Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 54
54 . MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Matthildur Björnsdóttir skrifar frá Ástralíu Nokkurs koruir annáll Er það ekki fastur siður að horfa til baka og líta jrfir liðna tíð um áramót áður en maður geisist áfram í dagdraumum um bjarta tíð á nýju ári? Eftir viðburðaríkt ár, sem fól í sér átta mánaða búsetu á íslandi en fjóra mánuði í Ástralíu, gæti maður sagt margt, en ég ætla aðal- lega að segja ykkur frá því helsta sem ég man eftir frá síðasta ári og sé í blöðum hér þessa fyrstu daga hins nýja árs 1988. Ástralir eru kirkjuræknir íbúar Ástralíu eru frá eitt hundr- að þijátíu og sjö þjóðum. 18—20% þeirra sækja kirkju á hveijum sunnudegi eftir því sem nýjustu tölur herma. Þessi kirkjusókn skýr- ir margt sem maður sér í áströlsku þjóðfélagi. En á eyju nokkurri í Queensland, sem heitir Þriðjudagseyja, er kirkju- sókn 80%. Fjöldi Ástrala vinnur að góðgerð- armálum og sinnir sjálfboðastörf- um. Margskonar starfsemi er rekin af sjálfboðaliðum einum. Margt fólk sem komið er á eftirlaun vinnur einnig slík störf. Margir hafa til dæmis það starf með höndum að líta eftir gömlu eða veiku fólki, versla fyrir það eða fara með það í búðir. Kirkjulegt starf er einnig mjög virkt og sóknarböm taka mik- inn þátt í hvers konar góðgerðar- starfsemi. SKERJAFJ. ÚTHVERFI Einarsnes Selvogsgrunnur SELTJNES Sogavegur Látraströnd Sæviðarsund 2-48 MIÐBÆR KÓPAV0GUR Tjarnargata 3-40 Sunnubraut Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. VESTURBÆR Hverfisgata 4-62 Laugavegur 1 -33 o.fl. Hringbraut 37-77 Ef ekið er um borgina við upphaf messutíma á sunnudögum má sjá fólk flykkjast til kirkju. Kirkjur bjóðaeinnig stundum jólamáltíðir fyrir fólk sem á erfitt með að sjá um slíkt sjálft. Eitt af því sem hefur vakið sér- staka athygli mína, hugsandi um baráttu fatlaðra á íslandi fyrir ferl- isfrelsi, er hve mikið er um brautir, salemi og aðra hluti fyrir hreyfí- hamlaða. Það er ekki til sú opinber bygging sem ekki hefur slíka að- stöðu í dag, ef hún hefur þá ekki verið hönnuð upphaflega. Það er einnig eftirminnilegt fyrir innflytjanda að finna áhuga og vel- vild ókunnugra, eins og búðarfólks, gagnvart nýju fólki. Margir spyija þegar þeir heyra framandi hreim hvaðan maður sé og óska manni velgengni í landinu. Enda fer ekki á milli mála hveijir em útlending- ar, því það tekur tíma að læra að segja „G’day mate“ og „Nottoobad" með réttum hreim. „G’day mate“ er sagt í hressum tón. „Not too bad“ er dæmigert ástralskt svar þegar Ástralíumenn em spurðir hvemig gangi. Þá er tónninn í „Nottoobad" næstum eins og verið sé að lepja dauðann úr skel. Ólíkt því þegar við segjum oftast „allt gott“ þó að allt sé að fara í hundana. Landbúnaðar-, heimilis- og iðn- sýning, sem ég sá hér rétt eftir að ég kom, er mér eftirminnileg vegna þess hve yfírgripsmikil hún var. Sýning Skandinava hér í borg sömuleiðis. Hún var kölluð „Viking fest“. Það var kynning á Norður- löndunum og menningu þeirra með sérstöku jólaþema. Þessi sýning sýndi og sannaði hve miklu sterk þjóðemiskennd fær áorkað. En það em fleiri hliðar á ástr- alskri þjóð en þessar. Og margt hefur gerst hjá þjóðinni á því herr- ans ári 1987. Þjóðin kaus Hawke aftur leiðtoga ARMANI Fyrir herra eftir rakstur. Neðangreindir útsölustaðir bjóða nú á frábæru tilboðs- verði Armani 75 ml rakspíra. Armani ilmurinn er frískandi, karlmannlegur og endingar- góður. Verð 798,- Útsölustaðir: Ársól, Efstalandi 21, 108 Rvk., Clara, Laugavcgi 15, 101 Rvk., Clara, Kringl- unni, 103 Rvk., Hygca, Austurstræti 16, 101 Rvk., Libia, Laugavcgi 35, 101 Rvk., Mikligarður v/Holtavcg, 104 Rvk., Róma, Álfhcimum 74, 104 Rvk.. Bylgjan, Hamraborg 16,200 Kóp., And- orra, Strandgötu 32,220 Hafnarf., Snyrtihöllin, Garðatorgi 3,210 Garðabæ, Amaró, Hafnarstræti 99-101, 600 Akurcyri, Bjarg, Skólabraut 21,300 Akrancsi, Hilma, Garóarsbraut 18,640 Húsavík, Apótck Kcflavíkur. Suóurgötu 2,230 Kcflavík, Krisma, Skciði, 400 ísafirói, Mosfclls Apótck, Þvcrholli, 270 Varmá, Nana, Völvufclli 15, 109 Rvk., Snyrtistofa Sigríóar Guójónsdóttur, Eiðistorgi 15, l70Scltjarnarncsi. Brá, Laugavcgi 74,101 Rvk., ApótckióÓI- afsvík.Ólafsbraut 19,355Ólafsvík. Rundle Mall I kvöldsól. Þær eru margar freistíngamar þar og frei- standi að gripa tíl plastpeninga. Enda skuldar hver ástralskur einstaklingur að meðaitali tvö þúsund dollara vegna kreditkortanotk- unar. og var rætt um það í áramóta- annáll ársins. En í blöðum þessa dagana stendur að vinsældir hans fari minnkandi. Og margir samverkandi þættir eiga sök á því hve dollarinn er veik- ur og hefur verið lengi. Veður og ósonlag Það em aðeins þrettán ár til alda- móta. Hvemig skyldi verða umhorfs á jörð okkar þá? Skyldum við verða búin að eyðileggja ósonlagið enn meira? Og skyldi veðurmynstrið hafa snúist við í heiminum? Ástral- ir hafa sett nýja reglugerð þar sem banna á ýmis þau efni sem hafa áhrif á ósonlagið. Ein skrýtnasta frétt, sem ég hef séð í íslensku blaði, er sú, að það væri útlit fyrir „græn jól“. Jafnvel í Ástralíu væri það skrýtið vegna þess að þá er gras hér yfirleitt gult nema í görðum þar sem fólk vökvar. Eitthvað mikið er að gerast í himinhvolfinu fyrst íslendingar hafa haft léttan vetur þijú ár í röð. Og Ástralir hreppa ýmis veður. Á gamlársdag kom mikili stormur yfir suðurströnd Ástralíu svo að nokkur hús hreinlega hmndu eins og spilaborg. í haust varð mikið haglél. Haglið var einsog meðalstór- ir snjóboltar og eyðilagði fyrir milljónir dollara. Verðfallið á verðbréfamarkaðn- um tók mikið rúm í íjölmiðlum í langan tíma, enda áttu margir Ástr- alir mikilla hagsmuna að gæta. Grand Prix-kappaksturinn lagði undir sig borgina Adelaide í nóvem- ber og sólarorkubflar þeystu um landið. Þrír Ástralir urðu krókódflum að bráð. Vímuefni, skotárásir og aðrir glæpir Lögreglumenn hafa fundið hundmð milljóna dollara virði í maríjuanaplöntum sem óprúttnir menn hafa verið að rækta bæði í gróðurhúsum og í villtum skógi. Þegar maður sér allar þessar plönt- ur og hugsar um afleiðingar notkunar þeirra fer um mann hroll- ur. Nóg virðist af slíkum efnum. Hvað mörgum mannslífum hefði verið tortímt í viðbót ef öll þessi ósköp hefðu komist í umferð? Á örfáum vikum höfum við séð marg- ar fréttir um slíka fundi. Svo lögreglan hefur varla haft við að brenna þennan ófögnuð. Fólk hefur sagt mér að það sé nokkuð algengt að unglingar selji slík efni í skólum og að þeir gangi oft hart fram í því að finna nýja neytendur. Þau núa skólasystkinum því um nasir að þau séu gungur ef þau þori ekki að prófa. Oft má rekja dauðaslys í umferð til neyslu,,vímuefna. Á árinu 1987 dóu 2.753 í umferðarslysum í Ástr- alíu, en það er 142 færra en á árinu 1986. íslendingar hafa áreiðanlega fengið að heyra um hinar hræðilegu skotárásir hér í Ástralíu. Bæði í Sydney, Melboume og Mildura. . Slíkar fréttir vekja með manni óhug og maður heldur að maður sé kom- inn til Bandaríkjanna. Hér þarf byssuleyfi og það þarf að skrá allar byssur. En samt eru til meira en þijár og hálf milljón af byssum í landinum. Eru þá ótaldar þær sem hugsanlega hefur verið smyglað til landsins. Yfirvöld hafa sest á rök- stóla í þeim tilgangi að herða lög um byssur og banna til dæmis allar hríðskotabyssur. En þannig byssu notaði maðurinn í Melboume. Hann fór inn í byggingu og ætlaði að skjóta óvin sinn. Sá náungi var ekki á staðnum, en maðurinn var óður og skaut á allt sem fyrir varð áður en hann kastaði sér niður. Á heimili hans fannst dagbók og þar kom fram að hann hafði stefnt að þessu lengi. í honum var eins konar tortímingarhvöt. En það eru ekki alltaf þess konar sögur að baki slíkum glæpum. í Suður-Ástralíu eru 80% glæpa framdir á heimili. Á það einnig við um kynferðisglæpi sem mikið er um hér. Hér, eins og á íslandi, hefur umræða um þau mál aukist mjög nýlega. í Adelaide hafa verið opnuð athvörf fyrir fómarlömb slíkra glæpa. Bæði böm og fullorð- ið fólk er hvatt til að láta vita strax ef það verður fyrir slíku. Það hefur vakið sérstaka athygli hve mörgum af hinum „keyptu brúðum" hefur verið misþyrmt á þann hátt og ýmsan annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.