Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 41
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Frumvarp til fjárhagsáætlunar 1988: „Snýst um að skammta o g skera niður á öllum sviðum“ >— segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri FYRRI umræða um frumvarp til fjárhagsáætlunar Akur- eyrarbæjar 1988 fór fram í bæjarstjórn sl. þriðiudag, viku síðar en áætlað var. I framsögu- ræðu sinni sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri að greiðslugeta bæj- arsjóðs og stofnana yrði með knappasta móti á þessu nýbyrj- aða ári. „Þrátt fyrir að eignir Akureyrarbæjar megi telja í milljörðum er nú svo komið í þessu landi að fjárhagsáætlana- gerð hjá þessu trausta bæjarfé- lagi snýst um það að skammta og skera niður á öllum sviðum. Það var „kalt verk og karl- mannlegt“ en ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum bæjarráðsmönnum fyrir góða samstöðu og mikla festu í erfiðu verkefni." Um afkomu bæjarins árið 1987 sagði Sigfús: „Spenna á vinnu- markaði leiddi til miklu meiri launahækkana hjá Akureyrarbæ en ráð hafði verið gert fyrir í fjár- hagsáætlun 1987. Reiknað var með 22-23% meðalhækkun launa frá 1986 til 1987 en reyndist 39%. Má reikna með að sá kostnaðar- auki hafi numið a.m.k. 35-40 milljónum króna fyrir bæjarsjóð. Alagðar útsvarstelqur og að- stöðugjöld reyndust um 15 milljón- um meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en þær fréttir reyndust vera skammgóður vermir þegar þær bárust á haustmánuðum því þegar á haustið leið ágerðust van- skil bæjarbúa. Er það dæmalaust að innheimtuhlutfall bæjargjalda skyldi lækka úr 90,7% á árinu 1986 í 86,3% 1987. I upphafi árs 1987 voru útistandandi bæjargjöld 53 milljónir. í ijárhagsáætlun var gert ráð fyrir að þau yrðu orðin 83 milljónir í árslok en reyndust 106 milljónir." Sigfús sagði að Ú’ármagnskostnaður hefði tvöfald- ast á árinu, úr 17% í upphafi árs í 35% í lok árs. Þá sagði hann að krítarkortafárið hefði kynnt undir eyðsluna og ætti að banna notkun þeirra í matvöruverslunum eins og gert væri hjá flestum öðrum þjóð- um. Rekstrarhalli dvalarheimilanna hefur valdið bænum miklum bú- sifjum, en halli þeirra á síðasta ári var um 30 milij. kr., en var tæpar 9 millj. árið áður. „Dag- gjaldanefnd hefur fram að þessu ekki viljað viðurkenna að fjöldi heimilisfólks á almennri deild nýt- ur mikillar hjúkrunar, því eigi er pláss fyrir það á hjúkrunardeild- um. Bærinn situr uppi með vandann og borgar brúsann." Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fór um 45 milljónir króna fram úr áætlun á síðasta ári. Ekki er með talinn rekstrarhalli dvalarheimilanna þar sem þau hafa sjálfstæðan íjárhag. 930 millj. áætlun Rekstraráætlun Akureyrarbæj- ar fyrir árið nemur 931.510 þúsund krónum. í fyrra nam rekstraráætlunin 711 milljónum króna og því hefur hækkunin á milli ára verið liðlega 30%. Tekju- hliðin skiptist þannig: útsvör 499 millj. kr., aðstöðugjöld 152 millj., skattar af fasteignum 163,3 millj. kr., jöfnunarsjóðsframlag 63,3 millj., aðrir skattar og tekjur 2,8 millj., telqur af fasteignum rúm- lega 30,8 millj., vaxtatekjur 15,3 millj. ogýmsar tekjur 5 millj. kr. Aætluð rekstrargjöld bæjar- sjóðs eru 768 milljónir, en voru 559 á síðasta ári. 37% hækkun hefur orðið á milli ára. Stærstu gjaldaliðimir, félagsmála og al- mannatrygginga tæplega 214,6 milljónir króna. Rúmlega 122 milljónir fara til fræðslumála, rúm 51 milljón til umhverfísmála, 42 millj. tií gatna- og holræsagerðar ogtæp 41 millj. í fjármagnskostn- að. Að sögn Sigfúsar er gert ráð fyrir nær óbreyttum rekstri á árinu miðað við fyrra ár. Nær öllum beiðnum um nýmæli í rekstri var hafnað og viðhald fasteigna verður í algjöru lágmarki. Helstu nýmæli eru úá^^tingar til. rekstrar tveggja nýrra dagvista, Sunnubóls og dagvistar hvítasunnusafnaðar- ins. Einnig er fjárveiting til til- raunar með tilsjónarmannskerfí unglinga í stað unglingaathvarfs er lagt var niður á síðasta ári. Þá er gert ráð fyrir að bætt verði við sjúkraliða í hálft starf á Heilsu- gæslustöð. í verðlagsforsendum er reiknað með 18% álagi á gildandi launa- taxta frá 1. október sl. og 25% meðalhækkun vöru og þjónustu. Gert er ráð fyrir 13% hækkun launatengdra gjalda af dagvinnu og 6% af öðrum launum, rafmagn og olía hækki um 25%, meðalverð hitaveitu verði 78 krónur á tonnið og 25% hækkun verði á fasteigna- gjöldum og tryggingaiðgjöldum á annað en íbúðarhúsnæði. Þörf á auknum tekjum Sigfús sagði í niðurlagi fram- söguræðu sinnar að ekki þyrfti mikla glöggskyggni á fé til að sjá að umfang þeirrar þjónustu sem bæjarbúum er veitt er orðið svo mikið að bæjarsjóður fær vart undir því risið miðað við núverandi telqustofna. „Sú flatneskja, sem felst í því fyrirkomulagi að inn- heimta sömu útsvarsprósentu hjá öllum sveitarfélögum í landinu, hefur haft slæm áhrif fyrir Akur- eyrarbæ. Bær, sem er höfuðstaður í landshluta, þarf meiri tekjur en t.d. úthverfasveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu. Ljóst er að ef ekki koma til nýir tekjustofnar verður í framtíðinni fyrir hvert nýmæli sem tekið er upp í þjónustu við bæjarbúa að skera niður rekstur á móti. Önnur leið er að hækka svokölluð þjónustugjöld verulega frá því sem nú er, en ekki er samt með þessum orðum verið að leggja til að svo verði gert fyrr en önnur úrræði eru þrotin." Tímabundinn vandi Sigurður J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi vildi ekki tala um niður- skurð, heldur sagði að reynt yrði að halda í horfínu tímabundið án nokkurra nýmæla meðal annars vegna þeirra breytinga sem nýja skattkerfíð boðar og jafnframt vegna þeirra miklu launahækk- Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks: Vilja fá fram heildarstefnu á hlutabréfaeign bæjarins Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, þau Sigurður Jóhannes- son og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, vilja að mótuð verði heildar- stefne bæjarstjórnar um sölu á hlutabréfaeign Akureyrarbæjar 5 einstökum fynrtækjum og sölu á atvinnufyrirtækjum í eigu bæjarins. Tillagar var rædd sl. þriðjudag og að ósk flutnings- manna var afgreiðslu málsins frestað. í greinargerð með tillögunni einstakra ráðamanna bæjarins segir að hún sé sett fram vegna umræðna sem verið hafa að und- anfömu um hugsanlega sölu á hlutabréfaeign ríkisins í Slipp- stöðinni hf., sem valda mun verulegum breytingum á eigna- raðild í fyrirtæki sem Akureyrar- bær á stóran hlut í og er eitt af undirstöðufyrirtækjum í atvinn- ulífi bæjarins. Einnig hefur heyrst um áhuga um hugsanlega sölu á atvinnu- fyrirtækjum í eigu Akureyrar- bæjar, svo sem á Krossanesverk- smiðjunni, segir í greinargerð- inni. Vel flestir bæjarfulltrúar kvöddu sér hljóðs á fundinum um tillöguna og urðu allmiklar um- ræður um hana án þess að afstaða til heildarstefnu bæjar- stjómar yrði tekin. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja nokkra einustu skynsemi í því að reyna að móta heildarstefnu hvað þetta varðar á meðal bæjar- stjómarmanna. „Stjómmála- flokkamir hafa hver um sig sína pólitísku stefnu í þessum málum og það verður einfaldlega að taka á hveiju máli fyrir sig þegar þau koma upp hvort sem um er að ræða tillögur um sölur, óskir um kaup eða breytta hlutdeild í fyrir- tækjum. Það er útilokað að samræma svo ólík sjónarmið, sem upp koma í bæjarpólití- kinni,“ sagði Sigurður. Morgunblaðií/GSV Frá bæjarstjómarfundi sl. þriðjudag þar sem fyrri umræða um fram- varp til fjárhagsáætlunar fór fram. ana, sem átt hefðu sér stað á sl. ári, og vaxtahækkana. í áætlun- inni er reynt að mæta þessum vanda með því að takmarka fjár- muni til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga, en þess í stað að nýta tekjuafang til að greiða niður skuldir bæjarins og mæta aukningu útistandandi bæjar- gjalda sem námu hátt í 30 milljón- um króna." Á undanfömum árum hefur það verið stefna bæjarsjóðs að taka ekki ný lán til framkvæmda og jafnframt hefur ekki verið gert ráð fyrir því að greiða af skuldum bæjarsjóðs. Þetta hefur leitt til þess að ef rekstur bæjarins fer fram úr áætlun, hefur ekki verið hægt að mæta því öðruvísi en að slá ný lán. Svo hefur farið á und- anfömum árum að til þess ráðs hefur þurft að grípa sem leitt hef- ur til þess að veltufjárstaða bæjarins hefur versnað og skuldir aukist, að sögn Sigurðar. „Þessari þróun viljum við snúa við. Skuldir bæjarsjóðs nema nú um 350 millj- ónum króna og eru lánin flest bankalán til stutts tíma. Meiningin er að greiða 115 milljónir í af- t borganir á árinu. Reynt verður að halda uppi fullum rekstri og fram- kvæmdum á vegum bæjarins eins og áætlanir segja til um, en ný- mæli verða engin á þessu ári á meðan verið er að reyna að laga stöðuna,“ sagði Sigurður. Konur óhressar með hlutfall í nefndum KONUR á Akureyri eru heldur óhressar með hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar, en hlutfall þeirra er aðeins fjórðungur á við karla. í jafnréttislögunum er hinsvegar kveðið á um að leitast skuli við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í sljóra- um, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félaga- samtaka þar sem þvi verður við komið. Á yfirstandandi lq'örtímabili eru 2.536 einstaklingar starfandi í nefndum og ráðum, þar af eru 695 konur eða aðeins 27,4%. í nefndum á vegum Akureyrar er hlutur kvenna þó enn lakari, eða einungis 25,6%. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu frá Jafnréttisráði Akureyrarbæj ar. Mál þetta bar lítillega á góma bæjarstjómarmanna á síðasta fundi þeirra. Þó fundust engar sérstakar leiðir til úrbóta. í bæjar- stjóm Akureyrar sitja nú fjórar konur og sjö karlar. 10% hækkun dag- vistargjalda Bæjarstjórn hefur ákveðið að hækka dagvistargjöld um 10% frá og með 1. mars nk., en bæj- arráð samþykkti tillögu þess efnis á fundi sinum þann 27. janúar sl. Hækkunin kemur til vegna ný- legra launabreytinga hjá fóstrum, en eins og fram hefur komið í frétt- um samdi bærinn við fóstmr um launahækkanir um miðjan janúar. Með hækkuninni verður hlutfalli foreldra og bæjarins í rekstri dag- vistarstofnanna haldið óbreyttu frá því sem verið hefur þrátt fyrir launabreytingar hjá fóstmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.