Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 68
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Síld fannst í Mjóafírði SÍLDAKBÁTARNIR Heiðrún EA og Arnþór EA fundu síld i Mjóa- firði á föstudaginn en hún var mjög dreifð og ekki hægt að veiða hana. „Það er bræla núna og við ætlum að skoða þetta betur þegar veður lægir," sagði Gylfi Baldvins- son, skipstjóri á Heiðrúnu EA, í samtali við Morgunblaðið. Heiðrún EA og Amþór EIA eru frá Árskógsströnd í Eyjafirði og síldar- afli þeirra verður bræddur í Krossa- nessverksmiðjunni í Eyjafirði. Þeir fengu leyfi til að hefja síldveiðar 20. september síðastliðinn þar sem verk- smiðjan mun framleiða sérstakt fisk- eldismjöl úr afla þeirra. Veiðar ann- arra sfldarbáta mega heflast 9. októ- ber næstkomandi en ellefu loðnubát- um var heimilað að hefla sfldveiðar if^r^ 20. september síðastliðinn. Sendi kóka- ínið í vit- laust hús FYRIR einstæða tilviljun og mis- tök smyglara komst fíkniefna- ^ögreglan nýlega yfir 12 grömm af kókaíni. í Kaliforníu kom maður 12 grömmum af efninu fyrir í plastpoka og setti inn i póstkort prýtt mynd af kettinum Gretti. Utan á umslag var ritað nafii verslunar í Reykjavík, heimilisfang og póstnúmer. Smyglaranum varð það hins veg- ar á að skrifa rangt götuheiti utan á umslagið, þrátt fyrir að hús- og póstnúmer væru rétt. Póstþjónustan lét götuheiti ’' ráða og þar sem engin verslun vai í því húsi sem húsnúmerið átti við var kortið borið í verslun við götuna sem var talin líklegur viðtakandi. Þótt eigandi verslunarinnar teldi ’að póstinum hefðu orðið á mistök opnaði hann kortið og sá sér til mikillar furðu hvers kyns var. Hann hafði strax samband við fíkniefna- lögregluna sem tók efnið í sína vörslu og hóf rannsókn málsins. Fljótlega var talið ljóst hvert efn- inu hafði verið ætlað að fara enda skeikaði þar einungis síðasta hluta götuheitisins. Yfírheyrslur yfír eig- anda og starfsmönnum þeirrar verslunar leiddu þó ekkert í ljós enda á veikum grunni að byggja. Sá sem grunaður er um að hafa sent kortið mun ekki væntanlegur til landsins- í bráð og sagðist Amar Jensson hjá fíkniefnalögreglunni .ekki eiga von á að málið upplýstist ur þessu. Morgunblaðið/RAX Stungið saman nefjum RELLUR stínga saman neQum í flugskýli á Reykjavíkurflug- velli í gærmorgun. Skýlin fylltust af Iitlum flugvélum á föstu- dag þar sem spáð var allt að 11 vindstíga hvassviðri. Fárviðri, 12 vindstig, var á VestQörðum í gær. Hvassviðrinu olli 940 millibara djúp lægð sem er leifar fellibylsins Helenar. Hvasst verður í öllum landshlutum í dag, 7 til 10 vindstig, að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings. Lægðarmiðjan var rétt fyrír sunnan Vestmannaeyjar um hádegisbilið í gær og reiknað var með að hún feeri yfir Grímsey í nótt. Fjögur til sex vindstíg voru á Suðvesturlandi og Norðurlandi í gær en sjö til niu vindstig á Suðausturlandi. Lýsi hf. selur til stórra verslana á Norðurlöndum LÝSIHF. hefur náð samningum við nokkrar af stærstu verslana- keðjum Norðurlanda um sölu og dreifingu á framleiðslu fyr- irtækisins. Að sögn Ágústs Ein- arssonar forstjóra fyrirtækisins hefur stærsta verslanakeðja Svíþjóðar, ICA, sem rekur um 3.500 verslanir og hefur um 33% markaðshlutdeild í matvöru- verslun í Svíþjóð, framleiðslu Lýsis hf. nú á boðstólum í versl- unum sínum. Dönsku kaupfé- lagsbúðimar, Brugsen, selja nú einnig lýsisflöskur og -perlur frá Lýsi hf. Að auki hefur finnskt lyQadreifingarfyrir- tæki nýveríð tekið að sér að dreifa vörum fyrirtækisins tfl um 700 apóteka þar í landi. Þá birtast um þessar mundir heilsíðuauglýsingar frá Lýsi hf. í nokkrum stærstu blöðum Dan- merkur. „Við höfum sett okkur það markmið að okkar merki nái góðri stöðu á Norðurlandamark- SnjóbíU og jarðýta til að- stoðar gangnamönnum Egilsstöðum. GANGNAMENN á Héraði hafa lent í miklum hrakningum vegna spjóa og ófeerðar. Nýr snjóbfll Hjálparsveitar skáta á Héraði hefur komið að góðum notum í haust. Bændur á Völlum og Hjaltastaðaþinghá hafa notað bflinn til að flytja upp- gefið fé til byggða og til smala- mennsku. Bændur f Eiðaþinghá og Borgarfirði hafa lent í miklum hrakningum og vosbúð í göngum í Loðmundarfirði. Venjulega er farið með fé úr Loðmundarfirði yfír Tó til Héraðs, eða yfír Hjálmadalsheiði til Seyðisfjarðar. Báðar þessar leiðir hafa verið ófærar. Þvf var gripið til þess ráðs að fá jarðýtu til að ryðja vegslóða milli Borgarflarðar og Loðmundarfjarðar og fara þá leið með Qárreksturinn. Þetta er erfið leið enda um tvo fjallvegi að fara. Mikill snjór hefur verið á þess- um slóðum og skaflar allt að 2-3 metra djúpir. Einn göngumanna úr Borgarfirði, Guðmundur Sveinsson, lenti ásamt hundi sínum f snjóflóði. Litlu munaði að maður og hundur færu fram af klettum. Björn aði, og verði stærst í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi," sagði Ágúst Einarsson. Ágúst sagði að um þessar mundir væru horfur á þessum markaði mjög góðar, almenningur erlendis væri að sannfærast um það, sem íslenska þjóðin hefði vit- að öldum saman, að lýsið væri hollt. Nýjasti sigurinn í því máli væri grein sem birst hefði í banda- ríska læknatímaritinu The New England Joumal of Medicine þar sem staðfest væru áhrif lýsis sem vöm gegn kransæðasjúkdómum. „I þessari grein er það staðfest sem prófessor Sigmundur Guð- bjamason og fleiri hafa haldið fram í áraraðir," sagði Ágúst. „Við vonum að þetta hafi þau áhrif að læknar erlendis mæli með lýsistöku við sjúklinga sína.“ Ágúst sagði ennfremur að um 95% af framleiðslu fyrirtækisjns færu nú til útflutnings, mikið af henni væri selt í tunnum og pakk- að ytra undir öðrum vörumerkjum, en stór og sívaxandi hluti undir vömmerki Lýsis hf. Einungis um 5%, hálf milljón flaskna og milljón- ir þorskalýsispilla, færu á innan- landsmarkað. Um útflutning á Bandaríkjamarkað sagði Ágúst að hann væri óverulegur og fyrirtæk- ið hygðist í nánustu framtíð ein- beita sér að Norðurlöndum og Evrópu. Hins vegar hefði verið lit- ið til Bandaríkjanna enda væri þar markaður hvað almennastur fyrir heilsubótarlyf. Hins vegar sæju forsvarsmenn Lýsis hf. ekki fram á annað en að möguleikar á Norð- urlandamarkaði væru fyrirtækinu nægjanlegir á næstu ámm. Seyðisgörður: Hafsíld seld útgerðarmönn- um loðnuskipa VIÐRÆÐUR hafa staðið milli eigenda loðnubræðslunnar Hafsildar og þríggja útgerða loðnuskipa um sölu bræðslunnar. Hafsíld er í eigu Jóns Ingvars- sonar og dánarbús Vilhjálms Ingvarssonar. Jón Ingvarsson segir að enn hafi ekki veríð geng- ið endanlega frá kaupunum og þvi eigi hann erfitt með að tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru kaupendumir útgerð Bjama Olafssonar á Akranesi, Gjögur á Grenivík og Fiskanes í Grindavík auk fleiri aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.