Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 53

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 53 Úr hugleiðingum skammdegisins eftírJónas Pétursson Fréttir heyrast daglega, já oft á dag — á rás 1 og rás 2, ég held a.m. k. úr íjórum höfuðáttum. Ur milliátt- um má sjá: — sjónvarp úr suðvestri. Bylgjuna hvaðan? — norðan og neð- an! Og hundruð síðna af blöðum daglega til að upplýsa! En þrátt fyr- ir þetta allt næst athygli enn á einstaka fyrirbæri, einstaka fréttir: Prjóna- og saumastofur! Starfsfólki sagt upp, reksturinn vonlaus, tapið 15—20%, Borgames, Blönduós, Akranes; GeQun á Akranesi og Ála- foss í Mosfellssveit neydd til samein- ingar af því að erlendi gjaldeyririnn fyrir framleiðsluna er tekinn með valdi og afhentur verzlun og „þjón- ustu“ fyrir brot af raunvirði, enda blómaskeið allskonar berserkja- sveppa á þeim sviðum, svo til eingöngu í krikanum við Faxaflóa! Dyngja á Egilsstöðum, 30 ára pijóna- og saumastofa, — starfsfólki sagt upp. Frystihús, hér og hvar með stórtapi. Ný útflutningsgrein, loð- dýraræktin kvalin, sem aðrar greinar gjaldeyrisöflunar, með upptöku arðs- ins til að afhenda í braskið. í Lesbók Morgunblaðsins nýlega frásögn af erlendum ferðaskrifstofum sem hafa stefnt á ísland. Nú að gefast upp. ísland orðið allt of dýrt land. Flug- leiðir, afkoman í hættu af sömu ástæðu. Iðnaðarframleiðsla, fram- leiðsla íslenskra verðmæta! ... það komu boð frá Ágústusi keisara. . . Ríkisstjóm íslands segir: Það verður staðið á fastgengisstefnunni, engin breyting þar! Og braskaraliðið brosir á mesta telquskeiði hins íslenzka samfélags, á mesta fram- leiðsluskeiði! Vel á minnst: Ekki lengur talað um tekjur! Nei, nú heitir það kaupgeta! Talandi tákn þess hvemig verzlunar- og viðskipta- innræting er að verða algjör með þjóðinni! Já, boðin frá Ágústusi keisara... Að skrá alla heimsbyggð, eftir uppr- una, ekki hvað heimkynið var á þeim tíma! Að fortíð skal hyggja, er framtíð skal byggja! Ni^ væri lær- dómsríkt að sjá hver ijöldi væri landsvæðanna Vesturlands, Norður- lands, Austurlands, Suðurlands, höfuðborgarsvæðis, við skráningu „heimsbyggðarinnar", þ.e.a.s. Is- lendinga, samkvæmt skráningu 1. des. sl. í stuttu máli: Aldrei h^fir annað eins stjómleys- istímabil á minni ævi runnið yfir íslenzka þjóð. Allir virðast áttavilltir — nema braskaraliðið, fijálshyggjan, afskræmið, sem kennir sig við frel- sið, en er mannfyrirlitning. Það er hellt yfir þjóðina hinu argvítugasta bulli og kallað byggðamál sumt, glápt út í himingeiminn „til að spá fram í tímann" á meistaramáli nútíma vitringa — á meðan gran- dvöllurinn skríður undan fótum okkar vegna ræningjalýðs, sem sigað er á þann hluta þjóðarinnar, almenn- ing, sem skapar verðmætin. Gjald- eyrinum er rænt af þeim sem afla hans. Af hveiju þora menn ekki að segja þennan sannleika? Nei — í stað- inn skal verðbólga greidd sem verðmæti — sem verðmæti? Hvað er þá svona bölvað við hana.? II. þáttur um áramót Ég var að hlusta einhvem tíma fyrir jólin — eitthvað á stjái um leið — þá vora þingfréttir, allt í einu nem ég frásögn af framvaroi, það skaut gneistum í huga mér. Ég heyrði um nýja leið til að tryggja sparifé og afnmám þeirrar ránsleiðar af til- högun svonefndrar verðtryggingar af lánum. Hvað var þetta, er ríkis- stjómin loksins að átta sig og rata á skynsamlegustu leiðina, þá að nota gildistryggingu f stað svonefndra verðbóta til að samræma innlán og útlán! Nei, þegar frásögn lauk kom í ljós: Flutningsmaðun Eggert Haukdal. Jónas Pétursson Ég fór að aðgæta Morgunblaðið næstu daga. Ekki fann ég minnst á þetta mál þar. Tók ekki frekar eftir að minnst væri á það í fjölmiðlum, kann þó að hafa einhvers staðar gerst. Ég náði því að lokum í fram- varpið úr skjalasafni Alþingis. Þetta mál ber raunar af flestum málum, sem þetta þing hefur fengið. 6. grein frumvarpsins segir: „Við gildistöku laga þessara hættir verðtrygging samkvæmt lánskjaravísitölu gagn- vart öllum nýjum fjárskuldbinding- um. Þar með falla úr gildi ákvæði III. kafla, 34.-47. gr. laga nr. 13/1979 um stjóm efnahagsmála," o.s.frv. Um langa hríð hefi ég eygt þá viðmiðun fyrir gildi í eignamati svo sem útlán og innlán — þá viðmiðun, sem krónan hefir við helstu gjald- miðla viðskiptalanda, þ.e. gengisvog. Það er einmitt höfuðatriði þessa framvarps, það bendir á leiðina til að losa um ránsklær peningavaldsins enda fylgi þá jafnframt að ekki verði framar hægt að auglýsa slíkar bófa- aðfarir, sem allt að 14% „raunvextir" era. En slíka auglýsingu heyrði ég, líklega í haust. Nú þegar þing kemur saman að nýju reynir á það, hvers konar lið er í þessum 63 alþingis- mönnum til þess að ná samstöðu, eftir sannfæringu um leið út úr ógöngum. Kjaminn er það að ná samstöðu — að eygja réttasta matið á raungildi Verðmæta, sem verður að festa sem allsheijar grunn að verðmætamati. Framvarp Eggerts Haukdal vísar leiðina. Rök máls breytast ekki hver sem segir þau, og nú reynir á hvort óvild einhverra flokksbræðra Eggerts megnar að byggja þröskuld á veginn. Þar er mikill prófsteinn á hæfni þessara 63 er silja á Alþingi. En hvað veldur því að í Flokksfréttum frá miðstjóm og þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kaflanum þingmál, þar sem margs er getið af afrekum þingmanna flokksins, allt frá úreldingum bif- reiða, er ekki minnst á framvarp Eggerts Haukdal? Ég hlusta ögn og fletti blöðum. Nýlega var nokkuð í fréttum fjár- hagur Reykjavíkur, afkoma sfðasta árs og fjárhagsáætlun. Borgarstjóri, nokkuð ábúðarfullur, lýsti góðri af- komu og traustum fjárhag. M.a. fyrirtæki borgarinnar „arðsöm" önn- ur en strætisvagnar. Éftir minni þá var Hitaveitan eitthvað á annan millj- arð og Rafmagnsveitan þijúhundrað og sextíu milljónir — eða hátt á fjórða hundraðið! Nú, það er bara svona, hugsaði ég, Sogið og Þjórsá streyma bara beint í kassann hjá Davíð! Ég fór að hugsa um Vestmannaeyjar! Byggðarlag sem tilheyrir Suðurlandi og öll vatnsorkan úr óðali Sunnlend- inga! Já, víða stendur fé mitt fótum, hugsar Davíð sjálfsagt. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. Bragðíaukamír bíðja um Æk,-ÍógCitt 40°/overðl*kkun vegnatoltabreytinga rglæsilegufrönskupott- i Aubeco eru margvero- aðir fyrir glæsilega aun. arnir eru úr hápóleruðu i með höldum úr bronsi. topíloki. Botninn er fuil- nlega sléttur, gerðurur mur lögum-. Stáli, ali og lir 6 mmþykkur. Hamarks aleiðni í hotni genrpott- amjöghentuganágler- ramikhelluborð. erðið á þessum gullfallegu tumkemuráóvart.Ensvo iTgetir eignast þrjá eða fleiri cinu.btóðumviðþer reiðslukjör: 3.000 utog 500 á mánuði. •* ■ • •?£ Sleddu með nytsamri öjot - þeir gerast ekki betri. ///-' Einar Farestveit &Co.hf Borgartún 28, sími 91-622900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.