Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 39' Horft til Stykkishólms frá Breiðasundi. Nýja kirkjan tíl vinstri en sjúkrahús katólskra til hægri. hans, Leifur heppni sonur þeirra og annað skyldulið hefur vafalaust dvalið með honum í Oxney. Hér á þessum 1000 ára gömlu rústum hefur gerzt stórbrotin örlagasaga. Héðan finnst Grænland og síðan Ameríka, heil heimsálfa. Vígaferli Eiríks rauða, útlegðardómur hans á Þórsnesþingi knýja hann til þess að leita Gunnbjamarskers, en hann finnur Grænland og nemur þar land. Leifur sonur hans ætlar síðar að sigla frá Noregi til Grænlands en hrekur af leið og fínnur óvart N orður- Ameríku! Ógreinilegar tóftir rétt austan við Eiríksstaði gætu bent til þess að húsakynni Eiríks rauða hafi ver- ið nokkuð meiri en áður er lýst. En ekkert verður að sjálfsögðu um og Öxneyjar er sund sem kallað er Mjódd. Þar sem mjóst er heitir Bænhússtraumur. Fjarar út milli eyjanna, þar sem heita Þröskuldir. ^ Má þar ganga þurrum fótum á milli þeirra um stórstraumsíjörur. í Brokey er myndarlegt íbúðarhús þar sem eigendur eyjarinnar búa á sumrin. Hafa þeir um 200 fjár á eynni á vetrum. Dapurlegt finnst mér að sjá þessi gömlu höfuðból í eyði, þótt þau séu mörg nytjuð á sumrum. I eyjum Breiðafjarðar lifði fólk oft við velsæld þegar harðæri og jafnvel hungur steðjaði að víðs vegar um land fyrr á árum. Eftir hálftíma ferð lendum við í Galtarey, sem er II lág og grösug eyja. Er hún einn km á lengd og um 400 m á breidd. Norðangjóstur leikur um Jóhann stýrimann. að spyija. Virðist dúntekja hafa svo til horfið í flestum eða öllum Suður- eyjum Breiðaíjarðar. í Brokey, sem er stærst allra Breiðaijarðareyja, er þó nokkurt varp. Öxney er í Skógarstrandarhreppi í mynni Hvammsijarðar. Er hún næst stærst Skógarstrandareyja. Segir Jóhann eyna vera 5 km á lengd og tvo og hálfan km á breidd. Hæst er hún rúmlega 30 metrar. 85 aðrar eyjar smáar og stórar fylgja Öxney. Afi Jóhanns, Jóhann Jónasson, kaupir Öxney árin 1881-82. Býr hann þar frá 1882-1912. Þá tekur sonur hans við búskap og býr þar til ársins 1970 eins og áður segir, er hann lézt. Kona hans var Elín Guðmundsdóttir. Áttu þau 12 böm, lifðu 10 þeirra til fullorðinsára og 6 bamanna em ennþá á lífí. Eiga þau og afkomendur þeirra Öxney í dag. I æsku þeirra vom oft um 30 manns til heimilis í eynni. íbúarhúsið sem enn stendur er byggt árið 1883 sem áður er getið. Var flutt í það sama ár. Viðbygging var reist við það árið 1926. Mun Jóhann Jónasson hafa haldið því ágætlega við og raunar stórbætt það. Er mjög ánægjulegt að sjá þetta rúmlega 100 ára gamla hús svo vel við haldið, þótt eyjan hafi ekki verið byggð í nær 20 ár nema að sumarlagi. Sýnir það tryggð af- komenda Öxneyjarbænda við heimahaga. Uppmnalega mun það Bænahúsið í Öxney. Eiríksvogur; héðan sigldi Eiríkur rauði til Grænlands árið 982, að því er sögur herma. Við Öxneyjarhúsið; frá vinstri Jóhann Jónasson, Guðrún Jónasdóttir og Sigurður Bjamason. hafa verið meðal betri húsa í Suður- eyjum. Við hlið bæjarhússins stendur annað gamalt hús. Er það gamla apótekið í Stykkishólmi. Var það byggt um 1885 en flutt út í Öxney árið 1944. Var það notað þar sem hlaða og geymsluhús. Er það ein hæð og ris, breitt og rúmgott. En það hefur látið á sjá af tímans tönn. Annað gamalt hús stendur þama á bæjarhlaðinu. Það er bænahúsið. Segir Jóhann okkur að þess sé minnzt í máldaga Narfeyrarkirkju frá árinu 1227. Gamlar sagnir hermi að það hafi verið notað sem kirkja fyrir fólk í eyjunum um- hverfis Öxney allt fram til siða- skipta og þá verið kölluð hálfkirkja frá Narfeyri. Síðan hafi það verið lagt niður sem kirkja, en notað sem skemma á síðari árum. Margbyggt hafi verið yfir hana úr torfi og timbri, en gtjót og torfveggir standi. Eins og að líkum lætur er þetta foma guðshús nú orðið hrörlegt. Bænahúsið er um 5 metrar á lengd og 3 metrar á breidd. Gólfið er úr gijóti og torfi en gafl og fordyri úr timbri. Ekki verður hér frekar fullyrt um aldur og notkun þessa gamla bænahúss en sérkennileg tilfinning fer um þann, sem gengur þar um gólf í hálfrökkri á þessum bjarta haustdegi. Gengið á vit Eiríks rauða Elzta byggð í Öxney er talin frá síðari hluta 10. aldar. I Eiríks sögu rauða segir svo: „Þorvaldur hét maður. Hann var sonur Ásvalds Úlfssonar, Öxna- Þórissonar. Eiríkur rauði hét sonur hans. Þeir feðgar fóm af Jaðri til íslands fyrir vígasakir og námu land á Homströndum og bjuggu að Dröng- um. Þar andaðist Þorvaldur. Eiríkur fékk þá Þjóðhildar, dóttur Jörundar Úlfssonar og Þorbjargar knarrarbringu, er þá átti Þorbjöm inn haukdælski. Réðist Eiríkur þá norður og mddi land í Haukadal og bjó á Eiríksstöðum hjá Vatns- homi.“ Síðan segir frá vígaferlum Eiríks í Dölum. „Þá var Eiríkur gerr brott úr Haukadal. Hann nam þá Brokey og Öxney og bjó að Tröðum í Suð- urey inn fyrsta vetur,“ segir í sögu hans. Vígaferli hans halda áfram og verður hann þá sekur á Þórsnes- þingi og útlægur gerr af íslandi. Býr hann nú í Óxney og nefnir bæ sinn Eiríksstaði. Er sú byggð hans síðust talin á íslandi. Stendur sá staður efst á eynni og útsýn þaðan góð til allra átta. Þangað leggjum við nú Ieið okkar. En frá núverandi Öxneyjarbæ er tæplega eins km flarlægð til rústanna af setri Eiríks rauða. Em þar greinilegar tóftir af mannabyggð. Skammt er þar niður að Eiríksvogi á vestanverðri eynni. En þar segir sagan að hann hafi búið skip sitt. Talið hefur verið að hann hafí lagt út þaðan árið 982 en komið við í Dímonarvogi í Klakkseyjum. Ef treysta má sög- unni heftir honum byijað vel því sama ár finnur hann hið mikla land í vestri, er hann nefndi Grænland, sem það hefur síðan heitið. Skal nú aðeins litast um á Eiríks- stöðum, sem em tæplega 30 m yfir sjávarmáli. Hinar grasigrónu tóftir gætu bent til þess að í húsakynnum þar hafi verið a.m.k. skáli og svefn- hýsi. Erfitt er að fullyrða nokkuð um stærð þeirra. Þar hefur trúlega verið um bráðabirgðabústað að ræða. Eiríkur rauði hafði verið gerður útlægur og var því á flótta undan óvinum sínum. Ólíklegt er því að hann hafi byggt þama mikil húsakynni. En Þjóðhildur kona það fullyrt. Dr. Kristján Eldjám bekkjarbróð- ir okkar heimsótti Öxney og Eiríks- staði. En ekki veit ég til þess að nokkuð sé eftir hann skráð um sögu staðarins. Sennilega hefur hann varla gert ráð fyrir að finna nokkr- ar mannvistarleifar þar, þar sem Eiríkur rauði hefur sennilega tekið allt sitt með sér til nýrra heim- kynna. Áður en skilist er við Öxney má geta þess að þar gengu nú rúmlega 20 ær með lömbum, samtals um 50 íjár. Var það allt á heimaeynni ásamt 5 hestum og 4 folöldum. Segist Jóhann bóndi að jafnaði ala um 20 flár í eynni, sem lifa þar úti á vetrum, og ganga vel fram. Er snjólétt í eynni og féð hið sælleg- asta. í sumum öðrum eyjum gengur fé einnig úti á vetmm. Ekki er mikið um sel á þessum slóðum. Sáum við aðeins einn landsel á ferð okkar um Breiðasund milli Stykkis- hólms og Öxneyjar. Fjöldi skarfa sat hins vegar á Baulu fyrir innan Stykkishólm. Kom mér þá í hug gömul vísa: Maður fór að skjóta skarf hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta en í því hvarf niður fyrir bjargið stóra. Gæti þetta verið aðvömn til veiði- manna um að ganga ekki of óðslega fram í veiðiskapnum? Harðir straumar í sundunum Síðari hluta dags höldum við frá Öxney um sundið milli hennar og Brokeyjar til Galtareyjar, sem Guðrún Jónasdöttir systir Jóhanns á norðaustur frá ættareyju þeirra systkina. Er straumur þar geysiharður milli eyjanna. Sérstaklega er það áberandi á milli Galtareyjar og Gagneyjar. Heitir þar Gagneyingur. Á milli Brokeyjar Einnig þar em nokkrar ær og lömb á beit. Hefur Guðrún Jónasdóttir byggt þar hlýlegt sumarhús. Er stofa hennar nær öll þakin litríkum skeljum, sem hún hefur safnað og raðað upp af mikili smekkvísi. Málverk em þar einnig eftir systur hennar, sem er listmálari. Haustsólin skín inn um stofuna þar sem við sitjum og njótum lúffengra veitinga. Hver er alltof uppgefinn eina nótt að kveða og vaka - sagði Stefán G. Enda þótt langt sé til nætur kemur mér þetta Ijóð í hug við fegurð himins og hafs hér út við eyjar blár. Þegar við göngum til sjávar til þess að halda aftur til Oxneyjar hefur aðeins kulað, en þetta er blíðviðri. Það er aðeins byijað að rökkva þegar við komum heim á óðalið. Þar fáum við smálúðu nýveidda úr Breiðafirði. Það er veizlumatur. Guðrún gerir það ekki endasieppt við okkur gömlu bekkjarbræðuma frá Menntaskólanum á Akureyri, enda höfum við trúlega yngzt á vappi okkar um eyjamar í dag, að ógleymdum sjóferðunum! Við sofum vel þessa nótt í Öxney. Við Kjartan sofum á stofuhæðinni við hlið myndarlegrar gestastofu. En þar er margt ágætra ljósmynda af Oxneyjarfólki frá liðnum tíma. Úti í eýjum sofa allir vel. Þar er kyrrð og friður. Við vöknum við lambsjarm utan af túni. Þessi haustmorgunn er bjartur og fagur. Vogurinn fyrir framan bæinn er sléttur og spáir góðu veðri á Breiðasundi. Okkur gefur vel í dag á heimleiðinni milli eyjanna til baka til Stykkishólms. Svo liggur þessi merka og fagra eyja með baráttu kynslóðanna og sögu Eiríks rauða að baki. Myndir: Sigurður Bjarnason Sumarhús Guðrúnar í Galtarey. Horfl í land til Brokeyjar. Þar er reisulegt íbúðarhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.