Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 29

Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 29 Reykjavíkur prófastsdæmi: Fræðslu- kvöld ÞRIGGJA kvölda fræðsluflokkur um trúarhreyfingar og flokka á íslandi hefst á þriðjudaginn. Þessi þijú kvöld verða samveru- stundimar í Háteigskirkju og hefjast kl. 20.30. Séra Jónas Gíslason heldur inn- gangserindi á hverju kvöldi og flallar í fyrsta fyrirlestrinum um efni sem hann nefnir „Trúfrelsi á íslandi. Þegar aðventistar, hjálp- ræðisherinn og fleiri fríkirkjuhreyf- ingar komu til landsins“. Eftir fyrirlesturinn er boðið upp á kaffi og almennar umræður, síðan eru fluttar kvöídbænir. Allir eru velkomnir á þessi fræðsiukvöld sem verða þijú þriðju- dagskvöld í röð, þ.e. 9., 16. og 23. febrúar. Moígunblaðið/Ámi Heigason Nýi báturinn sem hefur bæst við flotann í Stykkishólmi, Mar SH 118. Stykkishólmur: Nýr bátur í flotann Stykkishólmi. ÞAÐ VAR mikið um að vera við höfnina í Stykkishólmi laugar- daginn 30. jánúar sl. Veður var stillt, sólskin og frost um 1 stig. Það var kominn heljarmikill krani frá Akranesi til þess að koma nýjum bát sem Kristján Guðmundsson skipasmíðameist- ari í Stykkishólmi hafði afhent fyrir skömmu til Björgvins Guð- mundssonar o.fl. Það dreif marga að til að fylgj- ast með athöfninni og þurfti að margfæra bátinn fram á ystu nöf garðsins, þar sem smábátahöfnin er, til þess að hægt væri að láta hann fara á djúpið. Þennan bát eiga nokkrir menn í sameign og ætla þeir að stunda bæði grásleppuveiðar og annað sem fellur til og þeim verður úthlutað. Fréttaritari spurði eigendur um hvemig þeim litist á þessa smíð og vom þeir allir sem einn hæstánægð- ir með hana og töldu að allar óskir þeirra hefðu verið uppfylltar í smíðinni, enda hefðu þeir fylgst með. Gera þeir sér góðar vonir um að þeim verði báturinn til gagns. Fréttaritari skoðaði bátinn og var þeim félögum sammála. Er þetta vönduð smíð eins og allt sem Krist- ján lætur frá sér fara. Árni m Tökum eitt verðdæmi: 17 daga ferð fyrir kr. 33.050* Gist í 3 nætur á Econo Lodge í Orlando og 14 nætur á Colonial Gateway Inn, St. Petersburg Beach. Innifalið í verði er flug og gisting. Að sjálfsögðu getur þú valið um lengri eða styttri tíma. *Verðið er meðalverð fyrir tvo fullorðna og tvö börn (2-11 ára) saman í herbergi og gildir frá 6. febrúar. Ótrúlegt tækifæri. 3 daga skemmtisigling frá Canaveralhöfða til Bahamaeyja fyrir aðeins 10.915 krónur. Innifalið: Gisting um borð og fullt fæði. Sólin er á sínum stað en farðu ekki á mis við DISNEY WORLD, CYPRESS GARDENS og SEA WORLD. P.S. Er vegabréfið þitt í lagi? FLUGLEIDIR -fyrírþíg- Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. PICflVEER GEISLASPILARAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.