Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 65 Minning: * Oskar Sigurðsson bóndi, Hábæ Fæddur 13. október 1906 Dáinn 25. október 1988 Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lifs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vemd og hlé. (Einar Ben.) Afí fæddist að Hábæ, sonur hjón- anna Sigurðar Ólafssonar bónda f Hábæ og Sesselju Ólafsdóttur frá Hávarðakoti. Hann var tvíburi en systir hans lést í fæðingu. Afí átti einn bróður, Ólaf hreppstjóra í Hábæ, sem nú er látinn. Þeir bjuggu báðir á föðurleifð sinni og voru þeir sjö- undi ættliðurinn sem þar bjó. Langafí var sonur Ólafs Ölafsson- ar sem fæddist 1842 í Krosshjáleigu en var síðar bóndi S Hábæ. Hans faðir var Ólafur Sigurðsson, fæddur á Vatnsbóli 1811, Jónssonar frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, fæddur 1773. En systir hans var Guðrún móðir Tómasar Sæmundssonar skálds. Jón Ólafsson, faðir Sigurðar frá Hallgeirsey, fæddur 1757, var sonur Ólafs Ólafssonar frá Kirkjul- andi, en móðir hans var Guðfinna Magnúsdóttir, kona Ólafs f Miðkoti í V-Landeyjum, fæddur 1703. Guð- fínna var dóttir Magnúsar Jónssonar prests á Breiðabólstað, fæddur 1611, Sigurðssonar prests á Breiðabólstað, fæddur 1588, Einarssonar, einnig prests á Breiðabólstað, fæddur 1562, Sigurðssonar prests og sálmaskálds í Eydölum, faeddur 1538. Afí kvæntist árið 1930 Steinunni Sigurðardóttur sem ættuð var frá Akranesi, og átti með henni fjórar dætur. Þær eru Halldóra, gift Tóm- asi Guðmundssyni frá Vestmanna- eyjum, Jóna Birta, gift Gísla Jóns-. syni frá Ólafsvík, Ragnhildur, gift Svavari Guðbrandssyni frá Ólafsvík og Sigurlín Sesselja. Steinunn amma dó ung af bamsförum en afí átti því láni að fagna að eignast annan lífsförunaut, Ágústu Ámadóttur frá Vestmannaeyjum, sem nú lifir mann sinn. Með henni eignaðist hann fóst- urdóttur, Ámýju Elsu Tómasdóttur. Hún er gift Valdimar Jónssyni frá Selfossi. Afkomendur afa fylla orðið Qórða tuginn. Afí fór ungur til sjós og var nokkr- ar vertíðir á bát í Vestmannaeyjum. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á sjómennsku og fylgdist af alhug með aflabrögðum Vestmanneyinga fram á síðustu ár. Hann átti margar góðar minningar frá þessum ámm. Hann reri og með öðmm sveitung- um frá Þykkvabæjarfjöru með gamla laginu og var sérlega fískinn. Hefur það verið góð búbót á þessum ámm. Blómmtofa Fridfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Hann var með í siðasta róðrinum sem farinn var frá sandinum á áttæringi. Sá róður varð allsögulegur því bátn- um hvolfdi í lendingu. Til allrar ham- ingju komust allir lífs af. Svo merki- lega tókst til að ljósmynd var tekin á því andartaki er bátnum var að hvolfa. Er þessi mynd einstök í sinni röð. Árið 1930 keypti afi Jaðar, húsaði jörðina og flutti þangað til búskapar 1933 en hann hafði áður haft hús- næði í Hábæ hjá foreldmm sínum. Hann flytur svo að Hábæ 1 árið 1943 og bjó þar síðan eða þar til heilsunni hrakaði og hafa afí og amma notið aðhlynningar á Lundi á Hellu síðustu tvö ár. Afí var framsækinn og stórhuga bóndi og var einn af brautryðjendum kartöfluræktar í Þykkvabæ. Hann var skjóthuga og tileinkaði sér fljótt tækninýjungar á því sviði. Auk kart- öfluræktar var hann með fé, kýr og hesta. Ég var sjö ára gömul þegar ég fór fyrst í sveitina til afa fyrir alvöm. Það var þá sem við Steinunn fómm á engjar sem ráðskonur með matinn hennar Gústu sem hún hafði tilreitt af svo mikilli natni fyrir litlar stúlk- ur. Afí tjaldaði og við tókum upp potta og pönnur og kveiktum á prímus, lögðum á borð og afa fannst „frænkur" sínar vera vænar. Og litlu stúlkumar vom mjög hreyknar, þá ekki nema sex og sjö ára. Þetta vora fyrstu sporin stigin til manns cið heiman. Mér hefur oft verið hugsað til þessara gæfuspora. Það var öðm sinni þegar ég var bam að aldri að amma þurfti að bregða sér í höfuðstaðinn að ég hélt heimili fyrir afa. Ég kunni lítið fyrir mér í matseld en mér var svo mikið í mun að standa mig í fjarvem ömmu að ég fór á fætur fyrir allar aldir og baxaði við fíringuna áður en afi kom niður eftir fjósamál. Og hann kom niður í hafragraut allmisjafnan, hann kom í hádegismat, fiskurinn illa soðinn og kartöflumar hálfhráar. En afi sagði alltaf: Mikið em þetta góðar og mátulega soðnar kartöflur. Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Þama vomm við að borða háifsoðnar kartöflur að mér fannst en kartöflu- bóndinn bar glöggt skyn á meðferð framleiðslu sinnar. Afí hafði unun af góðum mat enda var hann vel þekktur kjötiðnaðarmaður. Hann var snillingur í vinnslu á hrossakjöti og var eftirsókn í bjúgun sem hann gerði og reykti sjálfur svo og saltaða kjötið hans. Það var mikils virði að fá að dvelj- ast á sumrin með afa og Gústu. Á fjölmennu heimili þar sem mikið var umleikis, var alltaf glatt á hjalla í borðstofunni að loknum löngum vinnudegi, enda var afí hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann hafði frá mörgu að segja og þótti gaman að hlusta á frásagnir annarra. Afí hefur lokið langri og viðburð- aríkri ævi sem við minnumst og þökkum samfylgdina. Við vottum eftirlifandi konu hans og dætrum dýpstu samúð. Agústa, Tryggvi og börn. t Elskuleg litla dóttir okkar og barnabarn, LÁRA LÝÐSDÓTTIR, lést 20. september. Útförin fór fram f kyrrþey. Þökkum auösýnda samúö og vináttu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild Landspítalans. Unnur Carlsdóttir, Lýöur Árnason, Carl Eiríksson, Árnl L. Jónsson, Guöríður Magnúsdóttir, Margit Jónsson. t Móðir okkar og systir, SVAVA HALLDÓRSDÓTTIR, frá Hvanneyri, til heimilis í Austurbrún 2 f Reykjavfk, lést í Landspftalanum mánudaginn 26. september. Jaröarförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á átak Landgræðslunnar til að græöa landið. Halldór Gunnarsson, Valgerður Halldórsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Þórhallur Halldórsson. t BALDVINA J. BRYNJÓLFSDÓTTIR, Kleppsvegi 40, sem lést 24. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. október kl. 15.00. Unda Hreggviðsdóttir, Sævar Hallgrfmsson, GuArún Vllmundardóttlr og barnabörn. t Systir min, HALLBERA BERGSDÓTTIR, Vffilsgötu 5, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 13.30. Fyrir hönd mfna og annarra vandamanna, Guðbjörg Bergsdóttir. Útför eiginkonu minnar, sigrIðar ebenezardóttur, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 3. október kl. 11.15. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskytdunnar, Magnús Ásmundsson. Utför HARALDS BJÖRNSSONAR, Hjaltabakka 12, Reykjavfk, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. októberkl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, SigrfAur Eifsabet GuAmundsdóttir. t Móðir okkar, fósturmóöir og tengdamóðir, BJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, Dvalarheimilinu HlfA, Akureyri, áður Helgamagrastræti 30, sem lóst 25. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.30. GuArún Svava Bjamadóttir, Ásgrfmur Pálsson, Nanna Krístfn Bjarnadóttir, KonráA Árnason, Björg Ólafsdóttir, Jósef Kristjánsson. t Eiginkona mín, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN GUÐBJARTSDÓTTIR frá Drangsnesi, Esjuvöllum 14, Akranesi, sem andaöist 25. september sl., verður jarösungin frá Akranes- kirkju mánudaginn 3. október kl. 14.00. GuAmundur Ragnar Árnason, Sólrún Guðjónsdóttlr, Svava Hrund GuAjónsdóttir, Mjöll Guðjónsdóttir, GuAmundur Ingþór GuAjónsson, Dagný Björk Þorgeirsdóttlr. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Skoruvfk á Langanesi, til helmilis á Kleppsvegi 74, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 10.30. Kristbjörg J. Sveinsdóttir, Jón V. Þorsteinsson, Marfa Sveinsdóttir, Samúel Samúelsson, GuAmundur R. Sveinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móöursystur okkar, GYÐU GUÐMUNDSDÓTTUR, Lelfsgötu 3. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrfður J. Pótursdóttir, Matthfas Guðmundur Pótursson. t Þökkum innilega veitta samúö og hlýhug við andlát og útför eigin- manns mfns, föður okkar og sonar, GUÐMUNDAR EINARSSONAR, Eyjaholti 13, Garði. Fanney Jóhannsdóttlr, Guðmunda Ólöf Guömundsdóttlr, Pótur Rúnar Guðmundsson, Úlfar Guðmundsson, SlgrfAur Benediktsdóttir, Elnar Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.