Morgunblaðið - 07.02.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1988, Qupperneq 1
96 SIÐUR B 31. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tungtíð tyltírsérá Skálafell Morgnblaðið/Karl T. Sæmundsson Aukin harka að færast í lqaradeilur á Bretlandi London, Reuter. Noriega-málið: Herstjórnin við öllu búin Panamaborg. Reuter. Herforingjastjórnin í Panama hefur vísað á bug ásökunum í Bandaríkjunum á hendur Maunel Noriega leiðtoga landsins og boð- að harkaleg viðbrögð. Segja talsmenn hennar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Að sögn erlendra stjómarerind- reka í Panama hafa íbúar landsins miklar áhyggjur af því hvað muni gerast næst í málinu. Utanríkis- ráðuneytið gaf út harðorða yfírlýs- ingu á föstudag og fordæmdi fíkniefnasmygl og vísaði ákærum á hendur Noriega alfarið á bug. Ýmis teikn hafa verið á lofti um að herstjómin sé í viðbragðsstöðu ef kemur til mótmælaaðgerða í landinu í kjölfar ákæmnnar á hend- ur Noriega. Þjóðin „hefur aldrei orðið vitni að öðm eins“, sagði sendimaður erlends ríkis sem ekki vill láta nafns síns getið. Bandaríkin: Fylgi mælt í frárennsli Emmetsburg, Iowa, Reuter. SAMKVÆMT ailsérstæðri skoð- anakönnun sem gerð var í Iowa í Bandaríkjunum á föstudag eiga forsetaframbjóðendurnir Micha- el Dukakis demókrati og Robert Dole repúblikani mesta mögu- leika í forvalinu í fylkinu á mánudaginn. Könnunin fór þannig fram að útvarpsstöðin KEMB bað hlustend- ur að sturta niður í salemisskálum sínum þegar nöfn frambjóðandans sem þeir styddu væri lesið. Dukak- is fékk mest viðbrögð kjósenda af frambjóðendum demókrata eða 5.110 lítra samkvæmt mælingum vatnsveitu Emmetsburg. Robert Dole bar af félögum sínum í Repú- blikanaflokknum með 4.090 lítra frárennslisvatns. Fyrir fjórum ámm spáði stöðin því réttilega að Walter Mondale næði útnefningu demókrata. VERKFALL rúmlega 30.000 starfsmanna Ford-fyrirtækisins á Bretlandi hefst á miðnætti í kvöld en undanfarna viku hafa hin ýmsu hagsmunasamtök boð- að til verkfalla. Gífurleg ólga er nú á breska vinnumarkaðinum og segja stjórnmálaskýrendur að þetta séu alvarlegustu vinnudeil- ur þar í landi á þessum áratug. Verkamenn í verksmiðjum Ford- fyrirtækisins boðuðu til verkfalls á miðnætti í kvöld eftir stuttan samn- ingafund sem reyndist með öllu árangurslaus. Tæplega 2.000 verkamenn lögðu þegar niður störf en öll framleiðsla í verksmiðjunum mun stöðvast. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem starfsmenn Ford á Bretlandi leggja niður vinnu vegna kjaradeilna. Tap fyrirtækis- ins mun nema um rúmum milljarði íslenskra króna á degi hverjum auk þess sem framleiðslan á meginlandi Evrópu kann að riðlast af þessum sökum. Vinnudeilumar á Bretlandi eru taldar hinar alvarlegustu á þessum áratug og þykir sýnt að mjög muni reyna á Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, á næstunni. Stjómmálaskýrendur segja óvenju mikla hörku hafa hlaupið í kjara- deilumar og erfitt muni reynast að stilla til friðar á vinnumarkaðnum. Verð hlutabréfa í breskum iðnfyrir- tækjum hefur farið lækkandi á fjármálamarkaðnum í London. Á fimmtudag lögðu ferjustarfs- menn niður vinnu og hafa þeir hundsað fyrirskipanir forystu- manna verkalýðsfélags þeirra um að hefja störf á ný. Ferjusamgöng- ur liggja því niðri og fara flutningar yfir til meginlandsins fram með frönskum og belgískum fetjum. Miklar tafír hafa orðið af þessum sökum og hefur skapast vandræða- ástand víða í Ermarsundshöfnum. Hjúkrunarkonur boðuðu til eins dags verkfalls á miðvikudag og hafa talsmenn þeirra sagt að búast megi við frekari aðgerðum um helg- ina. Hjúkrunarkonumar telja að ástand breska heilbrigðiskerfísins sé óviðunandi auk þess sem þær hafa andmælt fækkun starfsfólks í heilbrigðisstéttum. Stjómmálaskýrendur greinir á um hvort verkföllin lýsi almennri óánægju launafólks með kjör sín. Alan Budd, prófessor við London School of Economics, sagði í viðtali á dögunum að rekja mætti kjara- deilumar til hagvaxtar á undan- fömu ári og að launafólk teldi að það ætti rétt á að njóta góðærisins. Sri Lanka: Liðsauki frá Indlandi Colombo. Reuter. STJÓRN Indlands hefur ákveðið að efla her sinn á Sri Lanka með 15.000 mönnum til að bijóta and- stöðu skæruliða tamíla á bak aftur, að því er háttsettir emb- ættismenn i stjórn Sri Lanka sögðu í gær. „Varaliðið á að afgreiða hryðju- verkamennina eins skjótt og auðið er,“ sagði talsmaður vamarmála- ráðuneytis Sri Lanka í gær. Tígramir, skæruliðahreyfmg tamíla, hafa hreiðrað um sig í Batticaloa á austurhluta eyjunnar eftir að þeir urðu að láta borgina Jaffna af hendi síðastliðið haust. Kína: Neyðarástand vegna lifrarbólgu-faraldurs Shangfhai, Hong Kong. Reuter. YFIRVÖLD heilbrigðismála í Kína og Hong Kong hafa vax- andi áhyggjur af því hversu lifrarbólga hefur breiðst hratt út að undanförnu. Óstaðfestar fréttir berast af því að fjöldi lifrarbólgutilfella í vesturhér- uðum Kina nálgist 40.000. Talsmaður heilbrigðisskrifstof- unnar í Shanghai sagði í gær að yfir 15.000 manns .væru sýktir af lifrarbólgu (hepatitis) í borg- inni. Sagði hann að sjúku fólki hefði verið komið fyrir í sam- komuhúsum og skólum vegna þess að sjúkrahús í borginni væru yfírfull. Þeir sem ekki 'eru taldir alvarlega sjúkir eru sendir heim. Búist er við að flestir þeirra sem hafa verið lagðir inn í sjúkrahús þurfi að dvelja þar í um mánaðar- tíma. í Hong Kong hafa nú þegar verið skráð 483 tilfelli af lifrar- bólgu á árinu, en það er um þriðjungur allra skráðra tilfella á síðasta ári. Hafa stjómvöld miklar áhyggjur af fólki sem væntanlega mun fara til Kína í tengslum við nýársfagnaðinn 17. febrúar. Venjulega hefur um hálf milljón manna farið frá Hong Kong yfir landamærin til Kína til þess að fagna nýju ári. Bandaríski ræðismaðurinn í Hong Kong hefur beðið ferða- menn að gera ráðstafanir vegna hættu á lifrarbólgusmiti. Hafa ferðamenn verið varaðir við því að drekka ósoðið vatn og að borða hráan mat.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.