Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 JK Útsýn frá Hesthól í Óxney ýfir bæjarhús, Úteyjar og til Qalla á Snæfellssnesi. SIGURÐUR BJARNASON FRA VIGUR Haust Straumar eru harðir í minni H vammslj arðar; hér sér milli Galtareyjar og Gagneyjar. ast á sker og hólma. Hann beygir fímlega inn Stofuvog, þar sem for- feður hans hafa lent bátum sínum við klappimar í Öxney. Þetta er hans bæjarvík. ^Hann er kominn heim með okkur, Kjartan Ragnars, fv. hæstaréttarlögmann og sendi- fulltrúa og Guðrúnu systur sína. Ferðin frá Stykkishólmi hefur tekið um 50 mínútur. Búskaparhættir í Öxney Fyrir tæpum 30 árum heimsótti ég Vestureyjar Breiðaíjarðar, sem tilheyra Flateyjarhreppi í Barðastrandarsýslu. Lagt var af stað frá Stað á Reykjanesi og stefnt út í Hvailátur. Logn var um allan sjó, svo varla örlaði á steini. Heiður himinn, §'öll vafín blámóðu, hvít jökulhetta, þúsundir eyja og hólma fljótandi á sólroðnum flóanum, eins og furðuskip í ævintýri. Fuglar og seiir sveima allt um kring. — Fjöll- in í landi lækka, eyjamar verða að veruleika. Þær svífa fram hjá eins og litkvikmynd á stórbrotnu breið- tjaldi, ólgandi af lífí og báráttu fjöl- skrúðugasta fuglalífs á íslandi. Þetta gerðist að vorlagi fyrir þrem- ur aratugum. Ég hafði aldrei heimsótt Suður- eyjar Breiðafjarðar en oft hugsað til þeirra. Um helgina 16.-20. sept- ember sl. átti sá draumur að ræt- ast. Ferðinni var heitið út í Öxney, þar sem vinur minn og skólabróðir Jóhann Jónasson, fyrrverandi for- stjóri Grænmetisverzlunar land- búnaðarins og bústjóri á Bessastöð- um í 10 ár, hefur sumarsetur. Lagt var upp frá Stykkishólmi á mánudagsmorgni á litium vélbáti Öxneyjarbóndans, eftir að hafa skoðað Hólminn undir leiðsögn míns gamla og góða fréttaritara Áma Helgasonar. Stykkishólmur, sem stendur yzt á hinu fræga Þórsnesi, er eitt fegursta og myndarlegasta kauptún landsins. Þar getur að líta nýtízku hús og gamlar byggingar, sem segja merkilega sögu frá liðn- um tíma. Öllu er vel við haldið, götumar steinsteyptar, höfnin svip- mikil og sérkennileg. Menningar- bragur er á staðnum. Breiðafjarðareyjar blasa við og setja sinn svip á umhverfið. Helga- HEIMSOKN í ÖXNEY OG GALTAREY fell rís í nágrenninu með kirkju sinni og veglegum minnisvarða um Guð- rúnu Ósvífursdóttur, ástir hennar og harma. Stefiit inn Breiðasund En nú erum við komin út á sjó og stefnum norður Breiðasund frá Stykkishólmi til eyjanna í mynni Hvammsfjarðar. Út af Stykkishólmi eru meðal annarra eyja Elliðaey, Þormóðsey, Fagurey, Bíldsey, Skor- eyjar og Skjaldarey. I Fagurey er talið að Sturla Þórðarson, sagnarit- arinn frægi, hafi búið um skeið. í Elliðaey bjó síðastur Ólafur Jónsson frá Garðsstöðum í Ögursveit. Bræð- ur hans vom þeir Jón Auðunn Jóns- son, lengi alþingismaður Norður- ísfirðinga, og Kristján Jónsson, er- indreki á ísafirði, sem nokkrum sinnum var í kjöri á móti mér í N-ís. fyrir Framsóknarflokkinn. Smágjóstur er af norðri á móti okkur inn Breiðasund. En veður er bjart og útsýn til eyjanna hið feg- ursta. Einnig upp til fjallanna á Snæfellsnesi og vestur að Klofningi milli Fellsstrandar og Skarðstrand- ar í Dalasýslu. Eftir því sem nær dregur áfangastað okkar þrengist sundið unz við erum komnir milli smáeyja og skeija á alla vegu. Hér þekkir Öxneyjarbóndinn umhverfi æsku sinnar. Hann þarf ekki að draga úr hraða af ótta við að rek- Bæjarhúsin í Öxney standa rétt. við sjóinn. Þar getur að líta reisu- legt þriggja hæða íbúðarhús úr timbri. Var það byggt árið 1883 af afa Jóhanns. Hefur því verið vel við haldið og það stækkað af föður hans, Jónasi Jóhannssyni, sem bjó í Öxney síðastur manna til ársins 1970. Síðan hefur aðeins verið búið í eynni á sumrum. Jónas Jóhannsson var myndar- bóndi, vel ritfær og fróður um bún- aðarhætti við Breiðafjörð og fleira. Segir Jóhann að faðir sinn hafi haft um 200 íjár í eynni ásamt 8 kúm og 2-3 hestum. Allmikið æðarvarp var þá í eynni. Fengust þar þá um 50 pund af dún. En frostaveturinn 1918 þvarr dúntekjan stórlega og hefur lítil verið síðan. Nú fást þar aðeins um tvö pund af dún á ári. Þegar við gengum um eyna fundum við þar eitt kolluhreiður með dún ofarlega á eynni. Síðustu ár hefur minkur verið þar og þarf þá ekki að sökum íbúðarhúsið í Öxney, byggt 1883. Skarfar á Baulu. Oxneyjarsystkini og Kjartan Ragnars á bæjarrústum Eiríks rauða. ulitliutliJiuiuiiitHiHitiiinuuHiuiiiiiumiUHUHítiuniiiiumnináMiiiiauuiMiiuuuumiiiuujmiiuuuiii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.