Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Eyðnirannsóknir: Fjórir Islending- ar fa nú AZT-lyfið Rætt er um að gefa það einnig sjúkl- ingum sem eru án einkenna FJÓRIR Islendingar sem haldnir eru eyðni-sjúkdómnum á lokastigi fa nú AZT-lyfið. Er þetta liður í rannsókn á Norðurlöndunum til að kanna áhrif lyfsins í að halda sjúkdómnum i skeQum. Rannsókn þessi hófst í febrúar s.I. og taka 200 eyðnisjúklingar á öilum Norður- löndunum þátt í henni. Sigurður Guðmundsson læknir hefur stjómað rannsókn þessari hér á landi. Hann segir að fullsnemmt sé enn að meta árangur af henni en lyfið sé aðeins gefið sjúklingum með sjúkdóminn á lokastigi. Nú sé hinsvegar verið að ræða um að gefa það einnig sjúklingum sem hafa sjúkdóminn en eru einkenna- lausir. Mun ákvörðun um slíkt verða tekin á næstu mánuðum. Vitað er að AZT-lyfið hefur mikl- ar aukaverkanir í för með sér en það er eina lyfið sem haldið getur sjúkdóminum í skeQum. í rannsókn- inni er lyfið gefið í þremur mismun- andi stómm skömmtum til að finna út hvaða magn þess hefur mesta verkun með minnstu aukaverkun- um. Um svokallaða tvíblinda rann- sókn er að ræða, það er hvorki læknar eða sjúklingar vita hve skammturinn er stór í hveiju til- felli en þetta mun þekkt aðferð til að kanna áhrif lyfja. „Við viljum vita hvort hægt er að gefa lyfíð í minni skömmtum en gert hefur verið og draga þannig úr aukaverkunum," segir Sigurður. Sérstök nefnd fylgist með rann- sókninni og það er hún sem ákveð- ur hvenær næg vitneskja er fyrir hendi til að stöðva hana. Hún getur einnig stöðvað rannsóknina ef aukaverkanir verða of miklar. Sem fyrr segir er lyfíð aðeins gefið sjúklingum með eyðni á loka- stigi. Sigurður segir að einhvem tíman fyrir jólin sé ætlunin að gefa lyfið einnig þeim sjúklingum sem hafa eyðni en em einkennalausir. Hraðfrystihús Patreksfiarðar: Fastaráðnu starfe- fólki sagt upp STARFSFÓLKI í Hraðfrystihúsi PatreksQarðar hefúr verið sagt upp fastráðningarsamningum, en þar er um að ræða 30 tíl 40 manns. Astæðan fyrir uppsögnunum er sú að stjórn Hraðfrystihússins telur hagkvæmara að láta skip I eigu þess sigla með aflann erlendis, eða selja hann á fiskmörkuðum innanlands, heldur en að vinna hann heima fyrir. Hraðfrystíhús PatreksíQarðar gerir út einn togara og einn togbát. Sigurður Viggósson, stjómar- formaður Hraðfrystihúss Patreks- flarðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að öllum fastráðningarsamn- ingum starfsfólks hafí verið sagt upp frá og með deginum í gær, en uppsagnarfrestur á fastráðningar- samningunum er 4 vikur. „Eins og staðan er í dag þá hef- ur það sýnt sig að því fylgir minna tap að láta skipin sigla með aflann, eða selja hann á fiskmörkuðunum fyrir sunnan, heldur en að vinna hann hér heima í frystingu. Þessi fsafiörður: * Ulfur Gunnarsson yfirlæknir látinn ÚLFUR Gunnarsson fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúss- ins á ísafírði lést síðstliðinn fimmtudag á heimili dóttur sinnar i Suður-Englandi. Hann varð tæpra 69 ára, fæddur 12. nóvember 1919. Úlfúr fæddist á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, sonur Gunnars Gunnarssonar rit- höfúndar og konu hans, Franz- iscu. Hann varð stúdent frá Birkeröds Statsskole í Danmörku, en las síðan læknisfræði í Þýzkalandi 1939— 1945. Kom þá til íslands og lauk cand.med.-prófi frá Háskóla Islands 1947. Hóf störf sem yfírlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði 1954 og starfaði þar óslitið síðan en lét af störfum yfirlæknis fyrir fáum árum. Úlfur var vararæðismaður sam- bandslýðveldisins Þýskalands á ísafírði frá 1961. Kjörinn heiðurs- borgari ísafjarðar 1984, þá 65 ára en þá átti hann jafnframt 35 ára starfsafrnæli við sjúkrahúsið. Eftir- lifandi kona hans er Benedikta frá Rostock í Þýskalandi. Böm þeirra eru Katharina búsett í Englandi, Úlfúr Gunnarsson Birgir sölustjóri hjá Pólstækni hf. f Reykjavík, Gunnar Martin auglýs- ingateiknari í Reykjavík og Kristín skíðakennari á Siglufirði. Úlfur vann á langri starfsæsvi Qölda erfiðra læknisverka við erfið- ar aðstæður og undir miklu álagi. - Úlfar staða mála hefur raunar verið með þessum hætti í rúmt eitt ár, en við eins og aðrir höfum sífellt verið að bíða eftir að eitthvað verði að gert. Nú ákváðum við hins vegar að láta staðar numið, því frystingin er rek- in með það miklu tapi í dag, að við getum raunverulega ekki varist lengur. Við verðum að fá plústölu út úr rekstrinum, og eini möguleik- inn á því núna virðist vera með ísfisksölu," sagði Sigurður Viggós- son. Áhöfnin á frystitogaranum Örvari. Skagaströnd: Fiskar fyrir 1,3 miUj. á sólarhring Frystítogarinn Örvar kom inn úr sinni 14. veiðiferð á árinu nú á miðvikudagsmorgun. Afli Órv- ars upp úr sjó á þessu ári er nú orðinn 4.700 tonn en aflaverð- mætíð 305 milfjónir. Úthalds- dagar Órvars eru orðnir 234 þannig að aflinn á sólarhring er rúm 20 tonn að meðaltali og aflaverðmætið um 1,3 milfjónir á sólarhring. Er þetta í fyrsta sinn sem Örvar fiskar fyrir meira en 300 milljónir á ári og má til samanburðar geta þess að alit árið í fyrra fiskaðist fyrir 265 milljónir. Ætla má að aflaverðmæti Orvars á öllu árinu í ár geti farið upp undir 400 milljón- ir ef ekki þarf að stoppa vegna kvótaleysis eða bilana. í tilefni þessa 300 milljóna áfanga gerði áhöftiin sér glaðan dag og fór saman út að borða ásamt mökum sfnum. í áhöfninni eru 24 menn en næm lætur að ein og hálf áhöfn sé á Örvari þar sem alltaf eru einhveijir í fríi. - ÓB Verkíræðifyrirtækið Víkingur stofnað: Ætlar að taka þátt í smíði og rekstri IADS STOFNAÐ hefúr verið verkfræði- fyrirtækið Víkingur. Meginmark- mið þess er að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem mesta þátttöku í þróun og uppsetningu á IADS (íslenska loftvamakerfinu). Auk þess er ætlunin að annast viðhald á kerfinu eftír að uppsetningu þess er lokið og kerfið hefúr ver- ið tekið í notkun. Stofnendur Víkings eru Teleplan í Ósló, Rafhönnun hf., Verk og kerf- isfræðistofan hf., Tölvumyndir hf., Artek hf., Örtölvutækni og Samvirki hf. Alls hafa þessi fyrirtæki á að skipa um 200 starfsmönnum. Daði Ágústsson stjómarformaður Víkings segir að fyrirtækið hafí ver- ið stofnað í framhaldi af viðleitni Þróunarfélagsins og Félags íslenskra iðnrekenda til að stofna sérstakt fé- lag til að annast uppsetningu og við- hald IADS-búnaðarins. Náin sam- vinna hafi verið höfð við Þróunarfé- lagið og Víkingur hafi þegar átt við- ræður við þá aðila sem líklega verða aðalverktakar svo sem Harris, Lit- ton, Boeing, Lockheed, Hughes, ITT og fleiri. „Við höfum boðið þessum aðilum þjónustu okkar en hún nær til verka sem vinna þarf hérlendis auk þátt- töku í þróunarvinnu erlendis," segir Daði. I útboðsgögnum fyrir IADS sem send voru út fyrir nokkm er ákvæði þess efnis að íslenskum aðil- um sé gefinn kostur á að vera með sem undirverktakar og er kerfið verður fúllbyggt munu fslendingar alfarið sjá um viðhald þess og rekst- ur. Reiknað er með að við þetta verk vinni 20-40 menn. „f viðræðum okkar við hugsanlega aðalverktaka hafa þeir sýnt mikinn áhuga á þátttöku íslendinga í þróun og uppbyggingu kerfísins. Þetta þýð- ir í raun að íslenskir fagmenn og tæknimenn munu fá starfsþjálfun í þeim löndum sem kerfið verður smíðað," segir Daði. í máli hans kemur fram að um mikið hagsmunamál sé að ræða fyrir íslenskan hátækniiðnað. Þetta muni verða lyftistöng fyrir tölvuiðnaðinn einkum vegna þess að viðkomandi starfsmenn muni koma hingað með reynslu og þekkingu úr hátæknilegu umhverfí stórfyrirtælqa. í stofnsamningi Víkings er ákvæði um að allir stofnendur þess skuld- binda sig til að afsala sér forkaups- KRON á nú eða rekur 10 verslan- ir á höfuðborgarsvæðinu. Ilelm- ingur þeirra er af miðlungsstærð eða stærri og helmingur er litíar hverfáverslanir. Eftír að KRON tók JL-húsið á leigu eru þessar verslanir auk JL, Mikligarður, Kaupstaður, Miðvangur, Kaup- garður og Eddufell. Við þetta bætast svo þijár litlar hverfaversl- anir í Reykjavík og tvær í Hafiiar- firði. Þröstur Ólafsson stjómarformað- ur KRON segir hvað leiguna á JL- húsinu varðar að þeir hafi verið í sambandi við forráðamenn JL nokkru áður en húsinu var lokað. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um hvemig leigu þeirra á húsinu bar að. Af fyrrgreindum verslunum á KRON þær allar utan Miklagarðs þar sem eignarhlutur KRON er 52%. Aðspurður um samstarfið við hinn eignaraðilann segir Þröstur að þeir hafi ákveðið að fara hægt í sakimar en segja megi að málin séu sífellt að nálgast það sem þeir stefndu að. „Helstu ljónin í veginum eru hve langur timi líður frá ákvörðunum til þess að niðurstöður fáist," segir Þröstur. „Við ákváðum strax að taka tillit til mannlega þáttarins í verslun- inni, það er að vinna með fólkinu en ekki gegn því. Því var ákveðið að fara ekki uppsagnaleiðina þótt hún hefði kannski leitt til þess að við rétti á viðbótarhlutafé sem Þróunar- félaginu er gefinn kostur á að kaupa. Með þessu móti á að tryggja að sem flest önnur hugbúnaðarfyrirtæki geti fengið aðild að Víkingi gegnum Þró- unarfélagið. næðum markmiðum okkar fyrr í hagræðingu á rekstrinum," segir Þröstur. Fundursam- taka krabba- meinssjúklinga og aðstand- endaþeirra „STYRKUR", samtök krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, heldur fyrsta fúnd komandi vetrar mánudaginn 3. október nk. klukkan 20.00. Fyrirhugað er að koma sam- an í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og fara f létta gönguferð (ca. 30 mín.) í Öskju- hlíðinni. Síðan er boðið upp á hressingu í Skógarhlíðinni. Hermann Ragnar Stefánsson segir frá ferð sinni til Bristol á Bretlandi, þar sem hann kynnti sér starfsemi Cancer Help Center sem er heilsustöð krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirrá. Hann svarar fyrirspumum á eftir. Ef veðurguðimir koma í veg fyrir gönguferð er ætlunin að spila félagsvist. (Fréttatilkynning) KRON rekur nú ellefu verslanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.