Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 52

Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í Setbergshverfi, þ.e. Álfa- berg, Furuberg, Fagraberg og Einiberg. Upplýsingar í síma 51880. Hellissandur Blaðbera vantar á Hellissand. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-66626. Lagerstarf Rótgróið fyrirtæki og innflutningsfyrirtæki, miðsvæðis í Reykjavík, óskar að ráða dugleg- an mann til lagerstarfa. Um er að ræða að pakka og taka saman vörur i pantanir, taka á móti nýjum vörum og hafa eftirlit með vörubirgðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í hlið- stæðum störfum. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 10. febrúar merktar: „Lagerstarf - 8891". Öflug samtök atvinnurekenda óska eftir að ráða tvo starfs- menn á skrifstofu, annan fljótlega og hinn eftir 1-2 mánuði. Störfin felast í: 1. Almennum skrifstofustörfum. 2. Tölvuvinnslu. 3. Afgreiðslu ýmissa gagna og rejknings útskriftum. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Morgunblaðs- ins merkt: „B - 4470“. Starfsfólk óskast Okkur vantar nú þegar starfsfólk í eftirfar- andi störf: 1. Aðstoðarverslunarstjóra. 2. Afgreiðslustarf allan daginn. 3. Afgreiðslustarf hálfan daginn. Upplýsingar og umsóknareyðublöð á skrif- stofunni á Laugavegi 25, 2. hæð. Gengið í gegnum verslunina. Ná ttúrulækingabúðin, Laugavegi 25. Störf við tryggingar Við óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Símavarsla - upplýsingagjöf. 2. Söludeild - tryggingaráðgjöf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem allra fyrst. Reynsla í skrifstofustörfum er nauðsynleg. Starfsumsóknum sé skilað til skrifstofu okkar fyrir föstudaginn 12. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Bindindi er áskilið. Tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5, Reykjavík. Ólafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ólafsvík. Einnig vantar blaðbera. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61243 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Störf í Kringlunni Viljum ráða nú þegar starfsfólk í eftirtalin störf í verslunum okkar í Kringlunni: 1. Uppfylling í matvörudeild. 2. Afgreiðsla á kassa. 3. Afgreiðsla í fiskborði. 4. Afgreiðsla í sælkeraborði. 5. Lagermenn á sérvörulager og matvöru- lager. 6. Starf á kaffistofu starfsfólks (vinnutími 9.00-17.00). Eingöngu er um að ræða heilsdagsstörf eða hlutastörf eftir hádegi (vinnutími 13.00- 19.00). Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi (ekki í síma) mánudag kl. 16.00-18.00 og þriðjudag kl. 11.00-18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf í verslun okkar: 1. Kassar. 2. Vörumóttaka. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á skrif- stofu Miklagarðs. Sími 83811. A1IKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIÐ SUND Skrifstofustarf Óskum að ráða starfskraft til almennra skrif- stofustarfa hálfan daginn. Eiginhandar umsóknir berist fyrir 15. feb. nk. Vatnagörðum 10, Pósthólf 4411, 124 Reykjavík. Slökkvistöðin í Reykjavík auglýsir eftir sumarstarfsmönnum. Skilyrði er: Aldur 20-28 ára. Iðnmenntun eða samsvarandi menntun. Meirapróf bifreiðastjóra. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Slökkvistöðvarinnar. Umsóknum skal skila fyrir 15. febrúar. Vopnafjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Vopnafirði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-31268 og 96-23905. Aðstoðarmaður í söludeild Við viljum ráða nú þegar aðstoðarmann í söludeild okkar, til snúninga og afleysinga, við sölu á nýjum og notuðum bílum. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: ★ Vera stundvís og reglusamur. ★ Hafa góða framkomu og eiga gott með að umgangast fólk. ★ Hafa bílpróf. Við bjóðum fyrsta flokks vinnuaðstöðu í nýju og glæsilegu húsi. Fastráðnir starfsmenn njóta að auki ýmissa hlunninda. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Bjarnason. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. BÍLABORG HF. Sölumaður (tvöföld laun) Félagasamtök í Reykjavík vantar góðan og duglegan sölumann sem getur starfað sjálf- stætt. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 680002 virka daga milli kl. 17.00-19.00. Laus staða Staða yfirlögregluþjóns við embætti lög- reglustjórans á Siglufirði er laus til umsóknar frá og með 1. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar unrirrituðum fyr- ir 15. apríl nk. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Allar frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 96-71156 eða 96-71150. Lögreglustjórinn á Siglufirði, 2. febrúar 1988. Rafeindavirki (91) Fyrirtækið er rótgróið og þekkt tölvufyrir- tæki (deildaskipt) í Reykjavík. Starfsmanna- fjöldi milli 15 og 20 manns. Starfssvið: Uppsetning og viðhald tölvubún- aðar (einkatölvur). Við leitum að rafeindavirkja sem hefur góða framkomu og á auðvelt með að umgangast fólk, er tilbúinn að takast á við sjálfstætt og krefjandi starf. Starfið er laustfrá 1. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu Hagvangs á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfi. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.