Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 — 1 VELALEGUR AMC Mercedes Benz Audi JS Mitsubishi bmw ám Nissan Buick- Chevrolet Oldsmobile Opel Chrysler Perkins Citroén Peugot Daihatsu Renault Datsun Range Rover Dodge Saab Fiat Scania Ford Subaru Honda Suzuki International Toyota Isuzu Volkswagen Lada t/rt j| Volvo Landrover . Wiflýs M. Ferguson 2'“ P. JÓNSSON & CO SKEIFAN 17 k S. 84.113 - 84516 Á RÚMGÓÐ LAUSN WHF.OFNASMISJAN söludeild HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 SIEMENS Siwamat 5830þvotta- vélin frá Siemens fyrir vandlátt fólk • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði 1200 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til aö setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávaitt sett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Heilar tennur árið 2000! I tilefni tannverndardag's eftir Árna Þórðarson Á sama tima og við íslendingar búum við heilbrigðiskerfi sem aðrar þjóðir gætu tekið sér til fyrirmyndar, iægstu tíðni ung- baraadauða sem um getur, langlífi og mjög gott almennt heilsufar, erum við enn talsvert langt á eftár nágrannaþjóðum okkar hvað tannheilsu varðar. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á tíðni tannátu i íslendingum á tímabilinu 1970 til 1986 hefur tannstuðull 12 ára baraa, þ.e. samanlagður fjöldi skemmdra, viðgerðra og úrdreg- inna fullorðinstanna minnkað úr 8,7 niður i 6,6, eða um tæp 25%. Á sama tima hefur tíðni tannátu minnkað um allt að 70% á hinum Norðurlöndunum. Við verðum þvi að horfast i augu við þá stað- reynd, að þrátt fyrir bætta tannlæknaþjónustu og þátt hins opinbera í kostnaði við tann- viðgerðir, almenna notkun flúortannkrems og aukna fræðslu hefur okkur miðað ótrú- lega hægt miðað við flest önnur vestræn ríki. Það er í raun bæði einfalt, ódýrt og sársaukalaust að koma í veg fyrir að tennur bama og unglinga skemmist. Til þess þarf þó sam- stillt átak nokkurra aðila, þ.e. foreldra, kennara, starfsfólks á dagvistarstofnunum, heilbrigðis- yfirvalda, tannfræðinga og tann- lækna. Hér á eftir verður einkum Qallað um þátt foreldranna. Tannlækni á hvert heimili Sennilega vekur millifyrirsögnin „tannlækni á hvert heimili" nokkra undrun við fyrstu sýn. Hér er þó ekkert grín á ferðinni, öðru nær. Ódýrasta en um leið mikilvægasta tannlæknisþjónusta sem bömin fá er sú sem fram fer kvölds og morgna allan ársins hring inni á heimilinu og á að hefjast strax og fyrsta tönnin birtist í munninum. Það mun vera ótrúlega algengt að böm séu meira eða minna sjálf- ráð um tannburstun strax á unga aldri. Skýringar sem foreldrar gefa eru t.d. „hann heimtar að fá að bursta sjálfur" eða „ég fæ ekki að bursta nema einstaka sinnum". Og reyndar er það svo, að meðan orðið agi er eitur í eyrum íslendinga munu bömin okkar fá að ráðskast með þetta eins og fleira. Böm eru ekki einfær um að bursta tennumar fyrr en þau eru orðin 10—11 ára gömul. Þangað til ber foreldrum að hjálpa þeim við tannhirðuna, með góðu eða illu! í nýlegri norskri skýrslu kemur fram það álit, að notkun flúor- tannkrems sé áhrifaríkasti þáttur- inn í tannvemdinni og sé sá liður, sem mestu varðar í þeirri fækkun tannskemmda sem orðið hefur hjá Norðmönnum. Ef þetta er rétt ligg- ur beint við að spyija: Hvers vegna hefur almenn notkun flúortann- krems ekki valdið sömu fækkun tannskemmda hér á íslandi? Við þessari spumingu hefur höfundur þessarar greinar eftirfarandi svar, en lætur lesendum eftir að dæma um réttmæti þess: Forsenda þess að flúor í tannkremi komi að fullum notum er sú, að tennumar komist í snertingu við flúortannkrem kvölds og morgna alla daga ársins, ár eftir ár. Ef tannburstun er tilvilj- anakennd og stopul samfara tíðu sykuráti fæst ekki sú lækkun á tíðni tannátu sem reglubundin notkun flúortannkrems sannanlega veitir. Sykurneysla og mataræði íslendingar em alræmdir sykur- hákar. Ekki mun Qarri lagi að árleg neysla sykurs sé á bilinu 60—70 kg á hvert mannsbam. Þetta sykur- ofát á tvímælalaust stóran þátt í bágri tannheilsu okkar, enda vom tannskemmdir nánast óþekktar í íslendingum áður en innflutningur á sykri hófst hér að einhveiju ráði. En þrátt fyrir að ótvíræð tengsl séu á milli sykumeyslu og'tannátu virð- ist tíðni tannátu ekki ávallt haldast í hendur við aukningu í sykur- neyslu. Nærtækt dæmi er reynsla Svía í þessu efni, en þar hefur tíðni tannátu minnkað stöðugt undan- fama áratugi á sama tima og sykumeysla hefur aukist jafnt og þétt. Sennilega er skýringin á þessu margþætt, þ.e. bætt tannlækna- þjónusta, flúomotkun, fræðsla og áróður samfara breyttum neyslu- venjum. Það virðist því ekki vera sjálft sykurmagnið sem ræður úrslitum, heldur hveraig neyslan fer fram. „Sífellt nart skaðar tennur," segir í áróðri tannvemdarráðs. Þótt það kosti nokkrar fortölur, er reglan um „laugardagssælgæti" ótrúlega áhrifaríkt tannvemdartæki. Ekki má heldur gleymast, að fleira skemmir tennur en karamellur og lakkrís. Bam sem byijar daginn Arai Þórðarson „Börn eru ekki einfær um að bursta tennurnar fyrr enþau eru orðin 10—11 ára g’ömul. Þangað til ber foreldr- um að hjálpa þeim við tannhirðuna, með góðu eða illu!“ viss; orð eins og mamma og pabbi eru endurtekin í sífellu daginn út og daginn inn. — Jákvæðar, örvandi undirtektir þegar bamið byijar að tala. — Hröð framför vegna stöðugra æfinga. — Eljusemi foreldranna við að rækta móðurmálskunnáttu bams- ins og sú ánægja sem bamið finnur fyrir er það öðlast þessa nýju hæfni. Þessa einföldu en áhrifaríku kennsluaðferð heimfærði Suzuki síðan yfir á tónlistarsviðið. Megin- áhersla var lögð á atriði eins og að bömin byiji ung, endurtaka í sífellu sömu lögin (böm fá aldrei leið á að endurtaka eitthvað sem þau kunna vel), stöðuga örvun og jákvæða umræðu um tónlistamám- ið o.s.frv. Og auðvitað urðu mamman eða pabbinn að læra svo- lítið líka til að geta sinnt hlutverki kennarans á heimilinu. Ég læt lesendum mínum eftir að fínna hliðstæður milli Suzuki-að- ferðar við tónlistarkennslu og tannvemdar inni á heimilunum. Sjálfur er ég ekki í neinum vafa um, að ef foreldrar og uppalendur um land allt legðu jafn mikla rækt við tennur bamanna sinna eins og móðurmálskennsluna, væri ástand- ið í þessum málum margfalt betra en raun ber vitni. Heilar tennur árið 2000! með sykmðu morgunkomi og jóg- úrt gæti frá tannvemdarsjónarmiði allt eins byijað daginn með sætind- um úr sjoppunni. Suzukiog tannvernd Fyrir allmörgum árum kynnti Japaninn Shin-ichi Suzuki nýja að- ferð til tónlistarkennslu sem gaf svo góða raun, að hún hefur nú verið tekin upp við marga af fremstu tónlistarháskólum Vesturlanda. Suzuki-aðferðin eða „móðurmálsað- férðin" byggir á hugmyndafræði sem er bæði einföld og glettilega rökrétt: Böm um allan heim tala móðurmál sitt reiprennandi, jafnvel flókin tungumál eins og japönsku eða íslensku. Hvemig má það vera að öll böm, án tillits til gáfna eða námshæfíleika, uppruna eða aðset- urs, ná þvílíkri leikni í að tala eins og raun ber vitni? Ástæðumar gætu m.a. verið þessar: — Móðurmálskennslan hefst strax eftir fæðingu. — Kennslan verður fljótt mark- Alþjóða heilbrigðisstofnunin hef- ur sett það markmið, að árið 2000 verði tannstuðull 12 áira bama kom- inn niður fyrir 3 í öllum löndum heims. Um næstu áramót eru ná- kvæmlega 12 ár til loka ársins 2000. Þau böm sem fæðast á þessu ári, árið 1988, verða 12 ára árið 2000, og munu því mynda þennan örlagaríka viðmiðunarhóp. Þá mega þau ekki hafa fleiri en þijár skemmdar, viðgerðar eða úrdregnar fullorðinstennur, sem er yfir 50% minnkun á tíðni tannátu frá núver- andi ástandi. Okkur tókst að minnka tannskemmdir um 25% á sfðustu 15 árum, nú þurfum við að minnka tannskemmdir um rúm 50% á 12 ámm ef við eigum að geta horft kinnroðalaust framan í ná- grannaþjóðir okkar um aldamótin. Er þetta hægt? Að sjálfsögðu er þetta hægt. En það er deginum ljós- ara, að til að þetta markmið náist þarf að btýna önnur vopn en bor og sondu. HSfundur er tannlæknir og starf- ar við tannréttingar i Akureyri. 1972 1986 2000 Tannstuðull 12 ára baraa á íslandi árin 1972 og 1986. Súlan lengst til hægrí er markmið Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir þennan aldurshóp árið 2000. Taflan sýnir þróun á tfðni tannskemmda f 12 ára börnum frá 1970 á íslandi og f nokkrum nágrannalöndum okkar. Tannstuðull: Saman- lagður fjöldi skemmdra, viðgerðra og úrdreginna fullorðinstanna. Engin útborgun - Engir vextir Kynntu þér sértilboð okkar Vörumarkaðurinn hl Kringlunni, sími 685440.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.