Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 HEIMSÓKN í FLÓTTAMANNABÚÐIR Á VESTURBAKKANUM Skammt á milll lífs og dauða — vináttu og haturs í vagninum á leið til Ramallah. „ • • oggleymið ekki að senda kort!“ Við Damaskushliðið í Jerúsal- em urðum við strax vör við hjálpsemi Palestínumanna. Hliðið er eitt af mörgum á gömlu borgarmúrunum í Austur-Jerúsal- em, hverfí múhameðstrúarmanna, fordyri Vesturbakkans, þangað sem ferðinni var heitið. Við spurðum hvar arabavagninn til Ramallah stansaði og ungur þiltur fylgdi okk- ur tíu mínútna vegalengd þangað sem vagninn stóð en neitaði að þiggja borgun fyrir greiðann. Þennan sunnudag var steikjandi hiti í ísrael þótt komið væri fram í september. Ég og Þórdís kærasta mín höfðum ákveðið að heimsækja flóttamannabúðir í nágrenni Jerú- salem. Ég vissi auðvitað sem var að aðstæður á Vesturbakkanum væru viðsjárverðar en hafði heyrt að blaðamenn gætu ferðast óhultir um og tekið fólk tali. Vinur okkar á hótelinu í Jerúsalem ráðlagði okk- ur að fara til borgarinnar Ramallah sem er um það bil tuttugu mínútna akstur frá Jerúsalem. Hann treysti sér ekki til að fara með okkur því hann er Palestínumaður og gat átt á hættu að lenda í útistöðum við ísraelsk yfírvöld. Farkosturinn var arabastrætis- vagn; ekki var talið ráðlegt fyrir okkur að leigja bíl með ísraelsku númeri vegna gijótkasts Palestínu- manna. Flóttamannabúðirnar Lmari eru í úljaðri Ramallah. Þegar þangað kom blasti við þriggja metra hátt hlið úr olíutunnum og var jörðin við innganginn öll sviðin, eftir átök hersins og íbúanna, að því er við töldum. Hvergi var hermann að sjá svo við gengum ótrauð inn f búðim- ar. Samstundis dreif þar að krakka á aldrinum fímm til fímmtán ára á að giska. Bömin báðu okkur um skilríki og þótt sú bón kæmi mjög flatt upp á okkur sýndi ég blaða- mannaskírteinið. Þórdís var með myndavélina um öxl og bæði höfð- um við merkt okkur í bak og fyrir með „Press“. Krakkamir virtust taka okkur svona mátulega trúan- leg og fylgdu fast á hæla okkur þegar við héldum áfram göngunni. Við sáum álengdar hvar þrír full- orðnir karimenn stóðu í gættinni á Iftilli sölubúð. Skunduðum við þang- að til að spyija vegar. Þeim virtist ekki Iítast alls kostar á þá athygli sem við vöktum meðal bamanna en eftir nokkur orðaskipti urðu þeir vingjamlegri. Ég spurði hvort ekki væri í lagi að við gengjum um búð- imar og tækjum fólk tali. Sá sem hafði orð fyrir mönnunum þremur sagði svo vera ef bömin létu okkur í friði. Hann gat hins vegar ekki bent okkur á neina sérstaka fjöl- skyldu sem væri til með að ræða við okkur sem blaðamenn, við skyldum bara reyna. í þessum svif- um kom eiginkona eins mannanna og rétti Þórdísi ungbam og bað okkur að eiga. Við héldum í fyrstu að þetta væm einber vinahót en okkur til mikillar furðu virtist for- eldrunum vera fyllsta alvara. Gat verið að lif þessa fólks væri svo hörmulegt að það vildi gefa bömin sín frá sér? Þegar faðirinn hafði tekið aftur við króganum héldum við áfram göngunni. Aðalgatan lá frá hliðinu og upp á hæð fram undan. Á báðar hendur sáum við inn í hiðargötur þar sem böm vom að leik. Meðfram veginum rann skólpið í opnu ræsi. Krakkamir sem höfðu umkringt okkur í fyrstu virtust nú halda sig í nokkurri fjarlægð eftir tilmælum mannanna þriggja í sölubúðinni. Hvergi var hermann að sjá. Steinarnir fljúga Þegar við höfðum gengið ein fímmtíu skref upp hæðina hófst gijótkastið. Við litum til baka og sáum krakka koma hrópandi á eftir okkur upp götuna með steina á lofti. Úr öngstrætum dreif stráka að með reiddan hnefa og ofan hæð- ina flugu hnullungamir. Hjartað í mér fraus og Þórdís brast í grát þegar hún fékk hnefastóran stein í fótlegginn. „Palli, við skulum fara héðan út,“ hvíslaði hún að mér. Nu var fokið í flest skjól og engr- ar undankomu virtist auðið. Eg bölvaði sjálfum mér í hljóði fyrir að hafa ekki frekar farið í sólbað við Dauðahafið þennan síðasta dag okkar í ísrael eins og Þórdís hafði stungið upp á. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Út úr húsi við götuna kom gamall maður með fjögur böm. Hann sá strax hvað var á seyði og benti okkur að koma til sín. „Þú ert systir mín og þú ert bróðir minn,“ sagði sá gamli á bjagaðri ensku um leið og hann faðmaði okkur að sér og kyssti. Síðan dreif hann okkur inn í stofu, renndi hler- um fyrir gluggana og bauð okkur að setjast. Við heyrðum enn ólæti fyrir utan, gijóthríðin buldi á húsinu og mér heyrðist sem einhveijir væm að brölta á þakinu. Ekki var heldur uppörvandi að sjá aumingj- ans bömin hjúfra sig hvert að öðra gegnt okkur í stofunni með angist í rúnum ristri ásjónunni. Trúarofsi Gamli maðurinn þerraði nú tárin af vöngum Þórdísar, færði hana úr skónum og kyssti fætur hennar. Því næst fómaði hann höndum til himins, varpaði sér flötum til jarð- ar, ákallaði Allah og leit svo til okkar með tárvot augu. Við vissum ekki alveg hvað var um að vera en ímynduðum okkur að hann væri að biðja Guð fyrirgefningar á móttök- unum sem við fengum. Síðan sett- ist hann hjá okkur og sagði bömin úti ekki vita hvað þau gerðu, allir menn væra mannlegir, gyðingar, Palestínumenn og íslendingar. Karlinn kom nú með bleksvart kaffí handa okkur og tókum við heldur að róast þótt enn dyndi gijót- ið á gluggahleranum í stofunni. Hann dró heljarmikinn doðrant úr pússi sínu og sagði með tryllings- glampa í augum: „Þetta er hin helga bók, takið eftir, hin helga bók!“ Hann sagðist vera kennari í búðunum og jafnframt arabískur læknir, „læknir stjamanna". Hann sagði okkur frá draumi sínum þá um nóttina. „Til mín kom ljóshærð vera, gyðja send að himnum ofan,“ sagði hann og starði á Þórdísi. Nú var barið að dyram. Húsráð- andi lokaði dyranum að stofunni þar sem við sátum og sendi elstu dóttur sína til dyra. Hún kom aftur í fylgd með tveimur unglingspiltum. Við þóttumst kannast við þá úr hópi gijótkastaranna. Þeir áttu ein- hver orðaskipti við gamla manninn á arabísku sem við gátum ekki ráð- ið í og það var eins og strákamir forðuðust að líta á okkur. Þegar drengimir vora á brott fór sá gamli með okkur í gegnum húsa- garðinn og í annað herbergi þar sem virtist vera skólastofa. Sýndi hann okkur með stolti uppdrátt af manns- hjarta sem hann hafði sjálfur gert og notaði við kennslu. Önnur kennslugögn vora ekki sjáanleg. Allan tímann var gestgjafínn í æstu skapi, endurtók hvert orð og þreif í okkur til að leggja áherslu á ræðu sína. „Exekús mí, exekús mí“ (Fyr- irgefið, fyrirgefið). Tveir skothvellir Þegar við sneram aftur til stof- unnar heyrðum við að jeppi stað- næmdist fyrir utan húsið og menn stukku út. Úti fyrir vora einhver læti og síðan heyrðust tveir skot- hvellir. Eftir á að hyggja er líkleg- ast að um viðvöranarskot hafí verið að ræða. Húsráðandi benti okkur að beygja okkur niður svo við vær- um ekki í gluggahæð. Við voram hálfmiður okkar af skelfíngu, verð ég að segja, og áttum helst von á því að hermenn ryddust inn og hleyptu af á viðstadda. Mér leið þó einna verst yfír því að hafa dregið Þórdísi inní þetta háskaspil. Hvað um það, allt var hljótt fyr- ir utan eftir skotin tvö. Mér datt í hug að hlaupa út og biðja hermenn- ina að aka okkur út úr búðunum hið snarasta en sá fyrir mér okkur liggjandi á gólfínu í heijeppa með gijóthríð og bensínsprengjur yfir- vofandi. Við ákváðum því að treysta á húsráðanda og sitja sem fastast enn um sinn. Gestgjafi okkar virtist taka sálarangist okkar miklu nær sér en ótta bama sinna sem sátu í hnipri á gólfinu og horfðu starandi augum á gestina sem höfðu komið öllu þessu af stað. Hann náði í vatnsflösku og tók að stökkva vökv- anum á Þórdísi með miklu óðagoti á meðan hann þuldi arabísk vers. Síðan lét hann hana leggjast upp í rúm og vafði hana inn í teppi. Öðra hveiju fómaði hann höndum til him- ins og ákallaði Guð. Allt virtist þetta gert til að reka óttann úr Þórdísi. Okkur var ekki sérlega um þessa tilburði gefíð en maðurinn var aug- ljóslega vel meinandi. Ekki virtist heldur ráðlegt að mótmæla þessum lækningakúnstum hans því ekki vildum við vera rekin á dyr. Að lokum kom hann með skál fiilla af olífuolíu, saup af henni og bauð Þórdísi að gera slíkt hið sama. Hún færðist undan og hann lét það gott heita en ráðlagði henni að bera olí- una á sig. Seinna fréttum við að það væri trú múslíma að olía lækn- aði ótta. Lítíð tákn þrungið merkingu Böm húsráðanda höfðu fram til þessa haldið sig í hæfílegri fjarlægð frá okkur. Þau færðu sig nú nær og fóra að benda á hálsmen sem Þórdís bar, stúdentastjömuna nán- ar til tekið. Þegar sá gamli sagði „gyðingastjama, gyðingastjama!" læddist að okkur óþægilegur gran- ur. Gat verið að þetta litla tákn sem hún bar um hálsinn hefði komið öllum látunum af stað? Eftir á að hyggja er það líklegasta skýringin, að bömin hafí tekið eftir stjömunni sem glampaði á í sólskininu og þess vegna hafíð gijóthríðina. Undran þess gamla virtist heldur ekki lítil þegar við sýndum honum að stúd- entastjaman væri fímmhymd en ekki sexhymd eins og gyðinga- stjaman. Nú var farið að nálgast hádegi, við höfðum dvalið í búðunum í tæp- lega tvo tíma. Okkur hafði verið sagt kvöldið áður að búðimar væru opnar milli kl. 9 og 12. Ekki leið okkur beinlínis vel hjá kennaranum vegna þess hve hann var undarleg- ur í háttum. Á hinn bóginn virtist ekki árennilegt að freista útgöngu enda sáum við fyrir okkur hatrið í augum krakkanna. Andrúmsloftið inni var nú samt svo þrúgandi að við ákváðum að láta slag standa. Gamli maðurinn dró nú undan legubekk sitt fínasta tau og plast- poka með velktum peningaseðlum. Tók hann ekki annað í mál en að fylgja okkur að hliðinu. í þeim svif- um kom eiginkona hans heim og upphófst þá mikið rifrildi þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.