Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 STARFS - OG NÁMSRÁÐGJÖF Hulda, ritari I Ábendi, tekur á móti viðskiptavinum. MorgunMaðið/Svemr Ert þú á réttri hillu? Það er örlagarík ákvörðun að ve(ja sér framtíðarstarf og það skiptir meginmáli fyrir hvern einstakling að sú ákvörðun sé tek- in að vel athuguðu máli. Á þessu er þó oft misbrestur, framtí- ðarstarf margra ræðst af tilvilj un eða af áhrifagirni viðkomandi einstaklings sem fylgir félögum sínum i námi eða fetar í fótspor foreldranna án þess að leiða hugann að öðrum möguleikum. egar fólk tekur ákvörðun um framtí- ðarstarf, er það að leggja homstein að lífshamingju sinni. Ef fólk er óánægt f starfi sfnu er það f mörgum tilfellum einnig óánægt fyrir utan vinnutímann og það bitnar þá helst á þeim sem síst skyldi, fjölskyldunni. Það er því grundvallaratriði að vanda valið en það getur reynst erfitt fyrir marga sem eru óákveðnir og hafa ekki hugmynd um hvaða nám eða starf muni henta þeim best, þ.e. hvar hæfileikar og áhugi fari best saman. Forsenda þess að geta valið sér framtíðarstarf er að þekkja sjálf- an sig og þarfir sínar. Ekld er nóg að hugsa einungis um tekju- möguleikana þó að það atriði skipti auðvitað miklu máli. Hver og einn hlýtur að þurfa að hafa mikinn áhuga á því sem hann er að fást við dags daglega. Á síðustu árum hafa fáeinar ráðgjafarþjónustur skotið upp kollinum hérlendis. Blaðamaður hafði áhuga á að kynna sér þessa þjónustu og brá sér því f ráðning- ar- og ráðgjafarþjónustuna Ábendi sf. sem hefur starfsemi bæði í Reykjavfk og á Akureyri. Starfsemi þessa fyrirtækis er tvíþætt, þ.e. annars vegar ráðn- ingarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hins vegar náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga sem vilja leita sér aðstoðar við val á starfi eða námi. I Ábendi hitti blaðamaður fyrir þær Ágústu Gunnarsdóttur sál- fræðing og Nönnu Christiansen ráðgjafa. Þær höfðu frá ýmsu fróðlegu að segja hvað varðar ráðgjafarþjónustuna. Það geta verið margar ástæður til að leita sér aðstoðar, t.d. ef maður er orðinn leiður á náminu eða starfinu og hefur það á tilfinn- ingunni að eitthvað annað henti betur án þess þó að gera sér grein fyrir því hvað það er. Einnig er gott að leita sér aðstoðar ef mað- ur stendur á tímamótum f lífi sfnu og þarf að taka ákvörðun um náms- eða starfsval sem á eftir að hafa veruleg áhrif á lff manns í framtíðinni. I þessu sambandi getur einnig verið gott að fá stað- festingu á því að maður hafi valið rétt ef maður hefur þegar tekið ákvörðun. Óákveðni og rangt starfs- eða námsval getur kostað einstakling- inn bæði tíma og peninga. Einnig má benda á þann aukakostnað sem ríkiskassinn stendur straum af í formi námslána og annarra styrlga. Ráðgjafarþjónusta Ábendis byggist fyrst og fremst upp á prófi sem hefur verið þróað í Stan- ford-háskólanum f Bandaríkjun- um en það tekur mið af rannsókn- um sem hafa staðið samfleytt í 60 ár. Rannsóknimar fóru m.a. fram í háskólanum í Minnesota f Bandaríkjunum en þær hófust árið 1927 þegar byijað var að aðstoða ungt fólk við starfsval og sfðan þá hefur sffelld þróun verið í gangi. Það var Dr. Sölvfna Konr- áðs sem þýddi þetta próf og staðl- aði fyrir íslenskar aðstæður. Um er að ræða 325 spumingar sem viðskiptavinurinn svarar en þær varða áhuga manns á ýmsum störfum, námi, manngerðum, tómstundum og fleim. Svör hvers og eins em síðan borin saman við svör samanburðarhópa úr 106 starfsgreinum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk í sömu starfsgrein hefur svip- að áhugasvið þrátt fyrir að um ólíkar manngerðir sé að ræða. T.d. hafa góðir ritarar oft sömu áhugamál sem em aftur á móti gjörólík áhugamálum annarra starfshópa t.d. líffræðinga. Hins vegar þarf fólk ekki að hafe svip- uð áhugamál þótt það vinni á sama vinnustað. Hjúkmnarfræð- ingar hafa til að mynda yfirleitt ekki lfkt áhugasvið og læknar. Starfshópamir sem em hafðir til viðmiðunar standa saman af fólki sem hefur unnið a.m.k. f þijú ár við tiltekna starfsgrein, er ánægt í sínu starfi og fær góða umsögn frá vinnuveitanda sfnum. Niðurstaða prófsins sýnir einfald- lega hvaða starfshópum maður líkist mest, þ.e. hvort maður hafi svipað eða ólíkt áhugasvið og hin- ir ýmsu samanburðarhópar. Þetta er semsagt áhugasviðskönnun en er ekki mælikvarði á hæfileika hvers og eins. Blaðamaður hætti á að gangast undir prófið hjá Ágústu og hafði gaman af. Spumingamar em af ýmsu tagi og varða áhuga manns á hinum og þessum málefnum. Best er að svara þeim fijótt og án þess að hugsa sig lengi um. Þeim er svarað á tölvu og að því loknu em svörin borin saman við svör samanburðarhópanna. Þegar niðurstaðan er komin í ljós, er næsta skref að mæta í viðtal hjá Agústu sálfræðingi sem sér um að túlka niðurstöðumar fyrir mann og útskýra hvert og eitt atriði. Ágústa nefodi nokkur dæmi um fólk sem gæti haft gagn af því að notfæra sér þessa þjónustu. Fyrst má nefoa nemendur sem hafa lokið gmnnskóla og þurfa að taka ákvörðun um áframhald- andi nám. Þá getur verið gott fyrir framhaldsskólanemendur að fá ráðgjöf þegar velja á svið eða deild því þeir em þar með að marka ákveðna stefou í námi sfnu sem æskilegt væri að fylgja í framtíðinni. Síðan er það háskóla- fólkið sem oft á tíðum er mjög óákveðið og „rokkar milli deilda" eins og það er kallað. HÚsmæður sem em að fara út á vinnumark- aðinn eftir margra ára starf heima við gætu einnig fengið góð ráð og jafovel ellilífeyrisþegar sem hafa orðið að hætta störfum og langar að finna sér tómstunda- gaman við hæfi. Blaðamaðurinn gekk sæll og glaður út frá þeim stöllum og hafði fengið staðfestingu á því að hann væri á réttri hillu og hefði valið sér rétta námsgrein f háskó- lanum sem hann var þó forinn að efast um á tímabili. Niðurstöð- ur prófsins em þó engar alhæfíng- ar heldur benda á nokkra mögu- leika og geta gefið góðar hug- myndir. Slfkt getur verið nyög gagnlegt fyrir fólk sem getur ekki tekið ákvörðun um hvað það vill læra eða er óánægt í starfí og hefor áhuga á að breyta til. Texti: Dagmar Sigurðardóttir YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT AUGLÝSIRI Konur og karlar athugið! Nýtt námskeið hefst eftir 3. október. Mjög góð alhliða leikfimi (teygjur, styrkur, öndun, slökun). Byrjenda-, morgun-, dag- og kvöldtímar. Ljósa- lampar. Visa- og Eurokortaþjónusta. Yogastööin Heilsubót, Hátúni 6a, sími: 27710. Yeggskápasamstæður ; $ p n- i pÉ |ii| frá Finnlandi. Bæsuð eik Verð kr. 64.500. HUSGOGN OG INNRFTTINGAR S.UÐURLAND: 68 69 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.