Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Eyjólfur var farsæll maður bæði í lífí og starfí. Hann sigldi skipi sínu ávallt heilu í höfn og honum var lagið að sigla milli „skers og báru“, jafnt til sjós og lands. Eyjólfur kvæntist 22. nóvember 1946 Ragnheiði, f. 29. október 1911, Guðjónsdóttur járnsmíða- meistara í Reykjavík, Jónssonar og konu hans, Halldóru Hildibrands- dóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Guðmundu, f. 20. febrúar 1947. Hún vinnur á skrifstofu borgarfóg- eta í Reykjavík. Ragnheiður andaðist 28. mars 1983. Margs er að minnast fyrir mig, sem naut svo margs góðs frá mínum góða frænda, er hann kom með ýmislegt frá útlöndum, eða ég ferðaðist, bjó og borðaði í skip- stjórasvítunni, hvort heldur ég var lítil, stór eða með barn og eigin- mann, var ég alltaf jafn hjartanlega velkomin. Einnig bjó ég mín fyrstu hjúskaparár í íbúð sem hann inn- réttaði fyrir okkur í húsi sínu á Fomhaganum. Vináttu hans hef ég og fjölskylda mín notið alla tíð. Það er mikill sjónarsviptir sem orðinn er, þegar hann kveður, síðastur systkina sinna, mér finnst að hurð hafí verið lokað fyrir svo stórt svið af ævi minni, því það líkist enginn þeirri kynslóð sem hverfur með honum. Þess vegna vil ég kveðja hann með þakklátum huga og biðja hann að skila kveðju yfir móðuna miklu, sem enginn veit hvemig er, en er. Ég og fjölskylda mín sendum Mundu innilegar samúðarkveðjur. Hulda Karítas Þórðar- son - Minning Fædd 2. október 1902 Dáin 23. janúar 1988 Til að vera hjá þér allt vildi ég bera föðurlaus, vinalaus félaus að vera. Mig langar til þín eins og lækinn til stranda eins og svöluna á haustin til suðrænna ianda - eins og íslending dreymi undir erlendum hlyni um mjallhvita jökla í mánaskini. (Þýð. Magnús Ásgeirsson) Þessar ljóðlínur koma í hugann og tengjast minningunum um vin- konu okkar, Karitas, sem við kveðjum nú í dag og viljum minnast nokkmm orðum. Hugurinn hverfur til baka til þeirra ára sem við störf- uðum saman við eina kunnustu og virtustu tískuverslun bæjarins, „Feldinn". Varla er hægt að nefna þá versl- un nema mynd Karitasar komi upp í hugann, svo samtengd var hún starfsemi fyrirtækisins, því þar starfaði hún frá upphafí og átti langan og giftudijúgan starfsferil. Það er gæfa hvers fyrirtækis að hafa á að skipa hæfum starfsmönn- um sem hvort tveggja búa yfír fagþekkingu og hæfíleikum til að nýta hana í mannlegum samskipt- um. Afgreiðsla, sölutækni og þjónusta spannar vítt svið mann- legra samskipta og reynir mjög á alla þætti samvinnu. Þar var Karit- as öðmm fremri. í stómm hópi starfsfólks var hún sú sem allir leituðu til, meira eða minna. Hún var menntuð í verslun- arstörfum og sölutækni bæði í Kaupmannahöfn og París og hafði til að bera frábæra fagþekkingu og það sem meira var, hún hafði hæfí- leika til að miðla henni til annarra. Karitas var fagurkeri um allt það sem viðkom listum, sérstaklega var smekkvísi hennar varðandi tísku og klæðaburð rómuð og í þjónustu sinni var hún listamaður. Hún var „dama“ í besta skilningi þess orðs — hafði til að bera per- sónutöfra, ríka kímnigáfu en umfram allt hjartahlýju. Hún var hefðarkona er bar með sér andblæ evrópskrar siðmenningar, heims- myndar sem liðin er undir lok. Það voru mikil forréttindi að fá að um- gangast og starfa með þessari konu sem hafði svo menntandi og auðg- andi áhrif á umhverfí sitt. Við fundum að við vorum að bergja af brunni heimsmenningar í návist hennar. Mörg eru þau mínn- ingabrotin sem raðast saman um fæmi hennar í starfí svo og minn- ingar um ógleymanlegar stundir sem við áttum saman utan vinnu- tímans. Þar nutu töfrar hennar sín til fulls. Hún var félagi og vinur, stolt og viðkvæm í lund og kunni að gera andrá augnabliksins að ævintýri því að hún kunni þá list að gæða hvers- daginn lífí og lit. Uppeldi hennar og langar dvalir erlendis mótuðu persónu hennar svo þess gætti ávallt í fasi hennar og framkomu að þar var heimsborgari á ferð. En ísland átti hug hennar og hjarta og hér kaus hún að lifa og starfa. Hér vann hún sitt lífsstarf og markaði sín spor. Að lokum færum við henni þakk- ir fyrir allt sem hún var og felum hana algóðum Guði. Megi kærleikur hans umvefja hana og leiða. Lóa og Ester Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á- í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. VERÐLÆKKUN omegasImkerfi frá fyrirtækinu Iwatzu Georg Ámundason & Co. Suðurlandsbraut 6, sími 681180 og 687820. Við efnum til stórkostlegrar BÓKAÚTSÖLU frá og með 30. janúar - 13. febrúar í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið frá 9-18, nema 10-16 á laugardögum. Á útsölunni verða boðnar ÚRVALSBÆIWR A ÓTRÚLEQA LÁQU VERÐI, MEÐ ALLTAÐ 80% afslætti. Það verður enginn fyrir vonbrigðum, hvorki með verð né vörugæði. Lítið útlitsgallaðar bækur verða einnig á boðstólum. Sumar þeirra eru nánast nýjar en seldar með ótrúlegum afslætti vegna smávægilegra útlitsgalla. ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11, sími 84866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.