Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 7 Sáttafundur hjá Gæzlurmi VIÐRÆÐURFUNDUR flug- manna hjá Landhelgisgaezlunni og stjórnenda hennar verður á morgun, föstudag. Verður þar leitað leiða til að bæta samstarf flugmanna og stjómenda Gæzl- unnar. Allir flugmenn Gæzlunnar sögðu upp störfum um síðustu mánaðamót og munu uppsagnir þeirra taka gildi eftir þijá mánuði að öllu óbreyttu. Uppsagnimar stafa af samstarfs- örðugleikum að sögn flugmann- anna. Seltjarnarnes: Lögreglan í Reykjavík sinnir nú löggæslu LÖGREGLAN í Reykjavík sinnir nú löggæslu á Selýaraamesi og gekk sú breyting i garð á mánu- daginn, 1. febrúar. Þessi breyt- ing hefur það meðal annars í för með sér, að nú verður sólar- hringsvakt lögreglu i kaupstaðn- um, en áður var lögreglan með vakt þar frá 8-24 dag hvern, auk þess sem lögreglumenn þar vom á bakvakt um nætur. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að lögreglumennimir tveir, sem starfað hafa á Seltjamar- nesi, myndu gera það áfram. „Vegna staðarþekkingar þeirra var ákveðið að þeir yrðu áfram á Selt- jamamesi, en nú eru þeir hluti af lögregluliði Reykjavíkur og verða því kallaðir til vegna aukavinnu eða annars slíks. Bætt verður við mönn- um', svo unnt sé að hafa sólarhrings- vakt, líkt og er í Reykjavík," sagði Bjarki. „Lögreglan í Reykjavík hef- ur oft sinnt útköllum á nóttinni á Seltjamamesi ög þessi breyting ætti að tryggja enn betur en áður öryggi íbúa í kaupstaðnum." Bjarki var inntur eftir því hvort íbúar á Seltjamamesi þyrftu nú að fara á lögreglustöðina við Hverfís- götu til að nálgast ökuskírteini, vegabréf eða önnur slík plögg. „Nei, það þurfa þeir ekki að gera, því það verður áfram opin umboðsskrifstofa sýslumanns á Seltjamamesi, sem sinnir slíkri þjónustu," svaraði hann. „Þessi breyting snýr fyrst og fremst að löggæslunni." Þann 1. maí næstkomandi verður löggæsla í Mosfellsbæ, á Kjalaraesi og í Kjós, færð undir embætti lög- reglustjórans í Reykjavík. Bjarki sagði að nú væri verið að huga að húsnæði fyrir lögregluna í Mosfells- bæ og væri stefnt að því að það yrði tilbúið fyrir 1. maí. Forseti sameinaðs þings: Alþingi hefur ekki tekið efn- islega afstöðu til nýbyggingar „ALÞINGI hefu ekki enn samþykkt að reisa þessa nýbyggingu,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, þegar Morgun- blaðið innti hann álits á þvi hvernig mál stæðu með nýbyggingu Alþingis í ljósi þess að við afgreiðslu fjárlaga kom fram nokkur and- staða við þessar áætlanir. 12 þingmenn greiddu atkvæði á móti því að veija 6 m.kr. til hönnunarkostnaðar á þessu ári og 10 sátu hjá. Þorvald- ur Garðar sagði að þó að ekki hefði enn verið samþykkt að reisa þessa byggingu þá hefði aftur á móti verið unnið að þvi að gera það sem nauðsynlegt þætti til að Alþingi gæti tekið efnislega afstöðu til þeirrar tillögu er lægi fyrir. „Arið 1981 var samþykkt þings- ályktunartillaga um að efna til samkeppni um nýbyggingu Alþingis og samþykkti dómnefnd einróma verðlaunatillögu Sigurðar Einarsson- ar, arkitekts," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. „Næst sam- þykkti Alþingi, að tillögu þingforseta og formanna þingflokka, að veita 12 m.kr. til hönnunar þessarar nýbygg- ingar á árinu 1987. Hugmyndir um hlutverk og meg- ingerð byggingarinnar voru svo þróaðar á slðasta ári þannig að frumáætlun lá þá fyrir. Þá var þing- flokkum kynnt þessi áætlun og þannig alla tíð lögð áhersla á að þing- menn gætu fylgst með framvindu mála og sett fram eigin tillögur og hugmyndir svo sem efni stæðu til.“ Þorvaldur Garðar sagði að það sem síðast hefði gerst væri að í fjár- lögum þessa árs væru veittar 6 m.kr. til áframhaldandi vinnu við hönnun nýbyggingarinnar. „Það er rétt að taka það fram að Alþingi hefur ekki enn samþykkt að reisa þessa nýbygg- ingu en það hefur verið unnið að því að gera það sem nauðsynlegt er til þess að Alþingi geti tekið efnislega afstöðu til þeirrar tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun um gerð og skipan nýbyggingar Alþingis." Þetta þýddi, sagði Þorvaldur Garðar, að aðalteikningar byggingarinnar væru komnar í það horf að þær mætti leggja fyrir skipulags- og byggingar- yfirvöld. Einnig þýddi þetta að þær væru komnar í þann búning að gera mætti kostnaðaráætlun sem Alþingi gæti tekið mið af við ákvarðanatöku um hvort og hvenær hafist yrði handa við byggingarframkvæmdir. Gert ráð fyrir að hönnunin væri kom- in á þetta stig á þessu ári en áætlað væri að þá yrði um 15-20% af heild- arhönnun nýbyggingarinnar lokið. „Það hefur verið talið nauðsynlegt að hafa þetta verklag á til þess að. þingsályktunin frá 1981 hefði ein- hveija þýðingu og væri ekki bara dauður bókstafur," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að lokum. Kammersveit Reykjavíkur með tónleika í Bústaðakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 7. febrúar, verða haldnir 3. tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á starfsárinu 1987-88. Á efnisskránni eru tónverk eftir Max Bruch og Benjamin Britten. Á þessu ári er 150 ára fæðingaraf- mæli Max Bruch og verða af því tilefni flutt tvö verk eftir hann, Tríó op. 83 fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó og Septett í Es-dúr op. posth. fyrir klarinett, hom, fagott, tvær fiðl- ur, selló og kontrabassa. Það verk sem að þessu sinni verður leikið eft- ir Benjamin Britten er Canticle II, „Abraham og ísak", op. 41 fyrir kontratenór, tenór og pfanó. Flytjendur em Einar Jóhannesson, Helga Þórarinsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Sigurður I. Snorrason, Emil H. Friðfinnsson, Bjöm Th. Ámason, Guðný Guð- mundsdóttir, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Amþór Jónsson, Richard Kom, Sverrir Guðjónsson og Gunnar Guð- bjömsson. Tónleikamjr verða sem fyrr segir í Bústaðakirkju næstkom- andi sunnudag og hefjast klukkan 17. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN HEFUR ÞÚ HUGSAÐ FYRIR ÞVÍ HVERNIG F.TÁRHAGUR ÞINN VERÐUR ÞEGAR ÞÚ LÆTUR AF STÖRFUM ? Nú á tímum eru margir farnir að huga að því hvort þeir muni geta haldið þeim lífsgæðum sem þeir njóta í dag þegar að því kemur að þeir láta af störfum. Trúlega viltu ekki láta fjárhaginn stoppa þig þegar þú loksins hefur tíma til að njóta lífsins. Til þess að það gerist ekki verður þú sjálfur að gera þínar ráðstafanir, því enginn annar gerir það nógu vel fyrir þig. Og eins og máltækið segir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. < tj FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐ- URINN Frjálsi Lífeyrissjóðurinn ávaxt- ar iðgjöldin á öruggan og arðbæran hátt og tryggir þér góðar tekjur þegar þú lætur af störfum. Frjálsi Lífeyrissjóður- inn er hentugri leið til að undirbúa sig betur undir ævikvöldið enflestar aðrar sparnaðarleiðir. BYRJAÐU STRAX!... Ef þú byrjar snemma að greiða í Frjálsa Lífeyrissjóðinn, þá færö þú verulega mikið hærri lífeyrisgreiðslur vegna margföldunaráhrifa vaxta. NJÓTTU ÞESS SÍÐAR Frjálsi Lífeyissjóðurinn er séreignasjóður en ekki lána- stofnun. Féð í sjóðnum helst því alltaf óskert. Séríræðingar Fjárfestingarfélags Islands sjá um að ávaxta það með kaup- um á verðbréfum, sem bera hæstu vexti á hverjum tíma. Þannig er þér tryggður hámarks lífeyrir miðað við framlag þitt. ALLIR GETA YERIÐ MEÐ Fáðu upplýsingar um fulla aðild eða viðbótaraðild í Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Því fyrr sem þú gengur í sjóðinn, því fyrr geturðu vænst þess að fá hærri lífeyrisgreiðslur, þegar þar að kemur. FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavik s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavik s: (91) 689700 Fjármál þín - sérgrein okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.