Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 x> Ec) er&fo -Saíaa. fyrir ntyjum k/oL." Ást er... ... að vona að hann fái fyrsta fiskinn. Konan mín heldur að ég sé jólasveinn. Með morgimkaffínu Láttu yfirkokkinn vita að ég fann eina rækju í rækjusalatinu. HÖGNI HREKKVÍSI Um gagnrýni og svör Til Velvakanda. A Alþingi sitja mér aldrei var hent og yrðast við spekinga slíka. Mig vantaði talent og temperament og talsvert af þekkingu líka. Páll Ólafsson. Yrjótt læða Allt frá því í desembermánuði hefur yrjótt læða, sem fannst í Skip- holti hér í Reykjavík, verið í óskilum. Hún er brún, svört og er gráflekkótt og með ljósbláa hálsól, sem er áletruð. Eigandi kisu er beðinn að hringja í síma 76206. Yfírleitt munu þingmenn nú á dögum ekki jafn hógværir og skáldið Páll á Hallfreðarstöðum var á sinni tíð. Þeir sýnast um þessar mundir vilja halda dauða- haldi í þingsæti sín. Þessum störfum, sem raunar fylgja ýmis hlunnindi, fylgir þó einnig mikil gagnrýni. Einkum beinist hún þó að ráðherrum, sem eðlilegt er. Um þessar mundir virðist gagn- rýnin beinast mjög að ljármála- ráðherra. Grunur minn er þó sá, að hinar margumræddu skattkerf- isbreytingar muni verða til bóta og að það muni koma í ljós innan tíðar. En undarlegt er það, hve margir beina gagnrýni sinni að Jóni Baldvini einum. Hann verður og nær einn að svara. Hinir ráð- herramir sýnast mjög hlífast við svörum, einkum þó framsóknar- menn, sem virðast telja sig nánast „stikk-frí“. Gæti því Jón Baldvin sagt eins og forðum segir í al- kunnri vísu: Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera véirituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lespnda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir iiggja hér í dálkunum. Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi. Annars er Jón Baldvin fullfær um að halda þama uppi vömum, enda talinn málsnjallasti maður- inn á Alþingi. Hann minnir í þessum eftium mjög á sinn fræga föður, Hannibal Valdimarsson, sem mestur hefur verið „folketal- er“ (afsakið dönskuna) íslenzkra stjómmálamanna. En sem sagt: Mér fínnst óþarft að beina gagn- rýninni að fjármálaráðherra einum, og láta hann einan halda uppi svömm. Guðrún Sigurðardóttir Yíkverji skrifar Fréttamenn eru haldnir sérstakri áráttu að uppnefna lönd á stundum, svo að hlustendur rekur í rogastanz. A dögunum var einu sinni sem oftar rætt um ófriðinn fyrir botni Miðjarðarhafs og ræddi fréttamaðurinn ávallt um Palestínu, rétt eins og eitthvert land héti það. Hvað myndu íslendingar segja, ef erlendir fréttamenn ræddu ávallt um ísland sem Garðarshólma? Víst er að Islendingar yrðu ekki ýkja hrifnir. XXX Mikið hefur verið rætt um lífeyr- issjóðina að undanfömu og á hvem hátt unnt sé að nota íjár- magn það, sem þeir geyma. Allir virðast, og þá sérstaklega stjóm- völd, hafa sérstaka ágimd á þessum fíármunum, enda þeir miklir. Tak- markið er að ná tangarhaldi á þessum verðmætum, svo að unnt sé að lána út féð með niðurgreidd- um vöxtum. Enginn hugsar hins vegar um eigendur þessa Ij'ár, fólk- ið í landinu, sem er að safna til ævikvöldsins, svo að það geti átt áhyggjulausa elli. i Víkverja er spum, hvort ekki væri réttara, eða að minnsta kosti meir í anda tilgangs sjóðanna, að láta ellilífeyrisþega þessa lands njóta þessa §ár betur. Markmið með söfnun þessa §ár er ekki að reisa hús yfír landsmenn, heldur að skapa þeim lífeyri á elliárunum. Það er takmark, sem menn mega ekki missa sjónar af og allir verða að virða. xxx Eins og Víkveiji minntist á í fyrradag, er næsta ómennsk pressa á ungan mann sem Jóhann Hjartarson, þegar landar hans gera eins miklar kröfur til hans og raun ber vitni. Víkverji ræddi nú á dög- unum við einn af hinum ungu efnilegu skákmeistumm. Hann var spurður að því, hvað hann teldi mest þrúgandi, ef hann setti sig sem snöggvast í spor Jóhanns vestur í Kanada. Hinn ungi skákmaður svaraði að bragði: „Ég er ekki í vafa um að versta pressan kemur vegna þessara beinu sjónvarpssend- inga. Það er þrúgandi að vita að þúsundir íslendinga með óeðlilegar væntingar sitji við sjónvarpstækin heima og glápi á mann.“ Kannski verða það eftir allt íslendingar sjálf- ir sem glutra niður vinningsmögu- leikum Jóhanns, en ekki hann sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.