Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Austur-Þýskaland: Vestrænir fréttamenn fá laun frá leyniþjónustu segir 1 málgagni kommúnistaf lokksins MÁLGAGN austur-þýska kommúnistaflokksins, Neues Deutsch- land, hélt því fram í gær að nokkrir vestrænir fréttamenn þæðu laun frá vestur-þýskri leyniþjónustu og gengdu þvi hlutverki að valda andófi í Austur-Þýskalandi. í forystugrein Neues Deutsch- menn, sem þiggi fé af vestur-þýsku land í gær segir að nokkrir blaða- leyniþjónustunni BND, hafí þann Bandaríkin: Meese kveðst ekkert vita um mútutilraunir Reuter Barnastjarna látin Heather O’Rourke, tólf ára gömul bamastjama úr Poltergeist-kvik- myndunum, lést fyrir skömmu úr veikindum í kjölfar skæðrar inflú- ensu. Myndin sýnir Heather -litlu í fyrstu Poltergeist-kvikmyndinni frá árinu 1982. Washington, Reuter. EDWIN Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur neitað öUum áburði um að hann hafi vitað af tilraunum til þess að múta ísraelskum embættis- mönnum vegna samnings um smíði olíuleiðslu frá írak til Jórd- aníu. Undanfarna daga hefur talsvert borið á orðrómi þess efnis að afsögn Meese væri yfir- vofandi og er taiið að með þessari einörðu neitun sinni vilji ráðherrann kveða kvitt þennan niður. „Ég get sagt fullum fetum að aldrei var nokkur umræða, vísbend- ing eða nokkuð sem gaf í skyn greiðslur til embættismanna eða stjómmálaflokka," sagði Meese í yfírlýsingu sinni en kvaðst ekki geta farið út í smáatriði vegna ákvæða um ríkisleynd. Fyrrum viðskiptafélagi Meese, E. Robert Wallace hugðist taka þátt í fyrirtæki um lagningu leiðslu fyrir íraska olíu um Jórdaníu til Miðjarðarhafs, en sú framkvæmd kom til tals eftir að olíuútflutningur íraka raskaðist vegna Persaflóa- stríðsins. Samkvæmt sögusögninni á Méese að hafa haft vitneskju um að Wallace hefði í hyggju að múta ísraelskum embættismönnum til þess að gefa nefndri leiðslu grið, en sem dómsmálaráðherra ber Meese að koma í veg fyrir slíkt. Samkvæmt bandarískum lögum er ólöglegt að múta erlendum embætt- ismönnuro- Meese lýsti því yfír að hann myndi ekki segja af sér vegna máls- íns og sagði að hann hefði engra hagsmuna að gæta í málinu, en fyrmefndur samningur rann út í sandinn 1986. Embættismennn Hvíta hússins hafa staðfastlega lýst því yfír að fyllsta traust sé borið til Meese, en í einkasamtölum hafa sumir þeirra þó látið uppi að Meese kynni að neyðast til afsagnar verði ákæra gefm út á hendur honum. í yfírlýsingu Meese kom meðal annars fram að hann hefði tvisvar rætt lítillega við háttsettan ísraelsk- an embættismann árið 1985, en talið er víst að þar ræði um Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels. Hann var þá forsætisráðherra ísra- els. „Báðir [fundimir] vom örstuttir og lítilsverðir og ég stofnaði til hvorugs þeirra," sagði Meese. í Tel Aviv sagði Peres að sér hefðu aldrei verið boðnar mútur, en staðfesti að ísraelsstjóm hefði heitið bandarískum yfírvöldum því að ekki yrði gerð árás á olíuleiðsl- una ef af lagningu hennar yrði. starfa að fínna og aðstoða óánægt fólk „með það að markmiði að skapa andóf í Austur Þýskalandi." Ennfremur birti dagblað ungra kommúnista, Junge Welt, langa grein sem fordæmir iagahöfundinn Stephen Krawczyk, einn þeirra flögurra sem var sendur til Vestur- Þýskalands á þriðjudag. „Það er engin tilviljun að áhugi vestrænna fjölmiðla óx þegar andkommún- isma fór að gæta í söngvum hans,“ segir í greininni. Morðið á Lennon: Þráhyggja vegna bókar sögð ástæðan Lundúnum, Reuter. FRAM hefur komið að ástæðan fyrir morðinu á bitilnum John Lennon væri þráhyggja vegna skáldsögunnar Ovætturin i grasinu eftir J.D. Salinger. í viðtölum við lögreglusálfræð- inga, sem birt vom í bresku sjónvarpsstöðinni ITV á þriðju- dagskvöld, sagði morðinginn, Mark Chapman, ástæðu morðsins þá að hann vildi útbreiða lestur skáldsögunnar, sem fjallar um ungling sem fyllist örvæntingu vegna hræsni fullorðinna. á efnahagsaðstoð Helsta deilumál ríkjanna stendur um herstöð Bandaríkjanna á Azor- eyjum, en fyrir þá aðstöðu láta Bandaríkin Portúgölum í té efna- hagsaðstoð, sem samkvæmt samningi hefur til þessa numið rúm- um 200 milljónum Bandaríkjadala á ári. Vegna fjárlagahalla Banda- ríkjanna hefur þurft að skera alla efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við önnur ríki niður og var portúgölsk- um stjómvöldum gert ljóst að ekki væri hægt að búast við meiru en 117 milljón dala aðstoð í ár. Þessu una Portúgalir illa, ekki síst þegar Frank Carlucci litið er til þess að undanfarin 40 ár hafa Portúgalir þótt einir tryg- gustu bandamenn Bandaríkja- manna austan Atlantsála. „Við höfum hvað eftir annað lagt lyklqu á leið okkar til þess að þóknast Bandaríkjunum og hvað uppskemm við svo?“ spurði ónafngreindur emb- ættismaður í Portúgal. Bandaríkjastjóm hefur einnig þótt þetta miður, enda vill hún fyr- ir alla muni forðast deilur á þessum slóðum, eftir að hafa deilt við Spán- veija um bandarískar herstöðvar þar í landi. Hafa bandarískir stjóm- arerindrekar bent á að í samningn- um sé einungis kveðið á um að Bandaríkjasljóm geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja efnahagsaðstoðina. Talið er að Carlucci muni reyna fríða Portúgalsstjóm með því að um tímabundin vandræði sé að ræða og benda á að bandamenn Banda- ríkjanna um allan heim hafí orðið fyrir barðinu á niðurskurðinum. Portúgal: Carlucci ræðir framtíð banda- rískrar herstöðvar á Azoreyjum Portúgalir illir vegna niðurskurðar Lisaabon, Reuter. FRANK Carlucci, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Lissabon en þar mun hann eiga viðræður við portúgölsk stjóm- völd um herstöð Bandaríkjanna á Azoreyjum. Portúgalar hafa hótað því að taka herstöðvarsamninginn til endurskoðunar vegna niður- skurðs á bandarískri efnahagsaðstoð við Portúgal. Missi Bandaríkja- her herstöðina á Azoreyjum myndi það enn veikja vamarmátt Bandaríkjanna á þessu svæði, en á Spáni heyrast nú æ háværari kröfur um að fleiri bandarískum herstöðvum þar verði lokað. Eurico de Melo, vamarmálaráð- stöðu Portúgals af öllum mætti," herra Portúgals, tók á móti Carlucci, en frá flugvellinum hélt ráðherrann til viðræðna og hádegis- verðarfundar við Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals. „Við munum veija réttmæta af- sagði Cavaco Silva skömmu fyrir komu Carluccis. Portúgal er fyrsti viðkomustaður vamarmálaráðherr- ans í fór hans til Evrópu, en hann mun einnig drepa niður fæti á ít- alíu og í Vestur-Þýskalandi. Atvinnusjúkdómar: Slæm loftræstíng helstí söku- dólgur skrifstofuóþæginda ÞAÐ ER gömul saga og ný að skrifstofufólk kvartar gjaman nnijan alls kyns óþægindum, sem það kennir vinnustað sínum og sérstaklega á veturna. Sé litið á skýrslur um veikindadaga sést það einnig svart á hvítu að ýmsir kvillar hijá kyrrsetufólk, sem trauðla er hægt að rekja til annars en aðstæðna á vinnu- stað, þó svo að aðbúnaður þar virðist við fyrstu sýn til fyrirmynd- ar. Þá hefur verið algéngt að fólk kenni tóbaksreykingum vinnufélaga sinna um ýmis óþægindi, en samkvæmt nýrri breskri könnun er léleg loftræsting aðalsökudólgurinn, en reykurinn aðeins sýnileg sönnun þess. Samkvæmt rannsókninni hefur slæm loftræsting alls konar kvilla í för með sér: augnþreytu, sárindi í hálsi, höfuðverki, ógleði, of- þreytu, hósta og almenn öndunar- vandræði. Rannsakaður var 31 vinnustað- ur, þar á meðal heilsugæslustöð, útsendingarherbergi sjónvarps- stöðvar, brottfarai-salur flug- stöðvar og skrifstofur jámbraut- arstöðvar, og fundu sérfræðlngar kolmónoxíð, sýkla, sveppagró, nikótín og ógrynni af ryki. Sagði að tölvuskjáir væm einar verstu lykgildmmar auk pappíra og bóka alls konar. Af þessum 31 vinnustað vom aðeins sex staðir, sem taldir vom vera innan þolanlegra marka. Þrír vora taldir öldungis óþolandi — þar á meðal heilsugæslustöðin, en þar vom reykingar þó stranglega bannaðar. Gray Robertson, sem er banda- rískur sérfræðingur á sviði loft- ræstingar, segir að meðalskrif- stofumaður þyrfti að sitja á sama stað í tvo og hálfan mánuð í reyk- mettaðri skrifstofu til þess að anda að sér sama magni af nikó- tíni og reykingamaðurinn fengi í lungun úr einni sfgarettu. „Síga- rettureykurinn er aðeins einkenni vandans — sýnileg sönnun þess að eitthvað þarf að gera í loftræst- ingu vinnustaðarins,“ sagði Robertson. Talið er að á Bretlandi kunni allt að 90% allra skrifstofa að vera þessu marki brenndar, en vandann mun vera hægt að leysa að miklu leyti með bættri loftræst- ingu. Byggtá The Timee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.