Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 43
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Lögmál eða náð Opið bréf til dr. Einars Signrbj örnssonar eftirRaymond John Cooper Kæri Einar Sigurbjömsson. Ég þakka þér fyrir jólakveðjuna og óska þér farsældar á þessu ári. í Morgunblaðinu þann 24. desember sl. tekur þú aftur til vamar fyrir kenninguna um skím til endurfæð- ingar. Sumt af því sem í grein þinni stendur hefur áður komið fram, en ýmislegt er þó nýtt. Því þykir mér við hæfí að skýrgreina nokkur hug- tök, til þess að enginn misskilji hvað átt sé við í umQöllun um þetta mál. Réttlæting fyrir trú Að réttlætast merkir að verða réttlátur eða saklaus í augum Guðs. Að réttlætast fyrir trú merkir það,- að hafa frið við Guð fyrir trúna á Jesúm Krist (Rm 5:1). Verki Guðs verður ekki lýst í fáum orðum, því vafalaust er leyndardómur guðrækn- innar mikill. Guð birtist í holdinu og keypti söfnuðinn með sínu eigin blóði (P 20:28). Allir þeir sem treysta frið- þægingarblóðinu réttlætast fyrir trú (Rm 3:25). Við höfum beinan og opinn aðgang að hjálpræðisverki Krists fyrir trú, og ekki er það nauðsynlegt að miðla verki Guðs. Hér er það trúin ein sem máli skipt- ir og í orði Guðs virðist ekki vera greint frá neinni athöfn sem hann notar til að veiqa trú. Ef þú veist um slík dæmi, þá bið ég þig að benda á þau út frá biblíunni. Fyrirheit bundin við vatnið? Þú segir „Guð hefur bundið ákveðin fyrirheit við vatnið." Hver eru þessi fyrirheit? Þú svarar: ... í skíminni miðlar Guð hjálpræði sínu, af því að hann hefur sjálfur gefíð fyrirheit þar um. 0g fyrirheit hans er það orð, sem gerir vatnið í fontin- um að skím.“ Hvert er þetta orð? Lúther svarar: „Því að án orðs Guðs er vatnið venjulegt vatn og engin skím, en með orði Guðs er það skím..." og þá vitnar Lúther í Títusarbréfíð. Þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlæt- isverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags anda, (Tt3:5). En ijalli versið ekki um skím, þá er þar hvorki að fínna orð né fyrir- heit, er geri vatnið í fontinum að skirn. Þá myndi vatnið vera venju- legt vatn og engin skím og þá myndu allir þeir sem hafa gengið í gegnum þessa athöfn, sem kölluð er skím, vera óskírðir. Þú ert mér ósammála um það, að með vatni í Jóhannes 3:5 sé ekki átt við skím heldur orð Guðs (Jk 1:18 lPt 1:23,25), en tak eftir því, að það að fæðast af vatni og anda (endurfæðing) er forsenda fyrir því að komast inn í guðsríkið, aiveg eins og trú á soninn er for- senda fyrir því að hafa eilíft líf. Kristur skyldi Nikódemus ekki eftir í óvissu um hvað hann átti við með þessum orðum, heldur sagði hann honum hvað hann ætti að gera til þess að fá inngöngu í guðsríkið (vers 14-18). Dæmi um mis- munandi þýðingar í grein sem dr. Jón Sveinbjömsson ritaði til hliðar við grein þína til þess að sannfæra okkur um það að um- deilda versið í þýðingunni frá 1981 væri þar loksins rétt þýtt, og vitnaði í því sambandi í nýjar þýðingar frá löndum þar sem kenningin um skím til endurfæðingar er álitin rétt trú, máli sínu til stuðnings, þá viðurkenn- ir hann samt að „Guð lætur heilagan anda lauga okkur". Og hér eru nokk- ur dæmi um hvemig þetta vers hefur verið þýtt í ýmsum öðrum biblíuútg- áfum. Revised Standard Version: Not be- cause of deeds done by us in righteousness, but in virtue of his own mercy, by the washing of regeneration and renewal in the Holy Spirit, which he poured out upon us richly through Jesus Christ our Saviour. 1960 Philips: Not by virtue of any moral achievements of ours, but by the cleansing power of a new birth and the moral renewal of the Holy Spirit, which he gave us so generously through Jesus Christ our Saviour. Lúther: Nicht um der Werke wil- len der Gerechtigkeit, die wir getan hatten, sondern nach seine Barmherzigkeit machte er uns selig durch das Bad der Wiedergeburt und Emeuerung das heiligen Geistes. 1955 Elberfelden Nicht aus Werken, die in Gerechtigkeit vollbracht, wir getan hatten, sondem nach seine Barmherzigkeit durch die Waschung der Wiedergeburt und Emeuerung das heiligen Geistes. 1951 Bijbel: Niet om werken der gerechtigheid, die wij zouden gedaan hebben, doch naar zijn ontferming ons gered door het bad der wedergeboorte en der vemiewing door de Heilige Geest. Af þessum þýðingum má sjá, að þýðendumir notuðu orðin „laug end- urfæðingarinnar" eins og ritað er í íslensku þýðingunni frá 1912. Ekk- ert bendir til þess, að um skím sé að ræða. Trú annarra Þú varst við áskorun minni um það að sýna út frá Biblíunni svart á hvítu, að trú annarra geti leitt til þess, að maður fái fyrirgefningu fyr- ir syndir sinar, með því að vitna í Markúsarguðspjall þar sem Jesús læknaði lama manninn, en þar segir: Þá er Jesús sér trú þeirra segir hann við lama manninn: „Bamið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ (Mk. 2:5.) Er ekki hugsanlegt að orðið þeirra feli líka í sér trú lama mannsins? Er það að túlka ritningamar rétt að halda því fram, að hann hafi enga aðild átt að því að vera færður til Jesú? Var hann borinn til Krists nauðugur án þess að vilja það sjálfur eins og bam er borið til prestsins? Þetta dæmi nægir ekki til að sýna fram á, að trú annarra ein sér geti leitt til fyrirgefningar synda. Þess vegna endurtek ég áskorun mína til hvers sem er, að sýna út frá orði Guðs, að menn geti réttlæst með öðrum hætti heldur en fyrir eigin trú. „Skirn til fyrir- gefningar syndanna?" Þú spyrð: „Hvað þýðir annars „skím til fyrirgefningar syndanna?" Þýðir það, að í skíminni öðlist menn fyrirgefningu fyrir drýgðar syndir? Ef svo er, þá þyrfti hver og einn að skírast svo oft sem hann syndgar eða geyma það að skírast, uns hann er orðinn viss um að syndga ekki fram- ar!“ Svarið er, að í biblíunni er ekki minnst á að fyrirgefning synda fáist einungis fyrir skím. Skím er alltaf í tengslum við iðrun og trú. Hér eru nokkur dæmi. Jóhannes skírari (kom) fram í óbyggð- inni og prédikaði iðrunarskím til syndafyrirgefningar, og öll Júdeu- byggð og allir Jerúsalembúar fórn út til hans, og létu skfrast af honum f ánni Jórdan og játuðu syndir sinar. (Mk. 1:4,5.) Ekki boðaði hann iðrun eina, held- ur líka trú á Krist. Jóhannes skírði iðrunarskím, er hann sagði iýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er að segja á Jesúm. (P 19:4.) í öllu Nýja testamentinu sjáum við, að syndafyrirgefning fæst fyrir iðrun og trú. Gjörið þvf iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar ... (P 3:19.) ... að sérhver, sem á hann trúir, fái fyr ■ ir hans nafn syndafyrirgefning. (P 10:43.) Yður sé þvf vitanlegt, bræður mfnir, að yðúr er fyrir hann boðuð syndafyrir- gefning, og hver sá er trúir, réttlætist í honum af 8IIu ... (P 13:89.) Hefi ég tekið þig út úr lýðnum og út úr heiðingjunum og sendi þig til þeirra, til að opna augu þeirra, svo að þeir snúi sér frá myrkri til ljóss og frá Satans valdi til Guðs, svo að þeir öðlist synda-fyrirgefning og arf með þeim, sem helgaðir eru fyrir trúna á mig. (P 26:18.) Iðrun og trú em grundvallaratriði í kristni. Vér förum ekki að byija aftur á undir- stöðuatriöum eins og afturhvarfi frá dauðum verkum og trú á Guð, kenning- unni um skfmir og handayfirlagningar, upprisu dauðra og eilffan dóm. (Heb. 6:2.) Fyrst kemur afturhvarf, þá trú, þá skímir í vatni og heilögum anda, þá handayfírlagningar, þá upprisa dauðra og þá eilífur dómur. Þjóð- kirkjan vill byrja á skirn en virðist gleyma því að iðrun og trú eru skilyrði fyrir því að skirast. Eins og Pétur postuli sagði á hvítasunnu- degi: Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skfrast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda; (P 2:38.) Skírn til iðrunar Líka er rétt að benda á það hér að orðið til (skím til fyrirgefningar synda) er þýtt frá orðinu eis í grísku, en eis er líka þýtt gegn, meðal, við, í, um og með á íslensku. Dæmi: en hver, sem talar lastmæli gegn heilög- um anda, fær eigi fyrirgefningu um aldur, Mk 3:29. En Sál, sem enn þá blés ógnum og mann- drápum gegn lærisveinum Drottins, gekk til æðsta prestsins. (P 9:1.) En það er sáð var meðal þyma, það er sá, sem orðið heyrir, og áhyggja heims- ins og tál auðæfanna kefla orðið. (Mt 13:22.) En til þess að það berist ekki frekar út meðal lýðsins, þá skulum vér hóta þeim hörðu. (P 4:17.) Níníve-menn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og dæma hana seka, því að þeir gjöra iðran við prédikun Jónasar. (Mt 12:41.) ... Ég er eigi aðeins reiðubúinn til að láta binda mig f Jerúsalem, heldur og að deyja þar fyrir nafn Drottins Jesú. (P 21:13.) þvf að Davfð segir um hann: Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér. (P 2:25.) Þakkið alla hluti, þvf að það er vilji Guðs með yður f Kristi Jesú. (1Þ 5:18) (1981). Þetta ætti að nægja til þess að sýna fram á það, að enda þótt orðið hafí verið þýtt til — „iðrunarskírn til syndafyrirgefningar“ — þá er það ógerlegt að túlka orðið eis á þann veg, að það merki til þess að fá syndafyrirgefningu, heldur gæti það jafnvel hafa verið þýtt gegn í þeirri merkingu að maður fær eitthvað gegn framvísun skilrílqa, eða fyrir í þeirri merkingu að einhver fær þakkir fyrir hjálpina, eða við í þeirri merkingu að maður fær inngöngu við framvísun aðgöngumiða. Hér er eitt dæmi um hvemig eis er notað í sambandi við skím. ' Ég skíri yður með vatni til (eis) iðrunar. (Mt 3:11.) Merkir þetta það að þeir þyrftu skím til þess að geta iðrast? Nei. Þeir tóku skím vegna þess að þeir höfðu gjört iðrun. Skím án iðrunar og trúar einstaklingsins sem vill láta skírast er gagijgjaus. Þetta verður okkur augljóst af orðum Jóhannesar skírara. Hann sagði þvf við mannfjöldann, sem fór út, til að skírast af honum: Þér nöðra- afkvæmi, hver kendi yður að flýja undan komandi reiði? Berið þá ávexti samboðna iðraninni... (Lk 3:7,8.) Filippus trúboði vildi ekki skíra eþíópíska hirðmanninn fyrr en hann var orðinn viss um að hirðmaðurinn tryði fagnaðarerindinu um Jesúm „af öllu hjarta". (P 8:37). Iðrun Hvað er iðrun? Hvað eigum við að segja um fólk sem er gott og alið upp í trúnni? Þarf það að gjöra iðrun? Ekki eru dauð verk (Heb 6:2) þau sömu og holdsins verk (G1 5:19—21). Dauð verk eru þau sem Páll postuli talaði um þegar hann ritaði: ... vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesúm Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesúm, til þess að vér réttlætumst af trú Raymond John Cooper á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda réttlætist enginn lifandi maður af lög- málsverkum. (G1 2:16.) Það er til tvenns konar réttlæti, „rétt- læti Gus fyrir trú á Jesúm Krist öllum þeim til handa, sem trúa“ (Rm 3:22) og okkar eigið réttlæti, sem byggist á þvf góða sem við höfum gert í þessu lffi. Þeir, sem treysta á að eigið réttlæti veiti þeim inngöngu f guðsrfkið, era undir lög- máli. Enginn réttlætist af lögmálsverk- um, þvf að „allir þeir, sem era lögmálsverka megin, era undir bölvun, því að ritað en Bölvaður er sá, sem ekki heldur fast við allt það, sem f lögmáls- bókinni er ritað, svo að hann breyti eftir því.“ (GI 3:10.) Því að þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. (Jk 2:10.) Þess vegna þörfnumst við mis- kunnar Guðs og þess vegna er það, að „af náð erað þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þ ess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum.“ (Ef 2:8,9.) * Hver maður þarf að átta sig á þvf, að þótt hann hafi verið viðstadd- ur og gengið í gegnum ýmsar athafnir þjóðkirkjunnar, t.d. vatns- austur, og þótt hann hafi verið alinn upp f að biðja og trúa á Krist, þá þarf hann engu að síður að gjöra iðran. Kristur talaði um þetta þegar hann sagði: Vilji einhver fylgja mér, þá af- neiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn daglega og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lffí sinu, mun týna þvf; en hver sem týnir lffí sínu mfn vegna, hann mun bjarga því. (Lk 9:23,24.) Páll postuli tók upp sinn kross. I Galatabréfínu segir hann: Þvf að það er svo um mig, að ég er fyrir lögmálið dáinn lögmálinu, til þess að lifa guði. Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur f mér. En það sem ég þó enn lifi f holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölum- ar fyrir mig. Það er ekki ég, sem ónýti náð Guðs, þvf að ef til er réttlæting fyrir lög- mál, þá hefir Kristur dáið til einskis. (G1 2:19—21.) Til þess að verða hólpinn þarf maður að afneita eigin réttlæti, (öllu því góða sem hann hefur gert til þess að reyna að komast til himins) og að taka á móti réttlæti annars, það er, Krists. Svo einfalt er það, að mörgum finnst það of erfitt. Það þýðir, að maðurinn þarf að afneita sjálfstrausti sínu og sjálfstæði. Mað- urinn þarf að gefast undir réttlæti Guðs (Rm 10:3). Þó er það rétt að ala böm upp með aga og umvöndun Drottins (Ef 6:4) með þeirri bæn að þau vakni til trúar (ekki um Krist heldur á hann) fyrir áhrif heilags anda við lestur orðsins inni á heimilunum. Ekki eru það einungis þeir sem lifað hafa að heimsins hætti er gjöra þurfa iðrun „því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verð- skuldunar af náð hans fyrir endur- lausnina, sem er í Kristi Jesú.“ (Rm 3:23,24.) Skírnarskilningur íslensku þjóðkirkjunnar Skímarskilningur íslensku þjóð- kirkjunnar virðist gera iðmn óþarfa og gera persónulega trú líka óþarfa, því að trú einhvers annars nægir til þess að viðkomandi glatist ekki held- ur hafí eilíft líf. En Kristur sagði: Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilfft líf. (Jh 3:16.) Samkvæmt þessum orðum Jesú, mun sá sem ekki trúir á hann (og þar með hans fullkomna friðþæging- arverk) glatast. Og hver sem ekki fannst ritaður f lffsins bók, honum var kastað í eldsdíkið. (Opb 20:15.) Er það ekki háskalegt að kenna mönnum, að þeir hafi endurfæðst, hafi fengið syndafyrirgefningu, og verið innsiglað með heilögum anda og þar með orðið böm Guðs fyrir vatnsaustur, án þess að þeir hafi þurft að gjöra iðran og trúa sjálf ir á Krist? Sjái einhver þörf sína fyrir að gjöra iðmn frammi fyrir Guði, þá, „það sem þjóðkirkjan vill segja til fólks er, að afturhvarf eða frelsunin, er afturhvarf til skímarinnar", og „end- umýjun á skíminni". Hann ætti þá að staðfesta eið, sem áður var gefinn af foreldrum hans og guðfeðginum í nafni hans áður en hann vissi nokk- um hlut um málið. Þetta segir þú sjálfur. Hversu frábmgðið er ekki allt þetta þeirri hreinu trú sem frá er greint í Nýja testamentinu, þar sem boðaður er beinn aðgangur að frelsis- verki Krists á krossinum fyrir iðmn og trú, og það án þess að þurfa að ganga í gegnum nokkrar athafnir, er draga hulu myrkurs yfír það frels- isverk! Skírnin gerð að lögmáli í biblíunni getum við lesið um karla og konur sem réttlættust fyrir trú án skímar. í ellefta kafla Hebrea- bréfsins lesum við um a.m.k. átján mánns í Gamla testamentinu sem urðu erfíngjar trúarréttlætisins. Kristi bám allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúði, fengi fyrir hans nafn synda-fyrirgefning (P 10:43) því að það var ómögulegt, að blóð nauta og hafra gæti burt numið syndir (Heb 10:4). Allar fóm- ir í Gamla testamentinu bentu fram til Krists og fómar hans á krossinum — guðslambið, er bar synd heimsins. Fólk undir lögmálinu leit fram í trú til krossins í gegnum ýmsar athafnir sem gátu ekki af sjálfu sér numið syndir í burtu. Við, sem erum undir náð og lítum til baka til fullkomnu synda- fórnarinnar á krossinum, þurfum ekki að binda okkur við athafnir til að reyna að fá syndafyrirgefn- ingu, vegna þess að leiðin inn í hið heilaga er nú opin öllum sem trúa. Er vér nú, bræður, megnm fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn i hið heilaga, þangaö gem hann vigði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn i gegnum fortjaldið, það er að segja hans eigin Ukama. (Heb 10:19,20.) Réttlæting fyrir trú án skírnar Líka í Nýja testamentinu getum við lesið um karla og konur sem rétt- lættust fyrir trú og fengu syndafyrir- gefningu án skímar. I Lúkasarguð- spjalli í 18. kafla er frásögn í versum 37—50 um bersynduga konu og Jes- ús sagði við hana: „Syndir þínar eru fyrirgefnar" (48). „Og hann sagði við konuna: „Trú þín hefír frelsað þig, far þú í friði.““ (50). Kristur sagði berlega að konan hefði þá þeg- ar fengið fyrirgefningu, og væri þegar frelsuð fyrir trú. Hún kraup trátandi við fætur Jesú, trúði, og frelsuð var hún er hún fór í burtu. Hún frelsaðist án skímar. í þessum sama kafla lesum við í versum 9—14 um tollheimtumann og Farfeea sem gengu upp í helgi- dóminn til að biðjast fyrir. Toll- heimtumaðurinn iðraðist (13) og réttlættist (14) án skímar. í 23. kafla Lúkasarguðspjalls, versum 39—43, er sagt frá illvirkja sem krossfestur var til hliðar við Jesúm. Illvirkinn trúði á Jesúm (41,42) og eignaðist eilíft líf (43) án þess að hafa tækifæri til að taka skím. Sá sem trúir á soniira hefir eilfft líf, (Jh 3:36.) Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilfft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir hann stigið yfir frá dauðanum til lffsins. (Jh 5:24.) Iðmn og trú eru ekki samofin skím, þannig að maðurinn þurfí ekki að gjöra iðrun og trúa í raun og vem. Gjörið iðrun og sérhver yðar láti sklrast. (P 2:38.) ... margir Korintumenn sem á hlýddu tóku trú og létu skírast. (P 18:8.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.