Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 53 Úr hugleiðingum skammdegisins eftírJónas Pétursson Fréttir heyrast daglega, já oft á dag — á rás 1 og rás 2, ég held a.m. k. úr íjórum höfuðáttum. Ur milliátt- um má sjá: — sjónvarp úr suðvestri. Bylgjuna hvaðan? — norðan og neð- an! Og hundruð síðna af blöðum daglega til að upplýsa! En þrátt fyr- ir þetta allt næst athygli enn á einstaka fyrirbæri, einstaka fréttir: Prjóna- og saumastofur! Starfsfólki sagt upp, reksturinn vonlaus, tapið 15—20%, Borgames, Blönduós, Akranes; GeQun á Akranesi og Ála- foss í Mosfellssveit neydd til samein- ingar af því að erlendi gjaldeyririnn fyrir framleiðsluna er tekinn með valdi og afhentur verzlun og „þjón- ustu“ fyrir brot af raunvirði, enda blómaskeið allskonar berserkja- sveppa á þeim sviðum, svo til eingöngu í krikanum við Faxaflóa! Dyngja á Egilsstöðum, 30 ára pijóna- og saumastofa, — starfsfólki sagt upp. Frystihús, hér og hvar með stórtapi. Ný útflutningsgrein, loð- dýraræktin kvalin, sem aðrar greinar gjaldeyrisöflunar, með upptöku arðs- ins til að afhenda í braskið. í Lesbók Morgunblaðsins nýlega frásögn af erlendum ferðaskrifstofum sem hafa stefnt á ísland. Nú að gefast upp. ísland orðið allt of dýrt land. Flug- leiðir, afkoman í hættu af sömu ástæðu. Iðnaðarframleiðsla, fram- leiðsla íslenskra verðmæta! ... það komu boð frá Ágústusi keisara. . . Ríkisstjóm íslands segir: Það verður staðið á fastgengisstefnunni, engin breyting þar! Og braskaraliðið brosir á mesta telquskeiði hins íslenzka samfélags, á mesta fram- leiðsluskeiði! Vel á minnst: Ekki lengur talað um tekjur! Nei, nú heitir það kaupgeta! Talandi tákn þess hvemig verzlunar- og viðskipta- innræting er að verða algjör með þjóðinni! Já, boðin frá Ágústusi keisara... Að skrá alla heimsbyggð, eftir uppr- una, ekki hvað heimkynið var á þeim tíma! Að fortíð skal hyggja, er framtíð skal byggja! Ni^ væri lær- dómsríkt að sjá hver ijöldi væri landsvæðanna Vesturlands, Norður- lands, Austurlands, Suðurlands, höfuðborgarsvæðis, við skráningu „heimsbyggðarinnar", þ.e.a.s. Is- lendinga, samkvæmt skráningu 1. des. sl. í stuttu máli: Aldrei h^fir annað eins stjómleys- istímabil á minni ævi runnið yfir íslenzka þjóð. Allir virðast áttavilltir — nema braskaraliðið, fijálshyggjan, afskræmið, sem kennir sig við frel- sið, en er mannfyrirlitning. Það er hellt yfir þjóðina hinu argvítugasta bulli og kallað byggðamál sumt, glápt út í himingeiminn „til að spá fram í tímann" á meistaramáli nútíma vitringa — á meðan gran- dvöllurinn skríður undan fótum okkar vegna ræningjalýðs, sem sigað er á þann hluta þjóðarinnar, almenn- ing, sem skapar verðmætin. Gjald- eyrinum er rænt af þeim sem afla hans. Af hveiju þora menn ekki að segja þennan sannleika? Nei — í stað- inn skal verðbólga greidd sem verðmæti — sem verðmæti? Hvað er þá svona bölvað við hana.? II. þáttur um áramót Ég var að hlusta einhvem tíma fyrir jólin — eitthvað á stjái um leið — þá vora þingfréttir, allt í einu nem ég frásögn af framvaroi, það skaut gneistum í huga mér. Ég heyrði um nýja leið til að tryggja sparifé og afnmám þeirrar ránsleiðar af til- högun svonefndrar verðtryggingar af lánum. Hvað var þetta, er ríkis- stjómin loksins að átta sig og rata á skynsamlegustu leiðina, þá að nota gildistryggingu f stað svonefndra verðbóta til að samræma innlán og útlán! Nei, þegar frásögn lauk kom í ljós: Flutningsmaðun Eggert Haukdal. Jónas Pétursson Ég fór að aðgæta Morgunblaðið næstu daga. Ekki fann ég minnst á þetta mál þar. Tók ekki frekar eftir að minnst væri á það í fjölmiðlum, kann þó að hafa einhvers staðar gerst. Ég náði því að lokum í fram- varpið úr skjalasafni Alþingis. Þetta mál ber raunar af flestum málum, sem þetta þing hefur fengið. 6. grein frumvarpsins segir: „Við gildistöku laga þessara hættir verðtrygging samkvæmt lánskjaravísitölu gagn- vart öllum nýjum fjárskuldbinding- um. Þar með falla úr gildi ákvæði III. kafla, 34.-47. gr. laga nr. 13/1979 um stjóm efnahagsmála," o.s.frv. Um langa hríð hefi ég eygt þá viðmiðun fyrir gildi í eignamati svo sem útlán og innlán — þá viðmiðun, sem krónan hefir við helstu gjald- miðla viðskiptalanda, þ.e. gengisvog. Það er einmitt höfuðatriði þessa framvarps, það bendir á leiðina til að losa um ránsklær peningavaldsins enda fylgi þá jafnframt að ekki verði framar hægt að auglýsa slíkar bófa- aðfarir, sem allt að 14% „raunvextir" era. En slíka auglýsingu heyrði ég, líklega í haust. Nú þegar þing kemur saman að nýju reynir á það, hvers konar lið er í þessum 63 alþingis- mönnum til þess að ná samstöðu, eftir sannfæringu um leið út úr ógöngum. Kjaminn er það að ná samstöðu — að eygja réttasta matið á raungildi Verðmæta, sem verður að festa sem allsheijar grunn að verðmætamati. Framvarp Eggerts Haukdal vísar leiðina. Rök máls breytast ekki hver sem segir þau, og nú reynir á hvort óvild einhverra flokksbræðra Eggerts megnar að byggja þröskuld á veginn. Þar er mikill prófsteinn á hæfni þessara 63 er silja á Alþingi. En hvað veldur því að í Flokksfréttum frá miðstjóm og þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kaflanum þingmál, þar sem margs er getið af afrekum þingmanna flokksins, allt frá úreldingum bif- reiða, er ekki minnst á framvarp Eggerts Haukdal? Ég hlusta ögn og fletti blöðum. Nýlega var nokkuð í fréttum fjár- hagur Reykjavíkur, afkoma sfðasta árs og fjárhagsáætlun. Borgarstjóri, nokkuð ábúðarfullur, lýsti góðri af- komu og traustum fjárhag. M.a. fyrirtæki borgarinnar „arðsöm" önn- ur en strætisvagnar. Éftir minni þá var Hitaveitan eitthvað á annan millj- arð og Rafmagnsveitan þijúhundrað og sextíu milljónir — eða hátt á fjórða hundraðið! Nú, það er bara svona, hugsaði ég, Sogið og Þjórsá streyma bara beint í kassann hjá Davíð! Ég fór að hugsa um Vestmannaeyjar! Byggðarlag sem tilheyrir Suðurlandi og öll vatnsorkan úr óðali Sunnlend- inga! Já, víða stendur fé mitt fótum, hugsar Davíð sjálfsagt. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. Bragðíaukamír bíðja um Æk,-ÍógCitt 40°/overðl*kkun vegnatoltabreytinga rglæsilegufrönskupott- i Aubeco eru margvero- aðir fyrir glæsilega aun. arnir eru úr hápóleruðu i með höldum úr bronsi. topíloki. Botninn er fuil- nlega sléttur, gerðurur mur lögum-. Stáli, ali og lir 6 mmþykkur. Hamarks aleiðni í hotni genrpott- amjöghentuganágler- ramikhelluborð. erðið á þessum gullfallegu tumkemuráóvart.Ensvo iTgetir eignast þrjá eða fleiri cinu.btóðumviðþer reiðslukjör: 3.000 utog 500 á mánuði. •* ■ • •?£ Sleddu með nytsamri öjot - þeir gerast ekki betri. ///-' Einar Farestveit &Co.hf Borgartún 28, sími 91-622900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.