Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Innlánsvextir og’ sparnaður vaqnar j* Eigum ávallt fyrirliggjandi i hinavelþekktuBV-hand- lyftivagna með 2500 BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI: 6724 44 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegursogkrafturfrá 250 W upp í1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir i vél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 eftirMagna Guðmundsson Þá er komið að seinni forsendu verðtryggingar og hávaxta, sem minnzt var á í fyrri grein (Morgun- blaðið 27/1). Mun hækkun innlánsvaxta auka spamað -f landinu? Segja má að minnsta kosti, áð slíkt sé engan veginn víst. Ekki hefír enn tekizt að sanna, að bein tengsl séu milli vaxta og spamaðar. Endurteknar kannanir hafa verið gerðar á þessu sviði. Þær ná yfír langt árabil og taka til vestrænna ríkja. Stundum hefír komið í ljós, að spamaður eykst eitthvað, þegar innlánsvextir hafa verið hækkaðir. í önnur skipti helzt spamaður óbreyttur eða minnkar blatt áfram. Með öðrum orðum: ekkert ótvírætt samband er þafna á milli. Þetta er boðað í erlendum háskól- um, hagfræðiritum og fyrirlestrum. Þess vegna kemur spánskt fyrir sjónir, þegar sumir menn telja sjálf- gefíð, að vaxtaprósentan ráði spariinnlánunum. Það virðist raun- ar vera nokkurs konar „bamatrú" einstakra bankastjóra — því miður. Hvers vegna hafa innlánsvextir lítil eða engin áhrif á spamaðar- hvötina? Ein ástæðan er sú, að fólk, sem leggur fé á banka, hefír annað í huga en ávöxtun þess. Það vill fyrst og fremst hafa fé sitt hand- bært, þegar þurfa þykir, og í traustri vörzlu. Þetta tvennt, inn- leysanleiki og öryggi, er eigendum sparifjár meira virði en einhveijar breytingar á verðgildi þess. Hópur spariijáreigenda safnar fyrir ákveðnum hlut, bifreið, heimil- istæki, ferðalagi, og hættir svo. Þessar innstæður standa yfirleitt stutt, og er það önnur ástæða þess, að ávöxtunin skiptir ekki megin- máli. Hækkun vaxtanna gerir sparifjáreigandanum beinlínis mögulegt að ná settu marki með minni spamaði. Þriðja ástæða þess, að innláns- vextir orka lítt á spamað almenn- ings, er sú, að fjöldi sparisjóðsbóka er mikill og meðalinnstæða lág. Einnig þetta er borið uppi af könn- unum í öðrum löndum, en þær hafa ekki enn verið gerðar hér. Helzta breytingin, sem verður við vaxtahækkun, er tilfærsla milli innlánsreikninga, — frá þeim, sem gefa minna, til þeirra, sem gefa mira. Spamaður í heild fer eftir tekjum, ekki vöxtum. Hann vex allajafna stighækkandi með tekjum. Hvað segja íslenzkar talnaskýrsl- ur? Ef við lítum í „Hagtölur mánaðarins", sem er fróðlegt rit Seðlabankans, má sjá m.a., að inn- stæður á 12 mánaða sparisjóðs- bókum féllu frá okt. 1986 til okt. 1987 um kr. 720 milljónir. Á sama tíma uxu vísitölubundnar innstæður. um liðlega sömu flárhæð, kr. 810 milljónir. Áfallnir vextir eða áætlað- ir era reiknaðir með, og þeir era hærri á hinar vísitölubundnu inn- stæður. Þetta er dæmi um tilfærslu milli innlánsreikninga, sbr. næstu málsgrein hér á undan. Öll bundin spariinnlán, þ.e. 3ja, 6 og 12 mánaða bækur, verðtryggð- ar bækur og skiptikjarareikningar, hækkuðu frá okt. 1986 til okt. 1987 um rúmlega 25%. Enda þótt inn- lánsvextir banka og sparisjóða séu eins konar frumskógur, virðist óhætt að fullyrða, að þessi liðl. 25% aukning nemi varla vöxtunum, sem bætt hefír verið við innstæðumar. Engin merki sjást um spamaðar- auka af völdum hinnar gífurlegu aukningar á þjóðartekjum, sem varð á liðnu ári, — aukningar at- vinnutekna, ráðstöfunartekna (40%), svo og kaupmáttar. Vaknar spumingin, hvort hávextimir kunni að hafa dregið úr viljanum eða get- unni til að spara. Það vekur athygli, að veltiinnlán era aðeins tæplega 16% heildarinn- lána. Veltiinnlán era hinsvegar 40--45% heildarinnlána í dæmi- gerðum viðskiptabanka vestan Dr. Magni Guðmundsson „Þessar athuganir styðja allar þá frum- reglu, sem sett var fram í byrjun greinar, að ekki séu bein tengsl milli innlánsvaxta og spamaðar.“ hafs. Allt að 85—90% bankavið- skipta fara þar fram með ávísunum, og þau viðskipti taka til sín allt að helmingi starfsliðsins. Obbinn af rekstrarkostnaði bankakerfísins er þannig tengdur veltiinnlánunum. Og eigendur þeirra era látnir greiða þann kostnað eða hluta hans, því að þeir fá enga vexti af hlaupa- reikningum og mjög lága vexti af 'ávísanareikningum (gjaman 2—4%), þrátt fyrir verðbólgu á bil- inu 5—15%. Hið smáa hlutfall veltiinnlána hérlendis gefur til kynna, að almenn spariinnlán og e.t.v. önnur óbundin spariinnlán Yatn er gott! eftirKatrínu Fjeldsted Á undanfömum áram hefur fólk víða á Vesturlöndum fengið meiri áhuga á heilsu sinni en áð- ur. Kemur það fram á ýmsan hátt og má nefna aukna líkams- þjálfun og hollan mat, svo sem grænmeti, ávexti og fisk, sem dæmi. Umræða hefur verið'um reykingar og skaðsemi þeirra, ög gerðar hafa verið kröfur til þess að vatn og andrúmsloft séu ómen- guð til þess að tryggja-að neyta megi vatns sem óspillt er og anda megi að sér hreinu lofti. Þessi umræða hefur einnig átt Spr stað hérlendis. Okkur hijáir reyndar eitt heilbrigðisvandamál, sem flestar nágrannaþjóðimar hafa fyrir löngu leyst, en það era tannskemmdir. Komið hefur fram, ekki síst á vegum landlæknisem- bættisins og _ Manneldisráðs, að neysluvenjur íslendinga séu langt frá því sem æskilegt má teljast. Svo virðist sem fjölmörg böm og unglingar fái ekki þá næringu sem vaxandi líkami þarfnast. Sjoppu- fæði og fljótlegur, sykurríkur pakkamatur hefur tekið við af soðnum fiski og kartöflum til að seðja hungur i sísvöngum maga. Skortur á staðgóðum mat veldur stöðugri hungurkennd, sem kallar á nart og sætindaát. Sykurríkir drykkir og kaffí era vinsælir svaladrykkir, og það gleymist að hægt er að svala þorsta sínum á handhægan og ódýran hátt með ísköldu vatni úr krananum. Um Katrín Fjeldsted matarvenjur ætla ég ekki að ræða að ^sinni. Ég held að ég hafí fyrst lært að meta ferskt, íslenskt vatn þeg- ar ég flutti til útlanda og komst að því að vatn er ekki það sama og vatn, ef svo má að orði kom- ast. í heimsborginni London, þar sem ég bjó í mörg ár, er neyslu- vatn „drykkjarhæft", en er annar og verri drykkur en við þekkjum víðast hvar hérlendis sem neyslu- vatn. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða að öllum þyki vatn gott, fremur en hægt er að segja að slagorðið „Mjólk er góð“ sé algilt. Þó er vitað að vatn er líka- manum nauðsynlegt. Það hjálpar bæði starfsemi nýma og þarma að drekka vatn daglega. I mjól- kinni era mjög mikilvæg næring- arefni, vítamín ogkalk, sem erindi eiga bæði til ungra og gamalla, en þótt ekki sé um slík efni að ræða í vatni þá er það líkamanum hollt. Með þessum orðum vil ég minna á það hve við ísíendingar eram vel settir hvað neysluvatn varðar, miðað við aðrar þjóðir. Vatnið er ferskara og ómengaðra hér en víðast annars staðar á byggðu bóli. Því ekki að drekka vatn? Vatn er gott! Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi í Reykjavík. (Frá heilbrigðisráðuneytinii og Bandalagi fslenskra skáta.) krakkar nú þarf oð sklkt tlllögum Allir krakkar sem eru með í hugmyndakeppninni „Úrið mittíí athugið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta Iðnaöarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Drífið ykkur af stað með teikninguna eða líkanið áður en það er of seint. Þið þurfið ekki að setja tillöguna í umslag. • Munið að merkja tillöguna vel. URSMIÐAFELAG ISLANDS 0 Iðnaðarbanhinn TÖLVUPRENTARAR HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR &TDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.