki við það, sem þeir spyija um. Eins það, að það á að mynda þijú nafnorð af sögninni að aka og aldrei að nota sama stofn sagnarinnar tvisvar. Þetta er ekki hægt og það sjá skarpir nemendur. Þeir fínna að þama er maðkur í mysunni og þeir vantreysta verk- efninu. Þeir sem hugsa ekkert sérstaklega rökrétt geta sullast til þess að gera þetta rétt, en virkilega góðir nemendur hika við,“ sagði Sverrir. Hann nefndi ennfremur verkefn- ið úr Gísla sögu Súrssonar, þar sem Þórður sér vopnaða menn fara að bænum og hleypur inn hræddur. Síðan er spurt hvað megi ráða af lýsingu þessa texta um skaplyndi Þórðar. „Það er ekki hægt að ráða nokkum skapaðan hrærandi hlut af þessum texta um skaplyndi mannsins. Það er hægt að segja að hann hafí verið hræddur, flaum- ósa, en það lýsir skyndiviðbrögðum hans en ekki skaplyndi. Menn, sem geta ekki komið frá sér óbjöguðum texta í prófverkefni, en til hans verður að gera miklar kröfur, þeim treysti ég varlega til að dæma úr- lausnir nemenda á viðhlýtandi hátt. Þeir menn, sem annast þessa vinnu, bera mikla ábyrgð gagnvart gengi einstakra nemenda í skóla fram- vegis. Þetta er ekki hégómamál einstakra skóla," sagði Sverrir. „Við höfum æðilanga reynslu af kennslu í íslensku hér við skólann og það em sömu kennaramir í ára- raðir, þaulvanir menn og vandvirk- ir, sem fást við þetta. íslenskan hefur oftast nær verið sú samræmd prófgrein, sem hefur skilað hæstri meðaleinkunn. Ég held það hafí verið alveg föst regla þangað til allt í einu núna að hún verður lægst í meðaleinkun og líka í hlutfalli þeirra sem ná 5. Þetta er eitthvað skrýtið og það, að af 135 nemend- um, sem em hér við skólann og tóku þetta próf, er aðeins einn sem nær stigafjölda yfír 8. Til saman- burðar em þeir margir í stærðfræði og ensku, sem era með 9 og sumir 10. í íslenskunni verður hmn og það er ekki því að kenna, sem látið hefur verið í veðri vaka, að kennar- Sverrir Pálsson ar hafi verið í verkfalli og skólum lokað. Hvomgt gerðist hér. Það féll ekki niður einn einasti tími í íslenskunni í 9. bekk. Prófverkefnið var stórgallað. Þar að auki tel ég ákaflega hæpið að prófa í túlkunaratriðum og jafnvel smekksatriðum. Það minnir mig á sögu, sem Jónas Ámason rithöfund- ur sagði af kennara, sem spurði nemendur sína: Hver er fallegasti fuglinn? Þeir sem svöraðu stokk- andarsteggur fengu 10. Þeir sem nefndu einhvem annan fugl fengu 0. Ég er ekki að segja að þetta sé hliðstætt, en minnir ansi mikið á þessa sögu Jónasar," sagði Sverrir. Hann sagði að sér fyndist kennslubókum í íslensku hafa farið hrakandi undanfarin ár. Þær byggðust einkum á því fylla út í eyður og sumt af því, sem þar stæði, væri mjög hæpið fræðilega. „Við þurfum ömgglega að taka upp harðari kröfur um meiri málfræði- kennslu. Ekki þessa linku, sem verið hefur, og alls konar innantómt snakk í kennsluefni og prófefni. Ég held við verðum að hugsa okkar gang um hvað við emm að gera og hvert við emm að fara í íslensku- kennslunni yfírleitt. Enda sjáum við alls staðar í kringum okkur, ekki síst í fjölmiðlum, hvers konar smekkleysur og vankunnáttu í mál- fari, sem venjulegur maður á sauðskinnsskóm hefði aldrei látið sér detta í hug að láta sér um munn fara, þó að hann hefði aldrei komið í skóla. Það virðist heldur ekkert þýða að tala um það við þetta fólk hvað betur má fara, því það endurtekur sömu vitleysumar," sagði Sverrir. Hann sagðist vera því fylgjandi að meðaldreifíng, þar sem tekið er mið af einkunnum nemenda inn- byrðis, yrði tekin upp á nýjan leik. Meðaldreifíngin hefði eytt mistök- um í prófverkefnagerð. Þá hefði ekki verið hægt að kenna því um að prófið í ár hefði verið þyngra en próf fyrri ára eða öfugt. Ein- kunnir skóla, sem gefnar hefðu verið samhliða, hefðu verið hlut- fallseinkunnir í tölustöfum og sýndu kunnáttu nemandans miðað við námskröfur. Þess þyrfti líka, þar sem nemandinn þyrfti að vita hvar hann væri staddur gagnvart náms- efninu. I BATINN - BUSTAÐINN OG GARÐINN HAND- OG RAFMAGNSVERKFÆRI I URVALI Allt til sjó- stanga- og handfæra- veiða AKur öryggis- og skoö- unarbúnaöur í bátinn og skútuna. Dælur -r drekar björgunarvesti — aiglingaljós vírar — keöjur — kaölar Vatna- og innfjaröarbátar 9—14 fet. LINUR, SIGURNAGLAR, SÖKKUR. SJÓVEIÐI- STENGUR, HANDFÆRA- VINDUR MED STÖNG. FÆREYSKAR HAND- FÆRAVINDUR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sfmi 28855 Fatadeildin Hlíföarfatnaöur Regnfqtnaöur Norsku ullarnærfötin Samfestingar Peysur — skyrtur Buxur Gúmmístígvél há og lág Skófatnaöur Vinnu- og garöhanskar Sokkar Fúavamarefni — Málning — Lökk — Hreinlætisvörur — Kústar — Burstar. Vatns- og olíudælur. Minka- rottu- og músa- gildrur Gasluktir — vasaljós — rafhlööur — hreinsuö stein- olía Olíuofnar — Arinsett SLÖKKViTÆKI OG REYKSKYNJARAR. VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. Garðyrkjuverk- færi Hjólbörur — Slöngur og klemmur. FLAGGSTENGUR . 6-8 METRA. A Fánar- Vimplar Flaggstangarhúnar Hitamælar — Klukkur Loftvogir — Sjónaukar Olíulampar og luktir Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskfiftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. JftmgifiiHfifcife SÍMINNER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.