Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 33 Skömmu síðar hófst grjótkastið Gat verið að ástandið væri svo siæmt að fólkið vildi gefa burt börnin sín? hjóna. Okkur skildist á húsbóndan- um að hún vildi alls ekki að bóndi sinn færi með okkur út því þá gæti hann átt á hættu aðsúg ungl- inganna og fjandskap hermann- anna. Reyndar kom mér í hug að ^ hún væri að fjargviðrast yfir að- komunni: tveimur skelfdum útlend- ingum, blautu gólfi og ýmsum öðr- um tortryggilegum verksummerkj- um. Hann lét þó fortölur hennar eða bölbænir sem vind um eyru þjóta og bjuggumst við til brott- farar. Húsfreyja vildi endilega laga te handa okkur en við sýndum mik- ið fararsnið. Bóndi hennar þreif þá staf sinn en hirti ekki um að skipta um föt. Loksins hólpin Við leiddumst síðan þrjú niður aðalgötuna í átt að hliðinu. Með- fram veginum, uppi á húsþökum og inní hliðarstrætum sáum við börnin með hnullunga á lofti sem fyrr. Fylgdarmaður okkar hélt ótrauður áfram, sparkaði öðru hveiju burt gijóti sem valt í veg fyrir okkur og hreytti ókvæðisorð- um að þeim sem voguðu sér að kasta steinum. Þannig komumst við klakklaust út úr búðunum og gátum varpað öndinni léttara. Eftir skamma stund kom leigubfll aðvífandi og við vorum ekki sein að koma okkur fyrir. Karlinn heimt- aði að borga fyrir okkur bílinn en eftir nokkuð þref féllst hann á að geyma dínarana sína til betri tíma. Hann kyssti okkur innilega að skiln- aði, gaf okkur frumstætt nafn- spjald, útskorið úr pappa og tók af okkur loforð um að við myndum senda honum kort frá íslandi. Leigubflstjórinn, sem var Pal- ’ estínumaður, ók okkur rakleiðis til Jerúsalem. Hann sagðist hafa orðið að snúa við frá Ramallah vegna sprengingar sem varð í miðborginni á hádegi. Þegar hann heyrði sögu okkar þótti honum það mjög miður og gerði allt sem í hans valdi stóð til að skýra út fyrir okkur hve hræðilegan ótta íbúar Vesturbakk- ans þyrftu að búa við, ótta sem fæddi af sér mikla heift í garð herraþjóðarinnar. Sjálfur býr hann í útjaðri Jerúsalem og lýsti ófögrum orðum þeim aðferðum sem herinn beitti til að hafa hemil á uppreisn Palestínumanna. Fólk væri til dæm- is vakið upp á nóttunni og rekið fáklætt út á götu þar sem það væri smánað. Hann sagði ennfrem- ur að íbúar Lmari væru orðnir tor- tryggnari í garð blaðamanna en áður því brögð hefðu verið að því að ísraelska leyniþjónustan hefði smyglað sínum mönnum inn í búð- imar undir fölsku flaggi til að veiða upplýsingar upp úr íbúunum. Sálarkreppa ísraela Síðustu stundunum í ísrael eydd- um við í sundlauginni við Sheraton- hótelið. Við lásum í Jerusalem Post að Shamir forsætisráðherra legði til í ríkisstjóminni að hemum yrði skipað að skjóta á alla þá sem hentu gijóti. í sama streng tóku tveir ísra- elskir hermenn sem nutu sólarinnar eins og við. Þegar þeir heyrðu að ég væri blaðamaður voru þeir ekki seinir að kvarta undan því skiln- ingsleysi sem fjölmiðlar á Vestur- löndum sýndu ísraelum og þeim miklu siðferðislegu kröfum sem til þeirra væra gerðar. Eins og aðrar þjóðir og kannski öðram fremur sögðust þeir setja eigið öryggi ofar öllu; ísrael gæti aldrei liðið sjálfstætt ríki Palestínu- araba í túnfætinum. En ekki væri heldur hægt að veita íbúum her- numdu svæðanna borgaraleg rétt- indi í ísrael því þá yrðu gyðingar í minniluta fyrr en varði í sjálfu Isra- elsríki. Hvað er þá fram undan? spurðum við. „Ekkert annað en það að hætti þeir ekki að kasta gijóti þá munum við ryðja Vesturbakk- ann,“ svöraðu þeir. Auðvitað var þetta mælt af hroka en það endurspeglar sálarkreppu ísraelsku þjóðarinnar. Herinn og vamir landsins era í fyrirrúmi í ísra- elsku þjóðlífi. Þjóðinni finnst sér sífellt ógnað. Þessi árátta á sér sínar sögulegu skýringar en er samt ekkert svar við réttmætum kröfum Palestínumanna um eigið ríki. Isra- elar geta ekki gert upp við sig hvort vegi þyngra eigið öryggi eða mann- réttindi Palestínumanna. Lausn mála hlýtur að byggja á því að annað útiloki ekki hitt. Uppreisnin breiðist út SÁLFRÆÐISTOFA Hef opnað sálfræðistofu á Suðurgötu 12. Einstaklingsviðtöl. Tímapantanir alla virka daga kl. 15.00- 17.00 í síma 621776. Margrét Bárðardóttir aálfræðlngur. ÁVANA- OG FÍKNIEFNAMÁL - UPPLÝSINGA- FUNDUR- Þrátt fyrir ofureflið breiðist upp- reisn Palestínumanna út og magn- ast. Uppreisn „shebab", kynslóðar steinkastsins, hefur leyst uppgjöf foreldranna af hólmi. Bömin hafa engu að tapa og því krefjast þau alls. Þau era í meirihluta á meðal 1,5 milljónar Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. ísraelum verður víst seint að þeirri ósk sinni að Palesínumenn láti segj- ast andspænis byssukjöftum og bareflum. Pólitíski vængur Intifada er PLO. Skoðanakönnun á vegum háskólans í Nablus á Vesturbakkanum leiddi í ljós að 93% íbúanna standa að baki samtakanna. Eigi að síður virðist sem uppreisninni sé ekki stjómáð ofan frá heldur hafí hún sprottið af sjálfu sér við hinar óeðli- legu kringumstæður á hemumdu svæðunum. Stuðningurinn við PLO, heyrist manni, er fyrst og fremst tryggð við tákn palestínskrar vonar fremur en stuðningur við einstaka leiðtoga. Arafat ætlar að lýsa yfir stofnun útlagastjómar nú í haust, að því er fregnir herma. Samhliða því myndi PLO viðurkenna ísraelsríki. Slíkt væri tímamótayfíriýsing hjá samtökum sem hafa ítrekað lýst því yfir að reka eigi gyðinga á haf út. Farouk Kaddoumi, nokkurs kon- ar utanríkisráðherra PLO, hefur sagt að það sé Intifada sem valdi þessari stefnubreytingu. Nú þegar heimsbyggðin er á bandi Palestínu- manna sé kominn tími til að spila út „síðasta trompinu“, stofna út- lagastjóm og viðurkenna ísra- elsríki. Ástæðan kann líka að vera sú, að ákvörðun Husseins Jórdaníu- konungs að ijúfa tengslin við Vest- urbakkann hafí komið PLO í leik- þröng; nú sé að hrökkva eða stökkva. Ekkert má útaf bregða Við höfðum þessa þijá daga í Jerúsalem fengið mikla samúð með málstað hinnar hijáðu þjóðar Pal- estínumanna. ísraelar vitna óspart til þess að íbúum hemumdu svæð- anna hafi aldrei liðið betur efnalega en undir þeirra stjóm. Það er kannski einmitt skýringin á hinni skyndilegu uppreisn, eða Intifada. Svangan mann skortir baráttuþrek- ið og hvemig er hægt annað en skilja hatur hins kúgaða á kúgaran- um. Þetta er stríð án skotgrafa og skýrrar víglínu. Palestínskir ungl- ingar og ísraelskir hermenn beijast á götuhorni en skammt frá eiga gyðingar og Palestínumenn í frið- samlegum viðskiptum. í desember síðastliðnum varð heimsbyggðin fyrst áþreifanlega vör við styijöld- ina sem þó hafði ólgað undir niðri í tvo áratugi. Við höfðum séð eymdina í Lmari en þar var hjartahlýjan heldur ekki langt undan. Aðkastið sem við urð- um fyrir sýnir ekkert annað en að ástandið er óeðlilegt á Vesturbakk- anum, þar varir enn sjöundi dagur sex-daga stríðsins og þar má ekk- ert útaf bregða. Texti: Páll Þórhallsson Myndir: Þórdís Kjartansdóttir Samstarfsnefnd dómsmálaráðuneytis, félagsmálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um ávana- og fíkniefnamál hefur ákveðið að boða til fundar með full- trúum þeirra félaga, samtaka og stofnana er fást við meðferð og afskipti af þessum málaflokki í Borgartúni 6 þriðjudaginn 11. október 1988 kl. 12.00. Gert er ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum samtökum. Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum stjórn- valda innsýn í starfsemi félaga og samtaka er fást við ávana- og fíkniefnamál og jafnframt að vera vettvangur skoðanaskipta þessara aðila um sömu mál. ^ Þátttaka tilkynnist f síma 91 -25000 fyrir 8. október nk. ^ HjÁ OKKUR ER VINNA OG FJÖR Karlakór Reykjavíkur VANTAR NOKKRA ELDHRESSA SÖNGMENN í HAUST. Ef þig langar til að SYNGJA OG TAKA ÞÁTT í GÓÐUM FÉLAGSSKAP, HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ OKKUR í SÍMA 40911. Slástu í hópinn i(:f I ? \lAj) Karlakór Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.