Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 24

Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Max Bruch 150 ára Max Bruch Tónlist Jón Ásgeirsson Max Bruch var einn þeirra tón- listarmanna er nutu mikiilar virðingar í lifanda lífi, var heiðrað- ur af helstu háskólum heimsins, mikils metinn hljómsveitarstjóri, virtur kennari og víðfrægur fyrir tónsmíðar sínar. Á meðan stormar og regnveður nýjunga skoluðu burtu ðllu gömlu og feisknu, naut frægð hans skjóls i óminnissölum sögunnar, en þegar nokkuð tók að þoma á, áttu menn það ein- staka sinnum til að stikla yfir í liðna tímann, þar sem fótfært var og fundu þar eitt og annað sem vert var að muna og gladdi þá er þreyst höfðu f óþrotlegu um- róti og hvíldarleysi nýjunganna. Meðal þeirra verka eftir Bruch, sem.þannig hafa verið tekin til handargagns og leikin verða í veðrahléum forms- og stflbyltinga nútímans, eru fíðlukonsert í g- moll, Skoska fantasfan fyrir fíðlu og hljómsveit og Kol Nidrei sem er fyrir selló og hljómsveit. Auk þess liggja eftir hann tvær óperur í fullri lengd, sú fyrri heitir Lore- ley og var texti hennar upphaflega ætlaður fyrir Mendelssohn, en sú seinni Hermione við texta sem unninn var upp úr Shakespeare. Þrjár urðu sinfóníumar en hann var aðeins fjórtán ára er hann lauk við þá fyrstu, pfanókonsert- amir tveir, jafn margir strengja- kvartettar og margvíslegar aðrar tónsmíðar og nokkur meiri háttar söngverk, svo sem eins og við Friðþjófssögu (Tegnér), Ódysseif (Hómer), Das Lied von der Glocke (Schiller), Das Feuerkreuz (Scott) og mörg önnur stórbrotin ljóða- verk. Max Bmch fæddist í Köln 6. janúar 1838 og því rétt liðin 150 ár frá fæðingu hans. 1852 var honum veittur Mozart-styrkurinn og hóf þá nám hjá Hiller og Reinecke. Sama ár samdi hann sína fyrstu sinfóníu, eins og fyrr var greint frá, og eftir sex ára nám eins þáttar ópem, Scherz, List und Rache (Goethe), er var uppfærð í Köln 1858. Næstu árin starfaði hann sem kennari og vann við tónsmíðar en 1865 gerð- ist hann tónlistarstjóri í Koblenz og tveimur ámm síðar kapellu- meistari við hirð prinsins af Schwarzburg-Sonderhausen. Þaðan lá leiðin til Berlínar en á ámnum 1880 til 83 stjómaði hann Filharmoníunni í Liverpool og frá 1891 til 1910 gegndi hann starfi prófessors í tónsmíði við Tónlist- arháskólann í Berlín. Síðustu tíu ár ævi sinnar bjó Bmch í Friede- nau, smábæ nærri Berlfn, og lést þar 2. október 1920. Max Bmch var samkvæmur sínum tíma, þýskur rómantíker og samdi verk sem gædd em hjartahlýju, em aðlaðandi, ljóð- ræn og kunnáttusamlega gerð. Það er rétt að um fegurðarmat hans stendur ekki styrr en því verður heldur ekki neitað að Bmch var einlægur og náði oft sterkum áhrifum með einföldu tónmáli sínu. Margir frægir tón- listarmenn sóttu fróðleik til hans, þeirra á meðal Respighi og þó ótrúlegt kunni að virðast, einn af fremstu höfundum nútímatónlist- ar í Bandaríkjunum, Wallingford Riegger, sem Leifur Þórarinsson mun hafa numið hjá ef rétt er munað hjá undirrituðum. Sagnfræðingar hafa oft fjallað um Bmch af lítilsvirðingu og talið hann ófrumlegan en gera minna úr því að hann er samtímamaður Brahms, Bizets, Bmckners, Tsjaj- kovskís, Saint-Saéns, Korsakovs og Mahlers, svo nokkrir séu nefndir og þótti á þeim tíma vera framsækið og gott tónskáld. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur næstkomandi sunnu- dag verða flutt tvö verk eftir Bmch. Það fyrra er tríó fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó, op. 83, og septett, sem Bmch samdi er hann var 11 ára (1849) og því ónúmeraður. Móðir Bmchs hafði notið góðrar tónlistarmenntunar og lét sér mjög annt um tónlistar- uppeldi sonar síns, enda hafði hann á ungum aldri vakið athygli fyrir tónsmíðar sínar. Eins og fyrr segir, var Brach fyrsta flokks fagmaður og þótti einstaklega fágað tónskáld, ef til vill einum um of, en því til við- bótar og sem oft hefur þvælst fyrir sagnfræðingum, er að hann leitaði sér fyrirmynda í þjóðlögum, ekki þýskum, heldur breskum og sótti jafnvel tónhugmyndir í hebr- eska trúartónlist, eins og í Kol Nidrei og var fyrir þá sök stundum talinn af gyðingaættum, jafnvel gyðingatrúar, sem er rangt. Ein- staka sagnfræðingar telja þetta merkja að hann hafi viljað vera alþjóðlegt tónskáld en einnig hef- ur sú hugmynd heyrst, að hann hafí gert sér grein fyrir því að tónmál hans skorti frumleika eða persónuleg einkenni. Ástæðan fyrir vinsældum nokkurra tónverka hans gæti ver- ið sú, að enn þyki „virtúósum" það ómaksins vert að leika þessi verk, því tæknilega séð bjóða þau upp á margt sem þeir sækjast eftir og gerir þeim mögulegt að útfæra leikni sína, hlustendum til ánægju. Hvað sem öllum þessum vangaveltum líður er saga Bmchs sérkennilegt dæmi um fágaðan og alkunnandi listamann, sem skorti djörfung og frumleika en setti sér það markmið að leita fegurðarinnar f öguðum venjum samtíðar sinnar, þar sem byltingin var talin tmflandi og jafnvel ljót. Þessi viðhorf fagurkerans er rétt að hafa í huga þegar tónlist Max Bmchs ber fyrir eyra, að tónmál hans er gætt einlægri viðkvæmni fagurkerans. f ' 'P- Pollen gæðafrjókórn á góðu verði Næringargildi blómqfrjókornsins ereinstakt. Ágæti þess hefur sannast ó fjölda fólks með endurnýjuðum lífsþrótti. Fæst í heilsubúðum, apótekum, heilsu- hillum matvörubúða og hjó okkur. Eilsuhúsið SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1 SÍMI 22966 KRINGLUNNI SÍMI 689266 Stykkishólmur: Bátar missa af róðrum sökum veðurs Stykkishólmi. UNDANFARNA daga hafa verið hér slæm veður sem hafa orsak- að það að bátar hafa misst af róðrum, en frá þvl um áramót hafa bátar héðan stundað línu- veiðar og aflað frá 3 tíl 6 eða 8 lesta í róðri. Afli þessi hefur verið verkaður í salt og komið er að þvi að fyrsti aflinn verði pakkaður til útflutnings. Skelveiði hefír einnig verið stund- uð héðan, en færri bátar stunda hana en áður. Það styttist óðum í að bátar fari á netaveiðar og er undirbúningur veiðarfæra í fullum gangi og langt kominn. — Arni CiD PIONEER HUÓMTÆKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.