Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 60
í>0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Helga Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 6. júní 1899 Dáin 25. janúar 1988 Mjólkurbíllinn staðnæmdist við brúsapallinn og Bubbi mjólkurbíl- stjóri sagði mér að ég væri kominn í sveitina. Ég labbaði heim Bæjar- holtið á Ormstöðum í Grímsnesi og hugsaði hvort nokkur myndi eftir því, að ég ætti að koma þennan dag. í sömu mund kom Helga á móti mér og spurði hvort ég væri ekki svangur og þreyttur. Eg var kominn í sveit. Það er mikið ævintýri fyrir átta ára rolling að komast í sveit. Lífíð blasir við í allri sinni dýrð. Lömbin að fæðast út um allt, kálfamir baula eftir mjólk í fjósinu og blindir kettl- ingar mjálma inní hlöðu. Stinga þarf upp fyrir púddumar svo þær verpi, hundamir Vaskur og Trygg- ur fylgjast með og á kvöldin er svo læðst út í hestagirðingu og gælt við vinina sína. Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hvað því fylgir mikill ábyrgðarhluti að taka böm í sveit. Helga var eins og önnur móðir allra þeirra Q'ölda bama, sem vom í sveit ,hjá henni og Þorbimi á Ormstöðum. í rauninni hef ég oft hugsað til þess, hvað Guð getur skapað full- komna einstaklinga, þegar ég hugsa til hennar Helgu minnar og vem minnar í sveitinni. Það var ekki eina ferðin hennar Helgu uppá Bæjarholtið, þegar hún tók á móti mér. Endalaust var hún á þönum í kringum krakkana á heimilinu og hljóp oft uppá Holt með kíki til þess að geta fylgst með okkur útá túni eða einhvers staðar í kring. Menningin í sveitunum um miðja öldina var einstök. Vélvæð- ingin og græna byltingin var að koma, en gömlu handbrögðin og vinnuaðferðimar lifðu góðu lífí. Traktor og hestur með aktygi stóðu hlið við hlið. Gamla fólkið var sagnafrótt og Helga, sem var alin upp í Kjósinni, kynnti fyrir okkur heila sveit, hvem bæ og fólkið á þeirn, án þess að við höfðum nokkra sinni komið þangað. Þorbjöm kvað rímur og sagði sögur og ég gleymdi því aldr- ei á vorin þegar við tróðum moðinu úr lambhúsinu í strigapoka og fór- um með það í hestana norður á tún, hvað hann kvað af mikilli inn- lifun: „Andri hlær svo höllin nærri skelfur, við sína granna segir hann, sjáiði manninn vitlausan." Mér dett- ur í hug að þetta sé úr Andra rímum sterka, það skiptir ekki máli, kraft- urinn í þessum kveðanda var svo mikill að ég er viss um að það hef- ur haft áhrif á fóðmn hestanna. Alveg sílaldnir eins og allar skepn- umar á þessum bæ. Mikil unun er að umgangast þá, sem hafa yndi af því, að öllu líði vel í kringum sig. Bæjarstemmningin í sveitinni var stórkostleg. Bærinn var eins og lítið konungsríki, þar sem drottningin hafði hugsun á öllu. Aga-eldavélin kumraði í eldhúsinu, alltaf heitt á könnunni, pönnukökur, skúffutert- ur og hverabrauð. Fleyttur var ijóminn ofanaf mjólkinni, sem stóð í emaleraðri fötu með skyrinu og rabarbaragrautnum. Saltað kvígu- kjöt sótt útí mókofa eða saltfískur í eyrapott, sem var notaður til þess að bleyta hann upp. Spilað var í baðstofunni og mikið hlusta á út- varp. Veðurfréttimar vom helgar sem messugjörð. Máttur gömlu „gufunnar" hefur sjálfsagt oft verið mikill, en sjaldan hefur verið hlust- að af þvílíkri andagt og þegar búið var að fara með gamlan bílgeymi uppí vindmyllu, hlaða hann þar og síðan tengja við undrið á hillu í baðstofunni og dulmögnuð rödd Sveins Skorra eða Gunnars Schram þuldi Baskervillehundinn eða Hver er Gregory. Helga fór stundum í bæinn á summm og kom þá alltaf með eitt- hvað handa okkur krökkunum. Hún hafði læknishendur. Ef myndaðist skeina þá læknaði hún það sam- stundis. Hún sagðist vera fullmegt- ug með pensilínduft frá lækninum í Laugarási. Jafnvel doði í kúnum hvarf eins og dögg fyrir sólu ef Helga birtist í fjósinu. Hún hafði mjög næman skilning á ungum sál- um og byggði þær Upp eins og mannvirki til þess að standast næð- ing lífsins. Astríki hennar fylgdi okkur hvert fótmál. Þegar pabbi lá banaleguna sleppti hún varla aug- unum af mér. Hún hafði kynnst ýmsu í lífinu. Mamma hennar dó þegar hún var fimm ára, varð bráðkvödd hjá litlu dóttur sinni í rúminu. Hún var vist- uð á ýmsum bæjum í Kjósinni í uppvextinum og síðan var hún í vinnumennsku þar. Hún var gífur- lega verkgóð, pijónaði á hálfa sveitina, alla aðkomukrakkana og var alveg einstök matreiðslukona. Volgu pönnukökumar hennar Helgu á engjamar vom svo góðar, að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa því. Foreldrar Helgu vom Sigurður Torfason bóndi á Harðbala í Kjós, fæddur í Gesthúsum á Seltjamar- riesi og kona hans Sigríður Jóns- 'dóttir. Faðir Sigurðar var Torfí sjómaður í Gesthúsum, Auðunsson bónda á Kollslæk í Hálsasveit Torfason. Móðir Sigurðar var Agatha Sigurðardóttir vinnumanns á Möðravöllum, Guðmundssonar bónda á Brennu í Lundarreykjadal Sigurðssonar. Móðir Agöthu var Valgerður Magnúsdóttir bónda á írafelli í Kjós, bróðir Sólveigar langömmu Guðrúnar móður Bjama Benediktssonar, forsætisráðherra. Magnús var sonur Korts bónda á Möðravöllum í Kjós Þorvarðarson- ar, forföður Möðmvallaættarinnar. Móðir Valgerðar var Halla Alexíus- dóttir, bónda á Fremra Hálsi í Kjós Alexíussonar og konu hans, Helgu Jónsdóttur bónda á Fremra Hálsi Amasonar, forföður Fremra Háls- ættarinnar. Móðir Helgu var Sigríður Jóns- dóttir bónda í Hjarðameskoti á Kjalamesi Gíslasonar og konu hans Valgerðar Einarsdóttur bónda í Norðurkoti á Kjalamesi Bjamason- ar. Bróðir Helgu var Jón bóndi á Fremra Hálsi í Kjós, en hann er látinn. Undir þrítugt eignaðist Helga son sinn, Sigurð Blöndal Magnús- son leigubílstjóra í Reykjavík. Faðir hans var Magnús Blöndal búfræð- ingur og oddviti á Gijóteyri í Kjós, síðar endurskoðandi hjá Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur. Kona Sigurðar er Sólveig Jóna Guðjónsdóttir og eiga þau þijú böm. Um þrítugt fluttist Helga með bam sitt í Grímsnesið og gerðist vinnukona hjá sr. Guðmundi Ein- arssyni á Mosfelli, en hann var frá Flekkudal í Kjós. Einnig vistaðist hún um tíma Sigurmundi lækni Sig- urðssyni í Laugarási í Biskupstung- um. 22. febrúar 1936 giftist hún svo Þorbimi Bjamasyni á Ormstöð- um í Grímsnesi, en hann hafði áður verið vinnumaður hjá Sigríði Guð- mundsdóttur, systur Tómasar skálds, á Ormstöðum. Var nú búin að kaupa hálfa jörðina. A Ormstöðum vom gamalmenni, sem Helga og Þorbjöm tóku að sér. Fyrsta sumarið mitt í sveitinni var Ámi Pálsson fjörgamall maður þar, en hann lést um veturinn og Guðrún Guðmundsdóttir hafði dáið árið áður. Helga annaðist þessi gamalmenni af stakri alúð auk §ölda annarra sem komu til lengri eða skemmri tíma í heimsókn á Ormstaði. Svo vom Sólheimar næsti bær, með Sesselju og öll bömin. Við vorum margr krakkamir á Ormstöðum fyrstu sumur mín í sveitinni, en svo atvikaðist það þannig, að síðasta sumarið mitt varð einnig síðasta sumarið þeirra Helgu og Þorbjamar á Ormstöðum. Um haustið rákum við Þorbjöm saman safnið heim úr Klaustur- hólaréttum eins og við höfðum gert í svo mörg haust saman og það oft á hausti, eftirsafn og þriðju leitir. Við dmkkum kaffí á Bijánsstöðum, drógum sundur hjá Eyvík og þegar við riðum yfír Gijótá sá ég að blik- uðu tár í augum gamla mannsins. Hann talaði um hvað féð væri fal- legt og svo datt hann af baki við Bæjarholtið. Hélt í tauminn á Herði sínum, sem var allra hesta mestur, jarpur, átti erfítt með að standa upp og sagði að hnén hefðu svikið sig. Við vomm báðir hnuggnir á leið heim Bæjarholtið og það var óum- ræðanlega sorglegt að fínna þennan trega og söknuð hjá gamla mannin- um til jarðarinnar og Grímsnessins góða sem hafði_ fóstrað hann frá bamæsku. „Þú Ámesþing ég elska nafnið þitt.“ Helga bjó Þorbimi yndislegt heimili á Laugaveginum, þegar þau fluttu í bæinn og hann hóf störf hjá Eimskip. í rauninni aðlöguðust þau bæjarlífinu ágætlega. Helga var í sjálfu sér vön Reykjavík, hafði oft komið hingað úr Kjósinni sem ung stúlka og þá oftast fótgang- andi. Þorbjöm dó fyrir nær sautján ámm og síðustu árin var Helga á Elliheimilinu Grand við bestu að- hlynningu. Núna verður mörgum hugsað til ástúðarinnar, traustsins og hlýjunn- ar, sem stafaði ætíð af þessari konu, örlætisins og tryggðarinnar. Margir foreldrar hafa hugsað hlýtt til henn- ar og núna að leiðarlokum vill móðir mín þakka henni allt yndislegt. Diddi minn, Sólveig og bömin ykkar. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð ástríkisins haldi Helgu minni á Ormstöðum að hjarta sér. Guðlaugur Tryggvi Karlsson t Eiginkona mín, BJARNHEIÐUR SIGURRÍNSDÓTTIR, Sklpholti 32, lést í Landakotsspítala þriöjudaginn 2. febrúar. Jaröarförin auglýst síöar. Páll Sveinsson. t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓSEFSSON fyrrv. húsvöröur Hallveigarstöðum, Hátúni 4, lést þriöjudaginn 2. febrúar í hjartadeild Landspítalans. Kristin Guðmundsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG fVARSDÓTTIR, Furugerði 1, lést í Landspítalanum 2. febrúar. Leifur Björnsson, Kristin Sigurjónsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Helgi Hallgrímsson, Hreinn Björnsson, Margrét Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Skeljagranda 7, áður Snorrabraut 34, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Alda Andrésdóttir, Þórarinn Árnason, Jóhanna Andrésdóttir, Sigríður Andrésdóttir, Sigurður R. Guðjónsson og barnabörn. t Vinur minn, faðir, fósturfaöir, tengdafaöir og afi, FRIÐFINNUR KJÆRNEÐSTED KONRÁÐSSON, Austurgötu 18, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Lilja Sigurðardóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNLAUGUR ÁGÚST EINARSSON, Lækjarmóti, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Ólafur Gunnlaugsson, Karl Þorbergsson. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ARNFRÍÐURTRYGGVADÓTTIR, Hróarsholti, Flóa, veröur jarösungin frá Hraungeröiskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 14.00. Bílferð veröur frá Hópferöamiöstöðinni, Bíldshöföa 2a, Reykjavik, kl. 12.30. Gestur Jónsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Einar Þórarinsson, Tryggvi Gestsson, Alda Hermannsdóttir, Guðjón Gestsson, Rannveig Einarsdóttir, Hólmfríður Gestsdóttir, Tómas Kristjánsson, Haraldur Gestsson, Jóna Sigurlásdóttir, Kristin Gestsdóttir, Gylfi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, terigdafaðir og afi, KRISTJÁN S. HERMANNSSON, Tómasarhaga 32, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 10.30. Árni Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Hermann Kristjánsson, Lára Clausen, Kjartan Jónsson, Sigurjón Einarsson, Rakel Ólafsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og bróðir, ÞORSTEINN MAGNÚSSON kjötmatsmaður, Stigahlfð 30, veröur jarösunginn frá Mosfelli i Mosfellssveit laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Svanhvft Magnúsdóttir, Súsanna Pálsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Erna Þorsteinsdóttir Williams, barnabörn og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.