Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 43 Hálshreppur: Keypti verslunarhús úr þrotabúi Kaupfé- lags Svalbarðseyrar HÁLSHREPPUR hefur keypt verslunarhúsnæði úr þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar fyrir 710.000 krónur án þess að til uppboðs kæmi. Fyrsta uppboð á þrotabúi kaup- félagsins átti að fara fram þann 11. maí sl., en því var frestað til næsta mánaðar. Hálshreppur mun reka í húsnæðinu, sem er um 70 fermetra stórt, verslun fyrir ferða- fólk yfir sumartímann. Verslunin hefur hingað til verið opin tvisvar í viku yfir vetrartímann fyrir sveit- unga, en Tryggvi Stefánsson, oddviti Hálshrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að því yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur fyrir því. Borist höfðu önnur tilboð í versl- unina frá aðilum á Dalvík og Akureyri, en þrotabússtjóra mun vera heimilt að selja eignir þrota- búsins fáist viðunandi tilboð í eignir þess. Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýning- ar á Kabarett SÍÐUSTU sýningar á söngleikn- um Kabarett sem Leikfélag Fyrsta golfmót sumarsins hald- ið um helgina FYRSTA stórmót sumarsins verð- ur haldið næstkomandi helgi á vegum Golfklúbbs Akureyrar. Leiknar verða 36 holur og hefst mótið kl. 10.00 á laugardagsmorgun og stendur til sunnudagskvölds. Styrktaraðili mótsins eru frönsku sportfatnaðarframleiðendumir hjá Lacoste, en umboð fyrir þá hefur herradeild JMJ á Akureyri. í tengsl- um við mótið verður haldin sýning á sportfatnaði og snyrtivörum frá Lac- oste í nýja golfskálanum, sem vígður var í gærkvöldi við hátíðlega athöfn. Akureyrar hefur sýnt að und- anförnu verða í kvöld, fimmtu- dagskvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. I þessum síðustu sýningum tekur Þráinn Karlsson við hlutverki Schultz sem Pétur Einarsson leikhús- stjóri hefur farið með, en Þráinn veiktist rétt fyrir frum- sýningu á leiknum og hefur verið frá síðan. í leiknum koma átján leikarar og sjö manna hljómsveit fram auk tækniliðs LA. Lokasýningin á laugardagskvöldið verður sú þrítugasta á Kabarett og er það allra síðasta sýning. Pétur Einarsson, leikhússtjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að æfíngar hæfust aftur í byijun ágúst hjá LA og yrði þá æfð dag- skrá í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarbæjar sem hlotið hefði vinnuheitið „Veislan mikla“. Rut og Hall- grímur ásamt “leigjandan- um“ á Volks- wagenþakinu Á minni myndinni sjást ungamir í hreiðrinu Ungarnir skriðnir úr eggj- unum á Volkswagen-þakinu UNGARNIR fjórir eru nú skriðnir úr eggjunum, sem þrastarmamma ein verpti á þak Volks- wagen-bifreiðar við Helgamagrastræti 42 á Akureyri. Ungarnir virðast við hestaheilsu og heimsótti blaðamaður þá fyrir skömmu við misjafnar undir- tektir foreldranna. Þau hjón Hallgrímur Hallgríms- son og Rut Guðmundsdóttir, eigendur bifreiðarinnar, kipptu sér þó ekki upp við hamagang fuglanna. „Þau hafa meitt mig í skallanum oftar en einu sinni," sagði Hallgrímur og leit til lofts áður en hann klifraði upp á húddið til að heilsa upp á fóstur- bömin sín. Eg lái þeim það reyndar ekki því ég er alltaf að sprella við þau. Ég hef tvívegis borið á borð fyrir ungana tvo þessa risa-orma, en þrastarm- amma kom aðvífandi, tók þá upp aftur og flaug með þá langt í burtu svo ég örugglega næði þeim ekki aftur. Henni fannst þeir víst of stórir fyrir litlu greyin." Fyrsta eggið kom þann 8. maí og fyrsti unginn skreið í heiminn á bílþakinu þann 21. maí. Hallgrím- ur útbjó kassa í kringum hreiðrið til að veija það og við hliðina setti hann annan kassa með mold og ormum innanborðs. Volkswagen-bfllinn er sumarbif- reið Hallgríms, en á veturna ekur hann á Willys-jeppa árgerð 54. Hann bjóst við að þurfa að nota jeppann sinn næstu tvær til þijár vikur, eða þangað til litlu ungamir fara að geta bjargað sér sjálfir. Ég get bjargað mér á vetrarbílnum á rneðan," sagði Hallg- rímur að lokum. Eg lít á mi g sem bráöa- birgðafyrirbæri í starfinu — segir Ólafur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri Norðurlands eystra „ÞAÐ ER orðið heldur seint að draga sig til baka, eins og starfs- menn fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra hafa farið fram á við mig. Ráðherra er búinn að setja mig í stöðuna og þyrfti ég því að segja upp og er uppsagnarfrestur nú þrír mánuðir," sagði Ólafur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri Norðurlands eystra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur sagðist ætla að sjá til hvernig málin þróuðust fyrir norð- an. „En, eins og málum hefur háttað að undanfömu, lít ég nú á mig sem bráðabirgðafyrirbrigði í þessu starfi þangað til að endanleg- ar sættir nást. Ef ráðherra vill endurskoða málin, sem ég reyndar á ekki von á, þá stend ég ekki í veginum. Hinsvegar gæti nýr menntamálaráðherra viljað haga málum á annan veg og ég vil síst standa í veginum fyrir sáttum. En á meðan hyggst ég sinna mínu starfi og á ekki von á öðru en að fá fullan frið ti! þess.“ Ólafur sagðist ekki reikna með að gegna starfi fræðslustjóra lengur en í ár miðað við núverandi aðstæð- ur. Hann sagðist ekki vita hvað hugsanlega gæti stuðlað að endan- legum friði, en taldi þó að deiluaðil- ar ættu að ræða betur saman, í stað þess að skiptast á skoðunum í gegnum fjölmiðla. Nýi fræðslustjórinn sagðist ætla að skreppa í heimsókn á fræðslu- skrifstofuna á morgun og jafnvel heilsa upp á formann fræðsluráðs, Þráin Þórisson. Hann myndi síðan hefja störf á mánudag. Landssamband hjálparsveita skáta: Landsþing haldið á Akureyri LANDSÞING Landssambands hjálparsveita skáta verð- ur sett á Hótel KEA á Akureyri á morgun, föstudag, kl. 10.00. Þingið sitja yfir hundrað fulltrúar úr öllum sveitum landsins. Þinginu lýkur á laugardagskvöld. Aðalmál þingsins verða stefnu- mörkun og tilgangur LHS og litið verður á hvort fyrri markmið sam- bandsins hafi skilað sér sem skyldi. Þá verður fjallað um tækjabúnað hjálparsveitanna sjálfra, öryggis- mál á hálendinu og kynningarstarf- semi hjálparsveitanna. í nóvember síðastliðnum voru 15 ár liðin frá stofnun LHS. Stofnsveit- ir sambandsins voru níu talsins, en nú eru þær orðnar 21 talsins. Sem nokkurs konar afmælisverkefni ein- setti landssambandið sér að auka og bæta þá aðstoð sem það getur veitt aðildarsveitunum í þjálfunar- málum. Fulltrúaráðsfundur^ sam- bandsins, sem haldinn var á ísafirði í september sl., samþykkti viðamikl- ar tillögur nefndar sem fjaliaði um þjálfunarmál. A sl. sumri var unair- ritaður nýr samstarfssamningur milli Almannavama ríkisins annars vegar og björgunarfélaganna og Rauða krossins hinsvegar. Að fmm- kvæði LHS var hafist handa um gerð þessa samkomulags, sem er að ýmsu leiti gjörólíkt fyrri sam- starfssamningum þessara aðila. Það er skoðun stjómarinnar að vel hafi tekist til og að framkvæmd samningsins geti orðið lyftistöng fyrir hjálparsveitimar. Það er þó komin í ljós ákveðin brotalöm í sam- komulaginu. Almannavamir virðast ekki vera í stakk búnar til að upp- fylla þær óskir sem settar hafa verið fram um þjálfun lykilmanna sem vinna eiga að þjálfunarmálum. Stjóm LHS hefur af því þungar áhyggjur hversu illa virðist búið að þessari lífsnauðsynlegu stofnun fjárhagslega, segir í skýrslu LHS. Starfsemi LHS skiptist í tvo höf- uðflokka, annars vegar er félagslegi þátturinn og hinsvegar fjáröflunin. Á undanfömum árum hafa milljón- ir króna komið frá LHS til aðildar- sveitanna, mest megnis í formi peninga og útbúnaðar. Mest er þar um að ræða sjálfsaflafé sambands- ins, en ríkisstyrkur rennur einnig óskiptur til sveitanna. Rekstur sam- bandsins hefur fram að þessu byggst á sölu varnings sem beint eða óbeint fellur undir það sem kalla má áhuga- eða þekkingarsvið sambandsins. Velta þess á síðasta ári var um það bil 60 milljónir. Ingimar Eydal í Hjálparsveit skáta á Akureyri sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið væri blómlegt þar í bæ. Um það bil 70 til 80 félagar væm í sveitinni, þar af um helmingur sem væri mjög virkur í starfinu. Hinsvegar hefðu þeir Norðanmenn misst þó nokkuð af liði sínu suður í skóla og hefðu til dæmis átján félagar verið við nám þar í vetur, en starfað í stað- inn með sveitinni í Reykjavík. „Við emm komnir með eina sjö til átta kennara hér á Akureyri í skyndi- hjálp og sjáum um mestalla skyndihjálpakennslu í skólum norð- anlands. Björgunarskóli LHS verður tíu ára í haust og er starfið sem þar fer fram mikið og gott. Auk skyndihjálparinnar fer þar fram fræðsla í rötun og ferða- mennsku og í bígerð er námsbraut í köfun og sjóbjörgun. Þá hefur skólinn sent menn á námskeið er- lendis í öðmm sérhæfðari málum og er þá ætlast til þess að þeir kenni öðmm félögum sínum hér- lendis." Jón Grétar Sigurðsson er skólastjóri björgunarskóla LHS. Ingimar sagði að sveitin á Akur- eyri ætti eignir sínar skuldlausar, en kominn væri tími til að fara að huga að endumýjun snjóbflsins sem nú væri orðinn um 20 ára gamall. Einnig þyrfti að endurbæta fjar- skiptabúnaðinn. „Við emm með mjög öflugt félagslíf og emm þess- ar vikumar að innrétta húsnæðið okkar sem við fengum árið 1983. Það var gamalt fjós og hlaða svo mikið starf liggur fyrir." Jón Halldór Jónasson, ritstjóri Hjálparsveitatíðinda, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú væri happdrætti í gangi sem dregið yrði í í júní og fengju sveitimar ágóðann af sölu happdrættismiðanna. Þá er annað átak að heQast hjá hjálpar- sveitum skáta um land allt sem er sala svokallaðra sjúkrapúða. I dag fer fram fjölmiðlanámskeið fyrir alla fréttaritara Hjálparsveita- tíðinda og mun Vilborg Harðardótt- ir stjóma því. Fyrir um það bil einu og hálfu ári var blaðið stækkað til muna og er upplagið 4.000 eintök, sem dreift er til allra þeirra sem tengjast björgunarmálum á ein- hvem hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.