Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 15 Mót Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans liggja í gegnum ísland og eru jarðskjálftar og eldvirkni landsins tengd þeim. Á kortinu má sjá upptök jarðskjálfta á íslandi og hafsvæðunum umhverfis landið á tímabilinu 1960 til 1983. Dökku punktarnir tákna skjálfta sem staðsett- ir hafa verið með gögnum frá 10 eða fleiri skjálftamælum. Langflestir skjálftarnir eru stærri en 4,5 stig á Richterskvarða. Örvarnar sýna rekstefnur flekanna út frá Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg, og sniðgengishreyfingu um Charlie-Gibbs sprungusvæðið nálægt 53. gráðu N. 33 sinnum valdið umtalsverðu tjóni á svæðinu frá Ölfusi í vestri til Rang- árvalla í austri og er þá örugglega eitthvað vantalið því heimildir eru gloppóttar, einkum um tvær fyrstu 70*n aldimar og um fimmtándu öld. Síðustu meiri háttar jarðskjáflftar á Suðurlandi urðu 1896 og 1912 og með því að bera saman tjónasvæði þeirra má álykta að kippimir, sem áttu upptök sín í Landssveit 26. ágúst 1896 hafi verið um 7 stig á Richterskvarða, en jarðskjálftinn á Rangárvöllum 1912 er eini stóri skjálftinn sem mældur hefur verið, og var stærð hans 7 stig. Með sams- konar samanburði á tjónasvæði má einnig draga þá ályktun að skjálftinn 1784 hafi verið sá stærsti, sem orðið hefur á íslandi á síðari öldum, en hann gæti hafa verið allt að 7,5 stig. Ýmislegt er líkt með skjálftunum 1784 og 1896. í bæði skiptin hefjast umbrotin með miklum jarðskjálftum austan til á svæðinu, en síðan verða minni kippir vestar, þar til megin- hluti svæðisins hefur komið við sögu. Með því að taka þá atburði sem vitað er um að hafa gerst á Suðurl- andi og flokka þá niður kemur í ljós að atburðarásinni má skipta í þrennt. í fyrsta lagi skjálftar sem eiga upp- tök austast á svæðinu. í öðru lagi skjálftar sem eiga upptök sín vestast á svæðinu, í Ölfusinu. í þriðja lagi eru það svo skjálftahrinur þar sem virknin virðist fara yfir megin hlu- tann af svæðinu, frá Heklu og vestur í Ölfus. Það eru þessir síðastnefndu, í þriðja flokki, sem helst ber að ótt- ast, því þeir valda tjóni á svo stóru svæði. í þessum flokki hafa flestir stærstu skjálftamir verið og það er skjálfti af þessu tagi sem við erum að tala um varðandi væntanlegan Suðurlandsslqálfta á næstu árum. Af heimildum má einnig ráða hver meðaltíminn er á milli þessara skjálfta. Lengsta bil á milli slíkra skjálfta, sem við þekkjum, eru 112 ár, en stysta bilið er 45 ár. Meðaltím- inn á milli er á bilinu 80 til 100 ár. Nú eru liðin 91 ár frá því síðasta stóra hrinan reið yfir Suðurland og því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyr- ir slíkri hrinu innan 20 ára. Þess ber að geta að stóri skjálftinn á Rangár- völlum 1912 flokkast í fyrsta flokk, það er að segja stakur skjálfti aust- ast á svæðinu, og því er miðað við hrinuna 1896.“ Óhjákvæmilegt að búa sig undir stærri skjálfta Páll var spurður hvort einhveijar ályktanir mætti draga af umbrotun- um á Suðurlandi á mánudag og hvort það hefði ef til vill verið undanfari þeirrar hrinu sem jarðvísindamenn búast nú við á Suðurlandi: „Það er ómögulegt að segja nokk- uð til um það á þessu stigi. Einn af óvissuþáttunum sem við stöndum frammi fyrir núna er hvar eigi að flokka þessa nýafstöðnu kippi. Er þetta skjálfti í fyrsta flokknum, sem eru stakir skjálftar austast á svæð- inu, eða eru þessar hræringar í þriðja flokknum, sem eiga þá eftir að breið- ast út? Við vitum heldur ekki hvort þetta er undanfari eldsumbrota á svæðinu austur eða suður af Heklu. Við höfum ekkert í höndunum til að skera úr um þetta og framtíðin verð- ur að leiða það í ljós. Ef þessi nýafstaðni skjálfti er und- anfari stærri hrinu, sem á eftir að breiðast út, getur það dregist í allt að þijú ár. En hvort heldur sem þetta hefiir verið stakur skjálfti eða undan- fari stærri hrinu stendur hitt eftir óhaggað, að stóri skjalftinn er eftir og þá á ég við skjálfta sem myndi mælast um 7 stig á Richterskvarða. Samkvæmt meðaltíma á milli stóru hrinanna er óhjákvæmilegt að búa sig undir þann skjálfta á næstu árum.“ Aðspurður um hvort skjálftinn nú hefði hugsanlega losað um einhveija spennu í jarðskorpunni og dregið þar með úr stærð þess skjálfta sem í vændum er sagði Páll að svo væri ekki heldur þvert á móti: „Það er frekar að hann hafi ýtt undir spennuna vestar á svæðinu og flýtt fyrir meiri háttar jarðskjálfta þar. Þessi skjálfti var tæp 6 stig en stærstu skjálftamir í þessum hrinum eru um 7 stig. Til samanburðar má nefna að það þyrfti orku 30 skjálfta á borð við þann nýafstaðna til að jafnast á við orku þess sem i vændum er. Sá verður bæði stærri og varas- amari að því leyti, að hann verður miklu nær byggð." Menn verða að hafa í huga að þetta er yfirvofandi Er hægt að segja með nokkurri vissu hvar upptök þess skjálfta verða og verður ef til vill hægt að sjá fyr- ir með einhveijum fyrirvara hvenær það verður? „Stærstu skjálftamir hingað til hafa átt upptök í ofanverðri Rangár- vallasýslu, efst á Rangárvöllum, í Landssveit og Efri Holtum og það er ekki ástæða til að ætla að það breytist næst þegar Suðurlands- skjálftar ganga yfír. Hins vegar dreg ég stórlega í efa að við munu sjá fyrir nákvæmlega hvenær hrinan ríður yfir þannig að við getum gefið út aðvörun í tæka tíð. Til þess höfum við hvorki nægilega reynslu af skjálftum á Suðurlandi né nægileg mælitæki til að sýna þær breytingar sem búast mætti við. Hins vegar má telja miklar líkur á, að innan tuttugu ára verði stór skjálfti á þessu svæði og því er full ástæða til að búa sig undir það.“ Er eitthvað hægt að gera til að draga úr slysahættu eða tjóni af völdum slíks skjálfta? „Já, það er vissulega margt hægt að gera til að draga úr hættunni. í fyrsta lagi verða menn að hafa það stöðugt í huga við byggingu húsa að þetta er yfirvofandi. Það á ekki að þurfa að muna svo miklu í kostn- aði, ef menn hafa bara hugsun á því að mannvirkið verður að standa af sér snarpar jarðskjálftahrinur. Það getur líka skipt máli hvemig fólk raðar upp hlutum heima hjá sér, til dæmis er full ástæða til að festa vel bókahillur og þunga skápa og passa sig á að sofa ekki undir slíkum hús- gögnum eða hlöðnum veggjum. Þetta eru einföld atriði, en geta þó skipt máli og við aðstæður sem þessar er ekki ástæða til annars en að vera á varðbergi," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að lokum. Sv.G. Á laugardagskvöld: ALLT VITLAUST f .. Rokksýningin „Allt vitlaust“ hlýtur einróma lof Rokksýningin „Allt vitlaust", sem sýnd er í Broadway á föstudags- og laugardagskvöld- um, fær frábæra döma enda er hér á ferðinni fjölmennasta og vandaðasta skemmtidag- skrá, sem sett hefur verið á svið hér á landi. Rifjuð eru upp nær 60 lög frá árunum 1956- 1962, sem margir kalla „gullöld rokksins". Allt eru þetta Iög, sem slegið hafa í gegn og mörg eru vinsæl enn í dag því á rokkið enn sterk ítök í hugum fólks, sem komið er á „réttan“ aldur. Að sýningunni standa marg- ir af okkar færustu listamönnum. Fram John Travolta: What a show! Skemmti sér konunglega Leikarinn og dansarinn heimsfrægi, John Travolta, kom hér við á dögunum og fór að sjálfsögðu í Broadway. Eftir sýninguna sagði hann: „Leikararnir og dansararnir komu verulega á óvart, þeir eru bctri en flestir sem ég hef séð til þessa.“ John Travolta sagðist hafa skemmt sér konung- lega Og það hefði komið sér á óvart að sjá svo fjölmenna og vel unna sýningu hér. Travolta lék á sínum tíma í myndinni „Grease", sem fjallar einmitt um cjötta ára- tuginn og hugarhcim unglinganna, ekki ósvipað og gerist í sýningunni „Allt vitlaust“1 í Broadway, koma 4 söngvarar, 7 hljóðfæraleikarar, 16 dansarar auk 9 tæknimanna eða hátt í 40 manns. Sýningin sjálf tekur 90 mínútur og þar er ekki dauður punktur; söngur, dans, leikur, tíska og tíðarandi rokkáranna „með trukki og dýfu“. Sýningunni fylgir glæsileg- ur kvöldverður og svo er dansað á eftir. Hafa margir haft á orði að slíka kvöld- skcmmtun sé vart að finna nema í stórborg- um heimsins. Létt yfír strákunum: Grínland - dagskrárgerð í alvöru Höfundar sýningarinnar „Allt vitlaust" eru Þýlr EgiH Eðvarðsson leikstjóri, Bjöm Bjömsson útlitshönnuður og Gunnar popp- meistari Þórðarson hljómsveitarstjóri. Ein- valalið vann að uppsetningu sýningarinnar: Dansa sömdu Astrós Gunnarsdóttir og Nanette Nelms, lýsingu stjómar Magnús Sigurðsson og hljóði Sigurður Bjóla, kynn- ingar annast Jón Axel Olafsson og búninga gerðu Anna Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Olafsdóttir, förðun sér Elfn Sveinsdóttir um °g sýningarstjóri er Eyþór Árnason. Auk þeirra starfa 4 tæknimenn Broadway við liós og hljóð. Jón Óttar á Stöð 2: Gef hennl 3 stjömur í þætti sfnum „Sviðsljósi“ á Stöð 2 fjallaði Jón Ottar Ragnarsson um skemmtidag- skrámar í borginni. Um „Allt vitlaust" í Broadway sagði Jón: „Þetta er frábær sýning, ég gef henni þrjár stjömur.“ Miðaldra kona sleppir sér: Lofa að gera þetta aftur Kona á besta aldri fór í Broadway um dag- inn og sá sýninguna „Allt vitlaust'*. Þegar liða tók að lokum sleppti konan fram af sér beislinu og skemmti sér óskaplega. Aðspurð kvaðst hún komast í svo mikið stuð við að heyra öll þessi gömlu, góðu lög að það væri cins og unglingsárin stæðu henni Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. „Þetta er æði,“ sagði hún, „þetta minnir mig á árinu áður en ég kynntist manninum mínum.“ Margir sem komnir eru á miðjan aldur og muna „gullöld rokksins eru á sama máli, þeir segjast verða yngri en þeir áttu von á, í annað sinn. . jgprí' ' Æðisleg lög: The Bees „Það er alveg rosalega gaman að syngja ressi lög,“ segja söngvararnir fjórir, sem skipa söngsveitina The Bees, Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Þau eru sammála um að þessi lög hafi ein- hvem galdur sem nái tökum á áhorfendum enn þann dag í dag. ojanvirKur sieppjDunaOur: ROKK í YIÐLÖGUM 16 manna dansflokkur sem smitar Dansaramir 16 í sýningunni í Broadway hafa vakið verðskuldaða athygli. Margir ef- uðust um að hægt væri að koma hér upp dansflokki sem réði við sýningu sem þessa cn þau hafa sannað að sá efi var ástæðu- laus. f hópnum em rokkarar, jassdansarar, stepparar, fimleikamenn og fjörkálfar af öllum gerðum sem smita frá sér lífsgleði -¥-¥•¥ Þekkirðu lögin? 56 lög frá ’56-’62 Athugaðu hvað þú kannast við mörg þessara laga. Ef þú þekkir fleiri en 10 áttu erindi í Broadway. Johnny B. Goode, Long tall Sally, You must have been a beautiful baby, Rock and Roll music, Speedy Gonzales, Love me tender Peter Gunn, Yakety Yak, Will you still lovc me tomorrow, You are my destiny, Happy birthday sweet sixteen, Jailhouse rock, Sixteen candles, Hound dog, One night with you, Sleep walk, Sweet nothing, Bye bye love, All I have to do is dream, Diana, Who's sorry now, Lipstick on your collar, Kansas city, Are you lonesome tonight. Blue suedc shoes, Tutti Frutti, Rip it up, Shery baby, Little darling, Reelin’ and rockin’, Roll over Beethoven, Whole lot a shakin’ goin’ on, At the hop og mörg fleiri „top-hit“ sem ’æra óstöðugan og fá hjörtun til að slá hraðar. °g fiöri 1 svo stómm stíl að elstu menn hendast til í sætum sínum óumbeðnir. Sæma rokk varð að halda á framsýningunni og Didda kenndi krökkunum rokkhoppin. Enn hafa aðeins brotnað tvö rifbein og eitt handarbein. Rosaband: The Birds - 7 manna skjálftavakt / Rokkhljómsveitin The Birds, sem Gunni /' Þórðar setti saman fyrir sýninguna, er í sérflokkí. Þar er valinn maður í hverju rúmi. Þéttholda sýn- / ingargestur lét þau orð falla / að hér væru lögin leikin /* / A cins og á að gera: „Hér ,-' er hver nóta á sínum /' / / stað, þessir strákar /' íþ / e™ með þetta //p t blóðinu.” ,.' .»» -> ^ftn /ýj? /W / v / ' »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.