Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 OI«g Blochln. Mm FOLK ■ STEFÁN Araaldsson og Ól- afur Haraldsson, handknattleiks- dómarar frá Akureyri, eru famir til Noregs þar sem þeir dæma tvo vináttulandsleiki um helgina. Það eru Norðmenn sem fá Dani í heim- sókn. Leikimir fara fram í Alta og Tromsö í norðurhluta Noregs. ■ KEITH Burkinshaw var í gær rekinn úr starfí sínu hjá portú- galska 1. deildarfélaginu kunna Sporting Lissabon. Burkinshaw hefur aðeins þjálfað liðið í eitt ár. Sporting er nú í áttunda sæti, 13 stigum á eftir Porto, og tapaði um helgina 0:4 gegn Penafíel. Þessi frammistaða þykir ekki viðeigandi hjá félagi sem almennt er talið eitt þeirra þriggja stóru í landinu, ásamt Porto og Benfica. í gær var An- tonio Morais, fyrrum aðstoðar- þjálfari landsliðsins, ráðinn þjálfari Sporting út tímabilið. Burkinshaw var um árabil stjóri hjá Tottenham á Englandi. ■ JAPANSKA stúlkan Ayako Okamoto, sem var kven-kylfíngur ársins í fyrra og sú sem þénaði mest á árinu í keppni, byijaði árið 1988 heldur illa. Hún gleymdi að skrá sig í fyrsta mótið! Okamoto verður því ekki með á mótinu sem fer fram í Stonebridge í Flórída um helgina. ■ DAVE Stringer, fram- kvæmdastjóri Norwich, hafnaði tilboði frá Tottenham í gær. Terry Venables, framkvæmdastjóri Tott- enham, bauð þá 550 þús. sterlings- pund í sóknarleikmanninn Kevin DrinkeU. ■ FIORENTINA á Ítalíu hefur mikinn hug á að fá danska leik- manninn Ugo de Lorenzo, sem leikur með Lyngby i Danmörku, til liðs við sig. Það er sænski þjálf- arinn Sven-Göran Eriksson sem vill ólmur fá Lorenzo. Pabbi hans er ítalskur og búsettur í Mílanó. „Ég reikna með að fá tilboð frá Fiorentina nú næstu daga. Það þarf að vera mjög gott til að ég fari. Mér líður vel hér heima í Dan- mörku,“ sagði Lorenzo. ■ DREGIÐ var um helgina í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppn- innar í knattspymu. Drátturinn var þannig: Avellino-Juventus, Tórínó-Napólí, Inter Mílanó- Empoli og Sampdoria-Ascoli. Leikimir fara fram heima og heim- an 10. febrúar og 2. mars. ■ SOVÉSKA knattspymusam- bandið hefur gefíð grænt ljós á það að Oleg Blochin, knattspymumað- urinn kunni geti farið til Austurrík- is og leikið þar með 2. deildarfélag- inu Worwárts Steyr. Blochin er 35 ára og hefur leikið 108 lands- leiki fyrir Sovétríkin. Hann kom inn á sem'varamaður gegn íslend- ingum í Simferopol í lok október og lék þar sennilega sinn síðasta landsleik. ■ GARY Shaw, knattspymu- maður hjá Aston Villa, hefur verið Iánaður til Blackpool. Shaw þótti geysilegt efni fyrir fáeinum ámm en hefur verið gífurlega óheppinn með meiðsli. Hann hefur ekkert leikið síðastliðin tvö ár. KNATTSPYRNA „Mun ávallt leika sókn- spymu - segirJohn Cruyff, fyrrum þjálfari Ajax ÞRÁTT fyrir að Johan Cruyff sé hættur sem þjálfari hjá Evrópumeisturum bikar- hafa, Ajax, er ekki þar með sagt að hann só hættur að þjálfa. Hann svipast um eftir áhugaverðum liðum og þau hefur ekki skort síðan hann hætti hjá hollenska liðinu. En hvert sem hann fer er það víst að hann mun halda áfram að leika sóknar- knattspyrnu og leggja ánægju áhorfenda ofar stigum. Cruyff, sem er án efa fræg- asti knattspymumaður Hollendinga, gerði Ajax að stór- veldi að nýju. Liðið sigraði í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra og þótti leika einstaklega skemmtilega knattspymu þar sem höfuðáherslan varjögð á sóknar- leik. Cruyff er á þeirri skoðun að lið eigi ekki að leggjast í vöm þó að búið sé að skora eitt eða tvö mörk. „Hvert sem ég fer mun ég alltaf halda áfram að láta lið mitt leika sóknarknattspymu. Ég er staðráðinn í að láta ekki undan þeirri pressu sem fylgir blöðum og öðmm sem meta stig ofar ánægjunni að sjá skemmtilega knattspymu," sagði hann nýlega í samtali við Reuíer-fréttastofuna. Skemmtun Cruyff, sem var upp á sitt besta sem knattspymumaður á áttunda áratugnum, gjörbreytti leik Ajax þegar hann tók við liðinu. „Úrslit leiks er ávallt mikilvæg, en knatt- spyman snýst ekki bara um það. Hlutverk knattspymumana er einnig að skemmta áhorfendum. Þannig lejt ég_ á málin þegar ég var hjá Ajax. Ég læt ekki stjóma mér sem knattspymumanni. Ég mæti til vinnu á hverjum degi og vil að vinnan sé skemmtileg." Hann sagði af sér hjá Ajax eftir deilur við stjóm félagsins m.a. um leikaðferðir og valdsvið þjálfara. Talið er að hann gerist þjálfari hjá liði í Frakklandi, Spáni eða Ítalíu. Hann segir að það sé sama þó hann fari til Italíu, þar sem blöðin em óspör á gagnrýni ef lið tapar stigum. Hann muni ávallt láta lið sitt leika sóknarknatt- spymu. Frjáls knattspyma Johan Cruyff varð Evrópumeistari með Ajax þijú ár í röð í upphafí áttunda áratugarins. Hann var í liði Hollands sem lék til úrslita gegn Vestur-þjóðveijum í heims- meistarakeppninni í knattspymu 1974 og hann varð Evrópumeist- ari að nýju sem þjálfari Ajax 1987. Cruyff segir að þessi árang- ur hefði ekki náðst án þess að leika sóknarknattspymu. „Þessi árangur Hollendinga er allur til kominn af því að leyfa leikmönn- um að leika fijálst. Leyfa leik- mönnum að ráða ferðinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að gera mistök. Með öðrum orðum, að leika án ótta.“ Þrátt fyrir þreytulegt andlit, negl- ur sem em nagaðar uppí hviku og keðjureykingar er Cmyff ekki Cruyff endaðl ferll sinn sem leikmaður hjá Feyenoord í Rotterdam. Hér er hann í búningi félagsins. Hann var góður leikmaður en ekki óumdeildur sem þjálfari. Hér fylgist hann með sínum mönnum í leik. þreyttur. Þvert á móti er hann fullur af ferskum hugmyndum og ákveðinn í að koma þeim áfram. Dæmigert fyrir hann var hvemig hann uppgötvaði nýjustu stjömu Ajax, hinn 17 ára Brian Roy og setti hann beint inn í liðið. „Roy er mjög snjall leikmaður og svo lengi sem hann leikur með liðinu er ég ánægður." Cmyff spáir því að Englendingar sigri í Evrópukeppninni í knatt- spymu sem hefst í sumar. „Þeir leika sína eigin knattspyrnu og em að mínu mati líklegastir til sigurs." Hann á einnig von á að Hollendingar standi sig vel, svo lengi sem þeir gera ekki stór mis- tök í leikaðferð. Real Madrid á möguleika Cmyff hefur ekki trú á því að fram komi jafn skemmtileg lið og Ajax og Bayem Munchen vom á þeim tíma er hann og Franz Bec- kenbauer vom upp á sitt besta sem leikmenn. Hann telur Real Madrid vera líklegasta liðið til að ná jafn langt og Ajax og Bayem náðu í upphafí 8. áratugarins. Johan Cmyff er í flestu ólíkur öðmm knattspymuþjálfumm. Það hefur gengið á ýmsu hjá honum. Hann lék 48 landsleiki fyrir Holl- and og skoraði í þeim 33 mörk. Hann hefur leikið í þremur lönd- um, Hollandi, Spáni og Banda- ríkjunum, en lagði skóna á hilluna fyrir þremur ámm. Þá hóf hann hönnum íþróttafatnaðar, en hætti því fljótlega og sneri sér að þjálf- un. Nú mun þessi skærasta stjama hollenskrar knattspymu líklega halda til Spánar eða Italíu. Hvemig honum vegnar þar er ekki gott að spá um, en hvert sem hann fer mun hann ávallt gera sitt besta til að skemmta áhorf- endum með sóknarknattspyrnu. Á síðustu dögum hafa þær raddir gerst æ háværari sem telja að hann verði þjálfari hjá Barcelona næsta keppnistímabil, en ekkert hefur fengist staðfest um það. arknatt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.