Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 45
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Annie Anxiety Ljósmynd/BS Endurreistir Frakkar Það er ekki bara í Hollywood eða úti í heimi sem það gerist að menn taki upp þráðinn þar sem frá var horfið og endur- reisi gamlar rokksveitir sem lognast hafa útaf. Eftir tvær vikur heldur hljóm- sveitin Frakkarnir sína fyrstu tónleika eftir langa hvíld frá störfum, en sveitin lagði upp laupana eftir ágætis skífu, 1984. Mannaskipan er að mestu óbreytt nema að Ásgeir Óskars- son er ekki með, en maður kemur í manns stað. Tónlistina segja Frakkar vera alla nýja af nálinni; það sé ekk- ert lag sem lifi frá árum áður, en þeir sem hafi sóð Þrjá á palli spila síðasta haust kannist líklega við lag og lag. Það eiga þó hinir nýju Frakkar sameigin- legt með þeim gömlu að tónlist- in sver sig í ætt við rytmablús- rokk. Eins og áður sagði eru fyrstu tónleikar afturgenginna Frakka eftir tvær vikur, fimmtudaginn 18. þessa mánaðar. Þar kemur og fram önnur sveit sem risin er úr dái; Síðan skein sól heldur þá sína fyrstu tónleika í nær ár. Ljósmynd/BS Tónleikar í Hótel íslandi Væntanleg eru til tónleika- halds í Hótel íslandi í næstu viku breska söngkonan Annie Anxiety og hljómsveitin Current 93. Annie Anxiety hefur vakið tölu- verða athygli fyrir síðustu plötu sína Jackamo sem hún vann með undramanninum í breskum tón- listariðnaði Adrian Sherwood. Hún starfaði áður með Crass, þó ekki hafi hún vórið í hljómsveitinni, og gaf m.a út plötu sem hún vann með Penny Rimbaud úr Crass. Því til viðbótar hefur hún sent frá sér ijóðabækur og leikið i kvikmynd- um. Þess má geta hér að Annie kom til íslands og kom fram með Crass á sínum tíma á tónleikum í Laugardalshöllinni. Current 93 er skipuð Hilmari Erni Hilmarssyni, Tíbet 93, Rose McDowall (söngkonu Strawberry Switchblade) Steve, Tony og Dou- glas P., leiðtoga hljómsveitarinnar Death In Júne. Tíbet hefur oft áður komið til fslands og unnið að upp- tökum með Hilmar Erni og er skemmst að minnast lags Hilmars Crowleymass, en þar sér Tíbet um aöalrödd. Koma Current 93 er að nokkru leyti söguleg, því þetta verður í síðasta sinn sem hljómsveitin kemur fram undir þessu nafni og með sömu meðlimum. Bendir og allt til þess að tónleikarnir verði hljóðritaðir til síðari útgáfu. Á undan gestunum ieikur S.h. draumur. Daisy Hill Puppy Farm Ljósmynd/BS Neðanjarðartónlist Næstkomandi 1 mánudags- kvöld, 8. febrúar, verða tónleikar fimm sveita f Duus ( Fischers- sundi. Þar koma fram sveitirnar Daisy Hill Puppy Farm, Múzzólíní, Yesm- inis Pestis, 16 eyrnahlífabúðir og Harmdauði. Allar teljast sveitirnar til hinna smærri neöanjaröarsveita, sem ekki þýðir þó endilega hinna lak- ari. Daisy Hill, Mússólíní, Yesminis Pestis og 16 eyrnahlífabúðir eiga allar lög á annarri hvorri Snarl- snældunni og sumar reyndar báðum. Eins og áður sagði eru tónleik- arnir í Duus og hefjast kl. 22.00 stundvíslega. Megas gerir nýia plötu MegaS veltirfyrirsór plötunni sem hann er meö f burðarliðnum. Á innfelldu myndinni má sjá hljóðfæraleikara og útsetjara plötunnar, Guðlaug, Megasog Hilmar. Ljósmynd/BS Megas er í hljóðveri nú um þessar mundir og er þar að leggja síðustu hönd á plötu með þeim Hilmari Erni Hilm- arssyni og Guðlaugi Óttarssyni þó ekki só liðið hálft ár frá því hann sendi frá sér plötuna Loftmynd. Loftmynd seldist vel, reyndar betur en þær níu plötur sem Megas hefur sent frá sér, en hann hefur þó ekki gert nema tvær plötur sfðustu níu árin. Glöggir veita því eftirtekt að Guðlaugur vann einnig að síðustu plötu Megasar sem gítarleikari og þriðja eyrað. Hann er sem fyrr gítarleikari með meiru, en Megas, Hilmar og Guðlaugur leika á öll þau hljóðfæri sem notuð eru á plöt- unni. Því til viðbótar eru söng- konurnar Inga og Björk Guðmundsdætur og breska söngkonan Rose, sem starfað hefur með Hilmari ytra m.a. Er Megas var inntur eftir því hvað ylli því að hann væri að vinna plötu svo stuttu eftir Loft- mynd, sagðist hann hafa heyrt lag Hiimars Arnar og Tíbets 93, Crowleymass, sem út kom fyrir jólin. Þá þegar hafi hann haft í huga að vinna plötu en við ókeypis hugljómunina sem fylgir hverju eintaki af Crowleymass hafi hann gert sér það Ijóst að Hilmar væri maður sem hann vildi vinna með. Vinna hefði haf- ist í jariúar og þeir unnið hörðum hugum síðan og ýmislegt hafi komið í Ijós. Til að byrja með var það bara eitt lag sem þeir gerðu saman, Strákarnir í Bang- kok, en hvað leiddi af sér annað og þegar upp var staöið var stór plata óumflýjanleg. Hann léki á hljómborð á þessari plötu í fyrsta sinn og það m.a. gerði það að verkum að hann gæti loks útsett lög á þann hátt sem hann hefði langað til allt frá því hann tók fyrst upp tón. Annars væri ekkert sérstakt um lögin að segja, þetta væru dægurlög við dægurtexta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.